Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 B 21 . ATVlN NUAUGÍ YSINGAR „Au pair“ Noregur Við erum 4ra manna fjölskylda sem óskum eftir að ráða sjálfstæða og ábyrgðarfulia „au pair“ til að passa börnin okkar tvö. Við búum á lítilli eyju utan við Ósló, og það eru margar „au pair“ hérna. Þú færð eigið herbergi með litasjónvapi og laun eftir samkomulagi. Hringið í síma 00 47 66 847266 eða skrifið til Bent Koksvik, Halstoppen 35A, 1315 Nespya, Noregi. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Sjúkraþjálfarar óskast til Isafjarðar Okkur bráðvantar sjúkraþjálfara á endurhæf- ingardeild FSÍ, bæði til afleysinga í eitt ár og einnig til lengri tíma. Því ekki að skella sér út á land og prófa eitt- hvað nýtt, þar sem m.a. er frábær skíðaað- staða og stutt á Hornstrandir? Allar upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra, Guðjóni S. Brjánssyni, í vinnusíma 456 4500. Ritstjóri Tölvuorðasafns Stjórn Skýrslutæknifélags íslands og orða- nefnd þess auglýsa hér með eftir starfs- manni til þess að ritstýra endurskoðun Tölvuorðasafns. Gert er ráð fyrir að verkið taki tvö ár. Starfsmaður þarf að hafa gott vald á íslensku máli og ensku og einhverja reynslu af orðabókarstörfum. Einnig er æski- legt að umsækjandi hafi nokkra þekkingu á tölvum og tölvutækni og geti notað tölvur á sjálfstæðan hátt. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist eigi síðar en 21. júlí til skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands, Bar- ónsstíg 5, 101 Reykjavík. Upplýsingar fást á skrifstofu Skýrslutæknifélagsins í síma 551 8820 og hjá formanni orðanefndar, Sig- rúnu Helgadóttur, í síma 567 7575 á kvöldin. Sunnuhlíð Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Hjúkrunarfræðingar Staða deildarstjóra á 10 rúma hjúkrunardeild fyrir heilabilaða einstaklinga er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 15. ágúst 1995. Einnig staða deildarstjóra á 19 rúma hjúkrun- ardeild. Staðan veitist frá 1. september 1995. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 10. júlí 1995. Upplýsingar veitir Áslaug Björnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, í síma 560 4163. Vélvirki/vélstjóri - Frystihús Hjá öflugu fyrirtæki á Vestfjörðum óskast vélvirki eða vélstjóri til starfa. Starfið felst í viðhaldi, breytingum og við- gerðum fiskvinnsluvéla og annarra tækja í frystihúsi, vélgæslu o.fl. Við leitum að traustum og reglusömum starfsmanni sem getur unnið langan vinnu- dag gerist þess þörf. Reynsla af sambærilegu æskileg en ekki skilyrði. í boði er gott framtíðarstarf. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf. merktar: „Viðgerðir - Vestfirðir" fyrir 1. júlí nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN17 105 REYKJAVÍK SÍMI5616688 Markaðsfulltrúi Óskum að ráða markaðsfulltrúa til starfa hjá stóru matvælafyrirtæki í Reykjavík. Reyklaus vinnustaður. Starfssvið: Ýmis sérhæfð, ákveðin og af- mörkuð verkefni m.a. á sviði útflutnings og markaðsöflunar erlendis. Starfið er unnið í samstarfi við framkvæmda- stjóra, útflutningsstjóra og markaðsstjóra fyrirtækisins. Markaðsfulltrúinn þarf að vinna að ólíkum og krefjandi verkefnum fyrir marga aðila. Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði, dugnað og góða framkomu, vera fljótir að setja sig inn í hlutina og vinna vel og skipu- lega. Gerðar eru kröfur um mjög góða kunn- áttu í erlendum tungumálum, ensku bæði talaðri og ritaðri, einu norðurlandamáli og/eða þýsku/frönsku/spænsku. Háskóla- menntun er æskileg en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Markaðsfulltrúi 262“ fyrir 1. júlí nk. STRENGUR hf. Strengur hf. er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki með fjölþætta starfsemi. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu við hönnun hugbún- aðar fyrir hvers kyns viðskipti og verkfræði. Strengur hf. er dreifingar- og þróunaraðili á viðskiptakerfinu FJÖLNI sem nýtur mikilla vinsælda sökum sveigjanleika og rekstrar- öryggis. Þá er Strengur jafnframt dreifingaraðili á gagnasafns- og þróunarumhverfinu Informix. Strengur hf. er umboðsaðili fjármála- fyrirtækisins Down Jones/Telerate á Isiandi og starfrækir upplýs- ingabankann HAFSJÓ, sem er sniðinn fyrir alhliða rekstur. Streng- ur hf. veitir einnig aðgang að Morgunblaðinu og greinasafni þess á Internetinu. Hugbúnaðargerð Vegna aukinna framtíðarverkefna óskast starfsmenn til starfa hjá Streng hf. í eftirtal- in störf: 1. í forritun og hugbúnaðarvinnu tengt stór- um kerfum. 2. Forritara í Fjölnisdeild. Leitað er að einstaklingum með kerfis- eða tölvunarfræðimenntun. í boði eru vel launuð störf með góðum framtíðarmöguleikum. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Strengur hf.“ fyrir 1. júlí nk. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR OG REKSIRARRÁÐGJÖF NÓATÚN17 105 REYKJAVÍK SÍMI5616688 Framleiðslustjóri - Frystihús Hjá öflugu fyrirtæki á Vestfjörðum óskast framleiðslustjóri, sem jafnframt er yfirverk- stjóri frystihúss fyrirtækisins. Starfið • Stjórnun. • Framleiðsluskipulagning og áætlanagerð. • Gæðamál. Hæfniskröfur • Góður og árangursríkur starfsferill í sam- bærilegu starfi. • Stjórnunarreynsla og frumkvæði. • Reynsla af fjölbreyttri fiskvinnslu. • Reynsla af framleiðslu fyrir erlenda markaði. • Fiskitækni- eða fiskvinnsluskólamenntun. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Húsnæði fylgir og starf fyrir maka í boði. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Framleiðslustjóri - Vestfirðir" fyrir 1. júlí nk. RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁEGJÖF NÓATÚN17 105 REYKJAVÍK SÍMI5616688 Norræni genbankinn aulýsir tvær stöður lausar til umsóknar NGB starfar á vegum Norðurlandaráðs og er staðsettur í Alnarp í Svíþjóð. Stofnunin ber ábyrgð á og annast varðveislu á erfða- efni norrænna nytjaplantna og samræmir starfsemi Norðurlandanna á því sviði. Forstjóri: Hæfniskröfur: Æðri menntun í landbúnaðar- vísindum eða hliðstæðum líffræðifögum,- Reynsla í stjórnun. Til tekna telst þekking á sviði plöntuerfðafræði og jarðræktar auk reynslu á sviði plöntukynbóta, genbanka- starfsemi, gagnameðferð og alþjóðastarf- semi. Forstjórinn þarf að geta tjáð sig í töluðu og rituðu máli á dönsku, sænsku eða norsku auk ensku. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ársbyrjun 1996. Deildarstjóri: Deildarstjórar NGB skipta með sér verkum eftir flokkum nytjategunda. Nú um stundir vantar deildarstjóra, sem sinni vinnu í grös- um, belgjurtum og kartöflum, en fleiri teg- undahópar gætu komið í hans hlut. Deildarstjórar þrufa að eiga auðvelt með samstarf með öðrum og geta stýrt norræn- um og alþjóðlegum vinnuhópum. Góð þekk- ing og reynsla í tölvunotkun og vinnu með erfðaefni styrkir umsóknina. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Kjör: Laun samkvæmt launasamningi opin- berra starfsmanna í Svíþjóð, auk uppbótar ef starfsmaðurinn er frá öðru landi en Sví- þjóð. Ráðningartími er fjögur ár með mögu- leika á framlengingu til annarra fjögurra ára. Umsóknir, ásamt stuðningsgögnum, skuiu sendast stjórn NGB, Box 41, S-23053 Alnarp, Svíþjóð, fyrir 15.07. 1995. Upplýsingar um stöðuna veitir Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, í síma 557 1010 og Sigfús Bjarnason, NGB, í síma 040 415000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.