Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 BRÚÐARKJÓLAR Lciga/saCa Sími 587 2041 Logafold 35 112 Reykjavík VÆNTANLEG BRÚÐHJÓN AÖstoÖiÖ brúökaupsgesti, -skráiÖ óskir ykkar hjá okkur, -þiggiö boö á gott kaffihús á eftir. RISTALL KRINGLUNNI OG FAXAFENI $ $$ Töskur og skartgripi hannað af Carl Lagerfeld í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI BJÓÐUM VIÐ NÚ FRÁ H Y G E A snyrtivöruverslun Kringlunni 8-12, sími 568-9505 Austurstræti 16, sími 551-9866 EFTIRMIIMNILEGAST FRA BRUÐKAUPSDEGINUM Hún í ítölskum silkikjól en hann á lopasokkum ÞAU kynntust á föstudegi og þremur dögum seinna voru þau gift. Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson voru ekkert að tvinóna við hlutina fyrir 25 árum og það sem henni er eftir- minnilegast frá brúðkaupsdegin- um eru viðbrögð mömmu henn- ar. „Eftir athöfnina fórum við beint heim til mömmu og ég kynnti hana fyrir manninum mínum. Hún dró djúpt andann, kyssti hann svo á kinnina og sagði: „Velkominn í fjölskylduna. Ég held ég eigi hérna kampavíns- flösku einhvers staðar.“ Eftir á að hyggja finnast mér þessi viðbrögð hennar alveg að- dáunarverð. Ekki sæi ég sjálfa mig gera þetta ef dóttir mín kæmi heim með svona fréttir." Ævar segist muna best hvað konan hans var falleg þennan dag. „Hún var í ítölskum silkikjól sem var gjöf frá gamalli konu á Ítalíu og hafði gengið þar í ættir. Við giftum okkur í miklum flýti, þurftum að útvega pappíra og HVERNIG KYNNTUST ÞAU Hittust á Mímisbar ÞAU Sigríður G. Einarsdóttir og Jón Þórhallsson kynntust á Mímisbar á Hótel Sögu í febr- úar 1970. „Við höfðum lengi vitað hvort af öðru,“ segir Sig- ríður enda eru þau alin upp í sömu götu í Vesturbænum. „Þetta var hálfu ári eftir að ég skildi við manninn minn og hann missti konu sína.“ Það leiddi svona af sjálfu sér að þarna á Mímisbar tóku þau tal saman í fyrsta skipti og rifj- uðu upp að þau hefðu lengi þekkt hvort annað í sjón. Jón sagði henni frá konumissinum en Sigríði var kunnugt um hann því hún þekkti fyrri konu hans í bernsku. „Svo þegar Jón var kominn • Ævar Kjartansson dag- skrárgerðarmaður og Guð- rún Kristjánsdóttir mynd- listarkona giftu sig hjð Garðari Gíslasyni borgar- dómara 19. október árið 1970. Þau eiga tvö börn. dálítið í glas spurði hann mig hvort ég væri ekki gift og með fullt hús af börnum. Ég sagðist eiga tvö börn en vera fráskilin. Þá sagði Jón þessa yndislegu setningu: Fyrirgefðu hrein- skilnina en þá hef ég líka miklu meiri áhuga á að tala við þig. Það fór vel á með okkur en þegar hann vildi fylgja mér heim afþakkaði ég það en gaf honum þó símanúmerið mitt.“ Svo hringdi hann til hennar en að vísu ekki nákvæmlega á þeim degi sem hann hafði sagt — kveðst hafa verið að safna kjarki. „En svo lét hann til sín heyra og kom í heimsókn og við höfum eiginlega ekki skilið upp frá því,“ segir Sigríður. svaramenn fyrr um daginn og það endaði með því að ég var í Iopa- sokkum hjá borgardómara." Fyrir athöfnina segist Ævar hafa eytt þó nokkrum tíma í að reyna að troða í vasann ljóðabók- inni Jórvík eftir Þorstein frá Hamri. „Mér fannst tilheyra að hafa bókina því mér þótti vænt um hana og vildi vera hátíðleg- ur.“ Ævar man líka eftir stússinu við að ná sér í svaramann. „Ég þekkti fáa í Reykjavík, var stadd- ur hérna í skólaferðalagi og brá því á það ráð að fara upp í há- skóla og draga gamla skólasyst- ur mína hana Birnu Þórðardótt- ur úr tíma. Hún hélt að ég væri að grínast." Guðrún segist hafa orðið undr- andi þegar það rann upp fyrir henni að þau voru jafnaldrar Ævar og hún. „Við höfðum ekki haft tima til að að ræða svona hversdagsleg mál. Ég stóð ein- hvern veginn í þeirri meiningu að hann væri miklu eldri en ég.“ • Sigríöur G. Einarsdóttir og Jón Þórhalisson. Hún var frðskilin meA tvö börn, Ein- ar og Karen og hann ekkill með eitt barn, Ingólf þegar þau kynntust 1970. Þau giftu sig 23. september 1972 og saman eiga þau einn son, Sveinbjörn Þór. Jón rekur rakarastofu í Skipholti og SigríAur er full- trúi á auglýsingadeild Ríkis- útvarpsins. ISKREYTTUM Morgunblaðið/Þorkell «£!3gg« k >J8 SKREYTTIR bílar eru að verða fastur liður á brúðkaupsdaginn til að lóðsa brúðhjónin í kirkjuna og síðan til Ijósmyndara og loks í veisluna. Sumir leigja sér glæsivagna en eins og sjá má henta minni bílar ekki síður til skreyt- inga. Og ef brúðhjónin vilja og eru þannig sinnuð geta þau fengið mótorhjóllð skreytt eða jafnvel reiðhjólið. Hér eru siikibönd og slaufur sett eftir kúnstarinnar regium á bílinn og síðan höfð blómaskreyting framan á húddinu - eða jafnvel uppi á þakinu. í þessa skreytingu eru notaðar hvítar búkettrósir og skreytingin kostar 4.500 kr. og var unnin á blómastofu Friðfinns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.