Morgunblaðið - 11.06.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HÉR verður kynntur til sög-
unnar íslendingur einn
sem varla verður lýst
með öðrum hætti en að
hann sé ævintýramaður
í þess orðs bókstafleg-
ustu merkingu. Maður
sem „kaus frelsið og sigldi sinn sjó“
eins og hann hefur komist að orði
um lífshlaup sitt. Hrafn Valdemars-
son heitir hann, en hann hefur siglt
um flest eða öll heimsins höf, síð-
ast í vopnaflutningum í Persaflóa
og síðar til Thailands, en fyrr var
hann m.a. í birgða- og vopnaflutn-
ingum í Víetnamstríðinu. Nú er
hann sestur í helgan stein í Nor-
egi, a.m.k. „þar til það skellur aftur
á stríð“ eins og hann kemst að orði.
En Hrafn er tekinn að reskjast og
hefur hægt á sér.
„Ég var tilbúinn að munstra mig
út fjögurra ára gamall, en þá laum-
aðist ég niður á höfn og komst í
kolakranann. Þar handsamaði lög-
reglan mig eftir að hafa fengið
upplýsingar um heldur ungan von-
góðan sægarp. Mér tókst að kjafta
mig út úr uppákomunni þrátt fyrir
ungan aldur. Það má því segja að
snemma hafi beygst krókurinn og
átta ára gamall stal ég bát við ann-
an pjakk, en sú ferð varð einnig
endaslepp og endaði á lögreglustöð-
inni.
Ævintýraþráin var rík í blóðinu
og ljóst að ég myndi sigla minn
sjó. 9 ára var ég farinn á trillu með
afa og 13 ára var ég kominn á fiski-
bát. Ég var einnig vitavörður í
Bréiðafirði um tíma og á sjó með
frænda mínum á Vopnafirði. Síðan
átti leiðin eftir að liggja til Noregs,
en ég endaði í Svíþjóð og réð mig
þar á skip sem sigldi á Ástralíu.
Ég var alls á þrettán sænskum
skipum á þessum tíma og sigldi
einnig um tíma frá Póllandi til
arabalanda. Þá var ég kominn í
vopnaflutninga sem hef mikið verið
viðloðandi síðan,“ segir Hrafn.
Til Víetnam
„Ég kom svo heim og fór í Stýri-
mannaskólann og lauk námi þar
þegar ég stóð á þrítugu. Þá var það
Karabíska hafið og þar lenti ég
fyrst sem stýrimaður á milla-
snekkju. Það var verulega notalegt,
litið að gera, enda var liðið um
borð aðallega að horfa á skútu-
keppnir. Skipstjórinn var alltaf að
tala um að keppa sjálfur og lagði
hart að mér að vera með, hann
vantaði einhvern almennilegan sjó-
mann í þetta með sér, en það höfð-
aði ekki til mín. Þetta endaði með
því að mér bauðst pláss á norsku
skipi, en það stóð stutt og leiðin lá
aftur til Bandaríkjanna."
Hrafn heidur áfram: „Það var
eitt skip og síðan annað. Ég hef
skrifað tvær bækur um ferðir mínar
og ævintýri. Handritið að þeirri
þriðju er tilbúið, en óvíst hvort og
hvenær það kemur út. Mér hefur
dottið í hug að skýra nýju bókina
„Hundrað skip og helvíti". Gallinn
er bara sá, að mig vantar enn nokk-
ur skip til að fylla töluna hundrað.
Leiðin lá til Víetnam. Þar var
skoilin á styrjöld og ég var á dalli
sem flutti vopn til bandarísku her-
mannanna. Það tók nokkuð á taug-
amar að vera í Víetnam, því það
bárust fallbyssudrunur úr hiíðunum
þegar við vorum í Da Nang og það
var stöðug ógn vegna kafara Viet
cong, sem fóru undir skipin og
reyndu að klessa sprengjum undir
þau. Það tókst oft, þrátt fyrir mik-
ið eftirlit varðbáta. Það kom fyrir
að birgðaskipin voru sprengd í loft
upp. Menn reyndu að taka því með
stóískri ró þótt ekki gengi það jafn
vel hjá öllum og okkar skip slapp.
Ég var raunar aðeins einu sinni
verulega hræddur í Víetnam. Ég
hafði sest að sumbli með bandarísk-
um hermanni á veitingastað sem
varð frægur er Víet eong sprengdi
hann í tætlur þegar þar var fullt
af fólki. Við félagarnir voru komnir
í glas og ákváðum að fara að leita
að Víet cong. Það var stutt í frum-
skóginn og við þrömmuðum inn í
þykknið. Ekki höfðum við farið
langt er við horfðumst í augu við
þrjár svartklæddar verur, tvo karla
og eina konu. Við sáum ekki í rökkr-
inu hvort þau vora vopnuð, en er
þau þokuðu sér nær okkur brast á
okkur flótti sem endaði ekki fyrr
en á barnum.“
Alls staðar íslendingar
Hrafn er fyrstur manna til að
staðfesta þann þráláta orðróm um
að það sé varla til sá staður á jarð-
kúlunni að þar sé ekki Islending
að finna. Og þeir eru fundvísir hver
á annan. í Víetnam, Ástralíu, Suð-
ur-Afríku, á Trinidad, i Kenya. Alls
staðar hefur Hrafn hitt landa. Hann
segist meira að segja hafa vissu
fyrir því að einn íslendingur hafi
fallið i Víetnam. Sá hafi verið með
frönskum hermönnum.
Haft er fyrír satt að í öllum blundi ævintýra-
maður. Spuming sé aðeins með hvaða hætti
hann brýst fram. Guðmundur Guðjónsson
hitti þó einn hreinræktaðan á dögunum og
sá hafði nú víða farið o g margt reynt.
ALLS staðar eru íslendingar, þarna hefur Hrafn t.v. hitt ís-
Iensk hjón í Mombaza í Keníu.
ÞARNA hafa Hrafn og tveir félagar hans farið í land í
Thailandi til að lyfta sér upp. Þetta er árið 1991 og
Hrafn er sitjandi lengst t.h.
íslendingur á Trinidad? Það kem-
ur á daginn og þar komst Hrafn
nokkuð nærri því að snúa baki við
sjónum. Og þó. Hann segir:
„Ég var að nýbúinn missa skip-
rúmið á norsku skipi og var að
velta fyrir mér hvað tæki við. Við
voram í San Fernando á Trinidad
og ég frétti hjá norskum presti
þar, að íslensk kona byggi uppi í
fjöllunum, væri þar með kaffi- og
kakóplantekru. Hún héti Ása Guð-
mundsdóttir Wright. Ég skrifaði
henni og spurði hvort ég mætti
koma í heimsókn og fékk mjög hlý-
legt og fallegt svar. Mér iíkaði vel
hjá Ásu og hún bauð mér ráðs-
mannsstarf hjá sér. Að hugsuðu
máli hafnaði ég því. Ása var skap-
stór og mér var ljóst að okkur
myndi fyrr heldur en seinna lenda
saman og það vildi ég ekki.“
Hrafn hefur komið víða við. Aðal-
lega í vopnaflutningum hin seinni
ár. Hann glottir þegar hann er
spurður hvort það stafi af því, að
þeim flutningum fylgi mestu ævin-
týrin. Hann var á Indlandshafi er
Áustur- og Vestur Pakistan lentu
í stríði og Bangladesh var stofnað.
Þar var mikið blóðbað og Hrafn sá
sinn skammt _af því og vel það að
eigin mati. „Ég var reyndar ekki
að flytja vopn þegar ég lenti þar,
heldur matvæli og stál til Chitta-
gong. Lík voru á floti um allt fljót-
ið sem rennur þar í gegn og ég
lenti næstum illa í því þegar ég
ætlaði að fara að taka myndir af
hryllingnum. Hermenn á næsta leiti
voru ekki á því að það væri heppi-
legt og ég fékk „vinsamleg" til-
mæli um að láta myndavélina síga.“
„Slianghæjaður"
Hrafn er kominn af léttasta
skeiði, en samt til alls líklegur.
Hann var að íhuga að setjast í helg-
an stein er ófriður blossaði upp við
Persaflóa og ljóst var að Vestur-
veldin myndu þar skerast í leikinn.
Hann var þá staddur í Bandaríkjun-
um og fór á næstu skráningarskrif-
stofu. „Ég ætlaði að vera á skrá
og sjá til, en þeir sáu auðvitað strax
að þarna var kominn einn af þessum
gömlu ósviknu jöxlum og það má
segja að ég hafi verið „shanghæjað-
ur“ á staðnum. Það síðasta stóra
sem ég hef lent í voru því vopna-
flutningar til Persaflóa.
Það var vægur skjálfti um borð,
því Saddam hótaði því mjög að
sökkva flutningaskipunum ef þau