Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I Hótel Borg hefur gegnt merku hlut- verki í borgarlífí Reykjavíkur í hálfan sjöunda áratug, segir Steingrímur Sigur- geirsson. Eftir margra áratuga lægð skartar Borgin sínu fegursta á ný og er sannkölluð borgar- prýði að öllu leyti. eftir Steingrím Sigurgeirsson Borgarprýði við Austurvöll AÐ VAR Jóhannes Jós- efsson glímukappi sem reisti húsið, en hann hafði öðlast frægð og frama í Bandaríkjunum. Hótelið þótti hið glæsilegasta þegar það var opnað og eftirfarandi ummæli gests við opnunina lýsa best þeim hughrifum sem þetta glæsilega hótel vakti hjá Reykvíkingum þessa tíma: „Það er eins gott og að sigla að koma hingað inn“. Með árunum hallaði hins vegar undan fæti hjá Borginni og stað- urinn drabbaðist niður, jafnt hvað varðar vinsældir og glæsileika. í stað þess að vera virðulegur veislu- staður varð Borgin að subbulegum skemmtistað. A sextugsafmæli Borgarinnar fynr fímm árum ríkti mikil óvissa um framtíð hennar og var jafnvel rætt um að Alþingi keypti húsið undir skrifstofustarf- semi sína. Sem betur fer varð ekkert úr þeim áformum þar sem Tómas Tómasson veitingamaður festi kaup á Borginni í september 1992. Það hefði verið mikill missir af Borginni í miðborg Reykjavíkur enda skortir tilfínnanlega gamlar stofnanir af þessu tagi í hinni ungu höfuðborg. Staðsetning hótelsins er líka fullkomin við Austurvöll með Alþingishúsið og Dómkirkj- una, tvær af glæsilegustu bygg- ingum gömlu Reykjavíkur, í næsta nágrenni. Saga Hótel Borgar er ekki bara einstök heldur einnig húsakynnin sjálf. Það var því mikið þrekvirki sem Tómas réðst í er hann ákvað að endurgera hótelið og veitinga- salina í sinni fornu reisn, en húsið var opnað á ný í janúar 1993 eftir nokkurra mánaða lokun. Endur- bæturnar hafa ekki bara tekist vel, heldur frábærlega. Borgin hef- ur sjarma, sál og sögu. Um allt húsið má fínna ógrynni smáatriða sem hægt er að dást að og hver salurinn er öðrum skemmtilegri. Lofthæðin í veislusölunum er ein- stök. Þó að enginn matur væri reiddur fram er Borgin heimsóknar virði. Gyllti salurinn, þar sem veit- ingasalan fer fram um helgar, er einn fallegasti matsalur landsins. Auðvitað skemmir það ekki heldur fyrir að Hótel Borg hefur á ný markað sér sess sem einn af helstu gæðaveitingastöðum borg- arinnar. Sæmundi Kristjánssyni matreiðslumeistara hefur tekist að þróa persónulegan og um margt frumlegan stíl og gera matargerð- ina á Borginni sérstaka. Staðurinn hefur líka sýnt frá því að hann opnaði á ný að hann hefur úthaid. Þegar best tekst til er matargerðin spennandi, létt og fjölbreytt. Helsti löstur hennar er heldur einhæfar sósur. Það er of algengt að sama grunnsósan fylgi mörgum aðal- réttum. Þó svo að sósumar heiti mismunandi nöfnum eru blæbrigð- Ný vín til reynslu STÖÐUGT koma ný vín til reynslusölu í vínbúðunum í Kringl- unni, á Eiðistorgi, Stuðlahálsi og Akureyri. Fleur de Rosé (1.060 kr.) er rósavín frá hinum fræga Georges Duboeuf. Þetta er einfalt vín sem flokkast sem vin de table og því ekki með öllu ljóst hvaðan þrúg- urnar koma. Það er hreint, ferskt og ljúft með bragðgóðum hind- berjatónum. Tilvalið sumarvín fyr- ir letidaga úti í garði. Villa Montes Cabernet Sauvign- on 1993 (940 kr.) er einnig vín sem á vel við þessa árstíð. Montes er einn athyglisverðasti framleið- andinn í Chile og vínin frá fyrir- tækinu undantekningarlaust góð. Þetta er engin undantekning. Ein- faldur en einstaklega stílhreinn Cabernet Sauvignon. Ungur og óeikaður, með mildum tannínum og hreinum ávexti. Vín fyrir pasta, létta kjötrétti, osta og auðvitað grillið. Mjög góð kaup. Brolio Chianti Classico 1992 (1.060 kr.) er vín sem heillaði mig ekki. Ricasoli er vissulega ágætur framleiðandi en þetta vín skortir Gyllti salur Hótel Borgar er efalítið einn fallegasti veislusalur landsins. in ekki mik- il. Þetta mætti laga því annars verða réttirnir leiði- gjarnir til lengdar. íjónusta á Borginni er einnig yfirleitt mjög góð og árvökul og einkennisbúningur starfsfólks fer vel við umhverfið. Léttsteikt hörpuskel með reykt- um laxi, sterkkrydduðum linsu- baunum og vermicelli-pasta (890 kr.) er fallegur réttur, þar sem ægir saman margs konar bragði og kryddi. Hann er hins vegar, að minnsta kosti eins og ég fékk hann borinn fram þetta kvöld, of bragð- lítill. Það skorti kraftinn í þennan rétt, sem hefur annars alla burði til að vera mjög góður. Hann gefur fyrirheit, en rennur síðan út í sandinn. Matur má og á að bragðast! „Engifer- og appelsínumar- ineraður kalkúnn með stökku salati og sólþurrkuðum tóm- ötum“ (950 krónur) upp- fyllti hins vegar fyllilega allar væntingar, en ekki þó í fyrstu. Það sýnir kannski að enginn er fullkominn, að þegar rétturinn barst fyrst á borðið var kalkúnninn það ofsteiktur og brenndur að hann var lítt spenn- andi. Þegar á það var bent reynd- ist ekkert mál að fá nýjan skammt og eftir stutta bið var hægt að njóta réttarins til fulls. Hann skoppar á milli bragða, engifers, sinneps og skemmtilegrar blöndu af.stökku og fersku. „Sinnepsmarineruð kjúklinga- bringa með hýðishrísgijónum, þunnt skomu grænmeti og hun- angssoyasósu" (1.690 kr.) er líka vel samsettur réttur, nema hvað sósan var of dökk fyrir minn smekk. Aftur var líka hugmyndin mjög góð en bragðstyrkinn skorti. „Kardimommu- krydduð grísalund með „Thai“-sósu og blönduðu grænmeti" (1.890 kr.) var sérstakur réttur og gerði kryddun- inn kjötið dekkra en maður átti von á, mikið og gott grænmeti fylgdi með og þó að sósan hafi heitað „Thai“ fannst mér ekki síður gæta ind- verskra áhrifa í krydd- notkuninni. Eftirréttir eru eitt helsta tromp Borgarinnar og er „Heit eplaskífa með hnetum, karamellusósu og ís“ (790 kr.) með bestu réttum sem ég hef fengið á íslensku veitinga- húsi. Eplaskífa eins og þær gerast bestar í Frakklandi. Fimmtán mín- útna bið er vel þess virði. Sérstak- ur dessertvínlisti fylgir með sem er til fyrirmyndar. Vínlisti Hótel Borgar er fjöl- breyttur og gætir þar margra mjög góðra vína á þokkalegu verði. Uppsetning hans mætti þó vera skýrari og samræmdari og óþarf- lega mikið er um prentvillur. Vínglösin mættu einnig vera betri. Þau kunna að líta ágætlega út en henta illa undir vín. Auðvitað ekki nærri eins gott og hið yndislega Ruffino Riserva Ducale, sem lengi hefur fengist hér á landi, en þrátt fyrir það heiðarlegt og sígilt Chianti-vín. Taittinger Brut (2.640 kr.) er nýjasta kampavínsviðbótin á íslandi. Taittinger er fjölskyl- dufyrirtæki og kampavínin þeirra einkennast af því að chardonnay-þrúgan er ríkj- andi. Ilmur vínsins er tölu- verður og ávaxtakenndur. I munni fer lítið fyrir sýru, sem gerir vínið léttara en að sama skapi „auðveld- ara“ fyrir þá sem ekki eru vanir skrafþurrum brut- kampavínum. Stíll þessa kampavíns er skemmti- legur og ekki spillir fyrir að það kostar um hundraðkallinum minna en flest önnur, B R O m I tttu) rfjfiuf yj sérkenni. Bragðjafn- væginu er ábótavant og það loðir einhver perlandi sætleiki við vínið. Það er ofsagt að vínið sé vont og í sjálfu sér er það drekkandi, en spennandi er það ekki. Karakter- laust er besta lýs- ingin og líklega slöppum árgangi um að kenna. Ruffino Chianti 1993 (940 kr.) er ódýrara vín, ekki heldur af neinum yfirburða árgangi og um er að ræða einfaldan Chianti en ekki Classico- vín. Það er þö um flest betri kostur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.