Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR17.JÚNÍ 1995 E 13 SUMAI^Á ÍSLANPI SUMARFRÍ VIÐ MÝVATN * rlSIR möguleikar til útivistar bjóðast í Mývatnssveit, hvort sem menn vilja leigja bát eða hest, skoða fugla, fara í gönguferðir, veiða eða synda. Léttir róðrarbátar eru leigðir út við Mývatn og eru veittar leiðbeiningar um róðrarleiðir. Einnig er boðið upp á útsýnisferðir með leiðsögn. Fuglalífið í Mývatnssveit er vel þekkt og árlega kemur þangað áhugafólk um fuglaskoðun frá mörg- um löndum. Mikilvægt er að þeir sem stunda fuglaskoðun virðireglur um umferð og fari ekki um friðuð varp- lönd á tímabilinu 15. maí til 20. júlí. Skemmtilegar gönguleiðir eru margar í Mývatnssveit, en fáar hafa verið merktar enn sem komið er. Benda má þó á leiðina frá Reykjahlíð um Gijótagjá að Hverfjalli og þaðan í Dimmuborgir. Einnig eru mörg íjöll í nágrenni Mývatns, sem áhugavert er að ganga á. í Reykjahlíð er hægt að fara í út- reiðartúra daglega yfir sumarið. Möguleiki er á ferðum sem taka allt frá einni klukkustund upp í einn dag. Brottfarartímar eru eftir samkomu- lagj, en leiðsögumaður er með í öllum ferðum. Áhugasömum veiðimönnum má benda á að efri hluti Laxár er þekkt og eftirsótt stangveiðisvæði og þar veiðist mikið af stórum urriða. Stang- veiði er einnig í Mývatni og veiðist þar stór urriði og einnig bleikja. í Reykjahlíð er útisundlaug, tveir heitir pottar með vatnsnuddi, sauna- bað og sólbekkur. Sundlaugin er opin daglega á sumrin. Við Skútustaði er innisundlaug, sem er opin yfir sumar- tímann. Ofangreindar upplýsingar er að finna í bæklingi, sem ferðamálafélag Mývatnssveitar hefur gefið út. í þeim bæklingi er einnig talinn upp fjöldi áhugaverðra staða í sveitinni, bent á samgöngur, þ.e. flug og áætlunar- ferðir með bílum, kynntir möguleikar á útsýnisferðum og gistingu og ýmis önnur þjónusta. ÓÞARFI er að hreiðra um sig í bílnum, því hægt er að leigja Ijöld og flestan annan viðlegubúnað. VIÐLEGUBÚNAÐ MÁ LEIGJA ÞAÐ er töluverð tjárfesting að verða sér úti um viðlegubún- að, en sú fjárfesting veitir að vísu ómælda ánægju. Vilji fólk, sem ætlar að prófa tjaldútilegur, spara sér stofnkostnaðinn, eða a.m.k. fresta því að kaupa búnað þar til reynsla er komin á útilegu- áhugann, þá getur það sem hæg- ast tekið allan búnaðinn á leigu. Sportleigan við Vatnsmýrarveg í Reykjavík selur viðlegubúnað, en þar er einnig hægt að leigja allt í útileguna, tjald, svefnpoka, ferðadýnur, gaseldavél, bakpoka, borð og stóla og pottasett. Leiga fyrir tveggja manna tjald yfir helgi, í þijá daga, er 2.900 krón- ur, 3-4 manna eru leigð á 3.700 krónur og fimm manna tjöld með fortjaldi kosta 4.700. Vikuleiga, sex nætur, er frá 4.400 krónum upp í 6.800 krónur, eftir stærð tjaldsins. Svefnpoki er leigður á 1.100 krónur yfir helgi og 1.700 krónur í viku, ferðadýnur á 700 yfir helgi og 1.000 í viku, gaseldavél á 1.300 yfir helgi og 1.900 í viku, bakpok- inn kostar 1.100 yfir helgina og 1.700 í eina viku, borð og fjórir stólar kosta 1.300 yfir helgi og 1.900 í viku og pottasett er hægt að fá leigt á 700 krónur fyrir helg- arútileguna eða 1.000 í viku. Verðið lækkar enn hlutfallslega ef viðlegubúnaðurinn er leigður til lengri tíma, til dæmis kosta tjöldin frá 6.400 til 11.000 króna, ef þau eru leigð til tveggja vikna. Bónuspakkar Sportleigan býður svokallaða bónuspakka, en í þeim eru tjald, svefnpokar, ferðadýnur, gaselda- vél og pottasett. Helgarleiga á bónuspakka fyrir einn er 5.000 krónur, pakki fyrir tvo kostar 6.500, fyrir þijá 8.000, fjóra 9.500 og fyrir fimm 1Q.500. Leiga í eina viku kostar frá 8.000 fyrir einn upp í 18.000 fyrir fimm manns og tveggja vikna leiga er á bilinu 12.000 til 25.000 krónur. Samkomutjöld Loks skal svo bent á að Sport- leigan við Vatnsmýrarveg leigir einnig út samkomutjöld, sem hægt er að skella upp úti í garði eða við sumarbústaðinn, þegar menn vilja gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Lítil samkomutjöld, 14 fermetrar, eru leigð á 9.800 krón- ur yfir helgi, eða 16.000 á viku. Stærri tjöldin, sem eru 25 fermetr- ar, eru leigð á 15.000 yfir helgi, eða 20.000 á viku. Erum með mikið úrval af golf- vörum á mjög hagstæðu verði ^ovjjuju/ Chutcm/ G * O L F PRO STYLE Til dæmis: Tommy Armour golfkylfur járn 3-SW frá kr. 33.160 Pinseeker golfkylfur járn 3-SW frá ... 13.500 Metal trékylfur frá ............................... 3.000 stk. Vinsælu unglingasettin ............................ 7.900 Golfpokar frá ..................................... 5.000 Ifikið urval af golfboltum frá ...................... 130 stk. Ram Lithium Balata golfboltar ....................... 240 stk. Titlest Proffessional golfboltar ...... 360 stk. Regn- og vindfatnaður frá ................ 13.300 B»S» heíldverslun hf. gelfverslun STEINHOLTI I, HAFNARFIRÐI, sama hús og Golfklúbburinn Keilir, sími 565 07 14 Erum ekki í símaskránni ef þú þúrir á ffátel 'Eddn. cAUt þettas híóur þwi á 18 á taóimv á landinii - í alfaraleió. 'Vfró ági&táigu ámana: Ibegfyammma upphúió ýterhetpfifrá kr. 2.275. Snfrhpakapláá& kr. 850.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.