Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 4
Greinilega DENBY Fallegt, vandað, sterkt 4 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Söluaöilar: Te & kaffi, Reykjavík Gjafabúðin, Akureyri Verslunin Straumar, ísafirði Gjöf og kaffi, Hafnarfirði ÞAÐ hefur staðið til hjá þeim í nokkur ár að gifta sig en þau vildu „gerá það almennilega" eins og þau orða það og nú er komið að því. Haukur M. Sigurðsson og Ág- ústa Hera Birgisdóttir ætla að gifta sig í júní. Þau áttu í erfiðleikum með að velja daginn og ákváðu að fletta upp í bókinni Listin að lifa og velja þá dagsetningu sem hefði fal- legustu setninguna. Þegar þau komu að 24. júní í bókinni blasti við þeim þetta: „Þeim sem elskar góðar manneskjur getur að minnsta kosti ekki mistekist algerlega." Þarmeð var dagurinn þeirra kominn. Byrjaði aft skipuleggja brúAkaupið í janúar „Þetta var í lok janúar og í febr- úar byijaði ég að skipuleggja brúð- kaupið. Haukur er á sjónum og því lendir umstangið á mér að mestu. Það kemur svosem ekki að sök, ég hef gaman af því og mér hefur ekk- ert veitt af þessum tíma til að skipu- leggja dagirin," segir Ágústa Hera. Þau ákváðu að hafa kirkjubrúð- kaupið látlaust en fallegt. Sigríður Guðnadóttir syngur einsöng og sr. Einar Eyjólfsson sóknarprestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ætlar að gefa þau saman í Hafnarfjarðar- kirkju. Ágústa aðstoðaði vinkonu sína í fyrra sem var að gifta sig þannig að hún vissi að brúðkaup krefst þó nokkurs undirbúnings. „Það er að svo mörgu að huga, þarf að panta prest, söng og kirkju. Síðan leitaði ég að kjól og var óákveðin í fyrstu. Mér fannst alveg frábært hversu þolinmóðar konumar voru við mig þar sem ég var að máta og skipta um skoðun fram og til baka. Það þurfti líka að leigja föt á Hauk og bömin okkar tvö sem ætla að taka þátt í brúðkaupinu með okkur. Ákveðlnn still á brúðkaupinu Hún ræddi í tíma við starfsfólk blómabúðar til að ræða skreytingar í kirkjunni, velja stíl og liti á vöndinn og blómin sem hún vildi hafa i' veisl- unni. Mágkona hennar Lára Óskars- dóttir er hárgreiðslumeistari og hún ætlar að sjá alveg um hárgreiðslu og förðun. „Lára er búin að fá mig í eina prufugreiðslu. Ég vildi geta borið kjólinn vel og ákvað að fara í leikfimi, síðan þarf ég að fá á mig iit í ljósum og panta andlitsbað og fara í hand- og fótsnyrtingu. Við leigðum líka sérstakan bíl og það em nokkrir aðilar sem hafa slíka þjónustu í boði. Ég ætla að hafa ákveðin stíl á brúð- kaupinu og bíllinn varð auðvitað að passa inn í dæmið líka.“ Það þarf með góðum fyrirvara að skipuleggja veisluna og Agústa var strax ákveðin í að hafa hana skemmtilega. „Okkur finnst að fjöl- skylda og vinir eigi að geta komið og slappað af, notið lífsins og ekki þurfa að hafa áhyggjur af eldhús- verkum eða öðm.“ Þau ætla því að hafa vant fólk í salnum og mat- reiðslumann sem hefur yfimmsjón með veitingum. Afasystir Ágústu og mágkona mömmu hennar sem em eldhressar konur aetla að taka að Morgunblaðið/Knstinn Ágústa Hera Birgisdóttir og Haukur M. Sigurösson veröa gefin saman af sr. Ein- ari Eyjólfssyni í Hafnarfjarðarkirkju þann 24. júní næstkomandi. Ágústa er gjaldkeri hjá Landsbankanum og Haukur er sjómaður á Hringi GK 18. Þau eiga tvö börn. sér veislustjómina, leiða fjöldasöng og sjá um aðrar uppákomur. Mamma bakar tertuna og pabbl smíðar stallana Mamma hennar Ágústu ætlar að baka brúðartertuna sem verður á mörgum stöllum og pabbi hennar smíðar stallana undir hana sem síðan verða yfírdekktir með sérstökum dúk- um. „Ég er mjög stolt yfir því að mamma mín skuli baka tertuna og þá veit ég líka að hún verður ofsalega góð. Hvað varðar matinn sjálfan þá ætlar fjölskyldan að hjálpa til við matseldina en síðan höfum við mat- reiðslumann sem bæði eldar og hefur yfinimsjón með veitingum í veislunni." Ágústa segist hafa gaman af öllu punti og hún segir það skipta sig miklu máli að litimir í veislunni passi saman og að salurinn sé fallega skreyttur. „Mig langar að hafa skreytingarnar beinhvítar, grænar og gylltar. Það er erfitt að fá bein- hvíta dúka en nú er verið að panta fyrir okkur Úær rúllur af þeim.“ Brúðkaupsferðin bíður betri tíma því margir gestanna koma utan af landi og frá útlöndum og brúðhjónin ætla að nota tækifærið og hitta ættingja og vini. Haukur á stóran ættingjahóp í Færeyjum og veislan mun bera svip af því þar sem stiginn verður færeyskur brúðkaupsdans. Gestimir í veislunni verða um hundrað og tuttugu talsins og þegar Ágústa er spurð hvað kosti að halda svona brúðkaup segir hún að þau hjónin eigi bæði foreldra sem að- stoði þau. „Það er mjög gott að gera grófa kostnaðaráætlun en samt sem áður erfitt að gera sér grein fyrir heildarkostnaði fyrr en í lokin." Þetta er á listanum hennar Ágústu VIÐ báðum Ágústu að gera lista yfir það sem hún ætlar að gera fyrir brúðkaupið. Listann geta einhver verð- andi brúðhjón kannski not- fært sér. Fyrsta atriðið seg- ir Ágústa að sé að kaupa stílabók tii að skrifa aUt i sem viðkemur deginum. Það hefur hún gert og ít- rekar að það sé algjör nauðsyn. Hún leggur áherslu á að brúðbjónin hafi timann fyrir sér og byrji skipulagninguna að minnsta kosti fjórum mán- uðum til hálf u ári fyrir brúðkaupsdaginn. Til að byija með þurftum við að ákveða dagsetningu fyrir brúðkaupið. • Panta prest og kirkju. • Panta sal. • Ákveða hvaða tónlist á að ieika í kirkjunni. • Veþ'a kjól, siör, undir- fatnað, skó og skartgripi. • Veþ'a föt með Hauki og fá iqól á brúðarmeyjuna og kjólföt á brúðarsveininn. • Velja hringana. • Útvcga hringapúða. • Athuga með skreytingar í kirkjuna, blómvendi og blómaskreytingar í veisl- una. • Ef ekki á að kaupa veit- ingarnar tilbúnar þarf að skipuleggja með hvaða hættí á að baka eða elda. • Tala við hárgreiðslu- meistara. • Tala við snyrtifræðing • Para í leikfími. • Ganga frá að fá starfs- fólk í veisluna. • Panta bfl í brúðkaupið. • Panta tíma hjá Ijósmynd- ara. • Ákveða gestalista. • Láta prenta á boðskort og senda út með góðum fyrirvara. • Fá veislustjóra. • Ganga frá skemmtiatrið- um I veisluna. • Ganga frú þvi að athöfn- in verði tekin upp á mynd- band og fá (jósmyndara til að mynda. • Ganga frá brúðkaups- ferðinni. Kjartan Guðjonsson Sossa LISTAVERK eru kærkomin brúðargjöf Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist Laugavegi 118d Gengið inn frá Rauðarárstíg S. 551-0400 Dahi Guftbjörnsson Aðeins það besta fyrir fiölusnillinga rithöfunda leikara hljóðfæraleikara SÆVAR KARL Bankastræti 9, s. 13470. ÞAU GIFTA SIG I JUWI BYRJAÐIAÐ SKIPULEGGJA BRUÐKAUPIÐ í FEBRÚAR OG VEITTIEKKIAF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.