Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ + GULLI spyr hvort ég vilji kaffí eða te og ég bið um te, enda sannfærður um að hjá svona fólki hljóti allir eldhússkápar að vera fullir af for- vitnilegum og sjaldgæfum telaufum. Fyrir val- inu verður Calli-te, gert úr kínverskum jurtum. „Má ekki bjóða þér kærleikskorn,“ spyr Gulli og bendir á bunka af spjöldum sem ligg- ur á borðinu. Á spjöldunum eru spakmæli, sem Guðrún hefur safnað og samið, en þeim er ætlað að örva gleðina í hjörtum manna og fá þá til að hugsa jákvætt. Ég dreg spjald og á því eru þessi skilaboð: „Ég get aðeins leitað að þroska fyrir mig, ekki aðra.“ Á spjaldi Guðrúnar er letrað: „Markmið mitt er að öðl- ast innri frið“ og Gulli bætir því við að þá sé takmarkinu náð. En hann virðist þó hafa hitt naglann á höfuðið með sínu spjaldi, að minnsta kosti með hliðsjón af þeim kaflaskiptum í lífi þeirra hjóna sem í vændum er: „Sérhver endir er upphaf að einhveiju nýju.“ „Já, það má vissulega segja að ákveðnum kafla í lífi okkar sé nú lokið og nýr að hefj- ast,“ segir Guðrún. „Við vorum einmitt að tala um það, þegar við vorum fyrir vestan um síðustu helgi. Þá helltist svo mikill söknuður yfír Gulla gagnvart þvi að í rauninni erum við að segja skilið við líf okkar, eins og við höfum lifað því hingað til, - hið hefðbundna fjöl- skyldulíf og tengslin við vinina, í því ytra formi sem þau hafa verið.“ - Ertu þá ekki viss um það, Gulli, í hjarta þínu, að þú sért að gera rétt? „Jú, það er ég. Við höfum verið að undirbúa þetta í tvö ár. En söknuður er partur af lífínu og maður hefur um tvennt að velja. Annað- hvort að takast á við söknuðinn eða grafa hann inni í sér. Margt fólk bregst þannig við erfíðum málum, að grafa þau í hjartanu, en þá verða þau bara erfiðari viðfangs síðar meir. Söknuðurinn, sem ég finn mest fyrir er sá, að hér höfum við búið frá því að yngsti strákur- inn okkar man eftir sér, en hann er nú flmmt- án ára. Hér á hann sína félaga og er eiginlega eina barnið, af þessum fímm drengjum sem ég á, sem ég hef komist í mjög náið samband við. Ég fékk meira að segja að halda á honum á undan Gunnu þegar hann fæddist. í þessu húsi höfum við byggt upp okkar fjölskyldulíf og nú erum við að bijóta þetta allt upp. Líf okkar verður ekki eins og það hefur verið, jólahald og ýmislegt annað, sem hefur verið kjölfestan í lífsmynstrinu, breytist. Þessi drengur flytur að vísu með okkur vestur, en hann fer í'heimavistarskóla til að byija með. Guðjón, eldri sonur okkar, hefur verið hérna hjá okkur, en verður eftir í bænum. Ég hef unnið með tveimur sonum mínum og tengda- dóttur og það tekur nú enda. Þessi fjölskyldu- tengsl halda því ekki lengur, og ýmislegt ann- að sem hefur verið fastur punktur í tilver- unni. Ég hef farið í gufubað á hveijum degi með „gufubaðsfjölskyldunni" minni, og það er vissulega mikil eftirsjá að þefm félagsskap, eins mikið litróf og þar er. Ég hef rekið fyrir- tæki í 27 ár, með fullt af fólki í vinnu, og ég segi skilið við þetta allt. Auðvitað hugsar maður til þess með söknuði, og hann helltist þarna yfir mig. En þá settumst við hjónin nið- ur og settum upp okkar eigið námskeið til að vinna okkur út úr söknuðinum. Það er eina leiðin, annars sest hann bara að í hjartanu." Á indíánaslóðum - En hvað rekur fólk út í svona róttækar hreytingar á lífí sínu? „í rúm þijú ár höfum við verið að leita að húsnæði fyrir utan bæinn,“ svarar Guðrún. „Við vorum að leita að stað, sem var nógu nálægt til að við gætum keyrt í vinnuna. Jörð, þar sem við gætum fengið meira svigrúm til að komast í snertingu við náttúruna, en samt þannig að við gætum stundað okkar vinnu áfram. Við höfðum reyndar talað um að þetta væri yndislegur staður fyrir vestan, en bara of langt í burtu. Svo fórjim við til Bandaríkjanna í fyrra, þar sem við dvöldum meðal Seneca-indíána. Þar staðfestum við meðal annars hjónabandsheit okkar að þeirra hætti, hjá indíánaömmu minni, og við upplifðum miklar innri breytingar á okkur í þessari ferð.“ - Indíánaömmu þinni? „Já, eldra fólk hjá indíánum er kallað afar og ömmur í virðingarskyni. „Amma“ mín heit- ir Twylah og ég hef verið að læra hjá henni síðan 1991 og tilheyri „úlfahópnum" hennar. Og Gulli var vígður inn í hópinn þegar við staðfestum hjónabandsheitið. „Það sem er merkilegast við heimspeki og menningu indíána er þessi stórkostlega nátt- úruhugsjón," bætir Gulli við. „Það er enginn möguleiki á andlegri vinnu nema að hafa nátt- úruhugsjónina. Við verðum að snúa við blaðinu gagnvart jörðinni. Við erum vemdarar jarðar- innar, en ekki drottnarar. Indíánar skildu þetta betur en aðrir. Þegar hvíti maðurinn kom og fór að ryðja landið fylgdust þeir með í forundr- an, gáttaðir á þessari sjálfseyðingarhvöt. Og þegar hvíti maðurinn bauð þeim greiðslu fyrir Hiónin Guðrún og Guðlaugur Bergmann hafa sagt skilið við lífið í höfuðborginni, selt eigur sínar og ákveðið að hefia nýtt líf í Brekkubæ á Hellnum undir Snæfellsjökli. Sveinn Guðjónsson ræddi við þau um ástæðumar sem að baki liggja, óvenjuleg lífsviðhorf, mannrækt og ævin- týrið, sem þau telja sig eiga í vændum undir Jökli. land þá hristu þeir höfuðið og sögðu: „Hvern- ig getum við selt ykkur landið? Við eigum það ekki.“ Það er þessi grundvallarmunur á hugs- unarhætti, að skilja, að menn eiga ekki jörðina sem þeir ganga á, heldur lifa þeir með henni.“ Að rækta fólk og grænmeti „En eftir þessa ferð,“ heldur Guðrún áfram, „og þær innri breytingar sem við gengum í gegnum skaut þessari hugmynd, eins og eld- ingu niður í höfuð okkar: „Áf hveiju flytjum við ekki bara vestur og setjum þar upp þetta andlega samfélag sem félagsskapur okkar byggir á?“ Gulli bætir því við að á stjórnar- fundi í Snæfellsás hf., sem hefur keypt landið að Brekkubæ, hafi verið staðfest að þar skuli sett á stofn andlegt, vistvænt og sjálfbært samfélag, en landið er um 130 hektarar innan girðingar og að auki mörg hundruð hektarar í óskiptu landi, sem er í sameign með fímm öðrum bæjum á Hellnum. - Á hverju ætlið þið að lifa? Verðið þið með kýr og kindur? „Nei, við ætlum að rækta fólk og græn- meti,“ segir Guðrún og hlær. „Megináherslu leggjum við á að rækta okkur sjálf, auk þess að vinna með öðru fólki sem vill stunda sjálfs- rækt. Við höfum haldið þarna mót uridir yfír- skriftinni „Mannrækt undir Jökli“, og því starfí verður haldið áfram og nú allt árið um kring. Auðvitað gerist þetta ekki allt á einni nóttu og samfélagið verður að byggjast upp eftir því sem fleiri koma með okkur.“ „Við gætum auðvitað verið með beljur til að sjá samfélaginu fyrir mjólk, ef við vildum," segir Gulli. „En það eru margir aðrir aðilar þarna í kringum okkur sem geta séð fyrir því og við þá látið eitthvað í staðinn. Þetta bygg- ist auðvitað allt á því að við hjálpum hvert öðru og skiptum með okkur verkum. Ef við skoðum þetta í viðara samhengi má segja að stórborgir séu að verða eins konar krabbamein á þjóðfélögunum, og má jafnvel heimfæra það upp á Reykjavík. Menn eru gjör- samlega komnir úr öllum tengslum við náttúr- una. Flestir eru hættir að bera ábyrgð á eigin lífi og ætlast til að aðrir komi til bjargar og sjái um framvinduna. Glæpatíðni eykst og ill- kynja sjúkdómar. Þetta er orðið eins og kýli. Og það er í sjálfu sér óeðlilegt að byggja jörð- ina okkar með þeim hætti að hrúga fólki inn í borgirnar eins og sardínum í dós. Ef menn vilja breytá heiminum verða þeir að byija á sjálfum sér. En við hugsum oftast út fyrir okkur. Það á að breyta öllu með því að láta þig gera betur því þú ert alltaf að gera einhverjar vitleysur. Ekki ég. Og þá verð ég að bjarga þér í stað þess að bjarga bara sjálfum mér. Þessi hugsun er auðvitað röng, því það sem er gott fyrir mig er líka gott fyr- ir þig, og allt sem er vont fyrir mig er líka vont fyrir þig. Það er afleitt fyrir okkur báða ef ég menga jörðina í kringum mig. Það er líka slæmt fyrir okkur báða ef ég eyði of miklu, ef ég til dæmis veiði of mikið úr sjónum eða geng á gæði jarðarinnar með öðrum hætti. Þetta skildu indíánarnir. Þess vegna felldu þeir bara sjötta hvert tré. Þess vegna veiddu þeir aldrei meira en þeir þurftu. Það má kannski segja að sú hugmynd okkar að flytja vestur á Snæfellsnes sé sprottin af sömu hugsun. Við ætlum að sýna að við getum aðlagað okkur að þessum nýja lífsstíl. En það gerist ekki nema að fólk sé tilbúið til að vinna í andlegu samfélagi og láta kærleikann ráða.“ Leiðarljós Til að byija með munu hjónin Rósalind Ragnarsdóttir og Stefán Steinar Benediktsson flytja vestur ásamt Guðrúnu og Gulla, en þau eru með þijú börn og það er óráðið ennþá hvort þau hafa þar heils árs búsetu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Rósalind og Stefán Stein- ar keyptu upphaflega landið að Brekkubæ, en seinna var stofnað hlutafélag áhugasamra ein- staklinga, sem keypti af þeim jörðina og að sögn Gulla er nú verið að samþykkja deiliskipu- lag fyrir svæðið, sem gerir ráð fyrir að þar verði reist kúluhúsabyggð og hann bætir því við að svona vistvæn, sjálfbær samfélög eigi sér hliðstæður víða um heim. Þegar blaðamaður kvartar undan því að hafa ekki enn fengið fullnægjandi skýringu á því á hveiju fólkið í samfélaginu ætli að lifa er Gulli með svar á reiðum höndum: „Það getur enginn komið og sest að í þessu samfélagi nema að hann geti sýnt fram á að hann geti lifað þar. Auðvitað hlýtur það að vera misjafnt eftir hveijum og einum hvemig hann hyggst framfleyta sér. Hvað okkur Guð- rúnu varðar munum við halda áfram að reka okkar heildsölu og útgáfustarfsemi. Við eru ekkert að segja tækninni stríð á hendur þótt við flytjum vestur og verðum að sjálfsögðu með tölvu og fax. Við þurfum ekkert að vera í Reykjavík til að geta sinnt okkar störfum eftir sem áður. Viðskiptahliðin takmarkast í raun af nafni fyrirtækis okkar, sem heitir Leiðarljós. Það byggir á því að allt sem við gerum sé í sam- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995 B 19 Ef menn vilja breyta heiminum verða þeir að byrja á sjálf- um sér AMMA Twylah staðfestlr hjóna- bandsheit Gunnu og Gulla á Indí- ánavísu. GUÐRUN að mála myndlr á tjald sltt fyrir vestan. Jökulllnn og „hrlngurlnn" umtalaði í baksýn. GULLI í nýju hlutverkl, dyttar að útihúsunum á Brekkubæ. ræmi þennan nýja lífsstíl sem við erum að taka upp. Bækurnar, snældurnar og fleira, sem við erum að gefa út, eru byggðar á þessum lífsstíl. Sem dæmi get ég tekið þessa bók,“ segir Gulli og bendir á bók á borðinu sem ber heitið Boðskapur Maríu til mannkynsins. „Margt fólk sem hefur lesið hana segir að hún hafí breytt lífí sínu, einkum kaflinn um kærleik- ann og kaflinn um boðskap Maríu til fjölskyld- unnar. Einnig ætlum við að halda námskeið og fyrirlestra á staðnum, en svo erum við auðvitað tilbúin til að ferðast áfram til ýmissa staða á landinu, eins og við höfum gert hingað til til að kenna og ræða málin. En auðvitað verðum við að byija á að tileinka okkur þenn- an lífsstíl sjálf áður en við getum ætlast til að aðrir geri það.“ Eln á fjallinu Guðrún seldi verslunina Betra líf síðastliðið haust, en þar er áfram rekin svipuð starfsemi og áður, nú undir stjórn nýrra eigenda. Hún kvaðst þó áfram myndu selja framleiðslu sína þar, svo sem Víkingakortin og Kærleikskornin svo og ýmsar bækur, sem þau hjón gefa út. En hugmyndina að Víkingakortunum kvaðst Guðrún hafa fengið er hún hóf að reka verslun- ina: „Þegar ég sá öll þessi spáspil sem voru til, til dæmis Tarot-spilin, sem notuð eru til að sjá inn í framtíðina og önnur spáspil, fannst mér vanta tilfinnanlega íslensk spil og um tíma bjóst ég við að einhver annar myndi búa slík spil til. Svo gerðist það í ferð í Bandaríkjunum 1991, er ég bjó með Lacota-indíánum, að ég fastaði og sat úti á fjalli í 24 tíma, sem er ákveðin helgiathöfn hjá þeim. Ég fór upp á fjallið, sem er í 1.400 metra hæð yfir sjávar- máli, í mjög góðu veðri, sól og heiðríkju í allar áttir. Ég taldi þetta því ekki erfítt verk og var dálítið hissa á því að lögð var sérstök áhersla á að ég mætti ekki gefast upp og hætta við, sama hvað á dyndi. Svo var ég skilin þarna eftir vafin inn í þijú teppi og að öðru leyti nakin, bara ég, teppin og máttarvöldin. Um kvöldið var fullt tungl og ég var pott- þétt á því að þetta yrði yndislegt þarna á fjall- inu, með tunglið lýsandi mér alla nóttina og að þetta yrði frábært. Tunglið kom upp, svona eins og við hliðina á mér yfir fjallsbrúnina, en skömmu síðar komu þrumuský með tilheyr- andi látum og eldingum og ég var með lífið í lúkunum um að þá og þegar myndi slá eldingu niður i trén í kringum mig. Það rigndi stans- laust alla nóttina. Undir morgun var komin þoka og síðan kom slydda. Ég lifði nóttina af með því að biðja. Það má segja að þarna hafi ég í raun skilið mátt bænarinnar. Því það var það eina sem hélt í mér lífi. Ég var orðin bólg- in af kulda, kreppt í rennblautum teppum og ekkert skjól fyrir veðri og vindum. Ég gat ekkert farið. Það var enginn nálægt og von- laust að ætla að feta sig niður fjallið í myrkrinu. Meðan ég var þarna á fyallinu fór ég að hugsa um að svona útiseta hefði líka verið til hér á íslandi, hjá víkingunum í gömlu trúnni okkar. Þá hefðu menn farið og leitað eftir tengslum við guðina úti í náttúrunni og raunar eru til heimildir fyrir því. Víkingarnir voru vissulega miklir trúmenn og menn fóru með feldi sína á afvikinn stað og sátu úti til að tala við guðina og hlusta á þá. Þegar ég kom heim leitaði þessi hugmynd mjög sterkt á mig að gera leiðsagnarspil til að hjálpa fólki í sinni þroskaleit og byggja þau á táknum úr daglega lífinu og trúarlífi víkinganna. Og það má kannnski segja að ég hafi snúið þessu yfir á víkinga dagsins í dag, sem ég segi að sé hinn andlegi víkingur. Sá sem er að leita inn á við og vinna með sjálfan sig. Víkingar til forna voru í landkönnun og leituðu út á við. En við þurfum að kanna hið innra með okkur. Og í þeirri könnun þurfum við á einhveijum hjálpar- tækjum að halda og þá eru spilin mjög hentug því þau eru myndræn Og geta gefið leiðsögn um hvað þú þarft að vinna með hjá sjálfum þér og hvar hindranirnar eru í þínu eigin lífi.“ Sterk trú Guðrún segir að til að lifa í hinu nýja samfé- lagi þurfi menn að hafa sterka trú: „Menn þurfa ekki endilega að vera kristnir, en það er nauðsynlegt að þeir trúi á Guð, eða einhvern æðri mátt. Eitthvað sem er sterkara en þú. Við getum kallað það Skaparann. Trú og trúarbrögð eru tvennt ólíkt. Trúin er eitt- hvað sem þú hefur í þér og er á æðri kraft, Skaparann eða Guð, eða hvað þú kýst að kalla það. En trúarbrögðin setja upp formið hvernig samband þitt við þennan æðri kraft á að vera pg ákveða hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki. í trúnni ertu fullkomlega frjáls, í trúarbrögðun- um ertu heftur." Við þetta hefur Gulli að bæta: „Okkur er alveg nákvæmlega sama hvaða leið fólk fer til að leita að Guði í sjálfu sér. Okkur kemur það ekki við svo lengi sem fólk er að leita. Við getum hugsað þetta sem pýramída. Við eitt homið er múhameðstrúarmaður og við hitt kristinn maður og þeir fara báðir að klifra upp og enda á sama stað, á toppinum. En eins og ástandið er nú fer allur tíminn í að rífast um hvor leiðin sé betri og þeir klífa aldrei pýramídann. Hvað er að klífa pýramídann? Það er að þroska sjálfan sig. Það er að leita að Guði og hann er á toppi pýramídans.“ Gegndarlaus græögi Við víkjum talinu að lífsviðhorfum og lífs- stíl Vesturlandabúa og Gulla liggur ýmislegt á hjarta í þeim efnum: „í fyrsta skipti í veraldarsögunni er tæknin orðin svo mikil að við getum látið öllum líða vel, ef við bara skiptum gæðunum réttlátlega á milli manna. Það sem kemur í veg fyrir það er hins vegar sú gegndarlausa græðgi, sem lífsmáti okkar Vesturlandabúa einkennist af. Við erum að ganga frá jörðinni. Svisslendingar einir saman menga meira á alheimsvísu en allir Indveijar. Á hveiju sekúndubroti sem Guð gefur erum við að eyða svæði á borð við fót- boltavöll af regnskógum, til að búa til auðfeng- ið akurlendi, til að geta haldið áfram að hlaða á okkur hormóna-hamborgararössum. Með öðrum orðum: Ef Kínveijar einir saman fengju sér klósettpappír, færu öll tré á jörð- inni. Ef Kínveijar einir saman fengju sér is- skáp, er ósonlagið farið. Og ef Kínveijar einir saman fengju sér bíla af sömu tegundum og við Vesturlandabúar, er andrúmsloftið farið. Ergó: Þessi lífsmáti gengur ekki upp. Hann er að ganga frá öllu sem við lifum á. Jörðin getur gefið okkur upp að vissu marki, en það er ekki hægt að nauðga henni endalaust. Það nákvæmlega sama gildir um líkama þinn. Þú getur borðað óhollan mat öðru hveiju og stressað þig upp endrum og sinnum. Líkam- inn getur tekið við því. En ef þú ert endalaust að borða óhollan mat, endalaust að stressa þig, endalaust að reykja og drekka, þá gefst líkaminn upp. Ég er ekki að tala um að við eigum að fara að lifa einhveiju aumingjalífi. En við þurfum örugglega ekki nema brotabrot af öllu því drasli sem við erum að hrúga i kringum okkur. Við getum lifað miklu merki- legra mannlífí með aðeins brot af öllu þessu. Alltaf að selja Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því, Gulli, að það er fullt af fólki úti í bæ, sem lítur á þig sem gamla bisnessmanninn, Gulla í Karnabæ, og að þú sért bara að notfæra þér nýaldarhugsjónina til að græða á henni? „Já, já, ég hef oft heyrt það. En ég get sagt þér eitt. Ég hef alla tíð, alla tíð, verið mjög stoltur af því að vera kaupmaður og bis- nessmaður. Og ef menn gera sér ekki grein fyrir því, þá ætla ég að reyna að útskýra það nú, að heimurinn sem við búum í er raunveru- lega skapaður af kaupmönnum. Menn búa til eitthvað, skapa hluti eða hugmyndir, en það þurfa að vera til kaupmenn eða bisnessmenn til að koma því á framfæri. Allt sem er hér í þessari stofu er verk einhvers sem hefur skap- að það og búið það til, en það þurfti kaup- mann til að koma því í verð og á framfæri. Kaupmennska eða bisness er í eðli sínu ekki af hinu vonda, þótt danskir einokunarkaup- menn hafi á sínum tíma misnotað aðstöðu sína hér. Kaupmenn og bisnessmenn eru menn sem hreyfa hluti til. Og ég er stoltur af því, að hvað sem ég geri, þá er ég að hreyfa hluti til. Ég er alltaf að selja. Ég er að selja þér núna mína hugmynd um það hvernig ég er að breyta sjálfum mér. Þegar þú horfir á per- una þama og hún lýsir sjálfri sér, þá lýsir hún þér líka. Ef ég get lýst sjálfum mér þá get ég líka lýst þér. Ég er alltaf að selja af því ég er kaupmað- ur. Þótt ég fari út á Snæfellsnes þá held ég áfram að vera Gulli kaupmaður og ég er stolt- ur af því sem ég hef gert á mínum ferli sem kaupmaður. Ég hef verið í íslenkum iðnaði í rúman aldaríjórðung og barist fyrir því að ís- lenskt fagfólk og iðnaðarfólk geti selt fram- leiðslu sína. Ég hef komið með hugmyndirnar, ég hef komið þeim á framfæri með því að fá ykkur blaðamenn til að skrifa um þær. Ég hef auglýst í Mogganum, og öðrum fjölmiðlum, og ég hef reynt að fá fólk til að kaupa mínar hugmyndir og mína vöru. Þetta er mitt líf. Og ég held áfram að selja, því ég er og verð alltaf kaupmaður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.