Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Hvab reynist Vinunum bestf Sumaríö er tíminn Safnplata Sykurmolarnir. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir mEAFNFlRSKAR rokksveitir fara stórum um þessar mundir, til að mynda skipuðu slík- ar tvö efstu sætin í síð- ustu Músíktilraunum. Fyrirhugaðir eru tón- leikar i Bæjarbíói næstkomandi laugar- dag þar sem þær sveitir koma við sögu, Bota- leðja og Stolía, en einnig leika sveitirnar Súrefni, Pes og Ómar. Tónleikamir eru haldnir undir yfirskriftínni Kaktus og verður húsið opnað kl. 20. mSÁLIN hans Jóns míns er komin á fulla ferð í sveitaballaslag sumarsins. 1 kvöld leik- ur sveitin S Stapa i Keflavík og síðan sem hér segir: 9. í Miðgarði, 10. í Festi, 16. i Vest- mannaeyjum, 17. í Miðbæ Reykjavíkur og svo Hótel Selfoss um kvöldið, 23. í Ýdölum, 24. í Lýsuhól og 30. í Sjallanum á Akureyri. mLítið hefur heyrst frá Spoon undanfarið, enda þraut hana örendi fyrir skemmstu. Þó koma frá Spoon tvö ný lög á safnplötu í sumar, og sveitin heldur eina tónleika til viðbótar, í Logalandi í kvöld. Úr Spoon hafa orðið til tvær hljómsveitir, Kirsuber og Hausiaus- ir, og hitar Kirsuber upp á lokatónleikunum. mHLJÓMS VEITIN góðkunna Lipstick Lo- vers hefur breytt um nafn .og heitir nú Lip- stikk. Undir því nafni sendir sveitin frá sér breiðskífu 17. júní næstkomandi og heitir sú Dýra-líf. Nýmetl Maus. Morgunblaöið/J úlíus Mausverjar í stuði HLJÓMSVEITIN Maus sendi frá sér afbragðs breið- skífu fyrir síðustu jól og spil- aði mikið í kjölfarið. Undan- farið hefur þó verið hljótt um sveitina, en hún heldur tónleika á fimmtudag í Tveimur vinum. Mausveijar segjast hafa nýtt undanfarnar vik- ur til að semja ný lög, enda hafí þeir verið leiðir á tón- leikaprógramminu. Þeir stefna á hljóðversupptökur á næstunni, en þegar eru átta lög tilbúin til upptöku og fjölmargar hugmyndir á sveimi. Lögin átta verða viðruð á Tveimur vinum á fimmtudag, en þeir taka ekki fýrir að eitthvað eldra fljóti með. Eins og áður segir hefur lítið borið á sveitinni undan- farið og þeir félagar segja að reyndar hafi allt tónlist- arlíf verið með daufara móti, en tónleikamir á fimmtudag sé framlag sveitarinnar til að hleypa lífí í tónlistarheim- inn, „og verði er mjög haldið í hóf“. Mausveijar segjast lítið munu spila í sumar, þeir reyni þó að halda ein- hveija tónleika, en það sé óhægt um vik vegna ferða: laga og vinnu liðsmanna. 1 haust þegar fyrirhuguð breiðskífa komi út stefni þeir þó á fullt spilirí til að kynna hana. Pörupiltarokk Supergrass. Bjartasta vonin Partíplata Vinir vors og blóma. Vinir vors og blóma stýrðu sjálfir upptökum á fyrstu breiðskífu sinni, en að þessu sinni fengu þeir til liðs við sig þá Ingólf og Sigurð fyrrum Pláhnetur. Þeir segja að þeir hafí líka gefið sér meiri tíma til að taka upp að þessu sinni og fyrir vikið sé platan heil- steyptari. „Það var mjög gott að fá þá Golla og Sigga til að vinna með okkur. Bæði er að þeir búa yfir gríðarlegri reynslu og svo hitt að það var nauðsynlegt að fá fleiri til að hlusta á þetta með okkur,“ segja þeir. „Við lögðum líka mikla vinnu í textana, fengum Egil Ólafsson og Bubba Morthens til að semja fyrir okkur. Við höfum haft svo mikið fyrir stafni að það hefur ekki gefist nógur tími til að vinna alla texta sjálf- ir.“ Þeir félagar segja að platan sé fjölbreyttari er sú fyrri; sveiflist frá poppi yfir í rokk. „Við lögðum áhersiu á að gera partíplötu; plötu sem þú setur á fóninn og spilar alla í einni lotu.“ „Twisturinn“ kemur út að vori líkt og fyrsta platan en þeir félagar segjast ekki endlilega líta á sig sem ein- hveija sumarsveit. „Við spilum mikið á veturna, en það ber ekki eins mikið á því,“ segja þeir. „Veturinn er rólegri og þá gefst næði til að semja lög og slaka aðeins á, en sumarið er tíminn eins og skáldið sagði.“ ÞAÐ ER eins og hljómsveitir eigi sér æ skemmri líftíma í Bretlandi; í dag er einhver á allra vörum og talin bjartasta von áratugarins, á morgun er hún öllum gleymd. Nýjasti vonarpeningur Breta er Su- pergrass. Supergrass hefur oft borið á góma í bresku popp- pressunni undanfarið, og ekki minnkuðu skrif þegar fyrsta breiðskífa sveitarinn- ar, I Should Coco, kom út fyrir skemmstu. Breskir poppfræðingar segja Supergrass afpsrengi nýrrar hugsunar í bresku rokki, hún leiki einskonar pörupiltarokk, gefl frat í breska tifinningasemi en syngi um brennivín og uppá- ferðir. Þeir Supergrassmenn vilja þó ekki gera of mikið úr stráksskapnum; segjast iðulega glamra á kassagítara og syngja mansöngva þegar enginn heyrir til. Eins og áður er getið hef- ur hljómsveitinni verið hamp- að mjög, enda fór frumraun- in beint inn á topp tíu í Bret- landi og selst eins og heitar lummur þar í landi. EIN HELSTA ballsveit . síðasta sumars var Vinir vors og blóma sem sendi þá frá sér bráðvinsæla plötu meðal annars. Nú er sumarið komið, sunnan heiða að minnsta kosti, og Vinirnir komir á stjá, því væntanleg er önnur breiðskífa sveitarinnar, „Twisturinn“. Vinir vors og blóma brugðu sér út fyrir bæinn, á Flúðir, til að taka breiðskífuna upp og segja það hafa verið afskaplega skemmt- legt, „við komum endur- nærðir til baka“, segja tveir vmanna ,, glaðbeitt- Matthíasson £>að hefur reyndar reynst sveit- inni vel að bregða sér út úr bænum og þannig hefur hún haldið þeim sið að halda í sumarbústað éftir áramót til að vinna úr hugmyndum sem safnast hafa frá því síðasta breiðskífa kom út, finna nýjar og semja á næstu breiðskífu. „Við fórum í Skorradal til að semja lögin á „Twist- inn“, ætluðum að vera yfir helgi en urðum svo veður- tepptir og meira úr verki fyrir vikið,“ segja þeir og kíma, „og svo sömdum við eina helgi á Flúðum. Þá var kviknuð sú hugmynd að taka plötuna upp utan Reykjavíkur og þegar við skoðuðum félagsheimilið fannst okkur það kjörinn staður fyrir upptökur." Sykurmolasafn EKKERT hefur heyrst til Sykurmolanna alllengi, enda liðsmenn önnum kafnír viðflest annað. í haust er þó von á breið- sktfu með sveitinni. Sykurniolarnir eru enn til, þó óhklegt verði að teljast að sveitin eigi eftir að taka upp þráðinn. Breíðskifan sem getið er er safnplata, þar sem safnað verður á eínn stað nokkrum helstu lögum Molanna. Ekki ligg- ur lagalisti plötunnar fyrir, né heldur hvort á henni verði eítthvað sem ekkert eöa iitð hofur heyrst áður. ... V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.