Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ r SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 B 7 með þessa vinsælu mynd. „Ég geri það eingöngu vegna þess hve ég er stolt af henni. Þetta er afar mikilvæg kvikmynd fyrir okkar land og sérstaklega fyrir maóra.“ Og Rena vill endilega segja okkur frá sinni næstu kvikmynd. Hún mun heita Casino City og gerast að miklu leyti í tveimur næturklúbbum. „Ég elska þetta handrit og hlakka sannarlega til að takast á við það. Eins og staðan er í dag þá er Harvey Keitel að íhuga hlut- verk eiginmanns míns. Ef Harvey hafnar því, er Willem Dafoe tilbú- inn, því hann leggur mikla áherslu á að fá hlutverkið og sömuleiðis Bryan Brown. Sumir kalla þetta Pulp Fiction eða Rocky Horror ársins 1995.“ í myndinni leikur Rena Owen götumelluna Coco. Kvöld eitt ekur Sam, sem er eigandi næturklúbbs, framhjá henni og fer á fjörumar við hana. Áður en yfir lýkur kemst Sam að því að Coco er karl í kven- mannsfötum, en skömmu síðar fer Coco í kynskiptaaðgerð, sem verð- ur til þess að þau ná saman. Hún verður síðan til þess að auka vin- sældir klúbbsins með því að troða þar upp. Skömmu síðar kynnist hún syni Sams og verður bijálæð- islega ástfangin af honum. Vanda- málið er ekki bara að hann er sonur Sams, heldur enn frekar, að strákurinn er hommi og sjálfur ástfanginn af Mac, keppinauti föð- ur síns í hinum næturklúbbnum. „Þetta er eins og grískur harm- leikur, og er einstaklega fyndið handrit. Auk þess myndu flestir leikarar deyja fyrir aðalhlutverkin sex, sem eru svo vel skrifuð. Ég hélt að Beth í Eitt sinn stríðsmenn væri besta hlutverk, sem ég gæti fengið, enda ekki mikið af góðum kvenhlutverkum í kvikmyndum. Hlutverk Coco er jafnvel enn betra, enda hef ég aldrei áður leik- ið karlmann! Svo líst mér vel á að fá að leika uppáklædd með mikinn farða, nokkuð sem ég hef ekki fengið hingað til.“ Á næsta ári hyggur Rena Owen síðan á frekara samstarf með Riw- ia Brown, sem skrifaði Eitt sinn stríðsmenn. „Hún er einstök persóna og afar hæfileikarík.Við ætlum að gera mynd með Mira Nair (gerði Sala- am Bombay!), en höfum enn ekki náð að vinna saman að handritinu. Við höfum þekkst lengi og erum mjög góðar vinkonur,“ segir hún og dregur upp mynd af sér og Mira Nair á hótelherbergi í Las Vegas. Þegar við ræðum um fram- haldið segist hún bjartsýn á fram- tíð kvikmyndagerðar í Nýja-Sjá- landi. „Nýja-Sjáland og Ástralía eiga svo mikla möguleika, vegna þess að við eigum sögur sem enginn annar getur sagt. Ég býst við að það sama eigi við um Island. Heim- urinn þarfnast okkar til að við- halda fjölbreytni og frumleika." Þegar hún lýsir Nýja-Sjálandi í fáum orðum hljómar lýsingin kunnuglega: landið er fagurt og frítt, strjálbýlt, sjórinn hefur mikil áhrif á íbúa þess, og lömb eru á beit um fjöll og firnindi. ísland og Nýja-Sjáland eiga greinilega margt sameiginlegt. „I Nýja-Sjálandi eru 90 milljón sauðir, en þar af telja 3 milljónir sig vera fólk,“ segir hún og hlær hressilega með sinni djúpu röddu. Ég hitti Renu Owen aftur tveim- ur dögum síðar - í boði hjá Ástr- ölsku kvikmyndastofnuninni. Hún heldur þessu ær-lega samtali áfram og segist varla geta beðið eftir því að bragða á íslenska lambakjötinu. Að hennar mati er nýsjálenska lambið það besta, en Rena Owen vill síst af öllum dæma fyrirfram. Pantið núna sumarfötin á fjölskylduna Lœgra margfeldi kr. 143,- Frír meö pöntun meöan birgöir endast lítill silfurhúðaður rammi 5 x 8 cm. Pantið N5468 PÖNTUNARSÍMI: 555 2866 i og/ ra skúffii eldtraustir skjalaskápar frá Gardex Vegna hagstæðra sarnninga getum við boðið þessa skápa á frábæru verði. 4ra skúffu skápur kr. 149.083,- 2ja skúffu skápur kr. 86.097,- m/vsk. Lúttu ekki jrímerkjasafnið, Ijósmyndasafnið eða hlutabréfin verða eldi að brdð. K Albert Guðmundsson heildverslun, Grundarstig 12, Reykjavík, sími 552 0222. ... Hafðu hárið f lagi Við vitum upp d hdr hvað þú viltfyrir þitt hdr bjóðum ykkursctma Uga „^aið ► Herraklipping..... 1190,- ► Dömuklipping.... 1190,- ► Klipping + léttþurrkun_____1590,- ► Barnaklipping_____ 900,- ► Körfuboltakl______ 590,- BRÚSKDR HÁRGREIÐSLU & RAKARASTOFA Höfðabakki 1 ■ S. 587 7900 v/hliðina ó Snævarsvideó Opið ó laugardögum í sumar. Snjólaug Kjartansdóttir hárgreiðslumeistari er nýbyijuð hjá okkur Ótrúlegt sumartilboð: 1 mánaða kort kr. 3.990. 3 mán. kort kr. 9.900. 6 mán. kort kr. 18.000. Nýtt - Nýtt - Nýtt Fitubrennslunámskeið hefst 7. júní nk. 6 vikna námskeið. Lokaðir tímar mán., mið. og fös. kl. 18.15. Frjáls mæting í aðra tíma í stöðinni. Fitumælingar. Faglegar ráðleggingar varðandi mataræði. Útivera, skokk 1x í viku. Aðalkennari: Þórunn M. Óðinsdóttir. Verð aðeins kr. 7.500. Skráning stenduryfir í afgreiðslu World Class i símum 553 0000 eða 553 5000. Skokkhópur World Class og NIKE Hópurinn hittist tvisvar í viku, annars frjáls mæting. 3 samviskusamir og heppnir hljóta veglega vinninga í hverjum mánuði í sumar. Fjallgöngur, útivera o.fl. Kennari: Gunnar Guðmundsson, íþróttakennari. Kripalu jóga Frábær streitulosun og vöðvaslökun. Mán. og mið. kl. 20.15. Kennari: Sebastian Russo. 10tíma | Ijósakort á i aðeins kr. 2.750. i Gildir til 15. júlf. f - -2*"-----------1 ' . | i i 5 tíma Ijósakort i | þegar keypt er 1 ; 3, 6 eða 12 ! I mánaða kort í | 1 World Class. ! J Gildirtil 15. júlí. f Sfmi 553 0000 og 553 5000. - kjarni málsins! i , Höfundur er dagskrárgerðar- maður og hefur skrifað fyrir Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.