Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUÐAGUR 10. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Arvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÓNLIST ARHÚ S NÆSTA VERKEFNI BJÖRN BJARNASON, nýr menntamálaráðherra, lýsti afstöðu sinni til mennta- og menningarmála í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag. Höfuðáherzlu leggur hann á íslenzka tungu, sögu þjóðarinnar og menningu. í viðtalinu segir Björn m.a.: „Við megum ekki gleyma því, að engir aðrir en íslending- ar gæta að íslenzkri menningu, íslenzkri tungu og íslenzkri sögu. Við felum engum öðrum þessi verkefni. Um leið og við styrkjum okkur til þátttöku j alþjóðlegu samstarfi í gegnum menntun verðum við að minnast ákveðinna grunn- þátta eins og þessa sem við ein í heiminum getum sinnt.“ Þetta er að sjálfsögðu undirstaða íslenzkrar menningar og það sem skipar okkur á sjálfstæðan bekk í samfélagi þjóð- anna. í viðtalinu kemur jafnframt fram, að menntamálaráð- herra leggur mikið upp úr því, að íslendingar notfæri sér þau miklu tækifæri, sem íslenzkum skólum og rannsóknar- stofnunum gefast í alþjóðlegu samstarfi og þá ekki sízt á sviði starfsnáms. Hann vill jafnhliða styðja þá, sem rækta íslenzkan menningararf erlendis. Af viðtalinu má ráða, að menntamálaráðherra telur það eitt meginverkefni sitt, að koma byggingu tónlistarhúss á góðan rekspöl á kjörtímabilinu. Því ber að fagna, því dreg- ist hefur úr hömlu að ráðast í þetta verkefni, sem er einna brýnast í íslenzkum menningarmálum. Byggingu Þjóðarbók- hlöðu er lokið og þar með síðasta stórverkefni í menningar- uppbyggingu. Nú er því rétti tíminn til að hefja undirbúning að næsta verkefni og þar blasir tónlistarhúsið við. Ekkert verkefni er verðugra, því engin listgrein á rætur jafnvíða í þjóðfélaginu og tónlistin. Hún er bæði skapandi og túlk- andi, þjóðleg og alþjóðleg í senn. Tugþúsundir íslendinga njóta tónlistarinnar á degi hverjum, annaðhvort með hlustun eða eigin hljóðfæraleik, Þúsundir barna og ungmenna leggja stund á tónlistarnám og tónlistarskólum hefur verið komið á fót í flestum sveitarfélögum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. íslendingar eiga fjöldann allan af tónskáldum og öðru frábæru tónlistarfólki, sem gert hefur garðinn fræg- an heima og heiman. Björn Bjarnason menntamálaráðherra gerir því rétt með því að ætla tónlistarhús sem næsta stórverkefni í menningar- uppbyggingu þjóðarinnar. Starfandi eru samtök áhuga- manna um byggingu tónlistarhúss, sem árum saman hafa barizt fyrir þeirri framkvæmd, en því miður fyrir tóndaufum eyrum ráðamanna. Eðlilegt er að ráðherrann leiti samstarfs við samtökin, Reykjavíkurborg og aðra þá aðila, sem vilja taka höndum saman um að gera tónlistarhúsið sem glæsileg- ast úr garði og vilja leggja sitt fram til að hraða byggingu þess. HEIMSMEISTARA- KEPPNI í HANDBOLTA HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handbolta, sem hér fer fram þessa dagana, er langstærsti alþjóðlegi íþrótta- viðburðurinn sem íslendingar hafa haft veg og vanda af. Mörg ljón voru á vegi íslenzkra forsvarmanna keppninnar, bæði erlendis og hérlendis. Þau voru lögð að velli, eitt af öðru. Heimsmeistarakeppnin er hafin með.glæsibrag. Þeir, sem að undirbúningi hennar stóðu, hafa skilað góðu starfi. En fleiri eiga þakkir skildar. Forseti Alþjóðahandknattleikssambandsins, Austurríkis- maðurinn Erwin Lanc, þakkaði íslenzkum skattborgurum sérstaklega þeirra hlut í kostnaði hallar og leikja — með skemmtilegum og smekkvísum hætti. Þakkir af þessu tagi gleymast oftar en ekki! Mikilvægt er fyrir marg-ra hluta sakir að vel takist til. I fyrsta lagi er heimsmeistarakeppni, haldin hér, dýrmæt kynning á landi og þjóð. í annan stað er hún mikil iyfti- stöng fyrir handboltann sem íþróttagrein. í þriðja lagi fær- ir framkvæmd keppninnar, ef vel tekst til, heim sanninn um það, að Islendingar hafa burði til að standa fyrir íþrótta- viðburðum af þessu tagi. Það er ekki slakt veganesti inn í íþróttaframtíð okkar. Þar að auki verður heimsmeistaramótið kærkomið krydd í tilverú þjóðarinnar þessa vordaga. Leikir þeir, sem mest spenna verður í kringum, verða á hvers manns vörum. En þjóðin fylgist sér í lagi með íslenzka landsliðinu. Megi það sýna það bezta sem í því býr. ÚRELI MJOLKURSAMLAGIÐ í Borgarnesi er þriðja stærsta mjólkurbu landsins. I lgölfar úreldinga ráð fyrir að önnur starfsemi haldi innreið sína í húsið og mun á næstunni skýrast hver hij Úrelt eða endursk EFTIR að úrelding Mjólkur- samlagsins í Borgarnesi, MSB, hafði verið í umræð- unni undanfarin ár, komst skriður á málið sl. haust. Undir lok ársins komust síðan stjórnir Kaupfé- lags Borgfirðinga og Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík að samkomulagi um að flytja alla mjólkurvinnslu MSB til Reykjavíkur. Þarmeð lá fyrir að starf- semi yrði lögð niður í þessu þriðja stærsta mjólkurbúi landsins, en í gegn- um Borgarnes fóru rúmar 9 milljónir mjólkurlítra á síðasta ári - um 9% landsframleiðslunnar. Þar af voru tæp 60% flutt til óunnin til Reykjavíkur. Samkomulagið kveður á um að MSB sé alfarið í eigu Kaupfélags Borgfirð- inga sem jafnframt afsali sér öllu til- kalli til eignarhluta í mjólkursamsöl- unni. Þá er gert ráð fyrir stofnun hluta- félags Kaupfélags Borgfirðinga, Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, Osta- og smjörsölunnar og Mjólkurbús Flóa- manna með 80 milljóna hlutafé þar sem kaupfélagið mun eiga helmingshlut. Töfin Eftir að samkomulagið um úreld- inguna lá fyrir biðu hlutaðeigandi eft- ir undirskrift Halldórs Blöndal, þáver- andi landbúnaðarráðherra. Hún kom 13. mars og var að sögn Þóris Páls Guðjónssonar, kaupfélagsstjóra Kaup- félags Borgfirðinga, nokkuð ólík því sem menn höfðu reiknað með. Ástæðan fyrir þeirri töf sem varð á undirskrift Halldórs var að sögn Guð- mundar Sigþórssonar, formanns ha- græðingamefndar mjólkuriðnaðarins, fyrst og fremst sú að beðið var eftir rekstramppgjöri MSB fyrir árið 1994 til þess að sjá eignastöðu búsins sem úreldingaféð væri síðan metið eftir. Annað orsakaði einnig töfina. Þrír mjólkurbændur höfðu farið þess á leit við landbúnaðarráðuneytið að kannað- ur yrði réttur þeirra til að fá greitt beint úr úreldingarsjóði fyrir það sem þeir töldu sig eiga í MSB. Svar Haildórs 13. mars sl. var á þá leið að hann treysti sér ekki til þess að skrifa undir úreldinguna án skiiyrða sem tryggðu rétt bændanna þriggja til greiðslu, ef úrskurður félli á þann veg að þeir ættu rétt á henni. Hann setti því þau skilyrði fyrir greiðslum á úreld- ingarsjóði til Kaupfélags Borgfirðinga að annað hvort yrði féð sett á geymslu- reikning eða kaupfélagið keypti sér viðunandi tryggingu fyrir endur- greiðslu þess. Þórir Páll segir stjórn ---------- kaupfélagsins hafa ákveðið að hlýta þessu og í lok mars farið fram á við Sparisjóð Mýrarsýslu að hann veitti tilskilda bak- Guðmundur Bjamason, landbúnaðarráðherra, skrifaði undir úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgamesi í síðustu viku. í sömu viku stóðu forsvarsmenn Sólar hf. í viðræðum við stjórn- armenn Kaupfélags Borgfírðinga um aðrar leiðir, þ.e. um stofnun hlutafélags um fram- leiðslu á mjólk og söfum. Hanna Katrín Friðriksen rekur hér gang mála. Guðmundur Bjarna- son, landbúnaðar- ráðherra. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Þórir Páil Guðjónsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Borgfirðinga. og 75 milljónir að auki frá Mjólkur- samsölu Reykjavíkur vegna uppgjörs- ins á eignarhluta í samsölunni sem kveðið er á um í samkomulagi þessara aðila. Þá er ótalið 40 milljóna hlutaíj- árframlag frá mjólkursamsölunni, Osta- og smjörsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna. Þórir Páll segir það ekkert launun- gamál að fjármagnið komi sér vel fyr- ir rekstur Kaupfélags Borgfirðinga. „Kaupfélagið hefur verið of skuldsett og þetta gjörbreytir rekstrarumhverf- inu til hins betra.“ Um síðustu áramót var eigið fé kaupfélagsins 460 milljón- ir og eiginfjárhíutfall 36%, en við úr- eldinguna verður það 60-70%. Vonbrigði Sólar ábyrgð. 15 apríl sl. skrifuðu Kaupfélag Borgfirðinga og hagræðingarnefnd svo undir sjálfan úreldingarsamning- inn. Síðan urðu stjómarskipti og það kom í hlut Guðmundar Bjarnasonar að skrifa undir úreldinguna. Það gerði hann 5. maí sl. með þeim fyrirvara vegna eignadeilunnar að kaupfélagið setti 50 milljóna tryggingu við mótt- töku úreldingarfjárins. Á meðan beðið var undirskriftar frá nýjum landbúnaðarráðherra kom fram ný hlið á málinu þegar forsvarsmenn ----------------- Sólar hf. óskuðu eftir við- Breytir Stöðu ræðum við stjórn Kaupfé- kaupfélaqsins la^s Borgfirðinga um at- tilhinckniro hugun á hagkvæmni þess til hins betra að6stofnað yrði hiutai|lag um vinnslu mjólkur og safa ákveðnum frest til að ræða málin við kaupfélagsmenn. Þær viðræður hófust sl. fimmtudag, en daginn eftir kunn- gerði Guðmundur þá ákvörðun sína að skrifa undir úreldinguna. Guð- mundur segir að sér hafí verið kunn- ugt um áhuga Sólar, en þeir sem stóðu að samkomulaginu um úreldinguna hafí ekki haft samband við hann og því hafi hann ekki talið ástæðu til þess að bíða. „Ég er mjög vonsvikinn, enda taldi ég skilning fyrir því að ég þyrfti þarna einhveija daga til þess að ræða við menn,“ segir Páll. „Við höfðum áhuga á að stofna nýtt hlutafélag sem Sól ætti 50% í og Kaupfélag Borgfirðinga og mjólkurinnleggjendur á svæðinu 50%. Verkefni þessa nýja hlutafélags hefði m.a. orðið að vinna úr þeim 9-10 milljón lítrum af mjólk sem falla til á svæðinu. Þama hefðu alls starfað 60-80 manns, þar af um ------------- 20 sem hefðu komið frá Sól í Rpykjavík." „Við lítum ekki á þetta sem lokasvar í þeirri við- leitni okkar að komast inn Margi rétt að tilboð Hlutur kaupfélagsins Kaupfélag Borgfirðinga fær 250 milljónir greiddar úr úreldingarsjóði í Borgamesi. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar, sendi fax á stjómarfund kaupfé- lagsins þriðjudaginn 2. maí þar sem hann viðraði þessar hugmyndir og fór fram á viðræður. Sama dag talaði Páll við Guðmund Bjamason og bað hann um að bíða með að skrifa undir úreldinguna. Páll segir Guðmund hafa tekið vel í málið, en jafnframt sagt að hann þyrfti að heyra frá stjórnar- mönnum kaupfélagsins ef hann ætti að bíða með undirskriftina. Páll taldi sig þannig hafa fengið vilyrði fyrir á íslenskan mjólkurmarkað og styðja þannig hagsmuni bænda í því að auka heildareftirspurn eftir mjólkurafurð- Skiptar skoðanir Það er engin Iognmolla í kringum MSB þessa dagana frekar en undan- farna mánuði. Margir hlutaðeigandi eru á þeirri skoðun að rétt hefði verið að bíða með að skrifa undir úrelding- una til þess að sjá hvað kæmi út úr hugmynd Sólar. Þar á meðal er Gunn- ar Guðmundsson, stjórnarmaður í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.