Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 B 8 Lífið í sjónum RAUÐMAGI lónar í þara. Efst til hægri á miðmyndinni má sjá ígulker sem kallast Maríugull. Beint fyrir neðan er möttuldýr sem heitir eplamöttull. Gulu flekkirnir eru svampur og inn- anum má sjá rauðgula dauðs- mannshönd. Bertálknamir á miðri neðstu myndinni geta orð- ið um 5 sentimetra langir. Hringirnir fyrir ofan þá eru eggbú snigils og neðanvert til vinstri má sjá olnbogaskel og marfló. Rauða slikjan á steinin- um er þörungaskán. . Morgunblaðið/Þorkell HÖRÐUR Sverrisson, Vilhjálmur Hallgrímsson og Bjarni I. Björnsson tilbúnir til köfunar. höfum farið og tilkynnt komu okkar, en það er ekki einu sinni farið fram á að við gerum grein fyrir okkur að köfun lokinni, hvort við erum lífs eða liðin. Ferðamenn fá að sporta sig óáreittir um svæðið, troða niður gróður og skemma viðkvæma nátt- úru, en þurfa ekkert að borga. Kafarar ganga fram á gjárbarminn og henda sér út í, hirða rusl úr gjánum og ekk- ert annað, en samt þurfa þeir að borga. Þetta finnst mér óréttlátt. Það er of mikið að þurfa að borga 1000 krónur í hvert skipti og fá ekki að fara nema í Silfurgjá. Manni er spurn hvers vegna talin var þörf að setja reglur um köfun á Þingvöllum, en ekki annars stað- ar. Hvað er svona sérstakt við vatnið á Þingvöllum?" Hörður hefur mest stundað sjó- köfun og á erfitt með að gera upp á milli uppáhalds köfunarstað- anna. „Við höfum til dæmis farið með bát út af Garðskaga. Þar er mjög skemmtilegt að kafa, maður fer á 20 til 25 metra dýpi. Þarna er gott skyggni og maður sér oft fisk, bæði steinbít, þorsk og rauð- sprettu. Flekkuvík við Keilisnes er einnig skemmtileg, en þangað er ekki hægt, að fara nema í stillt- um sjó. Einna skemmtilegust finnst mér Gullkistuvík á Kjalar- nesi. Þar er auðvelt að komast út í og mikið líf í sjónum. Fallegur gróður, krabbar, ígulker og fisk- ar. Ég hef einnig kafað talsvert við Hvítanes í Hvalfirði. Þá er farið frá gömlu kafbátabryggj- unni. Þarna er ekki mikið líf en þess meira af dóti. Sokkinn prammi og fullt af drasli frá stríðsárunum. Sjórinn gruggast frekar mikið og skyggnið getur verið slæmt.“ Hörður segist aldrei hafa komist í hann veru- lega krappan við köfun. Þó kann hann sögur af því þegar aðstæðurnar hefðu getað borið hann ofurliði, ef ekki hefði verið góð þjálfun að baki. „Við vorum að kafa rétt austan við Grinda- vík. Það var töluvert löng alda og fremur þungur sjór. Það var ekkert mál að fara útí og gott skyggni í sjónum. Það var einn gamalreyndur kafari með í ferð- inni og við ætluðum að leita að náttúrulegri brú, eða steinboga, sem er þarna í kafi. Þegar við snerum aftur í land gekk brösug- lega að synda á móti útsoginu. Það kastaði manni alltaf til baka. Þá var ráðið að synda alveg niður við botn og halda sér í útsoginu en synda með aðfallinu. Það var líka mikill hliðarstraumur sem bar okkur afvega. Það kom sér vel að við vorum með nóg loft svo þetta var ekkert mál." Sportkafarafélagsins fá að dýfa sundfitum í vatn verða þeir að ljúka 16 tíma bóklegu námskeiði. Þar er kennt um tækjabúnað kafarans, grundvallaratriði líffræði og eðlis- fræði köfunar, kennt um köfunar- töflur, köfunartækni kennd og ör- yggisreglur. Þessu námskeiði lýkur með skrifiegu prófi. Þeir sem standast bóklega prófið fara því næst einu sinni eða tvisvar í þjálfun í sundlaug. „Þar gefst manni fyrst tækifæri til að meta nemandann í vatni,“ segir Vilhjálm- ur. „Köfun er andstæð eðli manns- ins og sá sem ætlar að verða kaf- ari verður að yfirvinna ýmsa eðlis- læga þætti.“ Menn eiga það sameig- inlegt með öðrum landspendýrum að þeim er eðlilegt að halda í sér andanum þegar þeir falla í vatn, einnig að halda sér á floti og að koma sér sem fyrst á þurrt aftur. „Kafarar þurfa aftur á móti að læra að anda í vatni og kafa niður í vatnið. Sumir eru eins og selir í vatninu og þurfa lítið að hafa fyrir því að ná tökum á köfuninni. Aðrir þurfa lengri tíma. Námskeiðið gengur mikið út á að kenna mönn- um að forðast hættur og bjarga sér ef eitthvað gerist. Oftast má rekja óhöpp til þess að menn bijóta köf- unarreglurnar. Fræðslan er aðalatr- iði.“ í sundlauginni er tekið sundpróf, þar sem nemandinn verður að synda 220 metra og þreyja kafsund. Einn- ig er kennd verkleg köfunartækni svo sem að nota sundfit, tæma sundgrímuna í kafi og að stilla flot- jöfnunarvesti. Kafarabúnaði til- heyrir vesti sem farið er í utanyfir köfunarbúninginn og hægt er að blása upp. Þetta vesti er notað til að vega á móti blýbelti og öðrum íþyngjandi búnaði til að stilla flot kafarans þannig að hann sé þyngd- arlaus í vatninu og hvorki sökkvi né fljóti upp. Einnig er kennd svo- kölluð félagsöndun, en þá skiptast tveir kafarar á um að nota sama öndunarbúnað. Sjóköfun er algengust Nú á nemandinn að vera fær í auðvelda sjóköfun. Vilhjálmur telur æskOegra að köfunarnemar æfi sig í sjó frekar en stöðuvötnum. Flestir koma til með að kafa í sjó og því segir hann nauðsynlegt að þeir læri sem fyrst á ölduhreyfingar og strauma. Valin er aflíðandi fjara þar sem kennarinn fer með tvo nemendur í einu í sjóinn. Á fyrsta námskeiðinu eru famar fimm slíkar ferðir. í sjónum er aftur farið í þær æfingar sem gerðar voru í laug- inni. Nemendum er kennt að und- irbúa köfun á réttan hátt, yfirfara búnað hvers annars fyrir köfun og setja sér öryggistakmörk. Þá er ákveðið hve lengi á að kafa og hve djúpt og hvað mikið loft á að vera á kútum í lok köfunarinnar. Meðan á köfun stendur þarf kaf- arinn sífellt að fylgjast með því hvað tímanum líður, hvort hann á nóg loft eftir og hvort nokkur hætta sé á köfunarveiki. Vatnsþrýstingur- inn veldur því að köfnunarefni safn- ast upp í blóðinu, því meira sem dýpra og lengur er kafað. Þegar komið er úr kafi verður að gæta þess að líkaminn nái að laga sig að minni þrýstingi og skilja köfnun- arefnið úr blóðinu, ella er hætta á að loftbólur myndist í blóðinu og kafarinn fái köfunarveiki. Eftir djúpa og langa köfun þurfa kafarar að hvíla sig á mismunandi dýpi meðan líkaminn losar köfnunarefn- ið úr blóðinu. Nú til dags nota margir köfunart- ölvur sem innihalda klukku, dýptar- mæli, hitamæli og loftmæli fyrir loftflöskuna. Þessar tölvur reikna stöðugt út magn köfnunarefnis í blóðinu og eru því mjög heppilegar fyrir sportkafara sem gjarnan flakka upp og niður í sjónum. Framhalds- námskeið Fyrstu köfunarferðirnar taka yf- irleitt 25 til 30 mínútur og farið er dýpst niður á 18 metra. Vilhjálm- ur segir að óvanir kafarar fari með meira loft en vanir. Mönnum lærist með tímanum að nýta loftið betur og sníða af allar óþarfar hreyfingar sem útheimta orku og þar með loft. Kennarinn gætir þess að hleypa mönnum ekki lengra en hann treystir þeim. Vilhjálmur segir að sumum sé hreinlega ráðlagt að finna sér annað tómstundagaman en köfun. Að loknu námskeiðinu fá menn alþjóðlegt köfunarskírteini sem gerir þeim kleift að stunda köfun bæði hér og erlendis. Margs- konar framhaldsnámskeið eru í boði. Auk ítarlegri fræðslu um al- menna köfun má nefna námskeið í djúpköfun, hellaköfun, ísköfun og næturköfun. Ég slapp Vilhjálmur byijaði sjálfur að kafa 18 ára. Hann segist ekki hafa farið á köfunamámskeið í byijun og þakkar það Guði og lukkunni að hann slapp frá því lifandi. „Ég var ævintýramaður og nýbúinn að brot- lenda svifdreka þegar ég sá notaðan köfunarbúnað auglýstan og hringdi í manninn. Við ákváðum að hittast í Nauthólsvíkinni þar sem ég fékk að prófa græjurnar. Ég hafði aldrei reynt þetta fyrr og synti svolítið út og kafaði. Ég heillaðist sam- stundis og fór ekki einu sinni úr gallanum áður en ég borgaði mann- inum. Helgina eftir fór ég út á Skeijafjörð á bát til að kafa. Ég skildi ekkert í því að þegar ég kom á um þriggja metra dýpi fékk ég verk í eyrun. Ég hafði ekki hug- mynd um að maður þyrfti að jafna loftþiýstinginn í innra eyranu þegar maður kafar. Mig fór að gruna að köfun væri eitthvað flóknari en bara að demba sér í sjóinn og leit- aði tilsagnar hjá vönum kafara.“ Síðan eru liðin mörg ár og Vil-' hjálmur búinn að afla sér kennara- réttinda í köfun vestur í Bandaríkj- unum. Þar stundaði hann nám hjá NAUI í Flórída. En hvernig finnst honum að kafa í köldum sjó við íslandsstrendur miðað við hlýjan sjóinn í Florida? „ísland er afskaplega gott land til köfunar,“ segir Vilhjálmur. „Kuldinn kemur lítið að sök því búningamir eru orðnir svo góðir. Svitinn lekur af manni á sumrin þegar sjórinn er um 12 C heitur. Á veturna kemur maður úr köfun álíka kaldur og af skíðum á góðum degi, aðeins svalur á yfirborðinu!" Milljónir af loönum En hvaða köfun skyldi Vilhjálmi þykja eftirminnilegust? „Ætli það hafi ekki verið einu sinni í marsmánuði að ég kafaði ásamt félaga mínum útaf Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd. Sjórinn var óvenju tær eins og stundum síðla vetrar þegar lítið svif er í sjón- um. Skyggnið var svo gott að mað- ur sá tugi metra frá sér, en það er fremur óvenjulegt. Allt í einu kom loðnutorfa syndandi og við lentum í torfunni miðri. Það var sama hvert maður leit, alstaðar voru þúsundir eða hundruð þúsunda fiska. Það kom torfa eftir torfu og þetta er mér ógleymanlegt. Það er skrýtið með fiskana, þeir virðast ekki hræðast kafara svo mjög. Þeir halda sig í tveggja til þriggja metra fjarlægð, en selirnir passa sig að koma ekki of nálægt manni.“ En hefur Vilhjálmur aldrei komist í hann krappan? „Jú, það hefur stundum legið nærri vandræðum. Einu sinni var ég einn að kafa, orðinn loftlítill og ætlaði upp. Þá festi ég mig í línu sem lá upp á yfirborðið og varð loftlaus meðan ég reyndi að losa mig. Þá greip ég til þess að skera á línuna og komst upp. Hnífur er lágmarksbúnaður hvers kafara og margir kafa ekki nema með tvo hnífa. En það má segja að þessi vandræði mín hafi stafað af því að ég braut þijár reglur kafara. Ég var með of lítið loft, fór óvarlega nálægt línu og var einn að kafa. Það er mikilvægt að maður haldi ró sinni þegar eitthvað bjátar á og bregðist rétt við. Það bjargaði mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.