Morgunblaðið - 11.06.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 B li)
FRÉTTIR
Fransiskusspítali í Stykkishólmi
Námskeið í greiningu
og meðferð kvilla
Stykkishólmi - St. Fransiskusspítali
í Stykkishólmi stóð nýlega fyrir nám-
skeiði þessa dagana. Það fjallar um
orthopaedisk medicin og gengur út
á greiningu og meðferð kvilla í
hreyfikerfi líkamans.
Þetta er þriðja árið sem svona
námskeið er haldið á vegum Sjúkra-
hússins og fjórða námskeiðið. Nám-
skeiðin eru ætluð læknum og sjúkra-
þjálfurum. Námsefnið sem farið er
yfir spannar tvð námskeið og eru
þátttakendumir nú að ljúka seinni
hlutanum.
Vandað er til námskeiðsins og eru
fengnir erlendir sérfræðingar til að
kenna. Kennslan fer fram í íþróttam-
iðstöðinni í Stykkishólmi. Þetta nám-
skeið sækja 14 þátttakendur og er
jöfn skipting á milli lækna og sjúkra-
þjálfara. Einn þátttakandinn kemur
alla leið frá Noregi. Að námskeiðinu
loknu hafa 50 manns lokið þessu
námi. Það er Jósef Blöndal, sjúkra-
húslæknir í Stykkishólmi, sem hefur
verið aðal hvatamaður fyrir því að
koma námskeiðunum á og hann hef-
ur líka skipulagt þau. Hann hefur
sérhæft sig í að lækna bakveika og
hefur náð góðum árangri. Með hon-
um kenna á námskeiðinu dr. Henry
A. Sanford, sérfræðingur við St.
Thomas-, Cromwell- og Wellington-
sjúkrahúsið í London og Nigel Hanc-
ard, yfírsjúkraþjálfari við sjúkrahús-
ið í York á Englandi.
Þátttakendur voru ánægðir með
skipulagningu námskeiðsins og að-
stöðuna sem boðið er upp á hér og
fara mun fróðari heim á sín sjúkra-
hús og eru færari að meðhöndla sína
sjúklinga.
Hlaut styrk úr
Forshell-sjóðnum
STYRKI úr minningarsjóði um Per-
Olaf ForshelI,fyrrverandi sendiherra
Svíþjóðar á Islandi,
var úthlutað hinn 23. maí, á fæðing-
ardegi Forshells, og hlaut Björg
Guðmundsdóttir frá Bolungarvík
styrkinn, að upphæð 3.000 sænskum
krónum.
Björg útskrifaðist árið 1994 úr
Háskóia íslands með BA-próf með
sænsku sem aðalfag. Hún starfar
m.a. við sænskukennslu og hefur
jafnframt verið leiðsögumaður fyrir
Svía á sumrin. Björg fær styrkinn
til að geta tekið þátt í námskeiði
um sænska tungu og menningu í
Svíþjóð í ágúst í sumar.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja
stöðu sænskukennslu á íslandi og
menningarsamvinnu milli Svíþjóðar
og íslands. Sjóðurinn var stofnað-
ur af Ríkisföraningen Sverigekon-
takt, til minningar um Per-Olof
Forshell, sem var sendiherra Sví-
þjóðar á íslandi frá 1987 til dauða-
dags 1991. Hann var mjög áhuga-
samur um að auka menningarsam-
band milli Svíþjóðar og íslands og
lagði í þetta áhugamál sitt mikla
vinnu.
Fjölskylduhátíð og ferða
kynning í Kringlunni
FERÐAKYNNING verður nú um
helgina í Kringlunni í samvinnu við
Leikfélag Reykjavíkur, Olíufélagið
og nokkra aðila í ferðaþjónustu.
Kynntir verða ferðamöguleikar
innanlands undir kjörorðinu: ísland,
sækjum það heim. Olíufélagið verður
með sérstaka kynningu á nýjungum
fyrir safnkorthafa félagsins og á
notkun debetkorta og greiðslukorta
í tengslum við safnkortin. Þá verða
þeir með svokallaðan posaleik þar
sem góð verðlaun eru í boði. Á laug-
ardaginn er sumarskemmtun Leikfé-
lags Reykjavíkur sem hefst á Kringl-
utorgi um kl. 13. Leikfélagið teflir
fram söngatriðum úr söngleiknum
Jesús Kristur Súperstjarna sem
áformað er að frumsýna um miðjan
júlí. Lina Langsokkur mætir á
Kringlutorgið og verður með uppá-
tæki eins og henni einni er lagið.
Hún lítur einnig inn í Ævintýra-
kringluna — leiksmiðju barnanna
sem er á þriðju hæð í Kringlunni.
Ef veður verður óhagstætt verða
atriðin úr Jesú Kristi Súperstar og
skemmtun Línu Langsokks flutt inn
í Kringluna. Eftir hádegi á laugar-
deginum verður, ef veður leyfir,
grillað á Kringlutorginu á vegnum
Hagkaups, Olíufélagsins og Kringl-
unnar.
Afgreiðslutími Kringlunnar á
laugardögum er frá kl. 10-16 en
Hard Rock Café er opið til kl. 23.30.
Húsið stendur á uppfillingu við Ægisgarð (fyrir
neðan Slippinn) og verður til sýnis í dag kl. 14-18.
■EP 588-1425 og 853-2121
Til sölu
sérlega vandað
45 fm sumarhús
(með mögul. á
svefniofti).
Verð kr. 1.750
þús. miðað við
núverandi
byggingastig
þ.e.s. fullbúinn
að utan, tilbúin
loft og gólf að
innan.
MONTANA TJ ALDVAGNIN N
Erum fluttir úr Lágmúlanum.
Sýning sunnudag
Tjaldvagnar: Landsins mesta úrval tjaldvagna.
Allir vagnar koma með hörðu, læsanlegu loki
með toppgrind, þýskri fjöðrun og undirvagni.
Ten cate tjalddúk af bestu og þykkustu gerð
(350 gr.). Vagnarnir eru níðsterkir, smekklegir
og auðveldir í tjöldun.
10 sek. í tjöldun
rOMANCHE
—------
Umboðið
____ EVRÓ HF
jtf SUÐURLANDSBRAUT 20
! SÍMI: 5887171
Rosenthal _ þegar pú «h"' gi°f
• Brúðkaupsgjafir
• Tímamótagjafir
Hönmm oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
MORGUN
BUhSINS
Sumarfrí á Islandi
Laugardagsblaði Morgunblaðsins, þjóðhátíðardaginn 17. júní nk.,
fylgir blaðauki sem heitir Sumarfrí á íslandi. í þessum blaðauka verður
sagt frá ýmsum ferða- og gistimöguleikum og athyglisverðir áningarstaðir
skoðaðir. Gönguferðum, veiði, golfi og sundi o.fl. verða gerð góð skil svo
og sumarbústaðadvöl og tjaldútilegum. bá verður fjallað um undirbúning
fyrir fríið, s.s. viðlegubúnað, útbúnað bílsins og grillsins og birtar
grilluppskriftir. Ferðalöngum til gagns og gamans verða birtar krossgátur
og getraunir fyrir börn og fullorðna.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að
tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 12. júní.
Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný
Sigurðardóttir, söiufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða
með símbréfi 569 1110.
-kjarni málsins!