Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 D 9 Unnustan Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. Ég sé til þín, er léttá öðru leiti sér lyftir ský. Ég horfi' á þig, er hljóður veg minn þreyti ég húmi í. Ég heyri þig, er þýtur fjarlæg alda svo þungt og ótt. Ég heyri þig, er hlust- ar björkin kalda um helga nótt. Þú býrð hjá mér, þótt byggð þín sé mér fjærri, ég bý hjá þér. Nú birtir fyrir blá- stjörnunni skærri: æ, birstu mér J.W.Goethe/ Matth. Joch. Ástarvísa Hjartað mitt góða, á heilagri stund höfuðið reistu af mið- nætur blund við þig því vildi ég tala það er elskunnar mál, það er ástfangið hljóð sem að æðarnar kveða og hjartnanna blóð meðan sóleyjar blómgvast um bala. Þú ert töfrandi sól, þú ert tælandi mynd og sú tindraíidi gló- bjarta himnanna lind, hún er ekkert við hlið- ina á þér; þú ert hvít eins og snjór, þú ert hrein eins og mjöll, þú ert há eins og von er.því þig ólufjöll sem að strita við stjarnanna her. Þegar sól gyllir lund, þegar sjórinn er blár, þegar sverðlilja fellir um miðnætti tár, þegar dimmt er og söngfuglinn sefur, þegar tunglskinið sofnaðri titrar á rós ' meðan trén standa kyrr við hið heilaga ljós sem að heiminn i hálf- rökkri vefur; Þá ertú mér í hug eins í birtu sem blund jafnt um blómanna tið sem um vetrarins stund; hvernig skyldi mitt hjartaþér gleyma? Og hvert sinn, er eg sofna, eg hugsa til þín; þú ert seinasta feg- ursta hugsanin mín og um þig vil eg dæma og dreyma. Benedikt Gröndal Giftingin vítamínsprauta fyrir sambúðina ÞAU Berglind Ejrjólfsdóttir og Jón Otti Gíslason gengu upp að altarinu fyrir nokkrum vikum. Þau voru ekki að stíga sín fyrstu skref í sambúðinni því þau eru búin að búa saman í fimmtán ár. „Þetta var búið að standa til lengi, eiginmaðurinn bað mín formlega fyrir fjórtán árum en það var fyrst núna sem við lét- um til skarar skríða“, segir Berglind. Þegar Jón Otti varð fertugur notuðu þau tækifærið, „slógu tvær flugur í einu höggi“ eins og þau orða það. „Dóttirin var búin að ýta á okkur, henni fannst ómögulegt að við værum ekki gift.“ GIFTll SIG EFTIR 15ARASAMBUÐ Sjáum daginn í hillingum Berglind og Jón Otti halda tryggð við Bústaðakirkju, hafa farið næstum á hverjum sunnu- degi sl. fimm ár í barnamessu með börnin og því kom ekki annað til greina en en láta gifta sig þar líka. „Við sjáum þennan dag í hillingum, hann var yndis- legur, sannkölluð vítamín- sprauta fyrir sambúðina“, seg- ir Berglind og Jón Otti sam- sinnir og segir athöfnina hafa verið mjög hátíðlega. - Breytir það einhverju að hafa látið gifta sig? „Já, veistu, við erum ekki frá því. Það er stutt síðan við gift- um okkur og enn finnst okkur mjög gaman að hafa drifið í þessu. Loksins er ég orðin skil- getin“, sagði dóttir okkar og var hin ánægðasta.“ Fjölskyldan ætlar að leggja land undir fót í sumar og fara í brúðkaupsferð til Englands. Börnin fá að fara með, nýgiftu hjónin segjast njóta þess best að hafa þau með í svona langt ferðalag. Morgunblaðið/Jón Svavarsson • Berglind Eyjólfsdóttir og Jón Otti Gíslason eru bæði lögregluþjónar. Þau eiga tvö börn, Katrínu Dagmar, sem veröur 12 ára á þessu ári og og soninn Jón Eyjólf 6 ára. Séra Pálmi Matthías- son í Bústaðakirkju gaf þau saman. Mimiampaúrval Æb ^ y Mskir-Franskir-Þýskir . Vörurfyrir aUa - Verð fyrir alla Kringlunni, Sími 568 9955 Faxafeni v/ Suöurlandsbraut Sími 568 4020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.