Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 7

Morgunblaðið - 09.04.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 B 7 MANNLÍFSSTRAUMAR Umhverflsmál /Hvad erab gerast í umhverfisrábuneytinuf Verksvid um- hverfisráðu- neytisins NÝLEGA kom út rit á vegum umhverfisráðuneytisins sem heitir Ástand og þróun umhverfismála á íslandi 1995, en ráðuneytinu er gert samkvæmt lögum að gefa út slíka skýrslu árlega. Þar er að finna upplýsingar um stofnanir sem undir ráðuneytið heyra og frá öðrum ráðuneytum sem um slík mál fjalla, t.d. frá Náttúrufræði- stofnun íslands, Veðurstofu íslands, Rannsóknarstöðinni við Mý- vatn, Náttúruverndarráði, Hollustuvernd ríkisins, Landmælingum íslands, Skipulagi ríkisins, Siglingamálastofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins, Hafrannsóknastofnun, Hag- stofu Islands og Vegagerð Islands. Efni skýrslunnar er skipt í 7 meginkafla þar sem fjallað er um ástand umhverfis og náttúruauð- linda, álagið á umhverfið, umhverfisvernd, alþjóðasamstarf, við- fangsefni og framtíðaráherslur. Hér er gripið niður í fyrsta kaflann sem er samantekt um ástand og helstu verkefni. Ritið allt er um 100 blaðsíður svo hér er stiklað á stóru. BENT er á hvernig landnám hefur frá upphafi raskað viðkvæmu jafnvægi í náttúru landsins. Rányrkja, óhagstæð veðrátta og stóráföll af völdum náttúruhamfara höfðu sín áhrif. Talið er að frá landnámi hafi landgæði rýrn- að um allt að 80%. Vönduð stað- fræðikort eru undirstaða allra rannsókna á umhverfinu. Is- lendingar eru áratugum á eftir nágrannaþjóðunum bæði að því er varðar gróður- og jarðfræði- kortagerð. Því er brýnt að Land- mælingum Islands sé gert kleift að ljúka því verkefni. Til þess þarf að endurnýja tækjabúnað stofnunarinnar. Veðurstofa íslands annast umhverfisvöktun á andrúms- loftinu, þ.e. veðurþjónustu, rannsóknir á veðurfari og mengunarmælingar. ísland er auðugt af góðu grunnvatni mið- að við stærð og ræðst það ann- ars vegar af tiltölulega mikilli úrkomu og vel lekum jarðlög- um. Grunnvatnsrennsli til fall- vatna og sjávar telst um 1000 m2/sek. Aðeins 1% þessa magns er nýtt í dag í vatns- veitur og atvinnurekstur. Jarðfræðideild Veðurstofunn- ar ræður yfír fullkomnu mæli- kerfi til að fylgjast með ástandi jarðskorpunnar en það er mikil- vægur grundvöllur til að geta sagt fyrir um ýmiss konar vá, s.s. jarðskjálfta og eldgos. Skipulögð landgræðsla hófst hér árið 1907 og hefur víða tek- ist að hefta hættulegasta foks- andinn. Gerð nýrra korta af jarð- vegsrofum lýkur árið 1995. Framræsla mýra og afleiðing- ar þeirra framkvæmda hafa valdið breytingum á lífríki lands- ins en nú hefur dregið úr þeim. Vegna fámennis og mikillar ljarðlægðar frá þéttbýlum lönd- um er mengun andrúmslofts yfír íslandi yfirleitt lítil. Mikilvægt er þó að fylgjast með magni ýmissa efna, s.s. koldíoxídi og ýmsum þrávirkum lífrænum efn- um. Öllu efnisnámi fylgir jarðrask og varanleg breyting á útliti landsins. Ekkert heildaryfirlit er til um ástand þessara mála en áætlað er að malarnotkun í land- inu nemi um 6 miljónir m3 á ári. Það er allt að fímmfalt á við það sem gerist í nágranna- löndunum. Sjávarútvegur er burðarás íslensks efnahagslífs. Fiskveiði- lögsagan var færð í 200 mílur árið 1975 og gefur íslandi kost á að nýta lífríki sjávar skynsam- lega. Þó hefur hrygningarstofn þorsks, helsta nytjafisksins, aldrei mælst minni en árið 1994. Settar eru árlega reglur um leyfilegan afla fyrir hverja teg- und fiskjar að fengnum ráðlegg- ingum Hafrannsóknastofnunar. Árlegur afli af íslandsmiðum hefur að jafnaði verið um 1,5 milljónir tonna. Nýting vatnsorku grundvall- ast á hringrás vatnsins sem guf- ar upp af höfunum, berst með vindum inn yfír landið, fellur þar sem úrkoma og rennur til baka til sjávar. Á síðasta hluta leiðar- innar er hægt að nota fallorku vatnsins og er hún talin óþijót- andi auðlind. Gerð miðlunarlóna vegna vatnsorkunnar veldur því að land fer undir vatn. Þar verða því árekstrar við sjónarmið gróð- urverndar eða nytja af beit. Önnur umhverfisáhrif af völdum virkjana eru tengd fossum og náttúrufyrirbærum sem geta breyst eða horfið. Á flestum jarðhitasvæðum sem eru í vinnslu er unnin meiri orka en sem nemur náttúrulegu afli þeirra. Orkan fæst úr heitu bergi jarðhitakerfísins. Jarðhit- inn er því takmörkuð auðlind. Sett voru ný lög á síðasta ári um mat á umhverfisáhrifum við mannvirkjagerð. Lítil reynsla er enn komin á þau. Umhverfís- ráðuneytið hefur beitt sér fyrir auknum mengunarvörnum og m.a. fyrir heildarúttekt á stöðu mála varðandi sorpföng í stórum hluta landsins. Átaksverkefni ráðuneytisins hafa víða valdið viðhorfsbreytingum meðal al- mennings og skilningur á gildi umhverfisvemdar fer vaxandi. Alþjóðlegt samstarf á sviði umhverfismála hefur aukist á síðustu árum. íslensk stjórnvöld hafa einbeitt sér á tiltölulega afmörkuðu sviði umhverfismála í alþjóðlegu starfi. Áhersluatrið- in hafa verið um vörn gegn mengun hafsins, um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og notkun endurnýjanlegra orku- gjafa. Einnig að bönnuð verði losun hættulegra efna í sjó. Varðandi hinn alþjóðlega samning vegna loftslagsbreyt- inga hafa íslensk stjórnvöldd lagt áherslu á endumýjanlega orkugjafa svo sem vatnsorku og sólarorku og að þeir verði metn- ir til jafns við kol, olíu og kjarn- orku. Á þeim vettvangi er langt í land að alþjóðleg samstaða náist. Þessum yfirlitskafla skýrsl- unnar lýkur með fyrirheitum um áhersluatriði ráðuneytisins á næstu árum; að ljúka sem fyrst heildstæðri áætlun um umhverf- isvöktun, að undirbúa gerð gagna sem taka mið af ástandi umhverfís og nýtingu náttúru- auðlinda, að efla gi-unnrann- sóknir, að auka umhverfismennt í skólum og meðal almennings. stíl þá er þeirri hættu boðið heim að lýðræðið syngi sitt síðasta. Ef mjög margir máluðu sig svona út í horn og vildu ekki vera með þá myndi að lokum fara svo að völdin myndu safnast á fárra manna hendur og kannski enda með því að einhver sæi sér leik á borði og yfirtæki öll völd einn. Þá væri komið einveldi sem auðveldlega gæti endað með harðstjórp. Mín niðurstaða er sú að maður verði að sætta sig við það í þessu lífi að eiga sjaldnast völ á algóðum kosti. Það skiptir svo sköpum um gæfu manns að hitta á að velja þann kost sem skárstur er. Hins vegar er það engum til gæfu að búa til óraunhæfan kost og neita svo þátttöku af því hann er ekki fyrir hendi. Á þann máta málar maður sig alls staðar út í horn og endar sem sinnulaus eintijáningur sem bíður þess eins að breiða yfír sig græna torfu. Staðreyndin er sú að sjaldnast á fólk völ á algóðum kosti, hvorki í stjórnmálum eða lífinu sjálfu. Kúnstin er að velja rétt á milli hinna mismunandi slæmu kosta. Geti fólk ekki skilið þetta axlar það ekki ábyrgð og verður ekki fullorðið, heldur lifir eins og barn í ímynduðum heimi þar sem öll völd eru þess, samtímis því sem það missir tengsl og áhrif í hinum raunverulega heimi. Ef allir hög- uðu sér þannig yrði samfélagið smám saman mikilli hnignun að bráð og myndi loks liðast í sund- ur. Hið innra samhengi í lífí fólks myndi að líkindum hljóta sömu SIEMENS Siemens RS 252R6 • Geislaspilari • Tvöfalt segulbandstæki • Alvöruútvarp • 2x25 W • Gæðahátalarar • Fullkomin fjarstýring ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS KR.: 39900,- stgr. Stórskemmtilegar stæður á stórskemmtilegu verði! Siemens RS 251R6 • Geislaspilari • Tvöfalt segulbandstæki • Alvöruútvarp • 2x10 W • Gæðahátalarar ALIT ÞETTA M FYRIR AÐEINS KR.: ^ SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 29-9*5y- stgr., MUNIÐ UMBOÐSMENN OKKAR UM LAND ALLT!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.