Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 B 5 FIÐLARINN S VEIFLU GLAÐI Tónn hans er ljóðrænn, hljómaskynjunin per- sónuleg, sveiflan innborín og efnisvalið fjöl- breytt, skrifar Vernharður Linnet um Finn Ziegler, sem væntanlegur er hingað til lands. DONDERS Band sem lék á Hótel Borg 1931. Zieglers helsti djassdjammstaður Kaupmannahafnar. Eftir að hann seldi hlut sinn þar opnaði hann verts- húsið Finn Zieglers hjorne á Friðriks- bergi og þar má oft heyra hann, séu menn á ferð í Kaupmannahöfn. Finn hefur leikið mikið með Radioens big band svo og í sjónvarpi, ma. með, Niels „Flipper" Stewart, saxofónleik- aranum er hingað kom með Fessors Big City Band. Af hljóðritunum hans má nefna Live at La Fountain og Finn Ziegler 2, þarsem Niels-Henn- ing, Ole Kock og Alex Riel eru með- al meðleikara hans. Finn Ziegler er eins og Asmussen, bæði stórgóður djassleikari og fram- úrskarandi húmoristi. Tónn hans er ljóðrænn, hljómaskynjunin persónu- leg, sveiflan innborin og efnisvalið fjölbreytt. Vindillinn brennur aldrei upp, var eitt sinn fyrirsögn á grein um Finn Ziegler á Kaupmannahafnar djasshátíðinni, og það er dálítið til í því. Oftast var dautt í vindlinum þegar hann stóð á sviðinu - en nú er vindillinn horfinn. Hálsmein, er hann barðist við og sigraði, sá um það. En þrátt fyrir það hefur Finn Ziegler aldrei verið betri en nú - það er komin ný dýpt í tónlist hans. Einn frægasti og kröfuharðasti gagnrýn- andi Dana, Boris Rabonowitsch, skrifaði um Ziegler í fyrra: HVERGI í heiminum er götuhorn eins og það þar- sem Vodroffsvej og Norsvej skerast á Frið- riksbergi. Þar er lítið vertshús, Finn Zieglers hjome, og eigandinn spilar á fiðlu. Og þegar hann gefur sig allan í leikinn heyrir maður tónlist sem maður heyrir hvergi annarsstað- ar í heiminum. Eins og þennan sunnudagseftir- miðdag þarsem hann lék nokkra kóra í Wave eftir Antonio Carlos Jobim, sem vom bæði geníalir í hugs- un og framsetningu. Og hér er ekki tekið of djúpt í árinni. Þar samein- aðist á hinn fegursta hátt lagrænt ríkidæmi og rýþmískt þor umvafið agaðri þrá er fékk tóninn tilað syngja innilega" Margir Islendingar eru búnir að bíða lengi eftir Finn Ziegler. Hann hefur hljómað í áratugi í morgunút- varpinu þegar Ragnheiður Ásta hef- ur setið við stjórnvölinn og kannski á einhver hefðardama eftir að ganga til hans og segja einsog sú eðla mær er ávarpaði Asmussen á Sögu. „Ég hef hlustað á yður ára- tugum saman.“ Og hann svarar máske eins og Asmussen. „Ekki þó á tónleikum, frú mín góð?“ Og þá segir hún: „Nei, í íslenska út- varpinu." Höfundur er formaður Jazzvakningar og hefur skrifað greinar fyrir Morgunblaðið. FINN Ziegler á dögum vindilsins. á efnisskránni,- Það var veturinn 1931 sem hann lék á Hótel Borg og mundi m. a. Sveinn heitinn Ólafsson eftir að hafa hlustað á hann á Borg- inni. Fannst ekki mikill djass í Donde-bandinu miðað við það sem kom seinna með Englendingunum Billy Cook og Jack Quinet. Söngkonan fræga Alberta Hunter, sem ma. söng með Duke Ellington og Fats Waller, söng með Donde 1934 og sagði þá í blaðaviðtali: „Ég hef hrifist af hljómsveit Eli Donde. Ég hef sungið með henni og það er líkt og að vinna með svartri hljóm- sveit. Meiri hrósyrði á ég ekki til.“ SVEND Asmussen sagði: „Donde var ekta djassfiðl- ari, en það var Otto Lington ekki.“ - Aftur á móti hafði hinn ungi djassgeggjari Timme Rosenkrantz aðra skoðun, honum fannst bandið leika einum of mikið af gömlum Venuti Blue Four útsetningum og vera heldur órýþmískt - og jafn- góður fiðlari og Donde ætti að snúa sér að merkilegri hlutum en þvílíku sargi. Donde lést í blóma lífsins, en aftur á móti er Svend DJASSGOÐINN kallar á menn sína - Árni ísleifs blæs til Djasshátíðar Eg- ilsstaða í Hótel Valaskjálf á fimmtudaginn kemur og þar blása frændur okkar Færeyingar fyrstu tónana: Tórshavner Stórband, sem Eiríkur Skala stjórnar. Með í för er djassfrömuður Færeyja, saxófónleik- arinn Brandur Ossursson, sem stofn- aði fyrstu stórsveitina í Færeyjum árið 1972. Síðar um kvöldið má heyra nýja útgáfu af Arnís djasskómum sem goðinn stjórnar sjálfur. Önnur stórsveit verður á laugardaginn: Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar og meðal söngvara Ragnar Bjarnason. í því bandi leika tveir úr hópi elstu djass- leikara íslendinga: Bjöm R. Einars- son og Ámi Elfar og á lokakvöldinu leikur Dixielandhljómsveit Bjöms R. Einarssonar ásamt Djassbandi Hornafjarðar sem Ragnheiður Sigur- jónsdóttir syngur með. Það eru rúm fimmtíu ár liðin frá því að Bjöm R. Einarsson stofnaði fyrstu hljómsveit sína og lék hún í Listamannaskálanum en síðar í Breiðfirðingabúð. Stíllinn var í upp- hafi létt dixíland en seinna svíng og að sjálfsögðu sú dansmúsík sem þá var efst á baugi. Félagar Bjöms í þessari fyrstu sveit voru Guðmundur bróðir hans á trommur, Haraldur Guðmundsson á trompet, Gunnar Egilsson á klarinett, Axel Kristjáns- son á gítar og hver annar en Árni ísleifs á píanóið. Á föstudagskvöldið leikur annað Austfjarðaband á hátíðinni: Blús- band Garðars Harðarsonar en þá verður rúsínan í pylsuenda hátíðar- innar - the raisin in the hot dog end, eins og Dirch heitinn Passser orðaði það - danski fiðlumeistar- inn Finn Ziegler. Aiegler er Uka í tullu tjon þótt hann hafi fengið háls- mein er lék hann grátt og hafi orðið að sleppa vöm- merkmu sínu fræga: vindlin- um. Ég hlustaði á hann á veitingahúsi hans Finn Zie- gler hjorne á Friðriksbergi í mars sl. og þar léku með honum menn á borð við Bo Stief og Soren Christiansen. Hver djassperlan annari betri var töfruð úr fiðlunni og sveiflan heit. Svo var eitt og eitt þjóðlag í bland. Hver veit nema hann leiki einhver íslensk lög á ís- landi - það væri líkt Finn Ziegler. En hver er Finn Ziegler, kann ein- hver að spyrja. Nær sextugur klassíkmenntaður fiðlari, sem lék einnig lék á víbrafón. Hóf djassferil- inn sem bassaleikari, en lék mikið með Kenny Drew í Jazzhus Mont- martre eftir 1965. Uppúr 1970 lék hann nær eingöngu á klúbbnum La Fountain, sem hann átti að hluta, og þar hafa trúlega þúsundir íslend- inga hlustað á hann gegnum árin - því La Fountain varð undir stjórn FINN Ziegler leikur með tríói Eyþórs Gunnars- sonar og eftir frum- flutninginn á Egils- stöðum heldur hann með tríóið til Reykjavíkur og leikur á Hótel Borg 1. og 2. júlí. Þar lék fyrsti stórmeistari danskrar djassfíðlu, Eli Donde, fyrir 64 árum ásamt hljómsveit sinni: Don- deá Band. Ýmsir helstu hljómsveitar- stjórar danskrar djass- og danstón- listar léku á fiðlu á þessum árum og er Otto Lington tríílegast þeirra frægastur ásamt Donde en í kjölfar þeirra komu fram á sjónarsviðið fjór- ir mikilhæfir danskir djassfiðlarar: Sá heimsfrægi Svend Asmussen, fæddur 1916, sem hér lék á RúRek 1993; Paul Olsen, fæddur 1920, er íslendingar þekkja trúlega fyrst og fremst sem fiðlarann í Til eru fræ með Hauki Morthens; Finn Ziegler, fæddur 1935, sem nú er væntanlegur og loks Christian Jorgensen, fæddur 1967, sem er yngstur stórfiðlara í dönskum djassi. Eli Donde fæddist árið 1911 í Kaupmannahöfn og fór að leika með Columbia Ramblers 16 ára gamall. Þegar hann var 18 ára stofnaði hann hljómsveit sína, Dondeá band, sem hann stjórnaði til dauðadags, en hann lést í Árósum, eftir að hafa fallið af hestbaki, aðeins 29 ára gamall. Hann fíðlaði í stíl Joe Venutis og þó hljóm- sveitin hafi fyrst og fremst orðið að leika danstónlist var djassinn jafnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.