Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ Lýðveldis- kvikmynd sýnd KVIKMYNASAFN íslands stendur fyrir sýningu þriðjudaginn 6. júní á myndinni Stofnun Lýðveldis á ís- landi fyrir núverandi og fyrrverandi alþingismenn. Sýningin mun fara fram í Saga bíói, Álfabakka 8, kl. 18. Síðan verð- ur almenningi boðið að sjá myndina ókeypis en hún verður sýnd í Saga bíói frá miðvikudeginum 7. júní til sunnudagsins 11. júní kl. 17.30. Kvikmyndin, sem hefur ekki verið sýnd opinberlega síðan 1952, hefur nú verið endurgerð að tilhlutan for- sætisnefndar Alþingis og Kvik- myndasafns íslands. Myndin er um 50 mínútna löng, í lit og með hljóði. Hún fjallar um hátíðarhöldin á Þing- . völlum og í Reykjavík 17. og 18. júní 1944. Einnig eru sýndar svip- myndir úr þjóðlífinu frá þessum tíma og myndir af öllum alþingismönnum sem sátu á þingi. Þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofn- unar á íslandi stóð fyrir gerð mynd- arinnar og fékk hún Kjartan Ó. Bjamason til að annast kvikmynda- töku. En ásamt honum mynduðu bræðurnir Eðvarð og Vigfús Sigur- geirssynir. Páll ísólfsson sá um að velja tónlistina en Pétur Pétursson er þulur. Þjóðhátíðamefnd undir for- ystu Alexanders Jóhannessonar hafði umsjón með eftirvinnslu henn- ar. -----> ♦ ♦--- Forsýning til styrktar Kvennaathvarfinu Rena Owen verður heið- ursgestur REGNBOGINN forsýnir mánudag- inn 5. júní verðlaunamynd sem vak- ið hefur athygli og viðbrögð víða um heim. Myndin kemur frá Nýja-Sjá- landi og heitir á frummálinu „Once Were Warriors" eða Eitt sinn stríðs- menn. Skífan hf. og Regnboginn hafa ákveðið að gefa Kvennaathvarfinu andvirði miðasölu á forsýninguna og verður þeirri fjárhæð, sem þannig safnast, varið til uppbyggingar á aðstöðu fyrir börn og unglinga í athvarfinu. Aðgöngumiðar em til sölu á skrifstofu Kvennaathvarfsins að Vesturgötu 5 og í miðasölu Regn- bogans. Leikkonan Rena Owen, sem leikur aðalhlutverkið í „Once Were Warri- ors“ verður heiðursgestur á sýning- unni. SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 B 11 Mikiðlampaúrval > ítalskir - Franskir - Þysldr y'" k Vörurfyrir aUa - Verðfyrir alla Kringlurmi, Sími 568 9955 Faxafeni v/ Suðurlandsbraut Sími 568 4020 SÆLUREITIR SUMARSINS - SUMARHÚS í DANMÖRKU RIBE Sumarleyfisparadís með ótal möguleika kr. 44.925* * Staðgreiðsluverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára i 2 vikur I júlf-12. ágúst. Innif.: Flug til Billund, ibúð A1, ferð til og frá flugvelli erlendis og öll fiugvallagjöld. FLUG OG BILL BILLUND - ÖRSTUH í LEGOLAND kr. 32.750* * Staðgreiðsluverð miðað við 4 I bfl f A flokki, 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára. Innifalið fiug til Billund, bfll f A flokki f 2 vikur, ótakmarkaður km fjöldi og flugvallagjöld. KAUPMANNAHOFN Tívolí, Bakkinn og verðandi menningarborg Evrópu kr. 34.820* * Staðgreiðsluverð miðað við 4 I bil i A flokki, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Innifalið: Flug til Kaupmannahafnar, bíll f A flokki f 2 vikur, ótakmarkaöur km fjöldi og flugvallagjöld. KOLDING Glæsiíbúðir miðjum bæ kr. 46.370* * Staðgreiðsluverð miðað við 4 f fbúð A4. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára f 2 vikur f júlf. Innifalið: Ftug til Billund, fbúð, ferð til og frá flugvelli og öll flugvallagjöld. LUXEMBURG I 40 AR SUMARHÚS í HIMMELBERG kr. 37.300* * Innifalið flug til Luxemburgar, hús f A flokki, 1 vika I júnf og flugvallagjöld. Miðað er við 2 fuilorðna f húsi. flug og bíll kr. 25.620 * Innifalið flug til Luxemburgar fyrir 9. júni, bfll f 1 viku og flugvallagjöld. Miðað er við 2 saman f bít. FERÐASKRIFSTOFAN SIMI 565 2266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.