Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Fyrstu íbúðar- kaupin Skyldusparnaður ungs fólks hefur verið afnuminn. Breytingar hafa verið gerðar á húsnæðissparnaðar- reikningum þannig að skattaafsláttur fer minnkandi með árunum og fellur úr gildi árið 1996. Húsbréfakerfið hefur tekið breytingum og er nú hægt að fá 65% kaupverðs íbúðarinn- ar að láni. I spjalli við nokkra þjónustufulltrúa bankanna kom í ljós að þeir telja húsnæðis- sparnaðarreikningana hafa verið góðan kost, þótt rétt sé að skattaafsláttur hafi jafnvel verið of hár í upphafi. Þeir segja að fólk komi oft með óraunhæfar væntingar um greiðslu- byrði og of oft hafí íbúðarkaupendur undirbúið sig í of stuttan tíma og eigi lítinn stofnsjóð. Morgunblaðið/Sverrir HEIÐA Björg Ingadóttir og Jónas Guðmundsson leggja áherslu á að reynslulítið fólk kynni sér vel vinnubrögð fasteignasala áður en farið er út í íbúðarkaup. Þad er erf itt aó leggja fyrir Hvemig gengur ungu fólki að komast yfir sína fyrstu íbúð eftir breytingar í húsnæðis- kerfínu? Hildur Friðriksdóttir ræddi við tvö pör sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð um reynslu þeirra. HEIÐA Björg Ingadóttir 24 ára og Jónas Guðmundsson 28 ára keyptu nýlega um 60 fm íbúð í Miðtúni og voru að gera hana í stand þegar blaðamaður hitti þau. Að vonum voru þau spennt að komast í eigið húsnæði, því síðan þau kynntust fyrir rúmu einu og hálfu ári hafa þau búið í einstakl- ingsíbúð í eigu foreldra Heiðu. „Það var að vísu frábært að búa leigu- laust en plássið var svo lítið. Nú getum við að minnsta kosti boðið fólki í mat,“ sögðu þau létt á brún. íbúðin kostaði 3,6 milljónir króna og reikna þau með húsbréfum fyrir 2,4 milljónir. Þá fengu þau lífeyris- sjóðslán auk þess sem þau áttu milli 100-200 þúsund krónurtil að standa straum af útborguninni. Mismuninn, eða 300 þúsund krónur, greiða þau um áramót. Aðspurð segjast þau telja að húsbréf ættu ekki að vera hærra hlutfall af lánum á íbúð en í hæsta lagi 75%. Skúringar bætlust vió Jónas starfar sem þjónustufulltrúi hjá Vara og Heiða vinnur hjá físk- vinnslufyrirtækinu Helganesi. Hún hefur bætt við sig daglegum þrifum á vinnustað ásamt tveimur öðrum starfssystrum sínum. Auk þess sér hún um þrif í fyrirtæki einu sinni í viku ásamt Jónasi. Þau reikna með að greiðslubyrði á mánuði verði í kringum 23 þúsund krónur af lánun- um. Erfitt að leggja fyrir Þau segjast ekkert hafa verið far- in að leggja fyrir til íbúðarkaupa en eiga bíl, Hondu Pony ’92, sem þau ætla að eiga áfram. „Við erum þann- ig, að við eigum erfitt með að leggja fyrir. Okkur finnst þægilegra að stofna til skuldarinnar og borga eft- ir á,“ segir Jónas til útskýringar. Heiða tekur undir að erfitt sé að spara og telur að mikil mistök hafi verið að leggja skyldusparnaðinn af. „Ég tók skylduspamaðinn minn út þegar ég fór í skóla hér í Reykjavík og hélt mér þannig uppi,“ segir hún. „Tvíburabróðir minn, sem hefur unn- ið meira og minna frá því hann lauk grunnskóla, er að kaupa íbúð í Vest- mannaeyjum. Hann á aftur á móti um milíjón í skylduspamaði, sem hann notar í útborgunina. Það er alveg ljóst að ungt fólk þarfnast aðhalds og hvatningar til sparnaðar. Ég held að það verði fróðlegt eftir nokkur ár að fylgjast með því hvernig ungt fólk, sem skyldusparnaðurinn hefur ekki ver- ið tekinn af, fer að því að kaupa íbúðir." Mismunandi fasteignasalar Það tók Heiðu og Jónas tvo mán- uði að leita að íbúð áður en af kaup- unum varð og skoðuðu þau að minnsta kosti 40-50 eignir. „Það sem skiptir einna mestu máli er að lenda á góðri fasteignasölu. Við vomm óheppin með fasteignasala þegar við gerðum tilboð í fyrstu íbúðina. Við buðum 3,9 milljónir og allt virtist klárt. Þegar ekkert gerðist fóram við að þrýsta á aðgerðir og þá kom í ljós að hátt í fimm milljónir hvíldu á íbúðinni. Eigandinn reyndi að af- létta lánum en á meðan fundum við þessa íbúð og gerðum tilboð með þeim fyrirvara að rifta mætti kaup- unum á hinni. Það gekk svo eftir.“ Þau segja að mikill munur hafi verið á faglegum vinnubrögðum þessara tveggja fasteignasala og leggja áherslu á að ekki sé sama hvert reynslulítið fólk leiti. Þegar þau skiptu við síðari fasteignasöl- una, Fold, segjast þau hafa séð hversu illa var staðið að fyrra kaup- tilboðinu. „Við eram að kaupa okkar fyrstu íbúð og kunnum ekkert á orðalag né annað. í fyrra skiptið var samn- ingnum hent í okkur og við renndum yfír hann eins vel og við gátum áður en við skrifuðum undir. Hjá Fold settist sölumaðurinn niður með okkur, útskýrði samn- inginn lið fyrir lið og þar var til dæmis þinglýsingarkostnaður tek- inn fram í krónutölu í stað pró- sentutölu á fyrri fasteignasölunni," segja þau og taka dæmi af vini sínum. í hans samningi var kostn- aður nefndur í prósentum og hann áttaði sig ekki á upphæðinni, enda var um fyrstu íbúðakaup hans að ræða. „Hann varð að fara í banka daginn sem hann fékk afhent til að fá 50 þús. kr. lán vegna þess að upphæðin var mun hærri en hann gerði ráð fyrir.“ Vilja aukna þjónustu banka Til að fá aðstoð við fjármálin ætla þau að nýta sér þjónustu Vörð- unnar hjá Landsbanka. Þau benda á að þjónusta bankanna sé misjöfn eins og varðandi greiðslumat á íbúðakaupum. „Það er líka munur á milli landshluta. Tvíburabróðir minn fór í íslandsbanka í Vestmannaeyj- um og þar var dæmið reiknað fyrir hann út frá ýmsum forsendum, þannig að hann gerði sér gleggri grein fyrir hvaða kostur væri best- ur. Auðvitað ætti þjónustan alls staðar að vera þannig,“ segir Heiða. Þau segjast frekar hafa leitað að gamalli íbúð en nýrri, því þær séu ódýrari, auk þess sem þau vildu heldur búa miðsvæðis. „Það hefði ekkert þurft að gera við þessa íbúð, því nýbúið var að parketleggja stof- una og mála. Okkur langaði samt að breyta aðeins og gerðum eina geymsluna að vinnuherbergi og til þess þurftum við að bijóta dyragat í stofuvegginn. Eins brutum við lítið gat í vegginn á milli eldhúss og stofu," segir Heiða. „Þegar allt er talið með höfum við líklega gert breytingar fyrir um 100 þúsund krónur," bætir Jónas við. Hann tekur fram að þau hafí lært af reynslu foreldra sinna og þeirra kynslóð. „Við ákváðum strax í upp- hafi að kaupa litla, ódýra íbúð, þann- ig að lífið yrði ekki bara vinna og aftur vinna heldur gætum við allt að því látið dagvinnuna nægja. Aftur á móti vitum við til dæmis ekki hver er kostnaður við hita, rafmagn, fast- eignagjöld og tryggingar,“ segir Jónas. í mat til mömmu Um leið og þau fóru að velta húsnæðismálum fyrir sér leiddi það af sér að þau fóru að horfa meira í eyðslu. Þau sáu að gott var að koma við hjá foreldrum Jónasar á matartíma, keyptu ekki tilbúnar pizzur umhugsunarlaust, gerðu innkaup í stórmörkuðum í stað þess að eiga viðskipti við kaup- manninn á horninu og þegar þau stóðu með 2.000 kr. í höndunum og voru að hugsa um bíóferð sáu þau að fyrir þann pening mætti í staðinn kaupa ljós. „Ósjálfrátt breytist verðmætamatið," segja þau þegar komið er að lokum spjallsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.