Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 B 11 framtíðarþarfir fyrirtækisins í huga,“ segir Gestur. Loðnuflokkunin tekur yfír stutt tímabil í janúar og febrúar og Gestur er fyrst og fremst með hugann bundinn við síldveiðamar í sumarbyrjun. „Við höfum fengið nokkuð gott af síld og emm komn- ir með rúm 30.000 tonn frá því í maí. Ef síldin verður áfram jafn mikil og hún hefur verið í sumar megum við vel við una. Því er hins vegar ekki að neita að við óttumst að síldin færist norður í Jan May- en-lögsöguna einhvem tíma í júlí. Sumarloðnan tekur svo við og sama mynstrið heldur vonandi áfram og verið hefur síðustu tvö ár,“ segir Gestur. Jámiðnaður á gömlum merg Járniðnaður stendur á gömlum merg á Seyðisfirði og kaupstaður- inn hefur alið af sér ófáa góða jámiðnaðarmenn. Sú staðreynd hefur, að sögn Theodórs Blöndals, forstjóra Vélsmiðjunnar Stáls hf., hjálpað til í erfíðri samkeppni. Hann segir að þokkalega hafí gengið að hala inn verkefni miðað við aðstæður. „Núna er stærsta verkefnið okkar að smíða búnað innan í skólphreinsistöðina sem Reykjavíkurborg er að byggja. Fyrir svo utan að við emm að smíða búnað í nokkrar fiskimjöls- verksmiðjur. Við höfum mikið ver- ið í því að undanförnu og reyndar alltaf verið tengdir bræðslunum. Það má heldur ekki gleyma því að við emm að smíða útilistaverk- ið Útlínur eftir Kristján Guð- mundsson fyrir afmæli kaup- staðarins, en það verður vígt á setningarhátíð afmælishátíðarinn- ar,“ segir Theodór. Fram kemur að starfsemin nær ekki aðeins til smiðjunnar. Stál hf. hefur aflað sér töluverðra skipaviðgerða og verslun og bílaverkstæði em rekin með annarri starfsemi. Starfs- menn em 30 talsins. Theodór segir að Seyðisfjörður, eins og önnur sjávarpláss á land- inu, eigi nú í vök að veijast. „Þó erfítt hafí verið að skapa atvinnu- tækifæri á samdráttartímum tel ég að bærinn hafí gert allt sem hægt er til að halda atvinnu- rekstri gangandi. Hins vegar fínnst mér að stjórnvöld mættu láta meira til sín taka til að vernda atvinnustarfsemi á landinu, en hún er í mikilli hættu núna. Ef við hættum að geta byggt nokkum veginn um allt landið er illa kom- ið,“ segir Theodór. Hvað fram- tíðaráform í rekstrinum varðar segir hann stefnuna þessa stund- ina fyrst og fremst felast í því að halda í horfinu. Síðan væri mikil- vægt að vera bjartsýnn og trúa því að iðnaðurinn kæmist uppúr kreppunni og ætti sér einhveija framtíðarvon. Góður jarðvegur fyrir menningu Með semingi viðurkennir Inga Jónsdóttir, í menningarmálanefnd, að íþróttir skipi trúlega meiri sess í hugum Seyðfírðinga en menning- armál, þó góður jarðvegur sé fyrir hvers kyns menningarstarfsemi í bænum. „Hér hefur alltaf verið mikil gróska í tónlistarlífinu og vonandi vekur fjölbreytt sýningar- hald á afmælishátíðinni upp meiri áhuga á myndlist. Myndlistarsýn- ingarnar eru af ýmsum toga. Hingað kemur myndlistarsýning frá Listasafni íslands, sýningar þekktra nútímalistamanna, lista- mennirnir í bænum sýna verk sín, handavinnusýning aldraðra verður í Framnesi og áfram mætti lengi telja. Myndlistarmennirnir eru ýmist myndlistarmenntaðir eða sjálfmenntaðir, lifa á listinni eða hafa hana að áhugamáli, og verk- in heyra ýmist undir framsækna nýlist eða hefbundnari geira myndlistar. Vonandi fínna allir eitthvað við sitt hæfi og gefa sér tíma til að kynnast annarri tegund myndlistar," segir Inga um leið og hún minnir á að leikfélagið sýni söngleik Iðunnar og Kristínar Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FJÖLSKYLDUALBÚM Seyðfirðinga er haft til sýnis á afmælisárinu. Lífs- viðhorfin hafa breyst VILBERG Sveinbjörnsson er kaupmaður í versluninni Öld- unni. Hann verður 75 ára í næsta mánuði og verslunin á 25 ára afmæli á sama tíma. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Pétur Krisijánsson ræddi við ViIIa í Öldunni, eins og hann er oft kallaður. Villi hefur alið allan sinn aldur við Seyðisfjörð- inn, fyrst úti á Vestdalseyri, en inni í bæ hefur hann búið síðan hann var unglingur á kreppuár- unum. Síðan þá hefur margt breyst. „Lífsviðhorfin hafa breyst mikið. Það er ekki eins erfitt með lifibrauð fyrir fólk nú til dags og á kreppuárunum þegar ég var unglingur. Þá var fólk sem þáði af sveit, en nú heitir það bara atvinnuleysisbætur. Það er ekki lengur verið að flæma fólk á milli hreppa og annað út af ómegð og vesal- dómi, sumt af því ágætisfólk. Stéttaskiptingin hér í bæ var líka fyrr á árum miklu meira áberandi. Mér finnst tvennt ólíkt hvað það er minna en var. Maður verður svo sem aðeins var við það, það er ekki það. Ég man þegar ég var strákur og var að koma utan af Vest- dalseyrinni. Ég fann fyrir því þá. Krakkar skynja svona, hvort það var velkomið eða ekki. Allt fólkið var ekki svona, en þetta var svona innan um. Þetta var svona fólk sem taldi sig, eigum við ekki að segja fínna fólkið. Aðallega var þetta svona skrif- stofufólk, kaupmenn og svona. Þó þekkti ég einstaka kaup- menn sem ekki voru svona. En það er ekki alltaf að marka sem maður heldur um fólk. Ég veit um einn, sem er reyndar dáinn núna, sem var heldur illa þokk- aður af mörgu fólki. Fyrir jól fór ég fyrir hann, á aðfanga- dagskvöld, með pakka til fólks sem var bláfátækt." Hvernig leggst svo hin mikli undirbúningur fyrir aldaraf- mælið í Vilberg? „Mér finnst torgið hreint listaverk. En þó finnst mér að menn hefðu átt að hafa stærri grasbala í kring- um það. Tjörnin er líka mjög skemmtileg og falleg, en þegar svona vatn er til staðar verða menn að gæta vel að börnunum. Það er líka skemmtilegt allt sem gert er fyrir Lónið, hvaða bæj- arfélag á landinu á svona perlu eins og Lónið okkar?“ Steinsdætra, Aldamótaelexír, á afmælinu. Söngleikurinn segir á gamansaman hátt frá lífínu á Seyðisfírði um aldamót og fléttast m.a. inn í söguþráðinn þjófnaðar- mál og rómantík. Óhætt er að segja að nánast hver einasti Seyðfirðingur leggi sinn skerf til afmælishátíðarinnar og ekki verður í hendingu kastað tölu á alla í fjölskyldualbúmi bæjarins í einum búðarglugganum í bænum. „Við Pétur Kristjánsson unnum verkið og byijuðum á því að óska eftir myndum úr fjöl- skyldualbúmum bæjarbúa. Við- brögðin voru dræm til að byija með en nú er svo komið að við erum hætt að taka við. Fjölskyld- urnar merkja myndimar og við stokkum þær upp og festum tilvilj- unarkennt á spjöldin. Hugmyndin að baki verkinu er ein fjölskylda innan fjögurra veggja heimilisins með sínar persónulegu myndir annars vegar og ein fjölskylda milli hárra fjalla við fjarðarbotn með sínar persónulegu myndir í glugga kjörbúðar hins vegar - og stundum er erfítt að skilgreina mörkin milli einkalífs og opinbers lífs.“ Inga er aðflutt og hefur horft á mannlífið á Seyðisfírði með gestsaugum í tæp þijú ár. „Ég var fljót að átta mig á því að Seyðis- fjörður er allt annar bær á sumrin en veturna. A sumrin koma far- fuglarnir að sunnan og feijan set- ur mikinn svip á bæinn. Stundum er ekki hægt annað en að spyija sjálfan sig að því, þegar maður heyrir töluð tvö til þijú erlend tungumál í kringum sig, hvar í heiminum maður sé eiginlega staddur. Á veturna eru Seyðfirð- ingar meira sjálfum sér nógir í frístundum sínum og ótrúlega mikið starf unnið í sjálfboðavinnu. Ég nefni sem dæmi að hér á Seyð- isfírði er nánast þegnskylduvinna, eins og herskylda hjá stórum þjóð- um, að vera í þorrablótsnefnd. Á hveiju þorrablóti er valið í nýja nefnd og nefndin vinnur að undir- búningi næsta þorrablóts allan veturinn. Þegar svo líður að þorra getur fátt komið í veg fyrir að þorrablótið sé haldið, enda hefur alltof mikill undirbúningur farið fram til að hægt sé að fresta því. Ég man eftir því einu sinni þegar veðrið var svoleiðis að ekki var einu sinni rutt í bænum að bæj- arbúar fóru einfaldlega í skíða- galla og settu á sig skíðagleraugu og örkuðu af stað á blótið. Konum- ar sem ekki höfðu haft skíðagler- augu voru auðvitað orðnar svolítið röndóttar þegar komið var á ball- ið. Þær snyrtu sig í anddyrinu og þegar komið var inn í salinn var eins og töfrasprota hefði verið bragðið yfír mannskapinn. Þorra- blótið stóð svo einfaldlega fram á morgun uns veðrinu hafði slotað.“ Fimmtudagur 29. júní: • Feijudagur: Norræna kemur kl. 07 og fer kl. 11 f.h. • Margar verslanir og veitingastað- ir eru opnir lengur en venjulega og útimarkaður. • Móttaka gesta á tjaldstæðum er fram á nótt. Dagskrá Kl. 17.30 Opnun listsýninga. Kl. 20.00 Leiksýning. Aldamóta- elixír. Föstudagur 30. júní: • Fánar dregnir að húni kl. 08. • Verslanir, sjoppur, útimarkaður og veitingastaðir opnir. • Fjarðarsigling og gönguferðir. • Listsýningar opnar. Dagskrá Kl. 15.00 Tekið á móti forseta íslands. Kl. 16.00 Setningarhátíð á Mið- bæjartorgi. Ávarp forseta bæjar- stjórnar. Kirkjukór Seyðisfjarðar- kirkju syngur „Seyðisfjörður" eftir Stein Stefánsson. Ávarp forseta íslands frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Afhjúpað listaverkið „Út-línur“. Tónlist - blásarar flytja. Einar Bragi stjórnar Barnakór Seyðis- flarðar. Ávörp gesta. Kórar og fleira tónlistarfólk leiða fjöldasöng. „Seyðisfjörður" eftir Jón Þórarins- son. Kl. 17.30 Leikir, íþróttir o.fl. fyr- ir börn. Kl. 20.00 Leiksýning. Aldamóta- elixír. Kl. 23.00 Unglingadansleikur í tjaldi hljómsveitar. Jammhópurinn o.fl. Kl. 23.00 Dansleikur í Herðu- breið hljómsveitin Einsdæmi. Laugardagur 1. júlí: • Fánar dregnir að húni kl. 08. • Verslanir, sjoppur, útimarkaður og veitingastaðir opnir. • Fjarðarsigling og gönguferðir. • Listsýningar opnar. • Leikja- og íþróttadagskrá fyrir börn. Dagskrá Kl. 12.00 Skotið úr fallbyssu við bæj arskrifstofu. Kl. 14.00 Skemmtidagskrá á Miðbæjartorgi. Kynnir. „Rúmlega tvöfaldir“ - söngur. Fjöllistamaður- inn og grínarinn Garret skemmtir. „Út úr þokunni“ söngur. „Vor við Seyðisfjörð" Vilhjálmur Ólafsson flytur lag Sigurðar Sigurðssonar frá Sunnuholti. Grínarinn og fjöllista- maðurinn Garret skemmtir. Þokka- blót flytur afmæliskveðjur. Dag- skrárlok Kl. 16.00 Tónleikar Seyðisfjarð- arkirkju Kristrún H. Björnsdóttir flautuleikari. Kl. 17.30 Sterkasti maður heims. Kl. 20.30 Tónleikar, söngflokk- urinn Þokkabót í Herðubreið. Kl. 23.00 Stór-unglingadans- leikur í tjaldi, hljómsveitin Tweety. Kl. 23.00 Stór-dansleikur í Herðubreið, hljómsveitin Einsdæmi o.fl. Sunnudagur 2. júlí: • Fánar dregnir að húni kl. 08. • Verslanir, sjoppur, útimarkaður, veitingastaðir opnir. • Fjarðarsigling og gönguferðir. • Listsýningar opnar. • Leikja- og íþróttadagskrá fyrir börn. Dagskrá Kl. 11.00 Hátíðarmessa í Seyðis- fjarðarkirkju. Kl. 14.00 Skemmtidagskrá á Miðbæjartúni. Kynnir. Snælands- kórinn syngur. Lúðrasveit tónlist- arskólans. „Rúmlega tvöfaldir“- söngur. Atriði úr Tónlistarskóla Seyðisfjarðar. Garret skemmtir. „Út úr þokunni"- söngur. Dag- skrárlok. Kl. 16.00 Leiksýning. Aldamóta- elixír. Kl. 18.00 Útigrill með Óskari Finns. Kl. 19.00 Tónlistardagskrá í Herðubreið. Kl. 22.00 Kveðjudagskrá á Mið- bæjartorgi. Sérstök leikja- og íþróttadagskrá ásamt gæslu verður fyrir börn alla dagana m.a. gönguferðir og þraut- #ir, bryggjudorg, körfubolti tveir á tvo, sterkasti maður heims kemur í heimsókn, fljúgandi trúður leikur við börnin, keppni við pabba og mömmu, afa og ömmu, karamellu- regn o.fl. o.fl. o.fl. DAGSKRA AFMÆLISH ATIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.