Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þrjótar í paradís KVIKMYNDIK S a g a b í « KYNLÍFSKLÚBBUR í PARADÍS(EXIT TO EDEN) Leikstjóri Garry Marshall. Aðalleikendur Dana Delaney, Paul Mercurio, Rosie O’Donnell, Dan Aykroyd, Iman, Stuart Wiison. Bandarisk. Savoy Pictures 1994. VIÐ KOMUNA til Los Angeles tekur ljósmyndarinn Slater (Paul Mercurio) af tilviljun myndir af bíræfnum gimsteinaþjófum (Iman, Stuart Wilson). Síðan er för hans heitið til paradísareyjunnar Eden þar sem hann á að filma þá ein- stöku starfsemi sem þar fer fram. Hópmeðferðar-kynlífsstöð þar sem viðskiptavinirnir geta fengið órum sínum fullnægt. Gegn hæfilegri greiðslu. Lögguparið Sheila (Rosie O’Donnell og Fred (Dan Aykroyd) eru sett í málið og hraða för sinni til kynsvallsparadísarinnar til að komast yfír filmuna en löggan þekkir ekki þjófana í sjón, svo þeir taka því einnig þátt í kapp- hlaupinu um filmuna. Ég hef sagt það áður og segi enn, Bandaríkjamenn eiga ekki að koma nálægt kynlífskómedíum. Hér er valinn hópur umhverfís tökuvélarnar en allt kemur fyrir ekki. Þrátt fyrir handrit byggt á lostafullri sögu eftir Ann Rice, þar sem allt var lagt (í gamansömum tón) upp úr dulítið afbrigðilegum kynferðismálum, er útkoman vita náttúrulaus. Álíka fyndin og kynæsandi og auglýsing frá Vespré. Með aðalhlutverkið fer þó engin önnur en Dana Delaney, glæsileg leikkona og álfakroppur, sem hefur slíka hæfileika að hún hefur haldið ruslmyndum á floti en þessi samsetningur er henni greinilega ofviða. Líkt og Dan Aykroyd (sem einnig er illu van- ur), það er helst að Rosie O’Donn- ell nálgist að fá mann til að brosa. En handritið leyfír ekki slíkan munað. Aðalvonbrigðunum veldur þó leikstjórinn, sem á Pretty Wom- an og fleiri góðar gamanmyndir að baki. Hann er steingeldastur allra. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson LEIKARAR og aðstandendur leikritsins 1 djúpi daganna. Form án innihalds MYNDLIST Mokka-kaffi MÁLVERK Samsýning Opið alla daga til 9. júlí. Aðgangur ókeypis ÞVÍ HEFUR stundum verið haldið fram með nokkrum rétti að eftir því sem liðið hafi á þessa öld hafi mynd- listin fjarlægst allan almenning og tekið að höfða með mun þrengri hætti til afmarkaðra hópa, sem hefðu tíma og áhuga á að setja sig inn í þær heimspekilegu forsendur, sem listin byggði á hverju sinni. Þessi þróun endurspeglast ef til vill best í því kraðaki af listastefn- um, sem hefur orðið til á öidinni, og sífellt fjölgar; og þegar ný af- brigði gamalla viðfangsefna koma fram - eða þá andstæð viðbrögð við þeim - hafa forskeyti eins og - póst-“ eða “neó-“ gjarna verið sett til aðgreiningar. Fæst af þessu hefur verið skilgreint á venjulegu máli fyrir venjulegt fólk (svo áhugi þess hefur verið takmarkaður), en engu að síður orðið kjarni þess sem nem- ar verða að fást við í listaskólum samtímans. í ágætum texta sínum í sýningarskrá tæpir Haraldur Jóns- son myndlistarmaður skemmtilega á þessu vandamáli og afleiðingum þess fyrir nemendurna: „Það er ekki fjarri því að vera staddur áralangt í málaskóla þar sem á námsskráni eru tungumál frá ýms- um heimshomum. Og öil í skyldu- kjamanum. Auðvjtað æfír slíkt nám tjáninguna og tunguvöðvann og gerir nemenduma hæfari til að ná sam- bandi við sitt nánasta umhverfi. í víðara samhengi. En það kemur þó fyrir oftar en ekki að menn koma út úr slíkum skólum talandi tungum. Oftar þannig að ekki finnst brú til að komast yfir til annarra. Sundrung frekar en samhengi." Þeir Gunnar Þór Víglundsson, Kristján Björn Þórðarson og Úlfur Grönvold Karlsson eru allir ný- sloppnir úr slíkum skóla, Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sú tunga sem þessir þrír ungu listamenn tala hér er afsprengi strangflatarlistar- innar, geometríunnar, sem má rekja allt aftur til fyrstu áratuga aldarinn- ar, og hefur síðan gengið í gegnum endurnýjun lífdaga oftar en einu sinni. Til áherslu þess að hér sé ekki um endurtekningu að ræða heldur sjálfstæðan enduróm frá þeirra hendi, hefur orðið til yfir- skrift sýningarinnar „Póst-Neó- Geó“, en af henni má vera ljóst að listamennirnir eru sér fyllilega með- vitaðir um listasöguna, og að þeir komi í kjölfar hennar. Hvort þeim tekst að gera það á sjálfstæðan, skapandi hátt, er svo annað mál; þeir hafa þegar beitt „öðrum tungum” en þeir nota hér á öðrum sýningum. Allir áttu þeir fé: lagar verk á útskriftarsýningu MHÍ í vor, þar sem að nokkru komu fram önnur viðfangsefni en hér. Þeir Kristján og Úlfur voru einnig þátt- takendur í „Gullkistunni” á Laugar- vatni, sem er nýlokið, þar sem fram- lag þeirra var nokkuð ólíkt þessum verkum, einkum verk Kristjáns. - Fjölþreifnin hefur þannig þegar ver- ið staðfest. Hér eru verk þeirra allra hins vegar byggð á geometríunni. Fram- lag Úlfs byggir á stillimynd sjón- varpsins, og ýmsum útfærslum hennar í hlutum og bútum, bæði á sjónvarpsskermum og í málverki; Gunnar hefur unnið tölvumyndir og síðan málverk út frá einkennislitum ýmissa sælgætisbréfa, og Kristján hefur málað bókhillur í eitt horn Mokka, þar sem bókakilir snúa fram. Hið síðastnefnda eru samt æði tómlegar hillur með fáum bók- um, en engu að síður sterk geomet- rísk heild. Þessi verk fara vel í rými Mokka, þar sem innréttingar eru ættaðar frá þeim tíma sem hinar hreinu og beinu línur voru ráðandi á því sviði hér á landi. Litagleðin lífgar einnig upp á verkin, einkum í myndum Ulfs og Gunnars. En - eins og Haraldur bendir réttilega á í inngangi sínum - „hér er allt á yfirborðinu". Það virðist ekkert á bak við þessar myndir, engar samræður við listasöguna, engar tilvísanir út á við, ekkert nema yfírborðið - sem þá er aðeins skreytni, veggfóður. Formið er til staðar, en án innihalds. Yfirskrift inngangs Haraldar Jónssonar í sýningarskrá er „Tíunda Bergmálið". Það er vel við hæfi því að þrátt fyrir allar vangaveltur um á hvern hátt ungt listafólk getur komið ferskt að viðfangsefnum sín- um gerist fátt nýtt þegar fast er fylgt troðnum slóðum, sem myndlist- armenn hafa þrammað alla þessa öld. Tíunda bergmálið er aðeins daufur endurómur þess söngs sem eitt sinn var kveðinn, en kemur aldr- ei aftur með sama hætti. Hér vantar því brúna yfir til ann- arra, sem Haraldur minntist á fyrr í texta sínum; raddir nýrra lista- manna þurfa ekki aðeins að hljóma vel, heldur einnig að finna sína eigin söngva, vilji þær fá einhvern til að hlusta. Eiríkur Þorláksson íslenska leikhúsið sýnir I djúpi daganna ÆFINGAR eru hafnar hjá Is- _ lenska leikhúsinu á leikritinu í djúpi daganna eftir Maxim Gorkí, í nýrri þýðingu Megasar. Leikritið segir sögu fólks sem siglt hefur hraðbyri niður virðingarstiga samfélagsins og háir þar lífsbaráttu sína með öllum þeim ________ vopnum sem hand- ”” bær eru. Inn í samfélag þessa fólks, þar sem svik, prettir og undirferli eru lífsmáti, kemur gestur sem á eftir að hafa af- gerandi áhrif á líf og viðhorf samferðarmanna sinna. Þetta leikrti Gorkís er fullt af mannlegri hlýju, grimmd og leiftrandi húmor. Höfundurinn í íslenskri þýðingu Megasar hefur einstakt lag á að fjalla um lífsbaráttu og þrá þeirra, sem hveija stund dags og nætur þurfa að beijast fyrir lífi sínu og tilveru. Hann sýnir okkur styrk manneskjunnar og einnig veikleika hennar og hann vekur til umhugsunar án þess að prédika. “Leikarar í sýning- unni eru 17. Að baki þessarar uppfærslu Islenska leikhússins standa þeir Þórarinn Eyfjörð leikstjóri og Egill Ingibergsson ljósahönnuður. Það er Linda Björn Árnadóttir sem gerir búninga og Þorvaldur Böðvar Jónsson gerir leikmynd. Sýningar verða í Lindarbæ. YFIRLIT yfir hluta sýningarinnar. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.