Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 24
24 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL1995
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU t '( ,/ YSINGAR
Útflutningsfyrirtæki
í Reykjavík óskar eftir starfskrafti hálfan dag-
inn eftir hádegi. Viðkomandi þarf að hafa
reynslu af almennum skrifstofustörfum, toll-
pappírum o.þ.h. Starfið krefst einnig góðrar
ensku- og þýskukunnáttu.
Ef þú hefur áhuga á að vinna hjá ört
vaxandi fyrirtæki, þá sendu inn umsókn til
afgreiðslu Mbl. fyrir 20. apríl, merkta:
„K - 6969“.
KÓPAVOGSBÆR
Laus staða
Laus er til umsóknar hálf staða við fjölskyldu-
deild Félagsmálastofnunar Kópavogs.
Verksvið er einkum á sviði barnaverndar og
forsjár-, umgengnis- og ættleiðingamála.
Leitað er að starfsmanni með félagsráðgjafa-
menntun eða sambærilega menntun.
Reynsla af starfi í félagsmálastofnun
æskileg, svo og að viðkomandi geti hafið
störf hið fyrsta.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1995.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum
eyðublöðum er liggja frammi á Félagsmála-
stofnun Kópavogs, Fannborg 4.
Nánari upplýsingar gefur Gunnar Klængur
Gunnarsson, deildarfulltrúi í síma 45700.
Starfsmannastjóri.
Tæknival
Tœknival hf. er 12 ára gamalt framsœkið tðlvu-
fyrirtæki með u.þ.b. 100 starfsmenn og veltan á
stðasta ári var yfir milljarð isL króna. Fyrirtækið
býður viðskiptavinum stnum heildarlausnir l iðnaði,
sjávarútvegi og verslunarrekstri. Vegna enn aukinna
umsvifa óskar Tæknival hf. eftir að ráða starfsmenn t
hugbúnaðardeild fyrirtækisins.
FORRITUN OG ÞJONUSTA I
HUGBÚNAÐARDEILD
VIÐ LEITUM AÐ kraftmiklum forriturum og
vel skipulögðum aðilum til að sjá um þjónustu
og uppsetningu ýmissa upplýsingakerfa.
HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi
haldbæra tölvumenntun og/eða reynslu í
Windows forritun. Einnig leitum við að aðilum
með gott innsæi í virkni bókhalds og
upplýsingakerfa. Áhersla er lögð á fag-
mennsku, skipulögð vinnubrögð, þægilega
framkomu og hæfni til hópvinnu.
í BOÐI ERU áhugaverð og krefjandi störf hjá
öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan
liðsanda.
Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi
ofangreint starf verður eingöngu svarað hjá
STRÁ Starfsráðningum hf. Umsóknarfrestur er
til aprílloka.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni
sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá
kl.10-14.
ST
Starfsráðningar hf
Suðurlandsbraut 10 ■ 5. hœð ■ 108 Reykjavik
, Sími: S88 3031 ■ Fax: S88 3010
Cuiný Harbardóttir
Starfsmaður óskast
U.M.F. Stjarnan hyggst ráða starfsmann til
starfa á skrifstofu félagsins.
Starfssvið:
Símavarsla og upplýsingagjöf, skjalavarsla
og bréfaskriftir, umsjón félagaskrár,
innheimta o.fl.
Vinnutími:
Mánudaga til föstudaga kl 13.00-19.00.
Við leitum að starfsmanni vönum ofangreind-
um störfum og með brennandi áhuga
á félagsmálum.
Umsóknir, er tilgeini aldur, menntun og fyrri
störf, skilist á afgreiðslu Morgunblaðsins í
síðasta lagi þriðjudaginn 18. apríl 1995,
merktar: „S - 1001."
AKUREYRARBÆR
STARFSMANIMADEILD
Leikskólakennarar
Leikskóladeild Akureyrarbæjar óskar eftir
að ráða leikskólastjóra við nýjan leikskóla,
Kiðagil, frá 1. júlí 1995.
Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra
við leikskólann Kiðagil í Giljahverfi frá 1. júlí
nk. Fyrirhugað er að leikskólinn taki til starfa
þann 1. september.
Próf frá Fósturskóla íslands eða sambærileg-
um skóla áskilið.
Nánari upplýsingar um starfið gefur deildar-
stjóri leikskóladeildar eða leikskólaráðgjafar
í síma 96-24600.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og
Akureyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfé-
laga og Félags íslenskra leikskólakennara.
Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur
starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma
21000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl 1995.
Leikskóladeild Akureyrarbæjar.
SÍMAVARSLA EFTIR
HÁDEGI.
FYRIRTÆKBÐ er eitt af öflugri innflutnings-
fýrirtækjum landsins.
STARFIÐ felst í móttöku, símaafgreiðslu,
upplýsingagjöf, móttöku skilaboða auk léttra
skrifstofustarfa.
HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu
kurteisir og þægilegir í viðmóti, með góða
enskukunnáttu og skýrir í tilsvörum. Leitað er
að aðila, sem þolir vel álag og eflist við.
UMSÓKNARFRESTUR er til og með 12.
apríl n.k. Ráðning verður sem fýrst.
Umsóknareyðublöð cru fyrirliggjandi á skrif-
stofunni, sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar
eru frá kl.10-14.
Starfsráðningar hf
Suðurlandsbraut 30 ■ 5. heeð ■ 108 Reykjavik
Simi: S88 3031 ■ Fax: S88 3010
RAI
iiii;
Cubný Harbardóttir
ISaffiaMÉl
Elcon hf.
Rafeindavirki
Elcon hf. óskar eftir að ráða rafeindavikja.
Starfið er fólgið í að sjá um uppsetningu og
viðhaldi á siglinga-og fiskileitartækjum sem
fyrirtækið selur.
Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund,
vera duglegur og ábyggilegur, hafa góða
þekkingu á þessu sviði og haldgóða þekkingu
á tölvum og tölvubúnaði og notkun þeirra.
Nánari upplýsingar veitir Árni Marinósson í
símum 552 9510 og 561 9510.
Atvinnumálafulltrúi
Hveragerðisbær auglýsir starf atvinnumála-
fulltrúa laust til umsóknar.
Starfið:
• Að vera bæjarstjórn til ráðgjafar við
myndun atvinnumálastefnu.
• Vinna að markvissum aðgerðum til
uppbyggingar atvinnulífs í bænum.
• Stuðla að aukinni samvinnu fyrirtækja
í bænum.
Hæfniskröfur:
Æskilegt er að viðkomandi hafi háskóla-
menntun á viðskipta- og tæknisviði. Reynsla
af rekstri fyrirtækja eða ráðgjafastörfum skil-
yrði. Þarf að hafa frumkvæði og geta unnið
sjálfstætt.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
98-34000 á milli kl. 10.00-12.00.
Umsóknir, sem innihalda upplýsingar um
menntun, fyrri störf og annað, sem umsækj-
andi vill að komi fram, sendist fyrir
20. apríl nk. til undirritaðs.
Bæjarstjórinn í Hveragerði,
Einar Mathiesen.
Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram-
leiðni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar
hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjónusta,
fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft staitsfólk til
að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.
Ráðgjafi
Iðntæknistofnun óskar að ráða starfsmann
til að annast ráðgjöf og upplýsingar til fyrir-
tækja vegna þátttöku í evrópskum rann-
sókna- og tækniþróunaráætlunum. Annars
vegar er um að ræða leiðbeiningar og aðstoð
vegna þátttöku í verkefnum á vegum Evrópu-
sambandsins. Hins vegar aðstoð við að
koma niðurstöðum úr rannsóknaverkefnum
á framfæri í atvinnulífinu, þar sem það á við.
Æskilegt er að umsækjendur hafi tækni-
menntun og góða tungumálakunnáttu. Um-
sækjendur þurfa einnig að hafa haldgóða
þekkingu á sem flestum þáttum atvinnulífs-
ins. Þekking á stuðningskerfi ESB í rann-
sókna- og þróunarmálum er einnig æskileg.
Óskað er eftir hugmyndaríkum einstaklingi
sem á auðvelt með að taka frumkvæði og
vinna með öðrum.
Hvatt er til að jafnt konur, sem og karlar,
sæki um starfið.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl.
Umsóknir sendist til Karls Friðrikssonar
deildarstjóra, sem jafnframt veitir allar
nánari upplýsingar.
Iðntæknistofnun
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholti, 112 Reykjavík
Sími 587 7000