Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fleiri ungmenni háð áfengi en færri neyta kannabisefna Sprautufíklum fjölgar verulega í _ NÝÚTKOMINNI ársskýrslu SÁÁ, fyrir árið 1994, kemur fram að stómeytendum á hassi hefur farið fækkandi meðal sjúklinga á Vogi undanfarin ár. Framleiðsla og neyzla á landa hefur á sama tíma aukizt til muna. Ungu fólki" í áfengismeðferð hefur samhliða því ijölgað talsvert. Skráning á vímuefnavanda sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi hófst árið 1984 og er því nú orðið hægt að bera saman ástandið í vímuefnavanda þjóðarinnar á tíu ára tímabili. Alls eru það um 20.000 sjúklingaskrár, sem mynda grundvöllinn að skýrslum SÁÁ. Enn sem fyrr er áfengi það vímuefni sem yfirgnæfandi meiri- hluti meðferðarsjúklinga notar. Af þeim sem komu í fyrsta sinn á ævinni í meðferð á árinu 1994 greindust 84% með áfengisfíkn sem eina vímuefnavandann. Ungu fólki í meðferð fjölgar Sú jákvæða þróun hefur orðið á síðustu tveimur árum, að fjöldi stórneytenda á kannabisefni hefur dregizt verulega saman og jafn- framt hefur dregið úr misnotkun amfetamíns, en samtímis varpa önnur atriði skugga á þróunina. Það fjölgaði verulega í yngsta ald- urshópnum, sem leita þurfti með- ferðar vegna vímuefnamisnotkun- ar. Meðal nýliða sem dvöldust á Vogi á árinu 1994 voru 95 ung- menni á aldrinum 15-19 ára, sem er 17,2 af hundraði nýliða í með- ferð. Önnur markverð niðurstaða, sem varðar unga fólkið er sú, að aukningin, sem orðið hefur á sölu landa virðist hafa haft þau áhrif á vímuefnaneyzlu í yngsta aldurs- hópnum, að dregið hefur úr neyzlu þess hóps á öðrum ólöglegum vímuefnum. Hætta á eyðrtismiti fylgir fjölgun sprautufíkla Samkvæmt nýjustu útreikning- um SÁÁ, sem byggðir eru á inn- lögnum nýliða á Vog sl. 4 ár, eru nú um 23% líkur á því að karlkyns unglingur þurfi einhvem tímann á æviskeiðinu að leita sér meðferðar vegna vímuefnamisnotkunar en 9% ef unglingurinn er stúlka. Á síðasta ári greindust 110 ein- staklingar sem nýir sprautufíklar við komu á Vog. Síðustu fjögur árin hafa alls 416 sprautufíklar verið til meðferðar þar. Um helm- ingur sprautufíklanna hefur smit- ast af lifrarbólgu B og/eða C, sem er veirusýking og berst með ósótt- hreinsuðum sprautunálum. Að sögn Þórarins Tyrfingsson- ar, formanns SÁÁ og yfírlæknis á Vogi, þýðir þessi staðreynd, að aðeins slembilukka hafí ráðið því, að ekki hafí orðið af eyðnismiti meðal sprautufíkla hér á landi ennþá. Oft lifí sprautufíklar virku kynlífi og í vímunni nái skeyting- arleysið yfirhöndinni, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Sami vandi hefur vakið upp þá spumingu, að -sögn forystumanna SÁÁ, hvort ek'ki sé ráðlegt að dreifa sprautum meðal þessa stóra áhættuhóps, eins og tíðkað hefur verið víða erlendis. Ástæðunnar fyrir hinni miklu fjölgun sprautufíkla sem varð nú á milli ára mun_ aðallega vera að leita í því, að íslendingum, sem ánetjast hafa sprautufíkn erlendis, hefur fjölgað og þeir koma nú heim í ríkari mæli, flytjandi vand- ann með sér. Tvö þúsund manns í meðferð Árið 1994 innrituðust 1942 í meðferð á Vogi og 803 í fram- haldsmeðferð á meðferðarheimil- unum Vík á Kjalamesi og Staðar- felli í Dalasýslu. Meðalkostnaður á hvern legudag á meðferðarstofn- unum SÁÁ hefur farið lækkandi undanfarin ár og var 4655 kr. árið 1994. Erfitt reyndist að_ láta enda ná saman í rekstri SÁÁ á síðasta ári, en styrkir ríkisins til meðferð- arstofnananna hafa minnkað. Tekizt hefur að brúa bilið að mestu leyti með framlögum frá öðrum aðilum og án þess að grípa þyrfti til lokana. Talsmenn SÁA segjast bjartsýnir á áframhaldandi árang- ursríkt starf. Morgunblaðið/Sverrir REYKKAFARAR í eiturefnabúningum fóru inn í hús Landmæl- inga. Þeir önduðu að sér hreinu lofti úr kútum, sem þeir báru á bakinu en þurftu að fá nýja fyllingu áður en starfinu var lokið. Slökkviliðið hreins- aði upp eiturefni SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavik var í gærmorgun kallað að Laugavegi 178, þar sem Landmælingar Islands eru til húsa. Þar hafði spmngið kút- ur með skaðlegum vökva sem gufaði upp úr. Að sögn Gunnars Þ. Jónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, var um að ræða 40 lítra kút sem tengdur er við framköllunarvél og hefði slökkviliðinu verið tjáð að í vökvanum væri m.a. ammóníak. Fólki hefði ekki verið vært vegna uppgufunar eftir að vökvinn helltist niður en engum varð meint af. Gunnar sagði að hæðin hefði verið rýmd og tveir menn í sérstökum efnagöllum sendir inn í húsnæðið til að lofta út og hreinsa efnið upp. Það var meðal annars gert með því að blanda sérstöku efni í vökvann sem dregur hann í sig. Efninu var síðan sópað upp og það sett á lokaðar tunn- ur sem fara í spilliefnageymslu hjá Sorpu. Til að varna því að lofttegundir bærust inn á aðrar hæðir hefði verið byggður upp yfirþrýstingur með hreinu lofti í stigaganginum og kom því ekki til þess að rýma þyrfti aðrar hæðir. Hreinsunarstarfí var lokið á hádegi. Morgunblaðið/PPJ Flugvél í hlekkjum BANDARÍSK einkaflugvél sem hafði viðdvöl á Reykjavíkurflug- velli fyrir skömmu vakti athygli þar sem hún stóð á vellinum. Um skrúfublöðin hafði eigandinn vafið keðju og læst með stórum hengjulás. Þetta er óvenjuleg sjón hér að sögn kunnugra en stuldur á flugvélum er þekkt vandamál í Bandaríkjunum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra um sparnað í menntakerfinu Til að spara varanlega þarf að hætta einhverri starfsemi BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir að verði hann krafinn um „stórkostlegan sparnað“ í skólakerfínu eða í menningarmálum muni hann fremur leggja til að einhverri starfsemi á vegum menntamálaráðuneytisins verði hætt, en að sníða þeirri, sem fyrir er, þrengri stakk. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við Björn í seinasta tölublaði Okkar framtíðar, blaði Sambands ungra sjálfstæðismanna. „Það er blekking að halda að einhver stórkost- legur spamaður náist með því að þrengja stöðugt að starfsemi, sem ríkið er með,“ segir Björn í viðtalinu. „Verulegur og varanlegur sparnaður næst ekki nema með því að hætta einhverri starf- semi.“ Björn segir að sér virðist umræður um mikil- vægi menntamála fyrir siðustu kosningar ekki benda til að til niðurskurðar sé ætlazt. „Ég hef ekki sett fram í opinberum umræðum neinar kröf- ur um stóraukin útgjöld, hvorki fyrir né eftir kosningamar,“ segir hann. „Hins vegar er ljóst að ráðuneytið sem slíkt mun setja fram fjárlaga- hugmyndir, sem margir munu vafalaust ekki telja í samræmi við nauðsyn þess að skera niður. Vilji menn leggja jafnmikla áherzlu á menningu og menntun og gert var í kosningabaráttunni, verða menn að skera niður á öðrum sviðum og hætta starfsemi annars staðar til að þetta geti dafnað.“ Björn vildi í samtali við Morgunblaðið ekki fara nánar út í það hvaða starfsemi ætti fremur að hætta en annarri, og sagði fjárlagaramma næsta árs ekki liggja fyrir. „Ég vil ekki svara þessari spurningu fyrr en ég veit nákvæmlega frammi fyrir hverju ég stend vegna ákvarðana, sem teknar eru við afgreiðslu ljárlaganna, bæði í ríkisstjórninni og á vettvangi Alþingis,“ sagði hann. Nefnd fjallar um endurskoðun Lánasjóðsins „Þessi ummæli mín eru frekar hugsuð sem ábending um það hvert ber að stefna þegar fjall- að er um niðurskurð. Það er nær að velta því fyrir sér hvort ákveðin verkefni séu nauðsynleg eða ekki, en að beita svokölluðum flötum niður- skurði.“ í viðtalinu í Okkar framtíð kemur jafnframt fram að menntamálaráðherra telur að ekki sé hægt að mæta öllum kröfum námsmanna varð- andi Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Hann segist ekki vilja fara aftur í svipaða kollsteypu og árin 1991 og 1992, þegar LÍN hafi stefnt í greiðslu- þrot. „Hins vegar tel ég nauðsynlegt að ákveðnir þættir í reglum LÍN verði athugaðir. Endur- greiðslukerfið hefur t.d. verið gagnrýnt og sú hugmynd hefur komið fram að það verði endur- skoðað í tengslum við húsbréfakerfið," segir Björn í viðtalinu. Við Morgunblaðið sagði menntamálaráðherra að hann hefði nefnt hugmyndir, sem aðrir hefðu sett fram og hann tæki ekki afstöðu til. Björn sagðist myndu beita sér fyrir því, í samræmi við stjórnarsáttmálann, að iögin um LÍN yrðu endur- skoðuð. Ákveðið hefði verið að skipa nefnd með tveimur fulltrúum menntamálaráðuneytisins, ein- um fulltrúa Framsóknarflokksins og einum full- trúa námsmahna til að sinna því verkefni. Nú væri beðið eftir því að námsmannahreyfingarnar tilnefndu fulltrúa sinn, þannig að nefndin gæti hafíð störf í fyrri hluta þessa mánaðar. Kennaraháskólinn Þriðji hver um- sækjandi fær inni FJÖLDA hæfra umsækjenda varð að vísa frá Kennarahá- skóla íslands nú í vor. Af 320 umsækjendum um almennt kennaranám fá 130 nemendur inni í skólanum að hausti. í frétt frá skólanum segir að samkvæmt lögum hafi skólaráð ákvörðunarvald í málefnum skólans og stofnana hans og setur það reglur um inntöku í skólann. Þar er miðað við náms- árangur á stúdentsprófi, eink- um í íslensku, en einnig er tek- ið tillit til annarra þátta, s.s. viðbótarnáms og starfsreynslu. Allir umsækjendur um al- mennt kennaranám fá sent svar, hvort sem umsókn þeirra er svarað játandi eða neitandi. Forsetinn á 65 ára afmæli Sólheima VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, verður í dag viðstödd afmælishátíð í Sólheimum í Grímsnesi, en 65 ár eru liðin frá því að Sesselja H. Sig- mundsdóttir hóf frumkvöðuls- starf sitt þar. Vinnustofan Ólasmiðja verð- ur vígð, en hún rúmar smíða- verkstæði, vefstofu og kerta- gerð. Ólastofa er nefnd eftir 5la M. ísakssyni, einum helsta velgjörðarmanni Sólheima. Vigdís Finnbogadóttir tekur fyrstu skóflustunguna að nýju þjónustuhúsi og forsetatré verður gróðursett. Einnig verð- ur deiliskipulag Sólheima kynnt ásamt fyrsta áfanga heilsu- heimilisins Brekkukots. Dómnefnd um skipulag Grafarholts BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarskipulags um skipun í dómnefnd vegna sam- keppni um skipulag í Grafar- holti. Formaður nefndarinnar er Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar. Aðrir fulltrúar borgarinnar eru Knútur Jeppe- sen arkitekt og Ágústa Svein- björnsdóttir arkitekt. Fulltrúar Arkitektafélags ís- landseru arkitektarnir Jón Þór Þorvaldsson og Stefán Örn Stefánsson. Þá er óskað eftir að Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bjarni Reynarsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Borgar- skipulagi verði nefndinni til ráðuneytis ásamt Ólafi Bjarna- syni frá borgarverkfræðingi. Kalkúnalærin enn í tolli JÓHANNES Jónsson í Bónus bíður enn eftir leyfí yfirdýra- læknis til að leysa út sendingu af steiktum kalkúnalærum frá Danmörku. Jóhannes segist ekki skilja af hvetju hann þurfí sérstakt Ieyfi til að flytja inn soðið kjöt, hingað til lands sé til dæmis flutt mikið magn af niðursoðnu dýrafóðri sem ekki þurfi að uppfylla slík skilyrði. Kvaðst hann þó bjartsýnn á að hann fengi kjötið inn í landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.