Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 14
14 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LYKILLINN AÐ LANDINU EGAR velja á kort til ferða- laga vakna spurningar um hvaða kort henta best. Ætli menn að ferðast víða er eðlilegast að hafa heildarkort af landinu eða ákveðnum lands- hlutum við höndina, en kort í stærri mælikvörðum eru nauð- synleg ef ferðast á um afmark- aðra svæði. Landmælingar Islands, sem hafa slagorðið „Ferðumst aldrei án korta“ gefa út kort í ýmsum mælikvörðum. Nú er nýkomið út nýtt ferðakort af íslandi í mæli- kvarðanum 1:500.000. Kortið er gefið út í hefðbundinni karton kápu, en um mitt sumar verður það einnig fáanlegt í plastpoka ásamt nafnaskrá. Ferðakortið veitir nýjustu upplýsingar um þjóðvegakerfið, veganúmer, vegalengdir og gerð slitlags, auk bestu fáanlegu heimilda um slóða á hálendi landsins. Á kortinu er auk þessa að finna upplýsingar um gististaði, söfn, sundlaugar o.fl. og á kápu má finna upplýs- ingar um ferðaþjónustu í öllum þéttbýlisstöðum. Landmælingar segja að kort á ferðalögum sé álíka nauðsynlegt og símaskráin á skrifstofunni og hægt er að taka undir þá fullyrðingu stofn- unarinnar að án korta yrði land- ið lítið annað en vegurinn fram- undan og fjöllin nafnlausar þúst- ir í landslaginu. Mælikvarði korta Þegar rætt er um mælikvarða korta er rétt að hafa hugfast að hann fer stækkandi eftir því sem kortin eru nákvæmari. Kort sem er í mælikvarðanum 1:100.000 er til dæmis fimm sinnum ná- kvæmara en kort í mælikvarðan- um 1:500.000. Mælikvarðinn, sem í raun sýnir mismun á milli fjar- lægðar á korti og fjarlægðar á landi, er prentaður á kortin ásamt skýringum. Sem dæmi má nefnaað mælikvarði 1:100.000 þýðir að 1 sentimetri á korti sé það sama og 1 kílómetri á landi, eða 100.000 sentimetrar. Flokkun þeirra korta, sem gef- in eru út hérlendis af Landmæl- ingum Islands byggist á mæli- kvörðum. Hin algegnari ferða- kort eru í mælikvörðum einn á móti milljón upp í einn á móti fimm hundruð þúsund og svo- kölluð Aðalkort eru í mælikvarð- anum 1:250.000 og skipta þau landinu í níu jafna hluta. Eftir RKRfiBORQ Frá Akranesi Kl. 08.00* Kl. 11.00 Kl. 14.00 Kl. 17.00 Frá Reykjavík Kl. 09.30* Kl. 12.30 Kl. 15.30 Kl. 18.30 Kvöldferðir Frá Akranesi Frá Reykjav. Kl. 20.00 Kl. 21.30 á sunnudögum í júní, júlí, ágúst og til 15. september. ‘Þessar ferðir falla niður á sunnudögum frá 15. september til 1. apríl. Breiðfirskar sumarjíætur Möguleikarnir margbreytilegir: Flateyjarferðir, jöklaferðir, \ --'-X eyjasiglingar, golfvöllur o.fl. isliólnaur Sími 438 1330, fax 438 1579. Opið frá kl. 8.00-23.00 alla daga brúarsporðinn í Borgarnesi Kjörbúð - veitingasala - söluturn - olíu- og bensínsala - upplýsingamiðstöð Ferðaþjónusta ífremstri röð SUMAIyWÁ ÍSLANPI FERÐAKORT TOURING MAP 1:500 000 é LANDMÆUNGAR Mynd/Landmælingar íslands - Guðmundur Viðarsson GOTT kort eykur ánægju ferðlangsins. það taka nákvæmari kort við, svokölluð staðfræðikort, en þau eru í mælikvörðum frá 1:100.000 upp í 1:25.000. Landslagið lifnar við Hlutverk korta eru ekki ein- ungis að tryggja mönnum að komast örugglega á þann stað sem áætlað var að faratil, heldur eru þau lykillinn að því umhverfi sem farið er um hveiju sinni. Landslagið yrði vissulega lítils virði ef það héti ekki neitt. Gott kort inniheldur fjöldann allan af örnefnum, allt frá nöfnum stærri þéttbýlisstaða til minni sveitar- bæja. Ekki má gleyma nöfnum merkra staða úr Islendingasög- unum, en þá má finna víða, hvort sem um er að ræða höfðingjaset- ur eða orrustuhóla. Önnur ör- nefni og ekki síður merkileg eru nöfn náttúrufyrirbæra, s.s. fjalla og vatna. Eru það einkum þessi nöfn sem fara framhjá kortlaus- um ferðamönnum, því ólíkt bæjarnöfnum eru þau sjaldnast LANDMÆLINGAR íslands hafa gefið út nýtt ferðakort af Islandi. merkt. Þessi nöfn eru yfirleitt fyrirferðarmikil á kortum og með því að hafa slíkar upplýs- ingar í farteskinu opnast nýr heimur fyrir ferðamanninn og í vissum skilningi má segja að landslagið öðlist líf í höndum hans. Hvort sem velja á hentugustu ferðaleiðina, finna út ferðatíma, velja áningarstaði eða njóta nátt- úrunnar á lifandi hátt, er kortið sá lykill sem nauðsynlegur er hveijum góðum ferðamanni. Byggt á upplýsingum Landmœlingu íslands. * OLL SOFN A EINNIBOK ARGIR ferðalangar vilja gjarnan fræðast um leið og þeir njóta feg- urðar landsins og útiveru. Vert er að benda þeim, sem hafa hug á að líta inn á söfn á ferðalaginu, á litla, handhæga og ódýra bók, sem nefn- ist Söfn á íslandi. Handbók þessi er gefin út af stjórn ís- landsdeildar ICOM, sem eru alþjóðleg samtök safna. I formála bókarinnar er bent á, að á ís- landi eru um 70 söfn, sem er mikill fjöldi í litlu landi. í nánast hverju héraði og í kauptúnum og bæj- um hafa menn tekið sig saman og safnað munum sem lýsa lífs- háttum liðins tíma, listaverkum og náttúrugripum. Hingað til hefur skort að á einum stað séu til upplýsingar um söfn á íslandi, en bókin er tilraun til að bæta úr því. „Við vitum að söfn eru viðkomustaðir margra sem ferðast um landið. Bókinni er ætlað að vísa veginn og leiða fólk á nýja staði. En hún á líka að hvetja fólk til að litast um á heimaslóð og skoða það sem næst. þeim er,“ segir í formál- anum. í ábendingum ritstjómar eru nefnd ýmis atriði, sem ferðalangar eru beðnir að hafa í huga. Þau eru þessi: ►Meginhlutverk flestra safna er söfnun gripa eða listaverka, sýning þeirra, verndun og rannsókn. Flest söfn sýna eigin verk og muni, en önnur gangast jafnframt fyrir sér- sýningum, fyrirlestmm, mynd- bandssýningum og tónleikum. ►Flest stóm söfnin veita faglega þjónustu, svo sem upplýsingar um hús og safngripi, ljósmyndaþjón- ustu, forvörslu og fleira. ►í bókinni er megináhersla lögð á opnunartíma og heimilisföng safna, söfnunarsvið þeirra og þjónustu við safngesti, sem auðkennd er með táknum. ► Söfnunum er raðað eftir lands- hlutum. Á undan hveiju minjasvæði er kort, sem sýnir staðsetningu safns. ►Sérsýningar: Mörg söfn setja upp tímabundnar sérsýningar sem þá em auglýstar. Að einstaka sérsýn- ingum er greiddur aðgangseyrir. ►Leiðsögn: Á flestum söfnum geta gestir fengið leiðsögn. Víðast þarf þó að panta slíkt fyrirfram, einkum fyrir hópa. I sumum er leiðsögn á fyrir- fram auglýstum tfmum. ►Lokað er á lög- bundnum frídögum. ►Flest söfn á lands- byggðinni eru lokuð yfír vetrartímann, en eru þó opin eftir samkomulagi. Eins og fyrr sagði er söfnunum skipt eftir landshlutum í bókinni. Um hvert safn er fjallað á einni síðu og fylgja þar einnig upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er, t.d. hvort veitt er leiðsögn, hvort greiða þarf aðgangseyri, hvort gott aðgengi sé fyrir fatlaða, auk upplýs- inga um rekstur veitingastofa, setu- stofa þar sem snæða má nesti og hvort rekin er verslun í tengslum við safn- ið, svo fátt eitt sé nefnt. Bókin Söfn á íslandi spannar vítt svið. Þar er fjallað um listasöfn í Reykjavík jafnt sem minjasöfn um sjósókn á Vestfjörðum, síldarminja- safn á Siglufirði skipar sama sess og Húsdýragarðurinn í Reykjavík og hin forna Víðimýrarkirkja stend- ur jafnfætis Listasafni Akureyrar, eða Póst- og símaminjasafninu í Hafnarfirði. Bókin Söfn á íslandi fæst í bóka- búðum og söfnum um allt land og kostar 400 krónur. Hún er í hand- hægu broti, um 21x10 sm að stærð og fer því lítið fyrir henni í farangr- inum. Þá er vert að benda á, að upplýsingar um hvert safn eru bæði á íslensku og ensku, svo er- lendir vinir og ferðafélagar njóta einnig góðs af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.