Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ T MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 B 17 VIÐ lendinguna undir Hornbjargi. í LOK vinnudags. KJARTAN flettir Vikunni, 30 ára gamalli. Svo gömlum blöðum hefur fækkað í húsinu seinni árin. Mýsnar éta þau á veturna, en líta ekki við glanspappír nýrri blaða! EGGJAÁT, f.v. Rósmundur, Kjartan og Tryggvi. Það hefur vorað seint og illa norður á Strönd- um. Þegar þessar línur eru ritaðar í upphafi síðustu viku var tæp vika frá því að blaðamað- ur og ljósmyndari fylgdu sigmönnum að Hæla- víkur- og Hombjargi. Vorið var ekki enn komið þótt hlýtt væri og notalegt syðra. AÐ KOMA úr 10 stiga hita, norðan- andvara og sólskini í Reykjavík í einnar gráðu hita, snjókomu, sex vindstig og haugasjó að ísilögðu Hælavíkurbjargi voru ótrúleg viðbrigði. En líkt og svartfuglinn lætur ekki segjast og verpir þó hann verði að gera svo beint í skaflinn, þá láta eggjakarlamir ekki segjast heldur og sækja eggin í björgin. Því það er ekkert vor án svartfuglseggja. Ekki hefur verið sigið í Hælavíkurbjarg á þriðja áratug, eða síðan sigmaður lenti í gijót- hruni og fórst. Hafa sigmenn á þessum slóðum síðan að mestu haldið sig við Hornbjarg, þar er til muna hægara um vik, menn príla upp úr grýttri íjörunni og komast þannig víða á syllur og snasir sem hægt er að síga fram, svartfugli til hrellingar. Ekkert er þó hættu- laust við þessa iðju, því svo mikið er gijóthrun- ið stundum í fjörunni fyrir neðan bjargið að þeir félagar væru litlu betur settir á jarð- sprengjusvæði suður við Persaflóa. Gránefin Að þessu sinni skyldi þó tekist á við Hælavík- urbjarg og þar er aðstaðan allt önnur og vægt til orða tekið: Hrikaleg. Og aldrei hrikalegri heldur en einmitt nú, á þessu vetrarvori. Bjarg- ið að kalla eitt klakastykki og gil og skoming- ar stífluð af margra mannhæða háum, helblá- um grýlukertum. Til að síga í Hælavíkurbjarg fara menn sjó- leiðina frá Homvík, þar sem búið er á meðan á sigferðinni stendur, sigla fyrir bjargið og inn i Hælavík. Þramma þaðan upp í fjallið og ofan í skál á bjargbrúninni. Þeir sem ætla í bjargið gera sig þá klára. Það er fljótgert og felst í því að setja á sig hjálma og spenna á sig vað- inn. Og það er eins gott að vera ekki lofthrædd- ur, því næst eru þeir látnir síga 100 metra „frítt fall“, ofan á nokkuð breiða syllu sem gengur þvert á bjargið eins og það leggur sig. Þegar niður er komið Iosa menn sig úr vaðn- um og fara að safna saman eggjunum. Á syll- unni allri er þétt svartfuglabyggð og fuglamir hljóta að skipta einhveijum milljónum, því syll- an, sem kölluð er Gránefin, er bæði breið og löng. Sigmenn safna eggjunum saman og síðan eru þau látin síga niður í fjöru þar sem bátar taka á móti þeim, þ.e.a.s. ef sjólag leyfir. Og það er íjarri því alltaf, hvað þá að treysta megi á það. Þegar blaðamenn komu til Hornvíkur eftir barsmíðar og volk í haugasjó á veigalitlum hraðbáti, voru þrír sigmenn í Hælavíkurbjargi, Einar Valur Kristjánsson, Tryggvi Guðmunds- son og Hjálmar Bjömsson. Á móti okkur tóku Kjartan Sigmundsson, Rósmundur Skarphéð- insson og sonur hans Ægir Rósmundsson. Allir em sexmenningamir búsettir á fsafirði, en það var að heyra að flestir eða allir væru þeir bornir og barnfæddir á Ströndum og seið- andi raddir heimahaganna svo og magnþrung- ið umhverfið gerði þá friðlausa er halla tæki vetri. Kjartan og Rósmundur Þótt Rósmundur sé stórskorinn, þá er það samt Kjartan sem grípur fyrst augað. Hann er fæddur og uppalinn í Hælavík, en síðustu þijátíu árin hefur hann haldið við gömlu húsi í Hornvík, þar sem aðsetur sig- og blaðamanna er við þetta tækifæri. Hann er elstur í hópnum og sjálfsagt nokkurs konar leiðtogi hans. And- litið er meitlað og sérkennilega ljósblá augun bora sig inn í viðmælandann. Hann hefur lent í ýmsum ævintýmm, en er spar á frásagnirn- ar. Þær myndu trúlega fylla heila grein eða meira, einar út af fyrir sig. Þó datt eitt og annað út úr honum er á túrinn leið og sumt af því er hér skráð. Rósmundur er himinhár og æðrulaus til augnanna. Hann er grannur og hokinn, en einhvern veginn svo augljóslega rammur að afli, enda er það hann sem er kjölfestan er mennirnir eru hífðir aftur upp úr veggjum klakahallar Hælavík- urbjargs. Ægir sonur hans er trúlega um tvítugt og hefur a.m.k. erft hæð föður síns. Hann er enn í því að reka hausinn upp í dyrakarma í Hornvíkinni. Refir og mýs Við höfum ekki verið nema fimm mínútur í Hornvík er tófa gaggar upp í klettunum fyrir ofan húsin. Það er forsmekkurinn af því sem koma skal. Þá daga sem dvölin stóð voru refir stöðugt á ferli. Það taldist ekki til tíðinda að standa úti á tröppum og horfa á þá feta sig eftir fjailshlíðinni fyrir ofan húsin. Þeir eru að minnsta kosti þrír og Kjartan veit um nokkur greni. Þau eru nær sjónum þetta árið vegna snjóþungans. Sporin í snjónum sýndu að rebbi kom alveg upp að húsunum á nóttunni. Af sporunum mátti einnig sjá hvemig rebbi hafði rakið slóðir hagamúsa. Eitt kvöldið fékk einn í hópnum sér gönguferð undir svefninn. Hann gekk upp í fjallshlíðina fyrir ofan húsin, upp eitt gilið. Er hann kom til baka, sá hann að refurinn hafði komið að spomm hans í snjónum og elt hann upp fjallið, þvagmerkjandi þriðja hvert spor eða svo. Á einum stað hafði okkar maður sjálfur létt á sér og hafði rebbi sýnilega haft langa viðdvöl þar. Var mikið spark eftir refinn í snjónum og svo vandlega þvagmerkt að dauninn lagði langar leiðir. Það má margt lesa úr sporunum, en augun nema það einnig flest. Það er vetrarlegt í Hornvík þótt vorið eigi að heita að vera komið. Það er harla óvenjuleg sjón að sjá spóahóp og lóur sitjandi á sköflum. Þrösturinn hefur tekið sig til og orpið inni í skemmunni og er eflaust öfundaður af hinum mófuglunum, sem ýmist bíða þess að snjóa leysi, eða eru búnir að verpa og liggja á undir hjaminu. Hagamýs, það er nóg af þeim. Og þær grípa til sömu úrræða og skógarþrösturinn, troða sér inn í mannabústaðinn. Ljósmyndari Morgunblaðsins rak sig á það. Hann hafði fest kaup á glæsilegri jólaköku í bakaríi á ísafirði og geymdi hana í plastpoka á gólfinu fyrstu nóttina. Dáginn eftir, er menn sátu í reiðileysi vegna veðurs, ætlaði hann að vera flottur á því og bjóða mönnum með kaffinu. Bókstaflega slengdi kökunni á borðið með tilþrifum. Ekki reyndist kakan girnileg, því aðrir „aðilar“ höfðu orðið fyrri til. Byijað hafði verið á kökunni frá báðum endum og dijúgt étið. ísbirnir og Ebólaveiran Fyrstu nóttina sem gestirnir að sunnan voru í Hornvík, fóru þremenningarnir í Hælavíkur- bjarg til að hífa félaga sína upp úr bjarginu. Veður var slæmt og fór versnandi. Spáin gaf _,engin fyrirheit. Pélagarnir höfðu safnað miklu af eggjum í hrúgur á Gránefjunum, en sjólag var afleitt og um nóttina snjóaði allt í kaf. Það var meiri þrekraun að ná köppunum upp aftur heldur en reiknað hafði verið með, því að öllu jöfnu getur sigmaðurinn hjálpað til. En ekki var það svo í þetta sinn, því vaðurinn var stokk- freðinn. Þá kom sér vel að Rósmundur var á bjargbrúninni. I kjölfarið fylgdi dagur í nokkru reiðileysi. Menn sváfu vel fram eftir, þreyttir eftir puð næturinnar. Síðan voru tekin spil, drukkið kaffí, jólakökulaust, og þegar hungrið svarf að suðu menn sér svartfuglsegg. Það er at- höfn út af fyrir sig. Girnd Vestfirðinga í eggin jaðrar við átrún- að sem sést best á því, að þegar bátarnir komu heim til ísafjarðar beið þeirra hópur manna á bryggjunni til að fá egg. Eggjadreifingin fer síðan fram á götuhornum í bænum og víðar um Vestfirði. Eggin skipta þúsundum og engu er leift. í skálanum í Hornvík er Kjartan að btjóta skurnina af grænleitu langvíueggi. Hann rekur skeiðina í gegn um þykka hvítuna, nær svolít- illi rauðu með og stingur öllu saman upp í sig. Augun lygnast aftur og alsælusvipur færist yfir harðjaxlinn. „Þetta var enn betra í gær, þegar ég borðaði fyrsta eggið. Það var eins og að fara í leiðslu," segir Kjartan. Menn taka undir þetta. Það er margt sem er skrafað á dögum sem þessum. Veðurfræðingarnir fá sinn skammt og þeir rifja upp er Magnús veðurstofustjóri var hjá þeim í nokkra daga í kjölfarið á mik- illi sólfarsspá. En það sást aldrei út á Homvík- ina. Umræðuefnin snúast um hitt og þetta, allt frá einhveiju umdeildu bjálkahúsi i Vest- mannaeyjum, til Ebólaveirunnar í svörtustu Afríku. Og ísbirni. Já, því hér eru menn raun- verulega á ísbjarnarslóðum og það er varla sú vík eða vogur hér um slóðir að þar hafí ekki verið unnið bjarndýr, eða að minnsta kosti sést til þeirra. „Og nú er stutt í ísinn, strák- ar, og byssurnar úti í bátunum," segja kapparn- ir og reyna að hrella gesti sína! Árið 1307 reif einn bangsinn í sig átta manns í Hælavík. Það er nú svæsnasta sagan. En það eru margar nýlegri. Það eru örfá ár síðan að skipveijar á fiskibáti „hengdu“ björn sem þeir komu að á sundi skammt utan Horn- víkur og landsfrægt varð. Það eru heldur ekki mörg ár síðan að björn var skotinn undir Hælavíkurbjargi og sjálfur skaut Kjartan björn skammt frá húsunum í Hornvík fyrir um tutt- ugu árum. „Ég smellhitti hann bak við eyrað með litlu eldhúsbyssunni. Hún er aðeins 22 kalíbera, en það dugði. Það þýðir ekkert að skjóta í pönn- una á þessum körlum," segir Kjartan. Og hann rifjar upp að björninn hafí verið með galtóman maga og því augljóslega banhungraður. Og þar með hættulegur. „Hugsiði ykkur, að daginn áður kom tuttugu manna flokkur skáta í gönguför og eiginlega ótrúleg lukka að hópurinn gekk ekki beint í flasið á birninum," segir Kjartan og bætir við að einstaklingur sem við getum nefnt Nonna feita hafí verið þar fremstur í flokki. „Það hefði verið flott veisla!" segir Kjartan og það er eins og setningin bergmáli um allt hús. Síð- an kveða við miklar hláturrokur. Þetta finnst þeim köppum ógurlega fyndið! Hvernig í andsk ... Eftir þijá daga er veðurspáin enn hin sama, sum sé ekki vinsamleg. Það er ljóst að orrust- an við Hælavíkurbjargið er töpuð í þetta sinn. Menn venda sínu kvæði í kross og skjótast á fjórða degi í Hornbjarg. Tala um að koma aftur eftir viku og afgreiða þá Hælavíkurbjarg- ið. Allt fer vel í Hornbjargi og Vestfirðingar fá sín egg þó klakahöllin Hælavíkurbjarg hafí ekki gefíð færi á sér. Þegar upp er staðið, þegar siglt er frá Hornbjargi áleiðis til Homvík- ur, þar sem menn ætla að taka saman föggur sínar og halda aftur til siðmenningar, horfir Tryggvi Guðmundsson um öxl og segir fleyga setningu: „Hvernig í andskotanum manni getur dottið til hugar að gera þetta, svona aftur og aftur...!“ En svarið er einfalt. Fyrir þá sem hafa upp- lifað ævintýrið og geta lokað augunum og kallað fram úlfgrátt Hælavíkurbjargið fyrir hugskotssjónum. Kallað fram ærandi klið bjargfuglsins og gagg tófunnar. Allt upplifað í góðra vina hópi. Jú, svarið er einfalt: Menn geta ekki annað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.