Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 B 31 sigla ljóslaus í hvaða veðri sem var. Aðrir virtust óhræddir og stöppuðu í menn stálinu. Þetta gat verið erfítt fyrir fjöl- skyldur í landi. Skútan var til dæm- is eitt sinn hálfan mánuð á leiðinni milli Fleetwood og Eyja með fullan farm af salti í bijáluðu veðri. Fannberg og félagar sáu einu sinni loftárás á flutningaskip í írska kanalinum og seinna loftárás á Fleetwood. Fannberg Jóhannsson er enn búsettur í Vestmannaeyjum. 27 mönnum bjargað úr sjávarháska Helgi Eyleifsson er fæddur 1903. Hann er Miðnesingur frá Hólakoti, Staðnesi. Hann var á Arinbimi hersi til 1940 og sigldi öll stríðsárin á togaranum Agli Skallagrímssyni frá Reykjavík. Togarinn var 320 tonna kolaskip. Helgi sá stundum kafbáta en þeir létu ekki til skarar skríða. Hann sigldi til Hull og Grimsby og til Fleetwood síðustu árin. Hann var háseti og 1. netamaður. Helgi segir að þeir hafi einu sinni komið að 20 þúsund tonha skipi á útleiðinni og þá var nýbúið að sprengja það upp og þeir björguðu af því 27 mönnum bæði úr sjónum og af björgunarbátum. Þetta voru menn frá 8 þjóðum. Helgi segir að hann hafi aldrei fundið til hræðslu á stríðsárunum og gat alltaf sofið eins og hrútur. En það voru menn sem urðu að hætta því þeir gátu ekki sofið fyr- ir áhyggjum. Helgi var orðinn fjöl- skyldumaður á þessum árum en hann vildi samt ekki sleppa sigling- unum og vera í landi. Sjómennskan er ástríða sem erfítt er að vinna bug á. Helgi segir að það hafi verið siglt fast og oftast hafi þeir verið einsamlir. Skipin áttu að sigla sam- an í stríðinu en menn stungu hvem annan af eins og hægt var. Tvær vélbyssur voru settar á togarann. Önnur fyrir aftan skorsteininn og hin á hvalbakinn. Þeir þurftu ekki að nota þær. Helgi sagðist helst hafa skotið á tundurdufl en þau sprungu aldrei. Hann taldi ekki skynsamlegt að vera að skjóta á flugvélamar. Methafinn fór 130 ferðir fram og til baka yfir hafið Jóhann Magnússon, skipstjóri á togaranum Snorra goða;- og Viggó Guðjónsson sigldu fast á stríðsár- unum. Jóhann fór um 100 ferðir fram og til baka milli íslands og Bretlands og Viggó er að öllum líkindum methafi stríðsáranna í siglingum. Hann fór 130 ferðir meðan stríðið stóð yfir og fann aldrei til hræðslu þó margir væra skjálfandi. Viggó sleppti aldrei túr úr alla sína starfsævi eða frá því hann byijaði 14 ára gamal. Sum- arfrí hefur hann aldrei tekið og sér ekki eftir því. Jóhann og Viggó segja að stund- um hafí dufl komið í trollið. Þeir urðu einnig oft varir við kafbáta. Jóhann segir að eitt skiptið þegar þeir vora að koma til Englands hafi hann séð sjónpípu kafbáts. Þetta var þýskur kafbátur og fylgdi hann Snorra goða eftir uns birti af degi. Jóhann telur að Þjóðverj- amir hafí verið að nota hann til að komast nær ströndum Eng- lands. Jóhann upplifði það líka að sjá flugvél skotna niður ekki langt frá skipinu. Eitt sinn brunaði 30 þús- und tonna skip á gagnstæðri stefnu á fullri ferð rétt við síðuna á skip- inu. Jóhann hafði fylgt leiðbeining- um Englendinga um skipaleið en tók lítið mark á þeim eftir þetta! Hann segist ekki hafa hleypt hræðslunni að frekar en Viggó. Það er ekki hægt að útskýra hræðsluleysið en kannski hafi þeir verið sterkir fyrir hjartanu. Sigmundur Guðbjartsson var 1. vélstjóri á flutningaskipinu Heklu sem var skotið í kaf 29. júní 1941. Skipafélagðið Kveld- úlfur gerði skipið út á striðsár- unum. Sigmundur er nú 87 ára gamall og á heima á Hrafnistu í Reykjavík. Sigmundur segir að Hekla hafi verið leigð til Eimskipafé- lags íslands og átti hún að fara til Halifax að sækja matvörur. Skipið leggur af stað 27. júní á hádegi. Heklunni var bakkað út úr höfninni en það er óláns- merki í augum sjómanna. Hjá- trúin reyndist rétt, að mati Sig- mundar. Skipið átti að sigla i samfloti við annað skip eins og títt var á stríðsárunum en ekki var beðið eftir því og farið einskipa. Stefn- an var sett á Ameríku en á sunnudeginum 29. júní á hádegi kom tundurskeyti í Hekluna að framan. Sigmundur hafði nýlok- ið við að borða eftir vakt í vél- inni. Heklan var tóm og rifnaði botninn undan henni strax og annar björgunarbáturinn fór í mask. Skipið sökk á þremur mínútum. Sigmundur snaraði björg- unarvesti utan um sig og stökk út í kaldan sjóinn. Það er kaldr- analegt að kasta sér I Atlants- hafið og sjá ekkert nema himin og haf og vita að 50 mílur eru til lands. Sigmundur vissi af fleka sem var á skipinu sem átti að losna og skjótast upp ef skip- ið sykki. Hann byijaði á því að synda eins og hann gat burt frá skipinu til að sogast ekki niður Á fleka í 1 0 sólarhringa eftir kafbótaórás Morgunblaðið/Golli SIGMUNDUR Guðbjartsson, 1. vélstjóri á Heklu. Hann var heiðraður af Sjómannadagsráði 1973. með því. Það myndaðist svelgur og var eins og foss steyptist nið- ur í undirdjúpin, skipið sökk svo hratt. Svo lokaðist yfir það aft- ur. Sigmundur sá svo flekann og komst upp á hann. Hann var sá þriðji sem komst á hann en fyrst- ur var 2. loftskeytamaðurinn Ingi Lövdal. Ingi hafði farið á kaf með skipinu en losnað og skotist upp aftur. Þeir voru sjö sem björguðust á flekann en 13 fórust með skip- inu. Flekann rak fyrir straumi og vindi og voru þeir á honum í tíu og hálfan sólarhring. Matur var á flekanum og Sigmundur hugsar með velþóknun til dósa af niðursoðnu feitu oggóðu kindakjöti. Það átti sinn hlut i að halda lífi í mönnunum. Þeir gengu vaktir á flekanum dag og nótt og voru með lýsis- tíru. Þegar veðrið var vont bundu þeir sig með böndum. Eina nóttina er loks kallað til þeirra utan úr myrkrinu. Neti var kastað til þeirra og skips- brotsmennirnir klifruðu upp. Þetta voru Kanadamenn á her- skipi. Kyndarinn Karl Guð- mundsson lést um nóttina. Kanadamennirnir sigldu með þá St. Johns á Nýfundnalandi og komu þeim undir læknishendur. Þrír þurftu að dvelja um tíma á spítala og einn kól illa á fótum og missti allar tærnar. Þetta var mikil þrekraun. Sig- mundur var 33 ára gamall þegar þetta var. Tveir af fiekamönnun- um lifa enn, Sigmundur og Ingi Lövdal, loftskeytamaðurinn. f oss sökkva Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur. MATTHÍAS Bjömsson loft- skeytamaður og kennari er aftur kominn heim. Hann fæddist í húsinu númer 17 við Aðalstræti, í fjöranni á Akur- eyri, en fór ungur til sjós. Hann sigldi um öll heimsins höf og komst í hann krappan á stríðsáranum. Eftir ævintýralegan feril á sjónum skipti hann um starfsvettvang, fór 38 ára gamall í Kennaraskóla ís- lands og gerðist kennari víða um land, síðast var hann í Varmahlíð í Skagafírði en hefur nú á 74. ald- ursári snúið aftur á æskuslóðirnar. Hann er að byggja sér hús í Duggufjöru, rétt við fæðingar- heimili sitt. „Ég byrjaði á gömlu síðutog- urunum árið 1943 og þá um sum- arið var ég loftskeytamaður á Skutli ÍS frá ísafirði. Við sigldum aðallega til Englands, Grimsby og Hull. Eitt kvöldið erum við þarna fyrir utan höfnina í Grimsby þar sem við áttum að landa morguninn eftir og lentum þá í miklum loftá- rásum, það logaði allt í landi fram undir morgun í árásum. Þetta var ægilegur hávaði. Ein sprengjan lenti mitt á milli Skutuls og her- flutningaskips sem var næst við hlið okkar og við hölluðumst ansi mikið á aðra hliðina. Þetta her- flutningaskip var 24 þúsund tonn að stærð og það losnuðu í því plöt- ur vegna þrýstings. Þegar ég fór að athuga loftskeytaklefann eftir að lætin vora um garð gengin sá ég brot úr sprengikúlu í kýraug- anu,“ sagði Matthías um fyrstu reynslu sína af stríðsátökunum á sínum sjómannsferli. En hann átti eftir að reyna meira. í byijun árs 1944 réðst hann sem Ioftskeytamaður á ms. Salvat- or og síðan á ms. Darien, kæliskip sem flutti matvæli til heija í Norð- ur-Afríku og víðar. í þriðju ferð sinni lenti Matthías í innrásinni í Suður-Frakkland. „Við lágum úti á ytri höfninni í Marseille um það leyti sem Þjóð- veijarnir voru að gefast upp. Það var þessi ægilegi djöfulgangur alla nóttina, það linnti ekki skothríðinni og þegar birti sáum við tvo sundur- skotna þýska skriðdreka í borg- MorgunblaOið/Margrét Þóra Matthías Björnsson á Akureyri. inni. Ég var í sambandi við land alla nóttina, það var verið að láta okkur á skipunum vita af gangi mála. Þetta var mikið ævintýri," sagði Matthías. Hann var á Darien þegar Goða- foss var skotinn niður í nóvember 1944, hann þekkti skipshöfnina prýðilega, hafði verið henni sam- skipa milli New York og Reykja- víkur. „Eftir þetta var ég ákveðinn í að hætta og fara heim,“ sagði Matthías. En þegar honum bauðst pláss á Yemmassee, fínnsku skipi sem orðið hafði innlyksa í Banda- ríkjunum á fyrstu árum stríðsins en Eimskip hafði þá tekið á leigu sló hann til, hætti við að hætta eins og hann orðaði það. Skipstjór- inn á Yemmassee var Kurt Carls- en, danskur maður sem hafði orðið frægur um allan heim þegar hann var skipstjóri á Flying-Enterprise sem sökk suðvestur af írlandi. Yemmassee og Dettifoss voru í sömu skipalest á leið frá New York til íslands en vegna yfirvof- andi kafbátahættu í Norður-Atl- antshafí var gripið til þess ráðs að sigla suður fyrir írland, upp írska kanalinn og til Belfast. Detti- foss, sem var gufuskip fór inn í höfnina í Belfast til að taka kol, en díselskipin biðu úti fyrir höfn- inni. ■*- „Það var lagt af stað að morgni og um klukkan hálf níu kvað við mikil sprenging skammt frá okk- ur. Það þutu allir upp til handa og fóta og menn reyndu að ná sér í björgunarbelti og allt var gert klárt fyrir björgun. Það kom svo í ljós að það var Dettifoss sem hafði orðið fyrir tundurskeyti sem hæfði skipið á síðuna bakborðs- megin. Skipstjórinn ætlaði að stoppa, en þá kom skipun frá hjálp- arskipi sem með okkur var, og okkur bannað að stoppa, sagt að halda okkar striki yfír til Loch Ewe á Skotlandi. Þetta var virkilega erfitt, að sjá á eftir fyrrverandi félögum sínum hverfa í hafið og mega ekkert aðhafast, það var mjög sorglegt. Skipið hvarf á ör- skotsstundu í hafið.“ Fjögur skip vora eftir í lestinni á leið frá Skotlandi til íslands og stjórnaði norska skipið Lyra ferð- inni. Hreppti lestin slæmt veður yfír Atlantshafíð, en skánaði þegar Island fór að nálgast. „Þegar við sigldum rétt sunnan við Stafnes heyrðum við geysimikla spreng- ingu. Skipstjórinn og fleiri um borð héldu að tundurskeyti hefði hæft okkur og stöðvaði skipið til örygg- is, en þá kom í ljós að skip sem var fast við hlið okkar, Alcedo, hafði verið skotið niður. Við feng- ' um svo morsmerki um að keyra á fullri ferð til Reykjavíkur og var það gert og sem betur fer sluppum við,“ sagði Matthías. Eftir þessa ferð var Matthías staðráðinn í að hætta á sjó en eitt- hvað togaði í og hann réð sig á Astez þegar hann var í New York. „Við sigldum yfír til Le Havre á vesturströnd Frakklands og á leið- inni þangað yfír tók ég á móti loft- skeyti sem innihélt þá tilkynningu að frá og með miðnætti þann dag . mættu öll skip sigla með fullum ljósum. Ég fór með það upp til skipstjórans og þvílíkt ánægjubros sem breiddist yfír andlit hans. Um miðnætti bauð hann öllum út á brúarvæng þar sem hann kveikti sér í stóram vindli, en allan stríðs- tímann var stranglega bannað að kveikja á eldspýtum utandyra,“ sagði Matthías.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.