Morgunblaðið - 11.06.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 11.06.1995, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA breiðskífa Bjarkar Guð- mundsdóttur, Debut, kom henni í fremstu röð í tónlistarheiminum fyrir tveimur árum, seldist í þremur milljónum eintaka og andlit Bjarkar var hvar- vetna; í tímaritum, dagblöðum og sjónvarpi. Enn er hún komin á allra varir, eða í það minnsta í öllum helstu tísku- og tónlistartíma- ritum, enda er næsta plata, Post, væntanleg; kemur út á morgun. Mörgum hefur þótt bið- in löng, en það verður að segjast eins og er að hún er styttri en búast hefði mátt við í ljósi anna Bjarkar undanfama mánuði við tónleikahald og viðlíka stúss vegna Debut. Litlu Feneyjar Björk hittir blaðamann á uppáhalds kaffi- húsi sínu í Maida Vale í Lundúnum þar sem hún hefur búið undanfarin tvö ár. Hún er svolítið sein fyrir en þegar hún kemur er henni vel tekið af eigandanum og þjónustu- fólkinu, enda segist hún tíður gestur þar. Hún segist hafa í nógu að snúast þessa dagana, manna- skipan í hljóm- sveitinni sem fer með henni um heiminn er nýráðin, loka- hönd sé verið að leggja á auglýsinga- herferð til að fylgja plötunni eftir og viðtalasyrpu vegna plötunnar sé ekki enn lokið. Þannig standa fyrir dyrum stutt síma- viðtöi við nokkrar íslenskar útvarpsstöðvar eftir að spjalli okkar er lokið. Talið hefst á spjalli um umhverfið, en Maida Vale er kallað Little Venice, litlu Fen- eyjar, vegna skipaskurðanna sem liggja um hverfíð sem Björk segir að minni sig frekar á Amsterdam en Feneyjar. Hún býr skammt frá í húsalengju með gríðarstórum lokuðum garði, sem hún segir að Sindri sonur hennar nýti sér vel; hann sé úti mestallan daginn þegar vel viðrar. Hún segir að það hafí verið stór ákvörðun að flytjast út, en undan því hafi ekki verið komist ef hún vildi sinna tón- listinni og rækta sambandið við Sindra. „Fyrsta árið var ég alltaf reið út í sjálfa mig fyrir að hafa látið hafa mig út í þetta og svo hafði ég áhyggjur af Sindra, en svo spjarar hann sig best af öllum.“ London, Reykjavík, Bahama-eyjar Talið berst að plötunni sem allir bíða með svo mikilli eftirvæntingu, en Björk segist hafa tekið hana upp að mestu í Lundúnum utan að grunnar að tveimur lögum voru tekn- ir upp á íslandi. „Post er samsafn stuttra samvinnuverkefna; tvö lög tók ég upp með Tricky, eitt með Howie Berstein, tvö með Graham Massey, og tvö tók ég upp ein.“ Þau Nellee Hooper, sem kom mjög við sögu á Debut, brugðu sér síðan til Bahama-eyja til að ljúka við plötuna, að ráði bókhaldara Bjarkar, sem ráðlagði henni að stofna þar fyrirtæki til að komast undan gríðarlegum sköttum í Bretlandi. Björk segir að það hafi verið afskaplega gaman að koma til Bahama-eyja, en þetta hafí ekki verið nein skemmtiferð, það hafí verið unnið átján tíma á sólarhring til að ljúka við plötuna og því ekki mikið legið í sólinni. „Sindri var með, hann fékk leyfí úr skólanum og gerði bára heimavinnuna sína og hann var sólbrúnn og útitekinn, en við vorum bara hvít, enda vorum við í hljóðverinu mestan hluta dagsins. Það var þó afskaplega gott að vakna á morgnana og stinga sér í heitan sjó- inn og synda í hálftíma áður en ég fór í vinn- una. Best af öllu var að ég gat tekið allan sönginn upp úti á strönd- inni á kvöldin, sungið fyrir sjóinn. Við vorum með sér- stakan hljóðnema sem tekur bara það sem er nálægt til að losna við umhverfíshljóð. Það má reyndar heyra smá vatnsgutl, eins og heyra má til að mynda í byijuninni á Possibly Maybe, en það passar bara.“ Eins og sjá má af úpptalningunni að fram- an koma margir við sögu á plötunni, en Björk segir það sé ekki vegna neinnar hugmynda- þurrðar. „Ég sem alltaf lögin fyrst, og þetta er bara spuming um að fínna rytma við hæfí. Ég gæti örugglega samið rytmana sjálf og spilað á trommusett, en það yrðu bara venjulegir rytmar og ég vil frábæra rytma. Samt er ég orðin betri rytmasmiður og til dæmis samdi ég rytmana í Hyperballad og Possibly Maybe, svo ég er að læra þetta. Forstjórl hjá Síld ogflskl Það er orðið erfíðara að vinna með mér því ég veit orðið svo vel hvað ég vil. Það hefur líka sitt að segja að ég þekki svo mik- ið af góðu fólki, sem er auðvelt að biðja um að gera það sem það vill og vera því ekkert að negla það niður.“ Þeir sem þú ert að vinna með, til dæmis Howie B og Tricky, hafa haslað sér völl á eigin spýtur og eru í fremstu röð danstón- smiða í Bretlandi. Er ekki erfitt að fá þá til að gera einmitt það sem þú vilt? „Þetta er vissulega allt ólíkt fólk, en þetta eru yfirleitt vinir mínir svo það er ekkert vandamál. Hvað varðar aðra sem ég vinn með þá hef ég alltaf verið afskaplega stillt og þolinmóð og þegar ég vinn með fólki eða umgengst fólk sem er erfítt þá sniglast ég í kringum það í marga tíma þar til allt er komið í lag í stað þess að segja því að halda kjafti. Forðum var ég sífellt að sætta fólk og þegar við vorum að æfa fyrir Debut-tónleika- ferðina beið ég kannski í sex tíma á meðan fólk var að fá sér sígarettu, en fékk mínu fram á endanum með þolinmæði á ijórum mánuðum í stað þess að ná því fram með frekju á viku. Ég er þó að læra að vera ákveðnari og frekari án þess að breyt- ast í einhveija ófreskju, að vera með hjartað í verkinu en segja samt hingað en ekki lengra. V að breyt- ast í Soffíu frænku," segir Björk og hlær, „en ég er ekki að gera þetta bara fyrir mig persónulega. Ég er alls ekki að segja að ég sé betri en annað fólk, langt í frá, en ég er ábyrg fyrir svo stóru batteríi að það er eins og ég sé forstjóri hjá Síld og físki með tugi manna í vinnu og hver er með hundruð manna í vinnu. Ef ein- hver fer að spila ein- hvem einleik eða gerir skyssu, þá er allt í voða. Þannig ætlaði umslags- hönnuður- inn að stoppa auglýs- ingaher- ferð um plöt- una sem búið var að leggja sextíu milljónir króna í og tugir manna búnir að vinna að vik- um saman vegna þess að einn bleiki liturinn var ekki réttur á umslaginu. Slíkt er auðvitað bara della og ég verð að hjóla í svoleiðis fólk. Það er svo oft sem ég þarf að standa í stússi sem snertir ekki vinn- una, og ég ræð kannski mann til að skipuleggja tónleika en það eina sem hann vill er að bjóða mér út að borða og sýna öllum að hann sé að fara út með poppstjömu." Hljómborð, slagverk og harmonlkka Björk er þegar farin að undirbúa tónleika- ferðina til að fylgja Post eftir þó platan sé ekki komin út, og hún segir að það verði öllu auðveldara en með Debut. „Hljómsveitin er allt öðmvísi uppsett. Ég vissi þegar ég gerði Debut að þetta yrði mikil málamiðlun því platan var ekkert samin til að spila á tónleikum. Allar hugmyndimar gengu vel upp í hljóðverinu upptökudaginn en þegar ég út- setti lögin fyrir sjö manna hljómsveit var ekkert frelsi, því þetta var málamiðlun. Núna samdi ég öll lögin með það í huga að það yrði hægt að spila þau öll á tónleikum. Þau em miklu sterkari og miklu einfaldari á sama tíma; bygging þeirra er einfaldari og ákveðn- ari en frelsið er líka miklu meira. Eg ákvað líka að fá færri hljóðfæraleikara til liðs við mig og þá fólk sem ég get treyst til að vera það sjálft. Ég fæ lítið út úr því að halda tónleika þar sem ég veit hvað allir munu gera og ég er sú eina sem er að syngja af fíngmm fram. Ég verð að fá næringu frá fólki, að það komi mér á óvart, annars verða allir tónleikar eins - alveg eins og að syngja fyrir framan spegil. Ég læt tæknihlutina vera tæknilega og halda sér, en reyni ekki að spila tölvugerða hluta laganna með lifandi hljóðfæraleik, það gengur ekki upp. Leila sem spilaði með mér í síðustu tónleikaferð er með takkaborð sem hefur í sér búta úr lögunum og endurhljóð- blandar þau á sviðinu, sem tryggir að lögin verða aldrei eins. Hinn hljómborðsleikarinn, Guy, fer í hina áttina og spilar á alvöm org- el og sembal. Ég nota strengi mikið á plöt- unni og það er ekki gerlegt að ferðast um með sextíu manna strengjasveit, þannig að ég ákvað að pæla ekki í hljóðinu sem slíku heldur bara tilfinningunni. Ég fékk því til liðs við mig japanskan harmon- ikkuleikara sem lærði meðal annars hjá Astor Piazolla og hefur líka klassíska þjálfun. Síðan leitaði ég lengi að slagverksleik- ara og fann loks í fyrradag mann sem heitir Trevor, hálf- ur fri og hálfur Jamaíka-maður á sextugsaldri, og hreint frábær. Ég er með tíu \ mismunandi rytma á plöt- unni og var því að leita að tíu mismunandi slag- verksleikurum í ein- um manm, sem var mjög erfítt og í raun ósanngjamt eins og ég væri beðin um að vera tíu mismunandi söngkonur á hverjum tónleikum, en Trevor er einmitt maðurinn til þess.“ Elnfaldlega fleygt fram Mér fínnst eftir að hafa hlustað á plötuna nokkrum sinnum að lagasmíðar séu betri á henni en var á Debut. „Ég held að mér hafí einfaldlega fleygt fram. Debut samdi ég á tíu ára tímabili frá því ég var sautján og lagasmíðamar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég var eins lengi að koma mér að því að taka upp sóló- plötu og raun bar vitni vegna þess að ég vissi að hún yrði ekkert æðisleg, en þú verð- ur bara að hafa hugrekki til að gera fyrstu plötuna, fyrstu bíómyndina eða skrifa fyrstu bókina, þó þú vitir að þú eigir eftir að gera miklu betur síðar. Þegar ég tók Debut upp fannst mér ég vera afskaplega eigingjöm að vera að taka upp plötu bara fyrir sjálfa mig, en það er nú einu sinni svo að því meira sem maður hlustar bara á sjáifan sig og gerir það sem maður sjálfur vill heyra því fleiri vilja heyra það. Þetta er eins og þegar ég held tónleika og reyni að gera fímm fremstu sem ég sé til hæfis þá geri ég engum til hæfís. Ef ég syng bara fyrir mig, syng eins og mér líður það augnablik, þá syng ég fyrir allan salinn. Ég er ekki að segja að það takist alltaf, en það er takmarkið. Vika (lífi venjulegrar manneskju Mér fínnst plöturnar mjög svipaðar og þess vegna kalla ég þær Debut og Post, mér fínnst þær vera fyrir og eftir sama hlutinn. í báðum tilfellum vildi ég gera plötu sem væri eins og vika í lífi venjulegrar mann- eskju; einn daginn ertu rosa glaður, annan þunglyndur og annan reiður og þess vegna vildi ég að lögin yrðu svona ólík. Á Post er ég bara orðin miklu betri í því sem ég er að gera; glöðu lögin eru glaðari, reiðu lögin reiðari, sorglegú lögin sorglegri, fallegu lögin fallegri og ljótu lögin ljót- ari.“ Post hefur almennt fengið fram- úrskarandi dóma í erlendum blöðum og tímaritum, en sumir hafa haft á orði að platan sé full fjölbreytt. Björk tekur ekki undir það og segist halda að fólk sé bara alið upp við svo leiðinlegar plötur. „Á meirihlutanum af plötunum sem ég á hlusta ég bara á eitt eða tvö lög, ég hlusta tvisvar á plötuna og svo pikka ég tvö lög úr. Þær einu plöt- ur sem ég hlusta á heilar eru þær sem spanna allan tilfinninga- skalann. Það er þess vegna sem fólk er alltaf að búa sér til safnspolur með lögum úr ýmsum áttum. Ég held að hvaða tónlist- armaður sem er og hvaða hlustandi sem er vilji fá allan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.