Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D ttgmiWámb STOFNAÐ 1913 104. TBL. 83. ARG. MIÐVIKUDAGUR 10. MAI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín Rússlandsforseti telur miklar og sögulegar sættir hafa orðið milli þjóða heims Spáð erfiðleikum á leiðtogafundi Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. HÁTÍDARHÖLDUM í tilefni þess að hálf öld er frá stríðslokum í Evrópu lauk í Rússlandi í gærkvöldi með mikilli flugeldasýningu í Moskvu. Borís N. Jeltsín Rússlandsforseti hélt erlendum þjóðarleiðtogum veislu í Kreml í gær og þakkaði þeim fyrir að sýna hetjudáðum Rússa í stríðinu virð- ingu. „Miklar og sögulegar sættir hafa orðið milli þjóðanna. Við byggjum einn heim og Rússar rétta fram hönd samstarfs og vináttu til allra þjóða heimsins." Stjórnmálaskýrendur búast þó við litlum árangri og jafnvel deilum á fundi Jeltsíns og Bills Clintons Bandaríkjaforseta í dag. • Reuter OLDRUÐ, serbnesk kona í Nova Topola í Bosníu huggar frænku sína frá V-Slavoníu. Griða- svæði SÞ óvarin Sarajevo. Reuter. FRIÐARGÆSLULIÐ Sameinuðu þjóðanna í Bosníu viðurkenndi í gær, að það gæti ekki varið Sarajevo fyrir árásum Serba þar sem yfirboðarar þess hefðu bannað herflugvélum Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) að ráðast gegn serbnesku fallbyssuhreiðrunum. „Serbar eiga að komast upp með glæpinn. Við erum augljóslega ófærir um að verja „griðasvæði" SÞ," sagði Alexander Ivanko, tals- maður friðargæsluliðsins. Yasushi Akashi, sérlegur sendimaður SÞ, og Bertrand Janvier hershöfðingi ákváðu að banna flugvélum NATO að hefna árásar Serba á Sarajevo sl. sunnudag en þá féllu 11 manns. Reiði í Sarajevo Þessi afstaða hefur vakið mikla reiði meðal íbúa Sarajevo og marg- ir þeirra, sem fylgdu hinum látnu til grafar, skóku hnefann í átt til herflugvélanna, sem flugu uppi yf- ir. „Þetta er slátrun með góðfúslegu leyfi SÞ," sagði gamall maður. Akashi varði í gær afstöðu sína. „Sem stendur og vegna hins ein- staklega viðkvæma og spennta ástands teljum við, yfirmaður gæsluliðsins og ég, það ekki bestu lausnina að beita loftárásum." SÞ fluttu í gær nokkra tugi Króatíu-Serba frá héruðum þeirra, sem Króatíuher náði á sitt vald nýverið, yfír til svæða Bosníu- Serba. Clinton og fleiri vestrænir fulltrú- ar fluttu ávarp í veislu Jeltsíns. Clinton sagði Rússland vera orðið lýðræðisríki, í sameiningu gætu ríki heims nú barist fyrir frelsi og gegn „því sem ógnar öllu mannlegu núna - hryðjuverkum, útbreiðslu gereyð- ingarvopna og drápsfýsn sem nær- ist á deilum milli þjóða, trúflokka eða ættbálka." Ónefndur, bandarískur embætt- ismaður bað menn að búast ekki við miklu af sjötta leiðtogafundi Clintons og Jeltsíns sem verður í dag. „Við verðum ánægðir í lokin ef tekist hefur að tryggja áfram- haldandi viðræður," sagði hann. Ljóst er að þrátt fyrir þetta er lík- legt að báðir leiðtogarnir reyni að gera sem mest úr jákvæðum þáttum viðræðnanna og fullyrði að náið samstarf risaveldanna tveggja, sem bitust um völd og áhrif í kalda stríð- inu, sé á traustum grunni. Helstu viðfangsefnin á leiðtoga- fundinum verða erfið úrlausnar. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki hafa gagnrýnt harðneskju rúss- neska hersins í Tsjetsjníju og hvatt til þess að leitað verði friðsamlegrar lausnar með samningaviðræðum en Rússar segja deiluna vera þeirra eigið innanríkismál. Kjarnaofnar til írans Deilt er um sölu á rússneskum kjarnaofnum og tækniþekkingu fyrir milljarð Bandaríkjadollara til klerkastjórnarinnar í íran^ sem Bandaríkjamenn telja að íranar ætli að nota við smíði kjarnavopna. Rússar mótmæla hugmyndum um stækkun Atlantshafsbandalags- ins, NATO, til austurs og telja þær ógnun við sig. Sérfræðingar töldu að Rússar hefðu gengið á bak orða sinna og látið þjálfaða hermenn, suma jafn- vel frá liðinu í Tsjetsjníju, taka þátt í hátíðarhöldum á Rauða torginu í gær. Erlendum leiðtogum, sem hundsuðu mikla hersýningu til að mótmæla framferði rússneska hers- ins í Kákasushéraðinu, hafði verið heitið að eingöngu yrðu notuð liðs- foringjaefni við sýninguna á torg- inu. ¦ StríðslokíEvrópu/17 Reuter BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Bill Clinton Bandaríkjaforseti við hátíðarhöldin í Moskvu í gær, að baki þeim sést Jiang Zemin, forseti Kína. Rúmlega 50 þjóðarleiðtogar sóttu Rússa heim. Varað við lægri toll- um á móttökudiskum Islamabad. Reuter. PAKISTÖNSK yfirvöld gripu til þess ráðs í gær að lækka tolla og fella niður söluskatt á gervi- hnattadiskum og myndbands- tækjum, til aðklekkja á smyglur- um. Hætt er við að með þessu kalli stjórnvöld yfir sig reiði heittrúaðra múslima, sem hafa krafist þess að álögur verði hækkaðar eða tækin bönnuð en móttökudiskar og myndbandstæki njóta æ meiri vinsælda í Pakistan. Telja heittrú- aðir að tækin ryðji brautina fyrir vestræna menningarinnrás. Ríkisstjórn Benazir Bhutto ákvað þrátt fyrir þetta að fella niður tolla á tækjunum og undan- þiggja þau söluskatti til að draga úr smygli á slíkum varningi. RÚSSNESKIR hermenn, klæddir búningum Rauða hersins í heimsstyrjöldinni, fylkja liði i gær. Að baki þeim er mynd af tveim hermðnnum úr styrjðldinni, sovéskum og bandarískum. Fyrir ofan þá eru fánar ríkjanna tveggja og hinna stórveldanna tveggja er börðust gegn Þýskalandi; Bretlands og Frakklands. Palestínumenn reiðir repúblikönum Mótmæla sendi- ráði í Jerúsalem Jerúsalem, Kaíró. Reuter. TALSMAÐUR Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO), mótmælti í gær til- lögu leiðtoga repúblikana á Banda- ríkjaþingi um að flytja bandaríska sendiráðið í ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í ðldungadeildinni, ætlaði í gær að leggja fram frumvarp sem kveður á um að hafist verði handa við að byggja sendiráðið ekki síðar en í lok næsta árs. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar, hugðist kynna sams konar frumvarp þar. Austur-Jerúsalem var innlimuð í ísrael eftir sexdagastríðið í Mið- austurlöndum árið 1967. ísraelar hafa þvertekið fyrir að láta borgar- hlutann af hendi en Palestínumenn vilja gera hann að höfuðborg sinni þegar fram líða stundir. Lóðin, sem Bandaríkjamenn munu nota verði af flutningnum er í vesturhluta borgarinnar, sem ísraelar réðu fyr- ir stríðið 1967. ísraelskur embættis- maður sagði að reistu Bandaríkja- menn sendiráðið í vesturhlutanum jafngilti það yfirlýsingu um að ísra- elar gætu aðeins gert tilkall til hans en ekki austurhlutans. Deilt um eignarnám Sendiherra Jórdaníu í ísrael var- aði við því í gær að stjórn hans myndi grípa til aðgerða serh hafa myndu alvarleg áhrif á samskipti ríkjanna ef ísraelar hættu ekki við áform sín um eignarnám á 53 hekt- ara landi araba fyrir íbúðabyggð og lögreglustöð í Austur-Jerúsalem. Gad al-Haq Ali Gad al-Haq, áhrifa- mesti trúarleiðtogi Egypta, hvatti araba og múslima út um allan heim til að rísa öndverðir gegn eign- arnáminu. Marokkó hefur beðið um bráða- fund í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna vegna málsins og er búist við að hann verði á morgun. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Madeleine Albright, sagði í gær stjórn sína myndu snúast gegn öllum tillögum eða yfírlýsingum um eignarnámið á þeim vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.