Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ * TZ% 53 EI nn "i1 M ** í-ffltop— s&^iillK HUSINÍHornvík. VAÐURINN prófaður. Texti Guomundur Guðjónsson. Ljósmyndir effir Árna Sæberg AÐ KOMA úr 10 stiga hita, norðan- andvara og sólskini í Reykjavík í einnar gráðu hita, snjókomu, sex vindstig og haugasjó að ísilögðu Hælavíkurbjargi voru ótrúleg viðbrigði. En líkt og svartfuglinn lætur ekki segjast og verpir þó hann verði að gera svo beint í skaflinn, þá íáta eggjakarlarnir ekki segjast heldur og sækja eggin í björgin. Því það er ekkert vor án svartfuglseggja. Ekki hefur verið sigið í Hælavíkurbjarg á þriðja áratug, eða síðan sigmaður lenti í grjót- hruni og fórst. Hafa sigmenn á þessum slóðum síðan að mestu haldið sig við Hornbjarg, þar er til muna hægara um vik, menn príla upp úr grýttri fjörunni og komast þannig víða á syllur og snasir sem hægt er að síga fram, svartfugli til hrellingar. Ekkert er þó hættu- laust við þessa iðju, því svo mikið er grjóthrun- ið stundum í fjörunni fyrir neðan bjargið að þeir félagar væru litlu betur settir á jarð- sprengjusvæði suður við Persaflóa. Gránefin Að þessu sinni skyldi þó tekist á við Hælavík- urbjarg og þar er aðstaðan allt önnur og vægt til orða tekið: Hrikaleg. Og aldrei hrikalegri heldur en einmitt nú, á þessu vetrarvori. Bjarg- ið að kalla eitt klakastykki og gil og skorning- ar stífluð af margra mannhæða háum, helblá- um grýlukertum. Til að síga í Hælavíkurbjarg fara menn sjó- leiðina frá Hornvík, þar sem búið er á meðan Mcnn getaekki annaó á sigferðinni stendur, sigla fyrir bjargið og inn í Hælavík. Þramma þaðan upp í fjallið og ofan í skál á bjargbrúninni. Þeir sem ætla í bjargið gera sig þá klára. Það er fljótgert og felst í því að setja á sig hjálma og spenna á sig vað- inn. Og það er eins gott að vera ekki lofthrædd- ur, því næst eru þeir látnir síga 100 metra „frítt fall", ofan á nokkuð breiða syllu sem gengur þvert á bjargið eins og það leggur sig. Þegar niður er komið losa menn sig úr vaðn- um og fara að safna saman eggjunum. Á syll- unni allri er þétt svartfuglabyggð og fuglarnir hljóta að skipta einhverjum milljónum, þvf syll- an, sem kölluð er Gránefin, er bæði breið og löng. Sigmenn safna eggjunum saman og síðan eru þau látin síga niður í fjöru þar sem bátar taka á móti þeim, þ.e.a.s. ef sjólag leyfír. Og það er fj'arri því alltaf, hvað þá að treysta megi á það. Þegar blaðamenn komu til Homvíkur eftir barsmíðar og volk í haugasjó á veigalitlum hraðbáti, voru þrír sigmenn í Hælavíkurbjargi, Einar Valur Kristjánsson, Tryggvi Guðmunds- son og Hjálmar Björnsson. A móti okkur tóku Kjartan Sigmundsson, Rósmundur Skarphéð- insson og sonur hans Ægir Rósmundsson. Allir eru sexmenningarnir búsettir á ísafirði, en það var að heyra að flestir eða allir væru þeir bornir og barnfæddir á Ströndum og seið- andi raddir heimahaganna svo og magnþrung- ið umhverfið gerði þá friðlausa er halla tæki vetri. Það hefur vorað seint og illa norður á Strönd- um. Þegar þessar línur eru ritaðar í upphafí síðustu viku var tæp vika frá því að blaðamað- ur og ljósmyndari fylgdu sigmönnum að Hæla- víkur- og Hornbjargi. Vorið var ekki enn komið ______þótt hlýtt væri og notalegt syðra. Kjartan og Rósmundur Þótt Rósmundur sé stórskorinn, þá er það samt Kjartan sem grípur fyrst augað. Hann er fæddur og uppalinn í Hælavík, en síðustu þrjátíu árin hefur hann haldið við gömlu húsi I Hornvík, þar sem aðsetur sig- og blaðamanna er við þetta tækifæri. Hann er elstur í hópnum og sjálfsagt nokkurs konar leiðtogi hans. And- litið er meitlað og sérkennilega ljósblá augun bora sig inn í viðmælandann. Hann hefur lent í ýmsum ævintýrum, en er spar á frásagnirn- ar. Þær myndu trúlega fylla heila grein eða meira, einar út af fyrir sig. Þ6 datt eitt og annað út úr honum er á túrinn leið og sumt af því er hér skráð. Rósmundur er himinhár og æðrulaus til augnanna. Hann er grannur og hokinn, en einhvern veginn svo augljóslega rammur að afli, enda er það hann sem er kjölfestan er mennirnir eru hífðir aftur upp úr veggjum klakahallar Hælavík- urbjargs. Ægir sonur hans er trúlega um tvítugt og hefur a.m.k. erft hæð föður síns. Hann er enn í því að reka hausinn upp í dyrakarma í Hornvíkinni. Refir og mýs Við höfum ekki verið nema fimm mínútur í Hornvík er tófa gaggar upp í klettunum fyrir ofan húsin. Það er forsmekkurinn af því sem koma skal. Þá daga sem dvölin stóð voru refir stöðugt á ferli. Það taldist ekki til tíðinda að standa úti á tröppum og horfa á þá feta sig eftir fjallshlíðinni fyrir ofan húsin. Þeir eru að minnsta kosti þrír og Kjartan veit um nokkur i greni. Þau eru nær sjónum þetta árið vegna snjóþungans. Sporin í snjónum sýndu að rebbi kom alveg upp að húsunum á nóttunni. Af sporunum mátti einnig sjá hvernig rebbi hafði rakið slóðir hagamúsa. Eitt kvöldið fékk einn í hópnum sér gönguferð undir svefninn. Hann gekk upp í fjallshlíðina fyrir ofan húsin, upp eitt gilið. Er hann kom til baka, sá hann að refurinn hafði komið að sporum hans í snjónum og elt hann upp fjallið, þvagmerkjandi þriðja hvert spor eða svo. Á einum stað hafði okkar maður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.