Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 B 31 GEÐILLSKA OG ÞRÁHYGGJA í FRAMBOÐSMÁLUM Grein þessi er skrífuð í fyrra fyrir rítið „Efst & baugi“, en þar sem útgáfu rítsins var hætt birtir Morg- unblaðið greinina nú. FYRIR síðustu jól kom út bók, svokallaður Járnkall, þar sem Matt- hías Bjarnason alþingismaður ræð- ir um ævi sína og viðhorf. Ýmsir vinir mínir hafa ítrekað ámálgað við mig að mér bæri að leiðrétta það sem þar er missagt og snertir mig. Ég hef færst undan þar sem best færi á að láta kyrrt liggja og virða að vettugi. En bent hefur verið á að skylt væri að hafa það heldur er sannara reynist. Það varðar ekki einungis mig sjálfan heldur líka það fólk sem þessu er tengt. Þegar Efst á baugi óskar nú eftir að ég tjái mig um þessi efni sé ég mér ekki lengur fært að færast undan. Við Matthías vorum saman á framboðslista til Alþingis lengst af frá 1959. Margt gerist á langri leið, en samt kem ég ekki við sögu nema í framboðsmálum, sem hann sýnist hafa á heilanum. Segir hann söguna svo að í engu hallar á um illýðgi og sjálfumgleði. Mér kemur því í huga: „Um allar sagnir hall- aði hann til, en ló frá víða.“ Ég mun þó ekki láta fristast til að veita honum verðuga ráðningu heldur veita líkn í þraut. Gera má tilraun til að Jeysa úr geðflækjum með því að komast að rót vandans. Árið 1959 var viðburðaríkt í stjórnmálasögu landsins, tvennar alþingiskosningar og stjórnar- skrárbreyting sem jgjörbreytti kjör- dæmaskipuninni. I vorkosningun- um voru kjörnir 4 sjálfstæðismenn á þing á Vestfjörðum eða í öllum kjördæmunum nema í Stranda- sýslu, þar sem Hermann Jónasson var. Þetta var meiri sigur en flokk- urinn hafði nokkru sinni unnið í þessum landshluta. Mikill baráttu- vilji, samhugur og bjartsýni ríkti í röðum vestfírskra sjálfstæðis- manna. Kjörnir voru Gísli Jónsson í Barðastrandarsýslu, Kjartan Jó- hannsson á ísafirði, Sigurður Bjarnason í Norður-ísafjarðarsýslu og Þorvaldur Garðar Kristjánsson í Vestur-ísafjarðarsýslu. Um haustið voru fyrstu kosning- amar í hinu nýja Vestfjarðakjör- dæmi. Kom þá til að raða á fram- boðslista flokksins. Það var ekki alveg einfalt mál þar sem þröng var á þingi um efstu sætin. Ekki kom annað til greina en að þing- mennirnir skipuðu 4 efstu sætin sem þeim var svo raðað í. Matthías Bjarnason komst því ekki ofar en í 5. sæti þar sem honum var skip- að. Þar með hófst hans saga í fram- boði til Alþingis, því að hann hafði aldrei verið í framboði í einmenn- ingskjördæmi þar sem hver og einn varð að heyja sína persónulegu baráttu í viðureigninni við and- stæðingana. En þótt hann hefði misst af þessari reynslu kom strax í ljós að honum voru búnir eiginleik- ar sem hentuðu honum vel á fram- boðslista til baráttu innan raða flokksmanna. Var þá markmiðið eitt, að fikra sig upp listann í hærri sæti. En það var ekki gert nema víkja þeim til hliðar sem ofar sátu. Og voru þá ekki vönduð meðulin. Þannig var leikurinn leikinn og Þorvaldur Garðar Kristjánsson afleiðingamar sýndu sig smám saman. Fyrstur kom til Kjartan Jóhannsson. Hann hafði verið kosinn þingmaður ísfirðinga 1953. Það var mikill viðburður. ísafjörður hafði verið höfuðvígi Alþýðu- flokksins um áratugi. Þetta vígi hafði verið talið óvinnandi en rauði bærinn féll samt og svo var Kjartani að þakka. Það er sannmæli að engum hefði tekist þetta nema Kjartani. Hann var hugljúfi allra sem þekktu og naut sérlegra vinsælda sem læknir. En hann kunni meira en að vinna kosningar. Á Alþingi reyndist hann nýtur og merkur þingmaður sem markaði spor á sumum sviðum þjóðlífsins. Hann átti og hugmyndir og hafði forystu um framkvæmd að merkum málum í héraði. En allt kom fyrir ekki. Kjartani var ýtt út af framboðslist- anum 1963 til að rýma fyrir öðrum fulltrúa ísfirðinga. Það var ljótur leikur og verður lengi í minnum haft. En eigi er ein báran stök. Gísli Jónsson kom hér við sögu. Hann hafði um árabil verið þingmaður Barðstrendinga og einn af umsvifa- mestu og merkustu þingmönnum Alþingis og annálaður fyrir fram- göngu í framfaramálum kjördæmis síns. Þessum manni var skipað til forystu í efsta sæti framboðslistans 1959 þó að hann væri þá þegar nokkuð við aldur. En svo mikils trausts naut Gísli að honum var enn valið þetta sæti við framboðið 1963 en hann neitaði að taka við því. Það kom ekki af góðu. Hann hafði fengið nóg af vinnubrögðum Matthíasar Bjarnasonar og gat ekki einu sinni þolað hann í von- iausu sæti á listanum sem honum þá var ætlað. Tíminn líður. Sigurður Bjarna- son var fullsaddur á gangi mála og lét af þingmennsku 1970 og gerðist sendiherra. Var þá aðeins einn eftir af þingmönnum frá vor- dögum 1959. Það var mitt hlut- skipti í tvo áratugi. Og jafnvel eft- ir að ég hef látið af þingmennsku held ég áfram að vera fleinn í holdi Matthíasar. Allt hefur sitt upphafi Þegar ég fór í framboð í Vestur-ísafjarðar- sýslu var Sjálfstæðisflokkurinn þar minnstur stjórnmálaflokka þegar undanskilinn er Sósíalistaflokkur- inn sem átti þar naumast ekkert fylgi. Hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei átt þingmann í þessu kjör- dæmi. Ekki þótti því vænlegt að ná kosningu til Alþingis fyrir flokk- inn. Það var því á brattann að sækja og leiðin torsótt. í aukakosn- ingum 1952 féll ég og svo fóru leikar einnig 1953 og 1956. En fylgið fór stöðugt vaxandi og svo kom að lokum að ég vann kjördæm- ið í vorkosningum 1959. Það fór ekki hjá því að þessi sigur Sjálf- stæðisflokksins vekti athygli á sín- um tíma. En þessi úrslit hefðu ver- ið óhugsandi nema með órofa sam- stöðu og stuðningi við frambjóð- anda án þess að nokkur brotalöm væri þar á. En Adam var ekki lengi í paradís. Þetta voru síðustu alþingis- kosningar í þessu kjör- dæmi og við tók þegar hin nýja kjördæmaskip- an með Vestfjarðakjör- dæmi. Skipaðist þá skjótt veður í lofti. Biðu mín þá sömu vinnubrögð af hálfu vonbiðilsins í 5. sæti og annarra þeirra sem stóðu honum ofar á framboðslistan- um. Var minn skerfur ekki skorinn við nögl enda ávirðingar tíundað- ar af stakri kostgæfni og natni. Næðingur var úr öllum áttum og aldrei að vita hvaðan hann blés. Glöggur maður komst svo að orði að kominn væri minkur á býlið. Vant var um varnir því að það var nokkur metnaður að leggjast ekki í sömu lágkúruna. Það kom eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar ég varð allt í einu óveijandi og ófeijandi fyrir þá sök að vera ekki búsettur í kjördæminu og vera hallur undir vélræði Reykjavíkurvaldsins sem svo var látið heita. En í 7 ára stríðinu sem tók að vinna Vestur-ísafjarðarsýslu var ekki ýjað að þessu og ekki einu sinni af andstæðingunum í hinni hörðu baráttu sem þá var háð. Samt var það svo að allan þennan tíma var ég virkur í stjórnmálum höfuðborgarinnar svo sem formað- ur Heimdallar og Varðar og bæjar- fulltrúi. Þetta hafði aldrei verið mér til trafala í baráttunni við and- stæðingana í Vestur-ísafjarðar- sýslu. En þegar hér var komið var brugðið brandi gegn mér innan eig- in flokks fyrir þessar sakir. Er þó sagan ekki fullsögð. Þegar vonbið- illinn var sjálfur kominn á þing og búsettur syðra var enginn munur á okkur nema að hann skrifaði heimilisfang sitt vestra og umbun- aði þannig sjálfum sér þeim greiðsl- um frá Alþingi er þeim þingmönn- um einum er ætlað sem búsettir eru úti á landi. Eitt af því sem fór fyrir bijóstið á Matthíasi var, að á þessum tíma eða 1961-1972 var ég fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Og víst hefur honum elnað sóttin eftir 30 ár þegar bókin er færð í Ietur! Segir hann mikið hafa verið um stofnun nýrra sjálfstæðisfélaga í kjördæminu. „Allt var þetta gert til að fá fulltrúa í kjördæmisráðið. Á bak við það stóð Þorvaldur Garð- ar og notfærði sér til þess aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri flokks- ins“ (129). Rétt er það að stofnuð voru félög. Eftir kjördæmabreyt- inguna 1959 var nauðsynlegt að setja Sjálfstæðisflokknum nýjar skipulagsreglur sem samþykktar voru 1961. Samkvæmt þessari skipan var gert ráð fyrir að í öllum byggðum landsins væru sjálf- stæðisfélög sem síðan mynduðu saman fulltrúaráð í hveiju um- dæmi, sýslu eða kaupstað, en einn- ig væru kjördæmisráð í öllum kjör- dæmum landsins. Þetta þýddi mikla fjölgun flokkssamtaka frá því sem verið hafði. Þannig voru bara árið 1962 stofnuð 24 sjálfstæðisfélög, í rauninni er ekki ómaksins vert að elta ólar við alla hugaróra sem færðir eru í letur um framboðsmál á Vestíjorðum, segir Þor- valdur Garðar Krist- jánsson um æviminn- ingar Matthíasar Bjamasonar, nema sem dæmi um ásigkomulag sögumanns. 23 fulltrúaráð og 7 kjördæmisráð. Féll það í minn hlut sem fram- kvæmdastjóra • flokksins að koma þessu í verk. Var það að sjálfsögðu gert í Vestfjarðakjördæmi með hliðstæðum hætti og í öðrum kjör- dæmum landsins. En allt átti þetta að vera atlaga gegn vonbiðlinum í 5. sæti á framboðslista í þessu kjör- dæmi. Göróttur var á sinni tíð drykkur sá sem haldið var að mönn- um til að sá tortryggni í minn garð og víst er hann nú orðinn fúll á bragðið. í rauninni er ekki ómaksins vert að elta ólar við alla hugaróra sem færðir eru í letur um framboðsmál- in á Vestfjörðum nema sem dæmi um ásigkomulag sögumanns. Þannig er þessu vissulega varið um atkvæðið sem „var framsóknar- maður sem kom með varðskipinu. Þetta eina atkvæði sem munaði á okkur Þorvaldi Garðari" (132). Hér á að heita að um sé að ræða frá- sögn af framboðinu 1963 þar sem ennfremur segir: „Þegar kom að því að taka ákvörðun um framboðs- listann gekk mikið á smalamennsk- unni. Meðal annars var einn full- trúi úr Strandasýslu staddur á Pat- reksfírði. Þorvaldur Garðar fékk Jóhann Hafstein sem þá var dóms- málaráðherra til að senda varðskip eftir honum og flytja hann til ísa- fjarðar eftir að fundurinn var byij- aður. Sá maður var reyndar aldrei nema að nafninu til í flokknum. Þetta var rakinn framsóknarmaður alla sína tíð. Þótti því ýmsum full- langt seilst" (129-130). Eigi er nú hér lítið missagt. í veruleikanum var einungis til full- trúinn frá Strandasýslu. Og uppi voru ráðagerðir um að greiða fyrir því að hann gæti komist frá Pat- reksfirði til ísafjarðar þar sem kjör- dæmisráðsfundur var haldinn. Allt annað er ranghermt. Dómsmála- ráðherra var ekki tilkvaddur. Varð- skip sótti ekki manninn. Hann var ekki framsóknarmaður frekar en aðrir sjálfstæðismenn sem gjarnan hlutu þá nafngift hjá sögumanni ef svo bar við. Þessi fulltrúi kom aldrei á kjördæmisráðsfundinn. Hér var um að ræða framboð 1967 en ekki 1963. Þessi maður var ekki í kjördæmisráðinu 1963 og gat því engum úrslitum ráðið um röðun á- framboðslista þá. Hins vegar réði sköpum um skipan framboðslistans 1967 að mig vantaði atkvæði þessa manns sem kjörinn hafði verið full- trúi í kjördæmisráð en mætti ekki til fundar af sögulegum ástæðum. Margur kunnugur brosir í kamp- inn við lesturinn um framboðsslag- inn. í öllum darraðardansinum hélt einn ró sinni, mannasættirinn sem geislaði af drenglyndi og vinarþeli. Þessi friðarengill bar ekki einu sinni hönd fyrir höfuð sér, þegar ófriðar- seggurinn vó að honum. „Hann sendi mér tóninn í blöðunum en ég svaraði honum aldrei“ (159). Þetta er sagt svo sem ekki hafi verið fátítt að ég hafi haft uppi ófrið á hendur honum í blaðagreinum. Samt nefnir hann engin dæmi'þess. Sjálfan rekur mig ekki minni til þess. Helst gæti ég ímyndað mér tilvik sem að vísu er langsótt er væri þó jafnframt efnisleg skýring á hvers vegna hann nefnir það ekki á nafn. í október 1990 birtist í Vest- firska fréttablaðinu svar mitt við fyrirspurn um stefnu mína í fisk- veiðimálum. Gat ég þar tillögu frá mér á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins árið áður, sem sjávarútvegs- nefnd fundarins gerði að sinni, um afnám kvótakerfísins. Horfði þá vænlega fyrir þeim sem voru í and- stöðu við kvótakerifð, því að viðtek- in regla er að landsfundur sam- þykki tillögur sem málaefnanefndir fundarins gera eftir ýtarlega máls- meðferð. En þessu var komið fyrir kattarnef með breytingartillögu sem samþykkt var. Þessum afdrif- um málsins lýsi ég í svari mínu svo: „En nú brá svo við að formað- ur flokksins ásamt vinum okkar Matthíasi Bjarnasyni, Einari Kristni og fl. báru fram breyting- artillögu við tillögu sjávarútvegs- nefndar um afnám kvótans." Þetta var óhjákvæmilegt að segja til að greina hlutlægt frá afgreiðslu málsins. Ekkert frekar var minnst á Matthías þó að vísu hefði mátt láta þess getið að hann hefði í þetta sinn verið sjálfum sér samkvæmur sem maður sá er bar sína ábyrgð á því í ríkisstjórn að kvótakerfinu var á sínum tíma komið á fót. Hvorki var getið óbrigðuls stuðn- ings hans við kerfið jafnan þegar reynt hefur á né látbragðsleiks hans í máli þessu til heimabrúks í kjördæminu. Sannleikanum er hver sárreiðastur jafnvel þó að hann sé ekki sagður. Í fúllyndisköstum sínum dritar Matthías á blöð sín ýmsum dylgjum og tittlingaskít sem ætlaður er mér til ávirðingar. Og nær hann sér á skrið þegar hann kallar mig ódrengskaparmann, sem hann hafi aldrei vitað hvar hann hefði (133, 134). Best fer á að láta slíku og þvílíku ósvarað enda um að ræða framlag til sjálfslýsingar sögu- manns. En ósannindin eru ekki einungis þau sem á þrykk út ganga heldur eigi síður þau sem þögnin geymir. Þannig eru ekki tíunduð þau mál sem helst hafa skipt sköpum um þróun vestfirskra byggða í þá þijá áratugi er við vorum saman í fram- boði. En manninum er vorkunn. Honum var ekki tamt að setja fram hugmyndir að stefnumótun og fá- skiptinn um framkvæmd slíkra mála, ef hann var þeim ekki and- hverfur. En hvað sem öllu líður verður ekki sagt að þessi maður hafi setið auðum höndum nema síður sé. Kemur þá í huga sagan um hinn dugandi lækni sem stundaði sjúkl- inga sína svo vel að vera á þeytingi í sjúkravitjanir fá morgni til miðrar nætur. Heilsufarið var samt ekki gott en hagur læknis þeim mun betri enda haft í flimtingum að óðar væri skipt um pillur er vottaði fyrir bata. Umhyggju Matthíasar fyrir kjördæminu má líkja við sögu þessa að breyttu breytanda. Þó að ekki sé vitað hvort þessi tilskrif mín lækni Matthías af þrá- hyggju hans um framboðsmálin skyldi enginn hafa frásögn hans fyrir sagnfræðilega heimild. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og forseti sameinaðs þings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.