Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 47 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Námskynning undirbúin UNDIRBÚNINGUR að Námskynningu ’95 sem hald- in verður á sunnudag í húsnæði Háskóla íslands, Iðnskólans í Reykjavík og í húsnæði listaskólanna í Laugarnesi, undir yfirskriftinni Leitið og þér munuð finna stendur nú sem hæst. Starfsfólk Námsráðgjaf- ar Háskóla Islands, undir stjórn Ástu Kr. Ragnars- dóttur forstöðumanns, annast framkvæmd kynning- arinnar og var það að ganga frá gögnum fyrir kynn- inguna og senda út veggspjöld þegar myndin var tekin fyrr í vikunni. Námskynningin stendur frá klukkan 13 til 18 á sunnudag. Kynningin er ætluð grunn- og framhaldsskólanemendum. Kynnt er nám við háskóla og sérskólana. Þess má geta að kennara- samtökin verða með sérstakan kynningarbás. Krmglukast frá mið- vikudegi til laugardags I DAG hefst Kringlukast, sem eru sérstöku átta síðna blaði sem fylgdi sérstakir markaðsdagar fyrirtækja í Kringlunni. Þessa daga bjóða versl- anir og sum þjónustufyrirtæki í versl- unarmiðstöðinni ótal tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir hússins eru einnig með sérstök tilboð. Undangengin Kringluköst hafa vakið athygli, aðsókn verið mikil og margir notað tækifærið til að gera kjarakaup á nýjum vörum, segir í fréttatilkynningu. Af þessum sökum er ákveðið að hafa opið lengur en venjulega í Kringlunni á laugardegin- um, en þennan laugardag verður opið til kl. 18. Kringlukastið stendur ein- ungis frá miðvikudegi til laugardags.. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringlunni með sérstök tilboð og lögð áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki er um útsölu að ræða. Á sérstöku tilboði í hverri verslun eru nokkrar vörutegundir, eða einn eða tveir vöruflokkar og gilda þessi tilboð einungis á meðan Kringlukastið stendur yfir. Algeng- ast er að veittur sé 20-40% afsláttur af þeim vörum, sem eru á tilboðinu,_ en í sumum tilvikum er afslátturinn meiri. Hluti tilboðanna er kynntur í Kvennadagurinn 8. mars Dagskrá í Ráðhúsinu MENNINGAR- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna, ASÍ, BSRB, Pélag íslenskra leikskólakennara, Hið ís- lenska kennarafélag, Leikfélagið Hugleikur, Jafnréttisnefnd, Kenn- arasamband íslands, Meinatækna- félag íslands og Síung, félag barna- bókahöfunda, standa fyrir fundar- dagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins í kvöld, 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna. Dagskráin hefst klukkan 20 en gestir fundarins verða forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Guðrún Helgadóttir alþing- ismaður. Fjöldi ávarpa verður fluttur en einnig munu tríó frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Strengjasveit Zuzuki-skólans og Tríóið leika tónlist og leikfélagið Hugleikur flytja einþáttung. Gengið með Sundum HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur miðvikudagskvöldið 8. mars fyrir gönguferð inn með Sundum. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 20. Við upphaf ferðar verður litið inn hjá íslenskri grafík. Hægt verður að velja um tvær gönguleiðir, annars vegar að ganga frá Miðbakka með sjónum inn á Laugarnestanga og nýja leið að Kleppsskafti, fyrirhuguðu útivistar- svæði í Sundahöfn. Hins vegar er hægt að fara með SVR inn á Laug- ames og ganga sömu leið þaðan og fyrri hópurinn að Kleppsskafti. Farstjórar verða með báðum hóp- unum. Áætlað er að báðir hóparnir komi samtímis' að Kleppsskafti. Val um að ganga til baka eða taka SVR. Allir eru velkomnir. Morgunblaðinu í gær. Þeir, sem koma á Kringlukast, geta tekið þátt í kaupleik, Stóra af- slætti. í leik þessum bjóða fjögur fyrirtæki í Kringlunni jafnmarga hluti með ótrúlegum afslætti. Hlutir þessir eru allir í dýrum verðflokki og veittur er 40-70% afláttur, þann- ig að afslátturinn nemur tugum þús- unda króna. Á hveijum degi meðan Kringlukastið stendur eru dregnir út fjórir heppnir kaupendur, sem fá að kaupa viðkomandi hlut á þessum mikla afslætti. Tímasetningar og leikreglurnar eru nánar kynntar í viðkomandi verslunum, á Bylgjunni og fylgiblaði Morgunblaðsins. Að þessu sinni eru það Byggt & búið, Heimskringlan, Japis og Skífan sem taka þátt í leiknum og í boði eru Aiwa- og Panasonic-hljómflutnings- samstæður, Ariston-þvottavél og Mercury-rafmagnsgítar. Verslanir og þjónustufyrirtæki Kringlunnar eru opnar frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10-18.30, föstudaga frá kl. 10-19. Vegna Kringlukastsins verður opið lengur á laugardaginn 11. mars, en þá verður opið til kl. 18. Fyrirlestur um sorg karlmanna NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, standa að fyrirlestri um sorg karlmanna í Gerðubergi fímmtudagskvöld kl. 20. Sr. Bragi Skúlason flytur erindi um sorg karlmanna. Bragi hefur kynnt sér þetta málefni bæði innan- lands og utan á undanförnum árum. Umræðan um sorg karlmanna hef- ur farið heldur lágt í okkar samfélagi og því vill Ný dögun leggja sitt af mörkum til að breyting verði þar á. Fjöldi karlmanna hefur leitað til Nýrr- ar dögunar og er ljóst að þeir þurfa ekki síður aðstoðar við í sorgum sínun en konur, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um vistfræði laxaseiða í sjó KONRÁÐ Þórisson og Jóhannes Stur- laugsson flytja fyrirlestur fímmtudag- inn 9. mars á vegum Líffræðifélags- ins í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Heiti hans er Vist- fræði laxaseiða í sjó. Þann tíma sem Atlantshafslax dvel- ur í ferskvatni eru umhverfi hans og aðstæður tiltölulega vel þekkt. Þetta á jafnt við um seiðastigið og hrygning- arlax að lokinni sjávargöngu. I kjölfar aukinnar hafbeitar á laxi hérlendis í lok síðasta áratugar stór- efldist áhugi á vistfræði laxa í sjó. Á þeim árum hófst samstarf Veiði- málastofnunar og Hafrannsóknar- stofnunar um rannsóknir á laxaseið- um í sjó. Athyglinni var einkum beint að fæðu og fari seiðanna en stórtæk- ar sleppingar Silfurlax hf. í Hrauns- firði gerðu kleift að fylgja seiðum eftir langt út í Breiðafjörð. ■ AÐALFUNDUR Öldrunar- fræðafélags íslands verður haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 13 í Þjón- ustumiðstöð aldraðra, Vesturgötu 7. Á dagskrá verða venjubundin aðal- fundarstörf. ■ FÉLAGSLEG samskipti og styrkt sjálfsímynd barna. Kristín Hallgrímsdóttir sálfræðingur ræðir um félagsleg samskipti og hvernig styrkja má sjálfsímynd barna á grunnskólaaldri á félagsfundi For- eldrafélags misþroska barna mið- vikudaginn 8. mars kl. 20.30 í sal Æfingadeildar Kennaraháskól- ans, gengið inn frá Bólstaðarhlíð. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. ■ / MÁLSTOFU Umhverfis- og byggingaverkfræðiskorar Háskóla íslands miðvikudaginn 8. mars kl. 16.15-18 í stofu 158 verður fjallað um sveiflugreiningu burðarvirkja í vökva. Erindið flytur Jens Bjarna- son, dósent. Umræður og fyrir- spurnir að erindi loknu. ■ OA SAMTÖKIN, Overeaters Anonymous, sem eru samtök fólks með ofátsvandamál standa fyrir kynningarfundi í Gerðubergi fímmtudaginn 9. mars kl. 20. Gestur fundarisns verður OA félagi frá ísra- el sem heimsótt hefur OA deildir víðsvegar í heiminum. Erindi hennar verður flutt á ensku en fyrirspurnir og umræður verða á íslensku á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.