Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 B 9 Morgunblaðið/Þorkell FLUTNINGAR í nýbygginguna eru framundan hjá Hafdísi Guðjónsdóttur, Þorsteini Halldórssyni og Valgerði Ýr. Full blokk íþróttafólks HAFDÍS Guðjónsdóttir og Þor- steinn Halldórsson hafa verið í sambúð síðan 1990. Þau hafa búið í leiguíbúðum, en ver- ið heppin og greitt nær enga leigu. „Það hefur alveg bjargað okkur,“ sagði Hafdís þegar blaðamaður heimsótti þau á Freyjugötuna þar sem þau búa nú ásamt tveggja og hálfs árs dóttur sinni, Valgerði. Nú hafa þau keypt þriggja her- bergja, 84 fm. íbúð í Kópavogi, sem þau fengu afhenta 81. maí. „Það erfiðasta við að kaupa fyrstu íbúðina er að eiga sjóð í upphafí. Það er ekki þess virði að taka alltof mikið af lánum, því þá verður greiðslubyrð- in svo há,“ segir Þorsteinn. Keyptu ódýrari bil íbúðin kostar 6,8 milljónir og stærsta hlutann, eða 4,4 milljónir, reikna þau með að fá í húsbréfum. Við undirskrift um áramót greiddu þau 800 þúsund, við afhendingu greiða þau 550 þúsund krónur og í nóvember eina milljón. „Við seldum bílinn og fengum 450 þúsund í milli- gjöf en höfðum lagt fyrir 350 þúsund krónur vegna fyrstu útborgunar. Við eigum fyrir útborguninni núna,- en reiknum með því að þurfa að taka 700-800 þúsund króna lífeyrissjóðs- eða bankalán upp í síðustu greiðslu," segir Hafdís. Þegar talið berst að vinnuálagi segir Þorsteinn að þau hafí þurft að leggja hart að sér þetta árið. „Þegar við höfum gengið frá útborgun í íbúð- ina getum við farið að minnka við okkur vinnu.“ Þessu samsinnir Hafdís og segir að veturinn hafi eiginlega allur farið í að vinna, borða og sofa. Hún segir að fjöskyldur þeirra beggja hafi ver- ið hjálplegar á allan hátt og án þeirra hefði þeim ekki tekist að kaupa íbúð- ina. Þorsteinn er sölumaður hjá heild- sölufyrirtæki og Hafdís er íþrótta- kennari. Auk þess skúra þau þijú kvöld í viku og á veturna þjálfar Hafdís hjá Fram. Engin umfframeyósla Fyrir þessa vinnu fá þau útborgað um 180 þúsund krónur á mánuði. Þegar þau eru spurð hvernig gangi að lifa af laununum horfa þau hvort á annað og skella síðan upp úr. „Það gengur ekki neitt,“ segir Hafdís svo. „Við kaupum í matinn og ef það er eitthvert tilefni förum við út að skemmta okkur, en gerum ekkert umfram eins og að kaupa föt eða fara út að borða.“ Þá segja þau að þrátt fyrir að bíll- inn sé spameytinn fari óhemju mik- ill peningur í bensín, enda fari þau samanlagt á tíu æfingar á viku. Þorsteinn spiiar með meistara- flokki FH í knattspymu og Hafdís með meistaraflokki Fram í hand- bolta, enda er íbúðin sem þau keyptu við Amarsmára örstutt frá íþrótta- mannvirkjum. Þau segja þó að það hafi verið tilviljun. „Það er íþrótta- fólk meira og minna í allri blokk- inni,“ segja þau nefna íþróttamenn eins og Stefán Amarsson, Willum Þór, Guðmund Hreiðarsson, Þorstein Ólafsson og Sigfinn Viggósson. En tekst þeim að leggja eitthvað fýrir mánaðarlega? „Það er mjög misjafnt," svarar Þorsteinn. Undir það tek- ur Hafdís og segir að í mars hafí þau til dæmis þurft að greiða 60 þús- und króna afborgun til Lánasjóðsins. „Við höf- um getað lagt fyrir 60 þúsund krónur síðustu tvo mánuði, en stundum getum við ekkert lagt fyrir, ef eitthvað kemur upp á,“ segir hún. „Við sóttum um hús- bréfin í ágúst og höfum verið að borga vexti síðan þá. í apríl greiddum við 80.000 kr. og þar af vom vextir 76.000 sem okkur fínnst rosalega mikið. Um síð- ustu mánaðamót var greiðslan aftur á móti 14.000, en við eigum eftir að fá lán upp á tvær milljónir til við- bótar og þá verður mánaðarleg af- borgum 27-28.000 kr. „Það er að minnsta kosti erfítt að gera áætlanir," segir Þorsteinn og bætir við stríðnislega að alveg sama sé hversu margar áætlanir Hafdís geri, þær standist aldrei. Hún viður- kennir það hlæjandi en maldar svo í móinn og segir að í þessum mán- uði hafi áætlunin þó staðist. „Við höfum líka verið að koma okkur út úr greiðslukortahringnum og þá er hægt að fara að slaka á. Það em mjög margir fastir í þeim vítahring, því það er svo auðvelt að „strauja“, en verra þegar reikningur- inn kemur." Þau segjast alltaf kaupa inn í Bón- us, það spari þeim dágóðar upphæð- ir, en um 30-35 þúsund krónur fara í mat og hreinlætisvömr á mánuði. Fjarvistir og óstin Þó að ekki sé að sjá að mikil vinna og fjarvistir vegna æfinga hafi áhrif á samband þeirra leikur blaðamanni samt forvitni á skoðun þeirra á því. „Það bjargar sambandinu,“ læðir Þorsteinn að á sinn rólega hátt, en Hafdís skellir upp úr. Þau segjast reyna að nýta tímann vel þegar þau em saman. Meðal annars fari þau austur á Neskaup- stað á sumrin, þaðan sem Þorsteinn er ættaður. Einnig hafí þau aðstöðu til að vera í sumarbústað nálægt Reykjavík um helgar, þannig að Þor- steinn geti keyrt á æfíngar. „Það verður þó lítið um ferðalög í sumar, því ég hef fengið vinnu við húsvörslu í Framheimilinu og fæ ekkert sum- arfrí,“ segir Hafdís og sér strax já- kvæðu hliðarnar. „Það bjargar því að við getum keypt gólf- efni á íbúðina og komið okkur ágætlega fyrir.“ Þorsteinn er farinn að hafa sig til fyrir æfingu og þegar ég spyr hvort fjárhagslegir erfiðleikar hafí jafnvel þjappað þeim betur saman segir Hafdís hlæjandi: „Við rífumst aldrei. Þetta er alveg pottþétt samband," en Þorsteinn kemur í dyra- gættina og segir að það hafí kannski ekki reynt svo mikið á það, því fjár- hagslega hafí aldrei kreppt verulega mikið að þeim. Þar með er hann rokinn, en Valgerður gerir kröfur til að mamma fari með henni á róló. Erfitt að leggja ffyrir í lokin berst talið að húsbygging- um ungs fólks almennt og hvort Hafís telji að þau hefðu getað lagt meira fyrir á> árum áður. „Nei, ég hefði ekki getað gert það, þó að ég ynni eitthvað með skólanum. Við tókum yfirleitt út skyldusparnaðinn. Eftir stúdentspróf vann ég í eitt ár og keypti mér bíl til þess að geta keyrt til Reykjavíkur á æfingar frá Laugarvatni, þannig að ég sá aldrei pening, þótt ég væri að vinna.“ Hún er þó ekki frá því að þau hafi leyft sér meira meðan þau greiddu enga húsaleigu. „Það er mjög erfitt að leggja fyrir. Það er í raun langerfiðasti hlutinn við að kaupa íbúð. Eitt árið lögðum við fyr- ir 10 þúsund kr. á mánuði í Spariskír- teini ríkissjóðs. Ef við hefðum ekki gert það þannig, hefði aldrei orðið neitt úr sparnaði." í því sambandi bendir hún á kosti þess að greiða afborganir húsbréf- anna mánaðarlega. „Fólk ætlar að eiga fyrir afborgunum en leggur ekki fyrir. Það er staðreynd." „Við kaupum í matinn og ef það er eitt- hvert tilefni förum við út að skemmta okkur, en ger- um ekkert um- fram eins og að kaupa föt eða fara út að borða.“ Þakkardvarp Hugheilar þakkir fceri ég öllum, œttingjum mínum, vinum og samstarfsfólki, sem sýndu mér vináttu með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á áttrœÖisafmæli mínu 27. maí sl. Eg þakka ánœgjulega samfylgd i gegnum liöin ár og biö guð að blessa ykkur. Þórir Ben Sigurjónsson, Vesturbergi 8. GENERAL TIRE Vinnuvélahjólbarðar General framleiðir hjólbarða sem mæta öllum sérstökum kröfum yðar og aðstæðum. Framleiðsla General spannar t.d.: E2 — E3 — E4 L2 — L3 — L4 — L5 G2 Skórinn hf., Knarrarvogi 4, 124 Reykjavík, sírhar 553 5335, 852 5067, fax: 568 8583. 525 6400 Búnaðarbanki íslands, austurbæjarútibú við Hlemm, Rvk. Önnur símanúmer bankans breytast samkvæmt nýja símanúmerakerfinu. /J\BÚNAÐARBANKI W ÍSLANDS HVftA HÚSIÐ / Sí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.