Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON, Höfðabraut 6, Akranesi, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 7. maí. Lilja Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma. GUÐMUNDÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, til heimilis á Hrafnistu, áður Langholtsvegi 31, lést mánudaginn 8. maí. Synir, tengdadætur, börn og barnabörn. GUÐBJÖRG SÓLVEIG MARÍASDÓTTIR + Guðb|örg fædd- ist á Isafirði 28. júlí 1946. Hún lést af völdum heila- blóðfalls á sjúkra- húsi á Spáni 1. mai sl. Guðbjörg var dóttir hjónanna Fanneyjar Hall- dórsdóttur og Mar- íasar Krisljánsson- ar, sem lést 4. nóv. 1990. Hún var næst elst sjö systkina sem eru: Kristján Óli, f. 1944, Guð- mundur Geir, f. 1948, Friðgerður Kristin, f. 1951, Halldór Bjarni, f. 1952, Fanney María, f. 1955 og Nanna Bára, f. 1963. Guðbjörg var í foreldrahúsum til 18 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur og hóf störf hjá Land- símanum og starf- aði þar í nokkur ár, síðan starfaði hún þjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, en fyrir 4 árum fór hún aftur að vinna hjá Landsímanum. Guðbjörg kvæntist 1970 Stefáni Sig- urðssyni, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Þórdís Unnur, f. 2. maí 1975, hún lést af slysförum, 11. maí 1992, og Marías Krisfján, f. 5. apríl 1971. Guðbjörg var nýgift Jóni Sigvaldasyni. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TAGE AMMENDRUP dagskrárgerðarmaður, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 9. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Maria M. Ammendrup, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR, Rekagranda 6, er lést sunnudaginn 30. apríl, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 15.00. Pétur Bárðarson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Ólafur Pétursson og barnabörn. + Ástkær dóttir okk^r, móðir, tengda- móðir, systir og mágkona, JÓHANNA SVEINSDÓTTIR bókmenntafræðingur, Hvassaleiti 147, lést af slysförum í Frakklandi mánudag- inn 8. maf. Sveinn B. Hálfdánarson, Gerða R. Jónsdóttir, Álfheiður Hanna Friðriksdóttir, Jónas Þorbjarnarson, Hjalti Jón Sveinsson, Jóhanna S. Sigþórsdóttir, Óttar Sveinsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN ÓLAFSSON, Suðurgötu 4a, Keflavfk, lést mánudaginn 8. maí. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Nanna Stefánsdóttir, Stefán Þ. Guðmundsson, Gotta Sigurbjörnsdóttir, Gunnar H. Baldvinsson, Alda Jónatansdóttir, Marta Þ. Baldvinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Palla I. Baldvinsdóttir, George M. Kellogg, Ásdís Baldvinsdóttir, Helgi Ásgeirsson, Jóhanna G. Baldvinsdóttir, Jónas Snorrason, Ásta Baldvinsdóttir, Sóley Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. í DAG kveðjum við Guðbjörgu Mar- íasdóttur, fyrrum samstarfskonu okkar í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Þegar kona á besta aldri er köll- uð svo snögglega yfir móðuna miklu renna margar minningar í gegnum hugann. Gugga var vel greind, ákveðin, greiðvikin og góður starfsmaður. Við þökkum henni hjartanlega sam- veruna. Hugur okkar dvelur nú hjá Massa og Fanneyju er nú ganga í gegnum þessa þungbæru reynslu, réttum + Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir og mágur, GUÐBJARTUR JÓNSSON frá Bakka, Bergþórugötu 33, Reykjavík, andaðist í Landspitalanum mánudaginn 8. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét D. Betúelsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jóhann Ólafur Jónsson, Kristjana J. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Birting afmælis- og minningargreina M0RGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðn- ir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. þremur áram eftir hið sviplega lát Dísu, einkadóttur Guggu, og send- um við þeim okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þeim og öðram ættingjum styrk til þess að mæta þessu mikla áfalli og sára sorg. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson) Fyrrum samstarfsstúlkur Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir- allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku vinkona, þakka þér sam- fylgdina og þína hjartahlýju, það var alltaf gott að eiga þig að þó við hittumst ekki á hveijum degi gegnum árin. Hjarta mitt er fullt af tómarúmi og ég skil ekki af hveiju lífíð getur verið svo stutt og erfitt fyrir suma. Þú varst alltaf sannur vinur, far þú í Guðs friði, elsku vinkona. Elsku Massi minn, Fanney og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í þessari þungu sorg. Gróa. Ég féll í auðmýkt flatur niður á fótskör þína Drottinn minn mitt hjarta bljúgt og heitt þig biður um hjálp og náð og kraftinn þinn að sigra hveija synd og neyð er sækir mig um æfiskeið. (Þ. Þorkelsson) Það veitist mér erfitt að kveðja hér samstarfs- og vinkonu mína Guðbjörgu Sólveigu Maríasdóttur, langt um aldur fram, af hveiju er lífið svona erfítt? Af hveiju er lagð- ur svo þungur kross á sumar fjöl- skyldur? Ég sit hér og reyni að ná samhengi í þessa kveðju. Gugga skrapp til Spánar, ég skrapp til London, síðan var næsta plan Jónsmessunótt, þá ætluðum við Gugga að fara norður í sumar- bústað, ganga upp Siglufjarðar- skarð og baða okkur í dögginni, ég með Kol, Gugga með Gutta, við ætluðum að koma endurnærðar heim aftur, eftir sit ég með stórt spumingamerki, af hveiju?, var virkilega ekki komið nóg? Gugga skilur stórt skarð eftir sig, ekki síst í vinnunni. Það var engin lognmolla þar sem Gugga var, hún hafði ríka kímnigáfu og alltaf svör á reiðum höndum, enda gegndi hún trúnaðarstörfum fyrir okkur. Gugga var dugnaðarforkur enda sést það á lífsbraut hennar, hún átti fallegt heimili sem var gott að heimsækja. En það sem skipti Guggu mestu máli voru börnin hennar, mér hlýn- ar um hjartarætur þegar ég hugsa um hve stolt og montin hún var af Maríasi syni sínum í hvert sinn sem hann bar á góma ljómaði Gugga, en Gugga átti líka dóttur, Þórdísi Unni, sem var hrifin burt frá henni fyrir tæpum þremur áram aðeins 17 ára gömul þegar hún var að læra að keyra bíl. Ekki má ég gleyma Fanneyju móður Guggu sem stóð við hlið dóttur sinnar og dóttursonar í þeirra raun. Á tæpum fimm árum hefur hún séð eftir eiginmanni, barnabarni og dóttur. Elsku Massi þung er þín raun , megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja. Ó, kæra systir, hve þakka ég þér það þakklæti áttu nú skilið af mér. En hvemig ég launað get góðverkin þín. Ég góðan Guð bið um þau þakkarorð mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.