Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 D 11 HRINGURINN TTRÚLOFUN AR-og giftingarhringar ■ þekktust lítið meðal almennings hér á landi fyrr en seint á síðustu öld. Ein ástæða þess var sú að Iítið var um gull- smiði fyrr en kaupstaðir tóku að mynd- ast. Auk þess þótti gull æði dýrt. Einn maður segir svo frá að um aldamót- in hafi hann spurt konuefni sitt hvort hún vildi heldur gullhring eða saumavél. Og sú ráðdeildarkona kaus saumavélina. Annar gaf konu sinni kost á armbandsúri eða hring árið 1940 og hún kaus úrið. Þetta kemur fram í handriti dr. Arna Björnssonar í aukinni útgáfu „Merkisdag- ar á mannsævinni“ sem væntanlega kem- ur út í haust. Þar segir ennfremur: „Hringar þóttu annars orðnir sjálfsagðir þegar kom fram á 20. öld Lagið á þeim var háð nokkrum tískusveiflum. Snemma á öldinni eru þeir breiðir og þunnir, um 1930 mjóir og kúptir en eftir 1950 taka þeir aftur að breikka án þess að þynn- ast. Um líkt leyti koma einnig til sögu hamraðir hringar og snúrur.“ Frá baugfingri liggur æð beint til hjartans Árni segir að nokkuð hafi verið um það í fyrstu að aðeins konur bæru giftingar- hring. Margir karlar sem unnu erfiðis- vinnu báru ekki hring hversdaglega þótt þeir ættu hann eða þeir höfðu hann á vinstri hendi vegna þess hve honum hætti til að slitna fljótt við vinnu. Hringurinn var oftast borinn á baugfingri hægri handar. I bókarhandriti Árna kemur fram að trúlofunarhringar hafi þekkst hjá ríkisfólki frá ómunatíð. Ýmist báru bæði konan og karlinn hringa eða aðeins stúlk- an og réð stundum efnahagur. Stundum þurfti að fresta opinberun meðan unnust- inn var að öngla saman fyrir hringnum. Þegar fólk notaði trúlofunarhringa var hann oft á baugfingri vinstri handar en margir færðu hann yfir á þá hægri við giftingu. Venjulega voru hringarnir úr gulli en þó var það til að fátækara fólk notaðist við tannbakshringa sem er blanda úr eir, sinki og tini og jafnvel koparhringa. I kristnum sið var hringurinn sem hef- ur engan enda oft gerður að tákni eilífr- ar tryggðar. Sums staðar voru fyrirmæli um að hann skyldi setjast á fjórða fing- ur, þ.e. baugfingur því frá honum lægi sérstök æð til hjartans. Hringagerð fylgir efnahagsástandi „Mér hefur fundist að lögun og gerð trú- lofunar- og giftingahringa tengist efna- hagsástandinu á hverjum tíma, “ sagði Jón Siguijónsson hjá Jóni&Óskari. „Ég hef farið vandlega yfir þetta hvernig hringar hafa verið síðustu áratugi og mér sýnist þetta vera mjög skýrt. Hrunið hefst í Evrópu í kjölfar olíukreppunnar, þá snarmjókkuðu hringar. Hins vegar eru þeir nú að breikka aftur. Algengastir eru 3mm hringar en þeir eru þó víða komnir upp í 4 mm og gætu haldið áfram að stækka. Sléttir 4mm breiðir gullhringar sem voru vinsælir frá 1930-1950. Mörg undanfarin ár hafa áþekkir hrlngar ver- ið í tísku. Par af 3 mm hring kostar um 21 þús. og 36 þús. kr. ef þeir eru 4 mm Á þessa hringa eru nöfn brúðhjóna rist með höfðaletri. Björn Halldórsson, let- urgrafari byrjaði með þetta og ívar son- ur hans tók síðan vlð. Hann gróf á þessa hringa. Fyrstu hringarnlr þessar gerðar komu um 1940 en hurfu að mestu upp úr 1970 Þessir platínum hringar með gullrönd- um eða smágullmunstri eru það nýjasta hjá Jóni&Óskari. Verð á þeim er 155 þúsund krónur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Breiðir gullhrlngar 8-12 mm verða alls- ráðandi upp úr 1960 og framundir 1975. Þá mjókka þelr og hafa í allmörg ár verið 3 mm en eru nú að breikka og algengustu hrlngar 4 mm elns og á fyrstu myndinni Notaleg brúðargjöf Glæsileg rúmföt í miklu úrvali Einnig sœngur og koddar Nýkomin amerísk handklæði Sængurfataverslunin s'/rs / V/ff/tf/f//', / <)// / 'a m I u1 J ivC 1 r fXX ,A;WJ j j ; x, h t *' — S&ésXM S-. >. ' A ' '3 \' x.:: ) ' / fW] \ \i i! | l j íi ' \|| i|t X' X: / ifl \ V ! } Ú ■"W i/ • "jsi • . / Merkjum glös brúðhjónanna Verð frá kr. 500,- á glas Gjafalisti brúðhjónanna Gjafakort Lánum heim myndband með sýnishorni af glœsilegu úrvali verslunarinnar Borgarkringlunni, sími 553-6622

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.