Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 B 15 JNGUR SANDANNA fari fram hjá prikinu. Á Kvískerjum var unginn tekinn og nýttur til matar áður fyrr og þótti gott búsílag. Ekki var erfitt að ná honum, því hann liggur yfirleitt kyrr á sandinum og virðist treysta því að hann sjáist ekki. Segir Sigurður að skúminum hafi fjölgað síðan hætt var aó nýta hann. Skúmurinn verpir tveimur eggjum, í undantekningartilfellum þremur. Segir Siguróur það koma fyrir að foreldrarnir virðist ekki ná í næga fæóu handa unganum og hann drepst. Skúmurinn kemur sunnan út höfum í mars, er þó heldur seint á ferð að þessu sinni, og fer á haustin. Talið að hann fari langt suður eftir. Algengasta varp skúmsins er á suðurhveli jarð- ar. Deilitegundin á Norður-Atlantshafi, hefur lengst af verpt í Færeyjum og á Bretlandseyjum, auk íslands, en er á síðustu árum farin að verpa 1 Noregi líka. Talið er að helmingur hinna norðlægu skúma verpi á Islandi. Hér verpir skúmurinn á suðausturlandi, eftir öllum söndunum með suóurströndinni, allt vestur aó Þjórsárósum, en miklú strjál- ara svo vestarlega. Mest er skúmavarpió á Breiðamerkursandi og Skeiðarársandi og kringum Hjörleifshöfða. Fyrir norðan yerpir hann í Kelduhverfi, við Öxarfjörð og Héraðsflóa. Hann lifir á fiskifangi. Tekur smokkfisk og hryggur af kolmunna hefur fundist hjá honum. Mest etur hann þó af smáfiski, sandsíli og síld, ef hún veður. Fýlsungar geta líka orðið fyrir barðinu á honum, þegar þeir eru að byrja að fljúga, og mun skúmurinn við Hjörleifshöfða veiða þá. Þótt sumir skúmar hegði sér sem ránfuglar segir Sigurður það dálítið skrýtið að í skúmavarpinu séu smáfuglar allt í kring um þá. Skúmurinn er ókrýndur konungur sandanna við suðurströnd- ina. Hann er dökkur með mjög áberandi hvíta skellu við hand- flugfjaórirnac og með svarta fætur. Hann er harðvítugur veiði- garpur, náfrændi kjóans, en dugmeiri ræningi. Hann stelur eggjum og ungum annarra fugla og á það til aó drepa aðra fugla sér til matar. Sjálf þykist ég hafa séð til eins þeirra, þegar hann réðist á önd á polli, settist ofan á hana og hélt henni nióri í vatninu. Hann eltir stundum til dæmis máva og súlu þar til þessir fuglar sleppa bráð sinni eða æla nýfenginni fæðu. Skúmurinn er semsagt talinn vargur í véum. En jafnvel þótt fólki sé ekki rótt þegar hann kemur æðandi í loftinu á mikilli ferð, þá er þetta óneitanlega stórkostlegur fugl, sem setur sinn svip á suðausturstönd íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.