Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 MANNLÍFSSTRAUMAR Talað sömu tungu ama sat Kristur með postulum sínum í fullri stærð að síðustu kvöld- máltíðinni á sólarströndinni á Benidorm, rétt eins og íslendingamir í páskafríi að sóla sig. Nema þeir vom úr sandi og skapari þeirra að lag- færa listaverkið með kíttisspaða. Ég smeliti á þá mynd og henti nokkmm pesetum í húfuna hans. Myndin beið svo birtingar nú á hvítasunnunni. Postulamir biðu í 40 daga í Jerúsalem þess dags er Kristur varð upp numinn og hvarf til himna. Sandmennimir líka horfnir - ofan í sandinn á ströndinni. Myndin víkur huganum suður til Jerúsalem, þar sem enn er ver- ið að beija í brestina svo fólk megi búa saman í friði. í Postula- sögunni er nokkuð athyglisverð frásögn, sem hefði kannski getað leyst vandann sem daglega blasir við í fréttunum, ef mannkynið hefði lagt við eym. Upp var mnn- inn hvítasunnudagur og postu- lamir allir saman komnir: „Varð þá skyndilega gnýr af himni og fyllti allt húsið. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væm, er kvísluðust og settust á hvem og einn þeirra. Þeir fyllt- ust allir heiiögum anda og tóku að tala öðrum tungum, ejns og andinn gaf þeim að mæla. í Jerú- salem dvöldust Gyðingar, gnð- ræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir vom frá sér af undr'- un og sögðu: „Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala?“ Hvernig má það vera, að vér hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér emm Partar, Medar og Elamítar, vér eru frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfylíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kyrene og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér em bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrðum þá tala á vorum tunguni um stórmerki guðs.“ Þama var reynt að leiðrétta fyrra bannsett mgl, sem eyðilagði alla sambúð, þegar þeir í Mósebók byggðu Babelstuminn: „ÖIl jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð. Og svo bar við, er þeir fóm stað úr stað í austurlöndum, að þeir fundu láglendi f Sínear- landi og settust þar að. Og sögðu hver við annan ... Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og tum, sem nái til himins og gjömm oss minnismerki, svo að vér tvístr- umst ekki um alla jörðina. Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og tuminn, sem mann- anna synir vom að byggja. Og Drottinn mælti: „Sjá, þeir em ein þjóð og hafa allir sama tungu- mál, og þetta er hið fyrsta fyrir- tæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra. Gott og vel, stíg- um niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál.“ Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina. Þessvegna heitir hún Babel, því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar. Og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina." Svona fór um sjóferð þá. Seinna var svo í Jerúsalem reynt að bæta fyrir þessi mistök. Allar þjóðir af landsvæðinu og aðkomnar vom saman komnar og hver skildi ann- an. Eru þetta ekki einmitt hinar Sameinuðu þjóðir, sem nú sitja í Jerúsalem að reyna að sætta Gyð- inga, Araba, Sýrlendinga, Egypta, Jórdani og allt það fólk sem þá voru ekki einu sinni þjóð- ir. Brá svo við að þeir fóm allir að mæla tungu sem hver og einn þeirra skildi sem sína eigin. Héldu að hinir væm að tala sitt móður- mál. Hugsið ykkur ef hvert og eitt okkar heyrði bannsetta út- Iendinga tala mál sem léti í eyrum sem okkar eigið. Ætli það sé ekki kraftaverkið, sem eitt gæti fengið mannskepnumar á jörðinni til að fara með friði og búa áp tor- tryggni og haturs saman? Eða að komi til ný tækni, sem breyti tungumáli samtímis yfir í annað. Er það nokkuð fjarstæðara en að blindir fá nú á tölvunni sinni ritað mál sem samtímis breytist yfir í talað mál? í Jerúsalem voru semsagt fyrir 2000 árum hinar sameinuðu þjóðir saman komnar, eins og nú. Þá töluðu þær bara með einum huga og einni tungu. Kannski er þarna allshetjar draumur mannkynsins. í síðasta gárupistli var vikið að skáldsögu um heimspekina, Veröld Soffíu. Þar sem Alberto er að segja Soffíu frá heimspek- ingnum Kierkegaard er því ein- mitt slegið fram að Sameinuðu þjóðimar séu afsprengi drauma okkar og ævintýra: Það er barið og á tröppunum stendur lítii stúlka með sítt ljóst hár og í rósóttum sumarkjól. Þarna er komin Lísa í Undra- landi. En hvemig gat hún ratað þangað? „A Undralandi eru engin landa- mæri. Það þýðir að Undraland er alls staðar - nokkum veginn eins og Sameinuðu þjóðirnar. Landið okkar ætti því áð vera heiðursmeð- limur Sameinuðu þjóðanna. Við ættum að hafáokkar eigin fulltrúa í öllum fastanefndum og ráðum. Því að Sameinuðu þjóðimar eiga að einhveiju leyti rætur sínar að relqa til drauma og ævintýra.“ Okkur dreymir víst öll það sama, postulana fyrir 2000 árum, danska heimspekinginn Kierke- gaard fyrir 150 árum og nútíma- fólk, að menn megi tala sömu tungu í Jerúsalem og Júgóslavíu heitinni. eftir Elínu Pálmadóttur umhverfismAl l/Hvada adferdir eru hagkvœmastar viö uppgræbslu landsf Endurhdmt landgæða - nýjar leiðir HÉR mun vera meiri almennur áhugi á uppgræðslu lands en gerist annars staðar í heiminum og er þessi áhugi bæði meðal lærðra og leikra. í tilefni þess að sumarið er í nánd og landgræðslustörf að hefjast er vakin hér athygli á grein sem birtist í árbók Landgræðslunnar sem kom út síðastliðið haust eftir Ásu L. Aradóttur, vistfræðing, en hún starfar hjá Rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá. Grein henn- ar heitir: Nýjar leiðir við endurheimt landgæða. Þar segir hún m.a. að ef takast eigi að endurheimta gróðurlendi á auðnum þessa lands sé nauðsynlegt að leita hagkvæmra uppgræðsluaðferða sem beri varanlegan árangur. Síðan kynnir hún í stórum dráttum uppgræðsluaðferðir sem byggj- ast á því að vinna með náttúrunni og hagnýta sjálfgræðslu á markvissan hátt. Þessar ábendingar Asu eru allrar at- hygli verðar og ástæða fyrir alla sem vilja með einhveijum hætti leggja fram lið við uppgræðslustörf að kynna sér þær. Hér er stiklað á stóru í grein hennar. Hún skiptir landgræðslu í þijú svið: forvarnarstarf sem miðar að því að vernda og bæta núverandi gróður, „slökkvi- starf“, þ.e. stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar og loks uppbygg- ingarstarf, sem miðar að því að byggja upp að nýju fijósamt vistkerfí á landi sem illa er farið. Endurheimt landgæða felur í sér uppbyggingu sjálfbærra fijó- eftir Huldu Vollýsdóttir samra vistkerfa sem viðhaldast án endurtekinnar íhlutunar mannsins og Ása bendir á að endurheimt landgæða sé ekki ræktun í hefð- bundnum skilningi þess orðs, held- ur þróun sem tekur langan tíma. Hlutverk mannsins í þróuninni sé fyrst og fremst að ryðja hindrun- um sem tefja og takmarka þróun- ina úr vegi og beina henni á æski- legar brautir. Þetta megi m.a. gera með því að stuðla að land- námi plöntutegunda sem ráða miklu um mótun vistkerf- is, friða svæði tímabundið fyrir búfjárbeit, bera á áburð til að auka fijósemi jarðvegs og viðhafa ýmsar aðferðir til að draga úr frostlyft- ingu sem kemur í veg fyrir land- nám margra plantna. Ása fjallar síðan um mismun- andi tegundaval til uppgræðslu, t.d. sáningu grasfræs sem krefst að vísu endurtekinnar áburðar- gjafar. Hún bendir á aukna áherslu á notkun tegunda sem eru betur aðlagaðar aðstæðum og sem flýta oft fyrir myndun gróðurhulu án endurtekinnar áburðargjafar. Sömuleiðis á níturbindandi teg- undir sem búa við sínar eigin áburðarverksmiðju í formi örvera sem lifa á sambýli við rætur þeirra. Þær tegundir hafa skjótvirkari áhrif á fijósemi.jarðvegs en annar gróður. Ýmsar tijá- og runnategundir geta hentað vel við uppgræðslu og hefur skilningur á því glæðst á undanförnum árum. Skógrækt er í mörgum tilvikum æskilegt lokastig í endurheimt landgæða og er vert að minna á að í lögum um landgræðslu er tekið fram að þar sem henta þykir skuli kostað kapps um að koma upp skógi og kjarri innan landgræðslugirðinga. Ása bendir á að löngum hafí verið talið að ekki þýddi að rækta skóg á gróðurlitlu landi fyrr en búið væri að græða það upp með öðrum hætti. En þegar náttúruleg gróð- urframvinda er skoðuð kemur í ljós að hér á landi nema birki og víðir land tiltölulega snemma í gróðurframvindunni og margar innfluttar tegundir, t.d. lerki og elri, vaxa vel í rýrum jarðvegi. í kafla um aðferðir við endur- heimt landgæða gerir Ása greinar- mun á því sem hún kallar þaul- græðslu og sjálfgræðslu. Þaul- græðsla tekur styttri tíma og er dýr, sjálfgræðsla verður þegar fræ eða plöntuhlutar berast inn á rösk- TÆKNI /Er maöurinn aö nálgast mörk kins sýnilega? Þróun rafeindasmásjárinnar RAFEINDIN er þarfasti þjónn nú- tímans. Hún er grundvallareining allrar raftækni. Raftæknin er aftur megininntakið í allri þeirri fjöl- breytilegu tækni sem nútíma-þjóð- félag gengur fyrir. Meira en hálf öld er frá þvi að Ernst Ruska varð Ijóst að segulsvið gat gert hið sama við rafeindina og venjuleg glerlinsa við ljós: að sveigja hana af leið eftir ákveðnum reglum, en jafn- framt að við losnuðum að verulegu leyti við svokallaða ljósopsbognun, sem setur öllum ljósfræðitækjum takmörk hvað varðar skýrleik myndar. Linsa er í grundvallaratriðum afar einföld. Hún er glerhlut- ur afmarkaður af tveimur kúlu- flötum. Geisli sem fer um hana bognar af leið. Bognunin er í hlut- falli við íjarlægð geislans frá miðju wmmmmmmmmmmi linsunnar. Um 1930 fer mönnum að verða ljóst að segulsvið getur haft sömu áhrif á rafeindir og lins- an á ljósgeislann. eftir Egil Á næsta áratug Egilsson tekst Emst Ruska að byggja smásjá sem tók marg- falt fram vanalegum ljósfræðileg- um smásjám. Fyrir þetta hlaut hann Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði YFIRBORÐ gallíum-arsen kristalls kortlagt með smugsjá. Litir eru skáldaðir. hálfri öld síðar, ásamt tveimur öðrum sem höfðu lagt fram mikil- væga viðbót við rafeindasmásjána, þ.e. smugsjána, sjá hér að neðan. Rafeindasmásjáin olli tímamót- um í líffræði, fyrir utan það að vera eðlisfræðilegt afrek. Stækk- un hins athugaða sýnis margfald- aðist, og getur nú verið allt að milljónföld. Það merkir að frum- eindin er á mynd orðin um tíundi partur úr millimetra yfrum sig. Sem slík er hún ein af verulegum forsendum þeirra framfara sem hafa orðið í líffræði og læknis- fræði vorrar aldar. Enginn vafi er nú á því að tækni næstu aldar einkennist miklu meir af líffræði- legum aðferðum en nú gerist, og ekki síst af því að samtengja hefð- bundnar aðferðir hinnar „dauðu“ tækni nútímans og líffræðilegar aðferðir. Svo að ímynduninni sé gefínn laus taumurinn, væri smá- dæmi um þetta gerlar sem með erfðatækni væru gerðir færir um að breyta sólarljósi í rafmagn. Ekki þyrfti annað en láta þá fjölga sér og dreifast yfír dálítið sólríkt svæði og láta þá skila rafmagninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.