Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ YJA-SJALAND VEKUR NU ATHYGLI FYRIR ÞRE Einhver mesta spútníkmynd síð- ari ára verður frumsýnd hér á landi um helgina. „Once Were Warriors" eða Eitt sinn stríðsmenn er enn eitt dæmið um velgengni ný-sjá- lenskra kvikmynda og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta er mest sótta kvikmynd, sem sýnd hefur verið í Nýja-Sjálandi og hef- ur hún þannig slegið út bæði Júra- garðinn og Píanóið í vinsældum. Rena Owen, sem fer með aðalhlut- verkið í þessari umtöluðu kvik- mynd, verður viðstödd frumsýn- inguna í Regnboganum, en Rena fær nú hvert tilboðið aföðru frá Hollywood. Þorfinnur Ómarsson hitti hana á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Eitt sinn stríðsmenn hefur hvar- vetna hlotið fádæma lof gagnrýn- enda. Myndin gerist í samfélagi maóra, frumbyggja Nýja-Sjálands, en lykillinn að velgengni hennar á alþjóðavettvangi er að hún fjallar um atburði sem gerast daglega í öllum heimshlutum; kynferðislega misnotkun, ofbeldi, alkóhólisma og eiturlyf. Ágóði af frumsýning- unni rennur til Kvennaathvarfsins. Cannes, maí 1994: Nýsjálenska leikkonan Rena Owen getur gengið óáreitt, einsog hver annar túristi, um götur kvik- myndaborgarinnar. Cannes, maí 1995: Einu ári og ótal viðurkenningum síðar þarf hin sama Rena Owen að forða sér undan paparazzi-ljós- myndurum, enda hefur frammi- staða hennar í Eitt sinn stríðsmenn vakið athygli í kvikmyndaheimin- um. Nú er hún orðin kvikmynda- stjarna, en auk þess leikskáld og leikstjóri og hefur þegar hafnað mörgum tilboðum frá Hollywood. Við hittumst yfir hádegisverði á ströndinni við Noga Hilton hótel- ið á miðri „Croisettunni", - strandgötunni sem er andlit þess- arar stærstu kvikmyndahátíðar heims. Rena Owen kemur of seint og biðst afsökunar. Segist hafa átt fótum sínum fjör að launa undan blaðamönnum og að röddin sé að bresta. Hún er fögur, geisl- andi af lífsreynslu og talar með sterkri röddu, þrátt fyrir of mörg viðtöl. Hún leggur áherslu á að fá sér sæti undir sólhlífinni, enda sólin afar sterk á þessum tíma dags. „Ég get ekki setið í sólinni án þess að brenna," útskýrir hún og undrast að ég skuli ekki fara að ráði hennar. Við pöntum okkur salat með melónu og parmaskinku, ískalt rósavín og ölkelduvatn, en á meðan við bíðum eftir matnum spyr ég hana hvort hlutverk Beth í Eitt sinn stríðsmenn hafí ekki verið krefjandi og hvort hún búi sjálf að einhverri svipaðri reynslu. „Ég er einhleyp, barnlaus kona og hef því ekki beina reynslu af heimi Beth eins og hann kemur okkur fyrir sjónir í myndinni. En það er heldur ekki nauðsynlegt. Ég hef tekist á við ótal hlutverk á 12 árum og þegar öllu er á botn- inn hvolft er aðeins eitt sem skipt- ir máli: að leika." Var þetta kannski erfiðasta hlutverkið á ferlinum? „Jú, en erfitt er ekki rétta orð- ið. Þetta var gífurlega krefjandi persónusköpun, en sjálfar upptök- urnar voru ekki beinlínis erfiðar. En hlutverkið er einstaklega spennandi og vel skrifað, eins og myndin reyndar öll. Þetta er eitt besta handrit, sem ég hef lesið." Höfðar til allra Hún undirstrikar nauðsyn þess að hefja ekki tökur á kvikmynd án þess að hafa gott handrit. Eitt sinn stríðsmenn, eða „Once Were Warriors" segir frá hrikalegu lífi og örlögum maórafjölskyldu í Auckland, stærstu borg Nýja-Sjá- lands. Rena Owen leikur Beth, fímm barna móður sem hefur ver- ið gift í 18 ár. Eiginmaðurinn er atvinnulaus, drykkfelldur og gríp- ur til ofbeldis í æ ríkari mæli. Rena Owen Morgunblaðið/Þorfinnur Ómarsson. Lambakjöt, kiwi og kvikmyndir Beth gerir sér grein fyrir því að hún er beitt ranglæti og kúgun, en það er ekki svo einfalt að losna undan langvarandi undirokun. „Myndin fjallar fyrst og fremst um hrun fjölskyldu í lágstéttar- þjóðfélagi," útskýrir Rena. „Per- sónur eru harðskeyttar, vægðar- lausar, án atvinnu, og lifa niður- drepandi lífi á flestan hátt. Fyrst og fremst er þetta saga af konu, sem reynir að bjarga eigin bömum frá glötun. Sagan gerist innan maórasamfélags, en höfðar til allrar heimsbyggðinnar, því hún gæti í raungerst hvar sem er í heiminum. Ég meina, kynferðis- leg misnotkun, ofbeldi, alkóhól- ismi og eiturlyf eru ekki bara vandamál maóra, heldur þvert á móti, þrífast í flestum samfélög- um heimsins." Þetta er einmitt lykillinn að velgengni myndarinnar á alþjóða- vísu. Heimspressan hefur einfald- lega staðið gapandi af hrifningu af þessari mynd, sem er frumraun leikstjórans Lee Tamahori. Mynd- in hefur halað inn gífurlegar fjár- hæðir fyrir framleiðendur sína og hlotið hver verðlaunin á fætur öðrum á kvikmyndahátíðum. Að öðrum ólöstuðum hefur Rena hlot- ið mesta athygli úr þessari kvik- mynd. Rena Owen er 34 ára og er sjálf hálfur maóri. Faðir hennar er maóri, en móðirin ensk, en Rena fæddist og ólst upp í samfé- lagi maóra. Eftir að hún ákvað að leggja leiklistina fyrir sig átti hún nokkuð erfitt með að fá hlut- verk, vegna þess að hún var of hvít til að vera maóri og of dökk til að leika hvíta konu. Á fyrri hluta níunda áratugarins átti Hlutverkið er einstak- lega spennandi og vel skrifað, eins og myndin reyndar öll. Þetta er eitt besta handrit, sem ég hef lesið, segir Rena Owen í samtali við Þorfinn Ómarsson um kvikyndina Eitt sinn stríðsmenn, sem frum- sýnd verður í Regnbog- anum á mánudag. Rena í erfiðleikum með eiturlyfja- neyslu og lenti síðar í fangelsi af þeim sökum. Hún segir að þessi reynsla hafi breytt lífí sínu til betri vegar og það sé henni nú í hag að hafa sjálf verið á barmi glötun- ar. „Ég kem samt ekki beinlínis úr þessum heimi, sem við sjáum í myndinni. Ég ólst upp í millistétt- arsamfélagi, en fólkið í myndinni er neðst í þjóðfélagsstiganum og á sér hliðstæður í öllum löndum." Finnst þér sem fólk frá öðrum heimshlutum sé fáfrótt um maóra og ykkar samfélag? „Já, heldur betur. Sumir virðast halda að maórar lifi einföldu, menningarsnauðu lífi, sem er auð- vitað bara kjaftæði. Það er ekki til neitt ákveðið maórasamfélag, heldur eru maórar í öllum stéttum þjóðfélagsins - ríkir eða fátækir og allt þar á milli." Hvað með erfiðleika á milli frumbyggja og aðkomufólks í Nýja-Sjálandi? „Kynþáttafordómar líðast ekki með opinberum hætti í Nýja-Sjá- landi og þess vegna reyna margir að telja sér trú um að þar þrífíst ekki kynþáttafordómar. Þetta er auðvitað alrangt. Rasismi er vandamál í Nýja-Sjálandi eins og hvarvetna í heiminum, en honum er einfaldlega haldið undir yfir- borðinu. Maórar eru nánast eins og svertingjar Nýja-Sjálands, enda þótt hreinir maórar séu ekki til lengur. Við erum öll blönduð í dag." Truflar það þig? „Að vissu leyti er það sorglegt að ekki séu til hreinir maórar, sérstaklega þar sem aðkomufólkið var aldrei velkomið." En kannski er blöndun kynþátta eini raunhæfi lykillinn til að eyða kynþáttafordómum? „Jú, það getur verið rétt hjá þér. En ætli það kæmi ekki bara annað ranglæti í staðinn. Trúar- legt, kynferðislegt eða þjóðfélags- legt á einhvern hátt. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að ákveðnir hópar beiti aðra rang- læti. Þetta hlýtur að vera í mann- seðlinu." Hvaða þættir telur þú að skipti maóra mestu máli? „Menning og sagnabrunnur maóra er gífurlega ríkur. Maórar hafa ávallt verið mjög uppteknir af andlegum og trúarlegum áhrif- um. Fjölskyldan skiptir þá höfuð- máli og landareign þeirra sömu- leiðis. Segja má að nýlendustefnan hafi ráðist gegn öllum þessum þáttum." Kiwi-kvikmyndir Kvikmyndir frá Nýja-Sjálandi hafa vakið gífurlega athygli síð- ustu misserin. Segja má að Píanó- ið hafi rutt brautina fyrir margar myndir í hæsta gæðaflokki, til dæmis Heavenly Creatures og nú Eitt sinn stríðsmenn. Rena Owen er samt ekki sátt við þessa kenn- ingu mína. > „Við höfum gert kvikmyndir síðan á fjórða áratugnum og höf- um alltaf kunnað til verka. Ég minni á að Sleeping Dogs (1977) hlaut mikla eftirtekt um allan heim og kom leikaranum Sam Neill og leikstjóranum Roger Donaldson á framfæri." Og síðan hafa þeir verið með annan fótinn í Hollywood. „Jú, en ekki endilega gert betri kvikmyndir. Síðan hafa fleiri farið sömu leið, til dæmis Vincent Ward og Geoff Murphy, sem gerðu mjög góðar og vinsælar myndir í Nýja- Sjálandi og hafa síðan leikstýrt stórmyndum í Hollywood.". En er samt ekki einhver ný- bylgja á ferðinni, svipað og hjá Áströlum á áttunda áratugnum? „Jú, við getum sagt það, enda leið nýsjálensk kvikmyndagerð fyrir það í áratugi að reyna að apa eftir Hollywood. í dag segjum við kiwi-sögur með kiwi-stíl, sem er það eina rétta. Það hefur sýnt sig að við höfum ýmislegt áhugavert og sérstakt fram að færa og að fólk í öðrum heimshlutum hefur áhuga á okkar eigin sögum, en ekki eftirlíkingum af Hollywood myndum. Þessi þróun er í raun afleiðing þess að þjóðin hefur auk- ið sjálfstraust sitt og losað sig undan breskum nýlenduáhrifum. Nýja-Sjáland hefur mun ákveðnari og jákvæðari einkenni en áður og satt að segja tel ég að við ættum að ganga skrefi lengra og segja okkur úr Breska samveldinu." Tekur þessi mynd afstöðu til þess? „Ekki endilega, en hún sýnir greinilega slæmar afleiðingar ný- lendutímans. Það getur enginn breytt sál heillar þjóðar og það sama á við um frumbyggja í Ástr- alíu, Suður-Ameríku og víðar. Þannig sýnir Eitt sinn stríðsmenn hvernig fólk hefur tapað eigin menningu og tilverugrundvelli ver- ið kippt undan fótum þess. Þegar svo er komið er ekki hægt að bú- ast við að fólk finni sig sem nýtir þjóðfélagsþegnar." Hafnar Hollywood Með kvikmyndinni Eitt sinn stríðsmenn hefur leikstjórinn Lee Tamahori hlotið og þegið boð um að gera kvikmynd í Bandaríkjun- um og farið þannig að dæmi margra landa sinna. Rena Owen hefur líka úr fjölda tilboða á moða. „Ég hef þegar hafnað sex til- boðum frá Hollywood," segir hún. Hvers vegna? „Þau voru bara ekki nógu góð. Fyrir mér er Hollywood hvorki upphaf né endir alheimsins, eins og sumir virðast halda. Síst af öllu er Hollywood lykillinn að góðri kvikmyndagerð. Reyndar eru gerðar ansi margar slæmar kvik- myndir í Hollywood. Auk þess þrífst ég sem leikari á listrænum metnaði en ekki sviðsljósinu einu." En gætir þú ekki hugsað þér að leika í Hollywood kvikmynd? „Jú, jú, ef ég fæ nógu gott hand- rit. Staðurinn skiptir í sjálfu sér ekki máli heldur handritið og hlut- verkið. Ef Hollywood sendir mér gott handrit, tek ég næstu flugvél þangað, og ef ég fengi spennandi handrit frá íslandi, gerði ég það sama." Eftir leik sinn í Eitt sinn stríðs- menn hefur Rena haft nóg að gera. Leikið í sjónvarpsþáttaröð, tveim- ur stuttmyndum, sviðsleikverkum, og auk þess ferðast víða um heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.