Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 B 11 gangandi í leikhúsið. Það er yndis- legt að ganga í hlýju kvöldinu, létt- klæddur í sólarlaginu, hér í hita- beltinu skellur myrkrið á á nokkr- um mínútum. Fyrsta leiksýningin Götur eru hálfmyrkvaðar, leik- húsið óupplýst, en þegar sýningin hefst birtir. Ljósabúnaður og lýsing virðist ekki vera spöruð hér. Leik- sýningin byggir á gamalli sögu frá nýlendutímanum. Sýningin er mjög háð bókinni, inná milli geng- ur leikari fram á mitt svið með risastóra bók og les upp úr henni texta sem áhorfendur virðast kunna utanbókar. Þetta er ein ást- sælasta saga Kúbana um múlatta- stelpuna Ceciliu Valdes og ber bókin og leikritið nafn hennar. Þetta er 19. aldar rómantík um samskipti kynþáttanna, ást og af- brýði, þar sem brúðguminn er drepinn á brúðkaupsdaginn af vonbiðli brúðar. Brúðurin er múl- atti, brúðguminn hvítur en vonbið- illinn svartur. Við hittum aðalleik- konuna Adriu Santana og meðan hún leggur á sig gerfi múlatta- stúlkunnar segir hún okkur frá innihaldi verksins. Hún talar góða ensku, segist eiga dóttur sem vilji endilega verða leikkona og hún hefur áhyggjur útaf því. Fyrir nokkrum árum þáði Adria boð til Svíþjóðar, Sviss og Spánar með einleik sinn sem hafði slegið í gegn í Havana. Hún sagðist hafa orðið himinlifandi yfir kaupinu sem henni var boðið, en þá var komin sú breyting á að hún mátti hirða það sjálf, áður hafði allt runnið til ríkisins enda listamenn á launum hjá ríkinu. Hún lék í Stokkhólmi fyrir spænskumælandi fólk þar. En henni brá heldur betur í brún þegar hún fékk útborgað. Því fylgdu endalaus útgjöld, dregið var af upphæðinni í skatt til sænska ríkisins, síðan þurfti hún að greiða ljósamanni kaup og ýmsa aðstoð aðra auk leigu á sal svo lítið var eftir af fénu. Þetta hafði hún aldr- ei upplifað áður. Heima á Kúbu var henni lagt allt til og hún gat hirt sín laun óskert án þess að borga skatt eða fylgikostnað. Næturspjall Eftir leiksýningu löbbum við meðfram stöndinni heim til kunn- ingjakonu gestgjafa okkar, sem ætlar að bjóða okkur uppá hress- ingu. Adrienne er kanadísk menntakonu sem hefur sest að á Kúbu. Hún er áfjáð í að heyra nýjustu fréttir að heiman, því hún elskar ísland og hefur sótt það heim og ferðast um allt landið. Besta vinkona hennar, Ingibjörg skáld, á þar heima. Eiginmaður Adrienne er bandarískur frétta- maður hjá Reuter og skrifar einnig greinar frá Kúbu fyrir bandarísk og ensk blöð. Adrienne er skóla- stjóri í sendiráðsskólanum þar sem útlendum börnum er kennt á ensku. Húsakynni eru glæsileg og íburður í húsgögnum, en Adrienne segir erfitt fyrir jafnvel sig að afla matar þessa stundina. Hún leiðir okkur útí garðholuna sína milli húss og gangstéttar. Þar ræktar hún grænmeti. Hún segist hafa stungið upp illgresi og runna og rækti nú fljótsprottið grænmeti og kryddjurtir sem nægi sér og gest- um sínum allt árið. Hún ber okkur ljúffenga kartöflusúpu með gulrót- arbragði, en hún sagðist krydda hana með gulrótargrasinu meðan rætumar sjálfar væru að spretta. Adrienne segir pappírsskortinn verstan fyrir skólana, en fjöldi stofnana og samtaka í Evrópu og Kanada sendi gjafir: pappír, bæk- ur, skriffæri og önnur námsgögn og það bjargi málum þessa stund- ina. En hún er hress og bjartsýn og við finnum ekki fyrir þeirri dep- urð hjá henni sem okkur finnst hijá hjónin okkar innst inni. Bak við stolt þeirra þykjumst við finna fyrir depurð þeirra, kannske dep- urð einangrunar. Adrienne er eins og fuglinn frjáls og flýgur til Evr- ópu hvert ár, en þau sem nú mega FYRIR utan sum leikhúsin eru seldar handbrúður og grímur úr pappamassa. Pappírs- skortur er mikill á Kúbu og leikskrár og skriflegar upplýsingar vandfengnar. ferðast úr landi án sérstaks leyfis stjómvalda, eru fjötruð vegna gjaldeyrisskorts. Nú getur hver og einn dvalist allt að 11 má'nuði er- lendis í fríi eða vinnu án þess að tapa réttindum sínum og lífeyri. Þó eru kvaðir á læknum og kennur- um, þeir eru verðmætastir þjóðinni og menntun þeirra einna dýmst ríkinu. Eftir byltingu 1959 fóru 3.000 læknar af 6.000 úr landi og það hefur verið ákaflega dýrt að byggja upp og bæta heilbrigði- skerfið, mennta til þess fólk og byggja sjúkrahús. fyn læknishjálp er ókeypis og þau lyf sem fram- leidd eru í landinu. „Vinir okkar flúðu til Miami á sínum tíma. Þetta em hjón sem vom á okkar aldri þegar þau fóru úr landi. Þeim hefur vegnað nokk- uð vel, þá var öllum Kúbönum sem fóru ólöglega úr landi fagnað og hampað fram yfir alla flóttamenn aðra frá fátækum löndum Suður- og Mið-Ameríku. En nú em þau orðin gömul og veik og hafa ekki ellitryggingu og reyna að finna LEIKARAR bera saman bækur sínar. Adria Santana og Erlingur Gíslason skiptast á skoðunum. leið til að snúa til baka. Annars hafa Kúbanir í Norður-Ameríku fallið vel inn í þjóðfélagið. Rúm milljón Kúbana er nú búsett í Bandaríkjunum.“ Adrienne lýsir fyrir okkur samfélaginu í Miami á Flórídaskaga sem kallað er Litla Havana. Þar búa 700.000 Kúban- ir, þar er töluð spænska og þar er drukkið romm á börunum og reyktir Havanavindlar, salsa-mús- ík hljómar á hveiju horni og rúmba dönsuð á næturklúbbunum. Þar er hægt að búa allt sitt líf án þess að tala ensku eða semja sig að amerískum siðum. Fyrstu Kúban- imir sem flúðu eftir og um bylt- ingu voru flestir auðugir og voru búnir að koma fé sínu yfir til Bandaríkjanna. Þeir sem fylgdu í kjölfarið af pólitískum ástæðum voru flestir hámenntaðir, en þeir flúðu Kúbu þegar ljóst var fyrir 1965 að Castro myndi innleiða sósíalisma. Stjórnvöld létu þetta fólk afskiptalaust flytja úr landi þótt ljóst væri að þjóðfélag og efnahagslíf biði mikinn hnekki vegna þessarar blóðtöku. Næstu árin hélt flóttinn áfram og fólk fékk leyfi til að fara úr landi, oft- ast til að sameinast fjölskyldum sínuin í Bandaríkjunum. Þessar fyöldskyldur greiddu oft Castro- stjórninni allt að 10.000 Banda- ríkjadollara til að flýta fyrir leyfinu og átti það að heita að verið væri að borga til baka menntun þess sem úr landi flutti og sá hafði feng- ið ókeypis. Þegar Kúbani sótti um leyfi til að flytjast úr landi missti hann samstundis vinnuna. Þegar hann fékk svo jákvætt svar og vegabréfsáritun mátti hann aðeins taka með sér þær pjönkur sem hann gat haft með sér í farangrin- um. Arið 1980 var gerður samn- NÝLENDURÓMANTÍK. Mál- verk eftir Victor Patricio Landaluze (1828-1889). ingur milli Kúbustjórnar og stjórn- ar Carters Bandaríkjaforseta að innan ákveðins tímabils mættu Kúbanir koma inn í landið eins margir og vildu. Þessi fjöldaflutn- ingur hundrað tuttugu og fímm þúsund Kúbana sem tók land í Bandaríkjunum þennan mánuð var kallað „mariel“ eftir Mariel-höfn- inni á Kúbu þar sem fólkið lagði frá landi. Um 1.300 farartæki, smábátar, fiskibátar og seglskút- ur, tóku þátt í þessum flutningi yfir til Flórída og græddist mörg- um Bandaríkjamönnum heilmikið fé meðan á þessu stóð. Castro notaði tækifærið og losaði sig í leiðinni við þúsundir fanga, þar á SÓLIN lokuð úti en golunni hleypt inn. Þó fer hitastigið sjaldan yfir 32 gráður á Kúbu, eyjunni grænu. meðal smákrimma og stórglæpa- menn, einnig homma, en samkyn- hneigð var talin saknæm eins og í svo mörgum öðrum löndum á þessum árum. Stór hópur þessa fólks settist svo að í Miami og þykir hafa staðið sig afar vel. Þeir voru kallaðir „ormarnir" eða gus- anos af löndum sínum sem heima sátu. En nú hafa ormarnir náð yfirtökum í byggingariðnaðinum, ótrúlegur fjöldi þeirra skipar stjórnunarstöður í fjármálakerfinu og Miami er orðin ein aðalbankam- iðstöð allra Suður-og Mið-Amer- íkuviðskipta við Bandaríkin. Þarna á sér líka stað peningaþvottur eit- urlyfjasalanna, því mafían á auð- vitað sína fulltrúa meðal kúbönsku innflytjendanna. „Eftir mariel-flóttann gerðu Kúba og Bandaríkin með sér samn- ing um að Bandaríkin gæfu út 20.000 landvistarleyfi á ári, og þannig fengi fólk að flytjast lög- lega inn í Bandaríkin. En þennan samning hafa Bandaríkjamenn ekki haldið því frá 1980 hafa ein- ungis að meðaltali um 1.000 manns fengið áritun á ári. Aftur á móti er þeim sem flýja á ólögleg- an hátt, með því að ræna bátum, ferjum eða flugvélum, fagnað sem hetjum við komuna til Bandaríkj- anna. Castro hélt þó sínu striki, öllum er leyfílegt að flytja úr landi geti hann sýnt löglega pappíra frá landinu sem hann er að flytja til. Castro taldi þessar góðu móttökur sem sjóræningjakúbanir fengju vera lið í áróðri Bandaríkjastjórnar gegn sér og stjórninni og eftir að ferju var rænt í höfninni í ágúst sl. með fólki sem ekki vildi flýja land og bað um flutning aftur til Kúbu eftir að ferjan komst til Flórída gaf Castro út yfírlýsingu: „Ef Bandaríkjastjórn breytir ekki strax um stefnu og hættir að hvetja fólk til ólöglegs flótta frá Kúbu, munum við láta strandgæsluna hætta öllum afskiptum af bátum sem ætla að sigla frá Kúbu .. . við munum ekki hindra nein skip eða báta sem koma frá Bandaríkj- unum til að safna saman fjölskyld- um og kúbönskum borgurum. Ég held við finnum engin önnur. úr- ræði. Við getum ekki lengur haldið áfram að vera strandgæsla fyrir Bandaríkin.“ Eftir þessa stefnubreytingu og yfirlýsingu stóð Bandaríkjastjórn frammi fyrir þeirri hættu að nýr „mariel“-flótti stæði fyrir dyrum. A landamærum Mexíkó og Banda- ríkjanna er kominn raunverulegur múr til að stemma stigu við flótta fátækra Mexíkana yfir til Banda- ríkjanna. Nú var ekki aðeins von á pólitískum flóttamönnum frá Kúbu heldur þeim sem flýja krepp- una sem skall á við hrun Sovétríkj- anna þegar viðskiptasamningurinn við Comecon rann út í sandinn og olíuskorturinn fór að hijá Kúbani. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við ólöglegum flóttamönnum breyttist snarlega. í staðinn fyrir að taka þeim opnum örmum eru þeir nú fluttir aftur til baka til Kúbu, til bandarísku herstöðvarinnar á Gu- antanamo, syðst á eyjunni. Þar eru þeir geymdir í búðum ásamt flótta- fólki frá Haiti. Flestir eru of stolt- ir til að snúa til baka og hírast í þessum búðum í von um að fá ein- hvern tíma vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. „Við flúðum ekki Castro og stjórn hans, við flúðum skortinn heima hjá okkur en hér í búðunum í eigin landi erum við ennþá soltnari,“ segja hinir von- sviknu landflóttamenn. „Castro er ekki eilífur, hér verð- ur breyting þó hún verði kannske ekki fyrr en eftir dauða hans. Ein- hvern tíma hlýtur voldugi nágrann- inn okkar í norðri að létta af þvingununum. Ef við höldum þetta út stöndum við betur að vígi en önnur lönd í þriðja heiminum eftir breytingu. Mennta- og heilbrigði- skerfið er í lagi. Við erum læs og heilsugóð. Við erum upplýst þjóð.“ Við skröfuðum fram á nótt og þegar við gestir ætluðum að kveðja og labba heim á hótel, tók gestgjaf- inn það ekki í mál. Við mölduðum í móinn og sögðum við telja okkur •í hættulausu landi, var hún ekki að segja okkur að glæpatíðni væri hér mjög lág og eiturlyfjavanda- mál fyrirfyndist ekki? „Jú,“ svaraði Adrienne, „en nú er almyrkt, ekki ljósglæta í húsum eða götum á leiðinni heim á hótelið ykkar, raf- magnið er tekið af í hverfinu sem þið þurfið að fafa um og þið mun- uð ekki rata í myrkrinu.“ Við tróð- um okkur inn í gömlu Volkswagen- bjölluna hennar Adrienne og hún ók okkur alla leið heim að upp- lýstu Comodoro-hótelinu okkar þar sem rafmagnsmúsíkin hljómaði hátt á næturklúbbi og diskóteki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.