Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 34

Morgunblaðið - 09.04.1995, Síða 34
34 B SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Góu páskaegg heildsöluverð 500 Coca Cola n/2 1 KR. 118 SVARTISVANURINN SÖLUTURN - MYNDB ANDALEIGA - ÍSBÚÐ LAUGAVEGI ll8, REYKJAVÍK - SÍMI 551 6040 Góu páskaegg heildsöluverð 270 gr. KR. 573 Maarud snakk loogr. KR.135 \V\VÍ' \í« Meðan birgðir endast STEFÁN HERMANNSSON ■4- Stefán Her- ' mannsson fædd- ist á Bakka í Húsa- vík 15. október 1923. Hann lést á Landspítalanum 31. mars sl. Foreldrar hans voru Hermann Stefánsson og Friðný Ólafsdóttir. Stefán var þriðji yngsti átta systkina. Hann nam á Laug- um en fór síðan í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1948 til 1949. Hann giftist Katrínu Jóhannesdóttur og áttu þau einn son, Jóhannes, sem er látinn. Stefán Hermannsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, 10. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. HANN Stefán mágur okkar er dá- inn. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Sambandið milli okkar fjöl- skyldna var alltaf mjög náið. Þeir svilarnir Stefán og Guðni byggðu saman hús á Hrísateig 43 ásamt móður okkar systra. Hún bjó alla tíð hjá þeim Kötu og Stebba eins og þau voru kölluð innan fjöl- skyldunnar. Hún vildi hvergi annarsstaðar búa og lýsir það best hvernig tengdasonur Stefán var. Jóhanna systir okkar fluttist svo ásamt sinni fjölskyldu á Hrísateig 43 nokkrum árum siðar og áttum við yndisleg ár saman með honum elsku Stebba mági okk- ar. Kata og Stebbi eign- uðust einn son, Jóhannes, yndislegan glókoll sem við öll dáðum og móðir okkar sá ekki sólina fyrir þessum sólargeisla á heimilinu. Hann var þeim allt. Árin liðu í gleði og sælu en svo syrti að. Árið 1974 fékk Stefán blóð- tappa við heilann aðeins fimmtíu og eins árs gamall og gekk aldrei heill til skógar síðan. Hann náði þó sæmi- legri heilsu og vann mörg ár eftir þetta áfall og með dugnaði og þjálf- un tókst honum að vinna og skrifa með vinstri hendinni. Hann vann mörg ár hjá Kletti hf. við sýnatöku af mjöli og lýsi og sá um alla skýrslu- ERLENDUR SIGURÐSSON + Erlendur Sig- urðsson fæddur 12. apríl 1924 í Reykjavík. Hann lést 5. apríl sl. á Borgarspítalanum í- Reykjavík. For- eldrar hans voru Sigurður Halldórs- son verksljóri og Marólína Guðrún Erlendsdóttir. Er- lendur starfaði lengst af sem vöru- bílstjóri, eða frá 1946 til 1976 og síð- an hjá Húsasmiðj- unni til 1984, þegar hann hóf störf hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, þar sem hann starfaði til 70 ára aldurs. Eiginkona hans er Anna Clara Sigurðar- dóttir, f. 26.5.1927 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Jónsson bílstjóri og Guðrún Ágústa Jóhannsdóttir. Börn Erlendar og Clöru eru: 1) Þór- ir, f. 24.3. 1945, múrari. Börn hans: Ásgeir Hinrik og Erla Lind. 2) Guðmundur, f. 10.2. 1952, matreiðslu- og fram- reiðslumaður. Börn hans: Guðný Ásta, Jón Halldór, Guð- rún Ágústa, Jón Ferdinand, Ásta og Guðrún. 3) Marólína Guðrún, f. 2.1.1954, aðst.stúlka tannlæknis, eiginmaður hennar er Björgvin Björgvinsson fast- eignasali. Börn: Anna Clara, Davíð, Elísabet og Sylvía. 4) Olga Dagmar, f. 7.5. 1957, nemi. Börn: Birna Sif, Edda Hlíf og Thelma Rut. Útför Erlends fer fram frá Dómkirkjunni á morgun og hefst athöfnin klukkan 10.30. VIÐ viljum minnast pabba okkar með fáeinum orðum. Hann var ró- lyndur maður mjög sem ekki fór mikið fyrir. Hann annaðist móður okkar, sem hefur verið bundin hjólastól undanfarin sjö ár, af ein- stakri natni og þolinmæði. Þau hafa alla tíð verið mjög samrýnd og hvort öðru stoð í gegnum sætt og súrt í lífinu. Fyrir tæpu ári kom í ljós að pabbi var með illkynja sjúkdóm. Sem dæmi úm hve einstakur maður hann var og umhyggjusamur um móður okkar, er þegar hann var í mjög erfiðri lyfjameðferð, klæddi hann sig upp daglega til að fara heim til mömmu, þó hann þyrfti að koma á spítalann eftir nokkrar stundir aftur. Síðustu mánuðina sem hann lifði var hann orð- inn mjög mikið veikur. Við viljum þakka starfsfólki Borgarspít- alans, deildum E-6 og B-6, fyrir góða umönn- un og sérstaklega Magnúsi Jónssyni lækni, sem pabbi hafði miklar mætur á. Elsku mamma, við vitum að þú átt góðar minningar um élsku- legan eiginmann, sem er mikils virði. Guð styrki þig í þinni sorg. Við þökkum þér fyrir allt og allt, elsku pabbi. Þín börn, Þórir, Guðmundur, Marólína og Olga Dagmar. Hann afí í Búðó er dáinn. Það er mjög sárt að fá fréttir sem þessar þegar maður er í fjarlægu landi og getur ekki verið með sínum nán- ustu. En nú er kvöl hans loks á enda. Elsku amina, mamma Olga, Tóti og Gummi, verið sterk. Ég sendi ykkur öllum mínar dýpstu samúðar- kveðjur frá Tenerife. Vertu sæll, afi minn. Anna Clara Björgvinsdóttir. Mig langar til að minnast hans Edda með nokkrum orðum. Ég kynntist þessum hæga og blíða manni fyrir um það bil fjórum árum. Ég þekkti hann ekki vel en mér er afar hlýtt til hans, slíkt ljúf- menni var hann og barngóður. Ég kveð hann afa Edda fyrir hönd litlu barnanna minna Jóns Ferdínands og Ástu Guðrúnar. Elsku Clara, ég bið Guð að styrkja þig í sorg þinni og ykkur systkinin, Guðmundur minn, Olga, Tóti og Malla. Esther. Einn af öðrum hverfa samferða- mennirnir úr hópnum, nú síðast mágur minn og vinur Erlendur Sig- urðsson, bifreiðastjóri, Eddi eins og við kölluðum hann dagsdaglega. Nú hefur sorgin knúið dyra á hinu hlýlega heimili hans og skarðið er stórt, það finna eftirlifandi kona hans og böm best. Þar ríkir nú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.