Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 22
22 E LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 SUMAfy^Á ÍSLAIMPI MORGUNBLAÐIÐ m ígulke^aK^ogrv kyuvötvauvdi? þig ...með EYJAFERÐUM Ferðir að ♦ Fjölbreytt fuglalíf óskum ♦ Sjávarfallsstraumar hvers og ♦ Bergmyndanir eins. ♦ Skelfiskur, ígulkerahrogn o.fl. veitt og snætt í réttu umhverfi ♦ Fjölbreyttir gistimöguleikar EYJAFERÐIR, Stykkishólmi, s. 438-1450. ísland í sumar Allt á einum stað Spennandi sérferðir Ferjusamgöngur Gisting um land allt Innanlandsflug Sérleyfisþjónusta AHir ferðabæklingar á staðnum Munið stéttarfélagsfargjöldin simi 552 2300 Ferðaskrifstofa BSÍ AualÚ uiðkoma { FlateV fom dt, Sumaráætlun frá 1. júní til 31. ágúst Frá Stykkishólmi daglega kl. 10.00 og 16.30, sími 438-1120 Frá Brjánslæk daglega kl. 13.00 og 19.30, sími 456-2020 Ath.: Breytt áætlun dagana 13. júlx og 10., 11., 12. og 26. ágúst. Nánari upplýsingar hjá afgreiðslu. t—m llpplýsingamiðstöð ferðamála r Wi Tourist Information Centre Hefjið íslandsferðina í Upplýsingamiðstöð ferðamála. Alhiiða upplýsingar um gistingu, samgöngur, skipulagðar ferðir, veiði, söfn, hestaferðir og aðra afþreyingu. Opnunarlíini í sumar Opcning hours during summcr (1.6.-31.8.): Mánudaga-föstudaga/Monday-Friday 8.30-18.00. Laudardaga/Saturdays 8.30-14.00. Sunnudaga/Sundays 10.00-14.00. 3L tlpplýsiiiganiiðstöð fcrðamála Tourist Informatlon Centre (lankaNtrætl 2, 101 Rcyk|avik Sfml/lel.: 562 3045 lirclsínii/lax: 5623057. Gjaldeyrisskiptistöð er opin kl. 8.30-20.00 7 daga vikunnar. DALATRITL OG BAÐFERÐIR MEÐ HÚNVETNINGUM HVAMMSTANGI, stærsti þéttbýlisstaður Vestur-Húnavatnssýslu. ESTUR-Húnarvatnssýsla býður upp á ýmislegt, ferðafólki til afþreyingar, hvort sem áhugi þess bein- ist að silungsveiði, laxveiði, út- reiðartúrum, gönguferðum eða skoðun merkra staða í íslandssög- unni. í bæklingi, sem Ferðamálafélag sýslunnar hefur gefið út til að kynna ferðaþjónustuna í sýslunni kemur m.a. fram, að úrvals sil- ungsveiði er í ótal ám og vötnum, auk þess sem laxveiðiárnar þar í sveit eru þekktar. Þá er bent á að ýmis svæði henti vel til göngu- ferða fyrir alla fjölskylduna, sem þeir Húnvetningar kalla meðal annars fjörulabb, dalatrítl og léttar fjallgöngur. Þá er boðið upp á skipulagðar fjallgöngur á heiðar sýslunnar. Þijár ágætar sundlaugar eru í sýslunni, en fyrir marga er samt aðalævintýrið a'ð skreppa í baðferð á fjöHum og lauga sig í heitum hverum þar. Þá bjóðast skoðunar- ferðir á bíl með leiðsögumanni á Arnarvatnsheiði og um Húna- vatnssýslu. Einnig er boðið upp á þjónustu fyrir jeppaeigendur á eig- in vegum í óbyggðaferð. Húnvetningar hafa löngum ver- ið hestamenn og það nýta þeir sér í ferðaþjónustunni. Boðið er upp á lengri og styttri hestaferðir, auk margvíslegrar þjónustu fyrir hestamenn. í Vestur-Húnavatnssýslu eru margir staðir sem vert er að skoða nánar. Þar má nefna Hrútafjarðar- háls, en þar að sunnanverðu er einstakt fuglalíf og ein stærsta himbrimabyggð í heimi. Arnar- vatnsheiði er perla með sínum ót- eljandi vötnum, Hvítserkur er einn sérkennilegasti klettur landsins og í Hindisvík er eitt stærsta og að- gengilegasta selalátur landsins. Sögufrægir staðir eru margir í sýslunni, enda voru hér sögusvið Grettissögu, Bandamannasögu og Heiðarvígasögu. I Hrútafirði er Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna í Reykjaskóla og fyrir ofan Reyki er Grettistakið á Hrútaíjarðarhálsi. í Miðfírði er m.a. Bjarg, þar sem Grettir Ás- mundarson ólst upp og þar er minnismerki um Ásdísi, móður Grettis. í Vatnsnesi eru Illugastað- ir, vettvangur morðsins á Natani Ketilssyni er leiddi til síðustu af- töku á íslandi, aftöku Friðriks og Agnesar. í Vesturhópi er Breiða- bólsstaður, þar sem lög voru fyrst færð í letur og þar var fyrsta prentsmiðja á íslandi. Þar er einn- ig Vatnsendi, þar sem skáldkonan Vatnsenda-Rósa bjó. Loks má svo nefna að í Gálgagili í Víðidals- fjalli er gamall aftökustaður og þar segir sagan að miklir reimleik- ar séu. Nánari upplýsingar um Vestur- Húnavatnssýslu fást hjá Upplýs- ingamiðstöð ferðamála í Staðar- skála í Hrútafirði. LUNDAR OG GOLF í EYJUM FERÐAMENN, jafnt innii mdir sem erlendir, leggja gjarnan leið sína til Vestmannaeyja, enda margt forvitnilegt þar að sjá, til dæmis merki um eldgosið á Heimaey árið 1973. Til Eyja er hægt að fara hvort heldur menn vilja, fljúgandi eða með feijunni Herjólfi. Gistimögu- leikar eru margvíslegir, sumir geta kosið að (jalda á tjaldstæðinu en aðrir að dveljast á hóteli eða gistiheimili. Fjöidi skoðunarferða er í boði, t.d. á báti. Fuglaáhugamenn finna eitthvað við sitt hæfi í Eyjum, því þar er t.d. að finna stærstu lundabyggð í heimi. Hafi menn fremur áhuga á sædýrum, þá er sædýrasafn í bænum. Golfáhugamenn geta svo skroppið á 18 holu golfvöllinn í Herjólfsdal, svo fátt eitt sé nefnt af möguleikum til afþreyingar. VESTFIRÐIR ÚRLOFTI FUGFÉLAGIÐ Ernir á ísafirði býður ferðamönnum upp á ýmsa möguleika til þess að skoða Vestfirðina. Um er að ræða útsýnisflug, frá hálfri klukkustund upp í þrjár og hálfa og hringferð um Hornstrandir þar sem farþegar geta farið úr vélinni og haldið áfram þegar þeim hent- ar. Stysta ferðin sem Ernir býður upp á er 35 mínútna flug um ísa- fjarðardjúp alla virka daga. Þá má nefna svokallaða póstferð sem tekur 2-3 tíma og er hún líka far- in alla virka daga. í póstferðinni er flogið til flestra þéttbýla á Vest- fjörðum og meðal þess sem skoðað er er æðarvarp, fossinn Dynjandi, Rauðasandur þar sem selirnir sóla sig á ströndinni eða svamla í sjón- um, þverhnípt Látrabjargið, vest- asti oddi Evrópu og hrikalegir fjallgarðar. Einnig er flogið yfír hijóstrugt Glámuhálendið sem er þakið vötnum, yfír eyna Vigur og lent aftur á ísafirði. Ernir flýgur á Hornstrandir eft- ir pöntun þar sem ferðamönnum býðst að sjá hrikaleg strandbjörg, ófæra fjallgarða, eyðifírði og veg- leysur ásamt einstakri náttúrufeg- urð. Hornstrandir njóta sín vel úr lofti og í þessari ferð er flogið frá ísafírði yfir Jökulfírði, norður fyrir Aðalvík og meðfram ströndinni suður í Reykjarfjörð. Flogið er yfír Hornbjarg þar sem verpa 30-40 tegundir sjófugla. í Reykj- arfirði er staldrað við, boðið upp á gönguferð, léttar veitingar og sundsprett. Ferðin tekur 3 klukku- stund. Flugið Ernis frá ísafírði til Reykjarfjarðar þar sem flogið er yfir hrikalega fjallgarða, jökuls- orfin fjöll og gínandi sprungur Drangajökuls tekur 2-3 tíma. í Reykjarfírði er stoppað um stund og boðið upp á sundsprett. og veit- ingar. Lagt er upp í hringferð um Hornstrandir alla daga kl. 11 þar sem flogið er réttsælis. Síðan er lagt upp aftur kl. 17 og flogið rangsælis. Það er lagt upp frá ísafírði og lent í Aðalvík, Hornvík og Reykjarfírði. Farþegar geta farið úr vélinni og haldið áfram þegar þeim hentar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.