Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C/D JIN>rMwMtoM§> 149.TBL.83.ARG. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Neita ásökun- umESB Brussel. Reuter. KANADAMENN vísuðu í gær á bug ásökunum Evrópusambandsins (ESB) um að þeir stæðu ekki við sinn hluta samkomulagsins um grálúðuveiðar í Norður-Atlantshafi. Emma Bonino, yfirmaður sjávar- útvegsmála í framkvæmdastjórn ESB, sagði á mánudag að Kanada- menn hefðu vanrækt að setja afla- mark fyrir næsta ár og skoraði á þá að „virða skuldbindingar sínar". „Kanadamenn eru staðráðnir í að framfylgja samkomulagi Kanada og ESB um gráðlúðu," sagði í yfir- lýsingu frá sendiráði Kanada í Brussel. Bætt var við að skipting kvóta yrði rædd á „tilskildum tíma" eins og gert væri ráð fyrir í sam- komulaginu. Haft var eftir kanadískum emb- ættismanni að kvótarnir yrðu rædd- ir á árlegum fundi Norður-Atlants- hafsfiskveiðiráðsins (NAFO) í Nova Scotia í Kanada í september. Stefnt er að því að NAFO staðfesti þá samkomulag ESB og Kanada. ? ? ? Eiturgufa í Tókýó Tókýó. Reuter. ÞRÍR veiktust og voru fluttir á sjúkrahús í Tókýó eftir að dularfull gufa á stærstu lestarstöð borgar- innar hafði valdið þeim andþrengsl- um. Atvikið átti sér stað síðdegis í gær að íslenskum tíma. Nokkrum klukkustundum áður hafði lögregla uppgötvað á neðan- jarðarlestarstöð tæki sem gert var til þess að hleypa gasi út í andrúms- loftið, og sögðu lögreglumenn að það hefði getað orðið mörg þúsund manns að bana. Húsvörður veitti tækinu athygli og lét lögreglu- vita áður en það fór í gang. Engum varð meint af. Sigur Majors ótvíræður og uppstokkun í vændum JOHN MAJOR sigraði rneð nokkrum yfirburðum í leiðtogakjöri breska Ihaldsflokksins í gær, með atkvæð- um 218 af 329 þingmönnum flokks- ins. Eftir sigurinn kvaðst Major snúa aftur í forsætisráðuneytið í Down- ing-stræti 10 og í dag myndi hann greina frá uppstokkun í stjórn sinni. Eini áskorandi hans, John Redwood, fékk 89 atkvæði og er talinn hafa gert tilkall til forystu á hægri armi flokksins með framboði sínu. „Þetta var mjög afdráttarlaus sig- ur," sagði Major er atkvæði höfðu verið talin síðdegis í gær. „Þetta ætti að svara öllum spurningum og vangaveltum um forystu íhalds- flokksins fram að og fram yfir næstu kosningar." Verkamannaflokkurinn, sem um þessar mundir hefur 35% umfram Ihaldsflokkinn í skoðanakönnunum, sagði að úrslitin hefðu skaðað Major fremur en að styrkja hann. Uppstokkun Hver íhaldsmaðurinn á fætur öðrum gekk fram fyrir skjöldu í gær og sagði sigurinn sannfærandi og svo margir höfðu á orði að enginn hefði unnið leiðtogakjör í flokknum með jafn afgerandi forystu og Major að ætla mætti að þeir hefðu allir verið að lesa sömu bókina. Margaret Thatcher, sem flokkur- inn steypti af stóli árið 1990, sendi Major „hlýjar hamingjuóskir" og bætti við að nú mætti snúa sér að „hinum raunverulega óvini: sósíal- ismanum". Tilgangur væntanlegrar upp- stokkunar í stjórninni er að treysta stöðu Majors og bera smyrsl á sár klofins flokks. Uppstokkun varð reyndar óhjákvæmileg eftir að Redwood sagði af sér embætti ráð- herra í málefnum Wales og Douglas Hurd sagði af sér embætti utanrík- isráðherra. Major hefur hér tækifæri til að verðlauna þá, sem sýndu hon- um stuðning, og taka tillit til krafna Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, veifar sigri hrósandi til stuðningsmanna sinna eftir sigur- inn í kosningunum um forystu í íhaldsflokknum. Við hlið Majors stendur kona hans, Norma. frá hægri og vinstri um leið. Talið er að Kenneth Clarke verði áfram fjármálaráðherra. Ekki er tal- in ríkja jafnmikil vissa um stöðu Michaels Heseltines, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem búist var við að færi fram gegn Major næði hann ekki tilskildum meirihluta. Hann studdi þó Major í leiðtogakjörinu og situr sennilega áfram. Michael Portiilo, sem einnig var sagður líklegur til að gefa kost á sér ef kæmi til annarrar umferðar, er nú atvinnumálaráðherra, en búist er við að hann fái mikilvægara ráðu- neyti, t.d. innanríkis- eða varn- armál, til þess að friða andstæðinga Evrópusamstarfs. Því er spáð að annað hvort Malcom Rifkind, sem nú er varnar- málaráðherra, eða Michael Howard, núverandi innanríkisráðherra, hreppi stól utanríkisráðherra. Evrópudeilan óleyst Major hefur sennilega tryggt stöðu sína fram að næstu kosningum með því að flýta leiðtogakjöri. Upp- gjörinu, sem hann hugðist knýja fram, er hins vegar ekki lokið. Ágreiningurinn um Evrópumálin er jafnmikill og áður. Einn fréttaskýr- andi hafði á orði að í stað þess að hafa nokkra uppreisnarmenn í flokknum hefði hann nú 89, sem hefðu snúist á sveif með Redwood. Stjórnarerindrekar og fréttaskýr- endur í Evrópu voru þeirrar hyggju að úrslitin myndu ekki styrkja stöðu Bretlands í Evrópusambandinu. Hægri vængurinn, sem er andvígur samruna Evrópu, hefði of mikil ítök til að Major gæti farið sínu fram í Evrópumálum og sögðu nokkrir stjórnmálaskýrendur að í stjórnar- setrum Evrópu væri þolinmæði yfir sérstöðu Breta á þrotum. I leiðara The Daily Telegraph sagði að Redwood hefði öðlast rétt til að kalla sig málsvara hægri vængs flokksins á kostnað Michaels Portillos. Redwood stendur uppi án ráðuneytis eftir tapið, en seint í gærkvöldi skoruðu skoruðu stuðn- ingsmenn hans á Major að rétta fram sáttahönd og því er ekki útilokað að hann eigi afturkvæmt í stjórnina. Yasser Arafat og Shimon Peres vongóðir eftir fundahöld í Gaza Segja samn- ing í augsýn Gaza. Reuter. ÍSRAELAR og Palestínumenn hafa ákveðið að 25. júlí muni þeir skrifa undir samkomulag um útfærslu sjálfstjórnarsvæðis hinna síðar- nefndu á Vesturbakkanum. Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, og utanríkisráðherra ísraels, Shimon Peres, gáfu út sameiginlega yfirlýs- ingu þessa efnis eftir fundahöld í Gaza í gær. í yfírlýsingunni segir að deiluað- ilar hafi enn ekki náð samkomulagi, en fram til 25. júlí muni embættis- menn beggja einbeita sér að samn- ingaviðræðum svo að unnt verði að standa við ákvörðunina. Þeir Arafat og Peres áttu um þriggja klukkustunda fund í höfuð- stöðvum PLO síðdegis í gær. Tekinn var upp þráðurinn frá fyrri fundum um lokafrágang samnings um brott- för ísraelskra hermanna frá sjálfs- stjórnarsvæðunum, en samkvæmt samkomulagi sem gert var í Osló 1993 áttu Israelsmenn að hafa flutt herlið sitt á brott fyrir ári. Von um árangur Arafat sagði við fréttamenn að fundinum loknum, að hann og Peres vonuðust til að hafa náð það áþreif- anlegum árangri, að komast mætti að samkomulagi um brottflutning Reuter YASSER Arafat og Shimon Peres ræða við fréttamenn að lokn- um fundi í höfuðstððvum Frelsissamtaka Palestínu í Gaza í gær. hermannanna og að því loknu kosn- ingar meðal Palestínumanna. Israelar hafa lagt til að fyrst um sinn muni hermenn þeirra verða á brott frá fjórum bæjum á Vestur- bakkanum. Talsmaður Arafats sagði á mánudag að PLO krefðist þess að ísraelskur her yrði á brott frá öllum bæjum og byggðum Palestínu- manna. Heimþrá Katxar París. Reuter. SLÍK var heimþrá kattar nokkurs í Frakklandi, að hann gekk ótrauður um 200 kíló- metra leið eftir frönsku Rivier- unni endilangri á níu mánuð- um, eftir að eigandinn hafði flust búferlum til Marseille. Eigandinn, Marie-Louise Bellone, sagði að Chipie (Litli djöfull), sem er átta ára göm- ul, grá læða, hefði sloppið út úr nýju íbúðinni í Marseille í september í fyrra. I síðasta mánuði fundu fyrr- um nágrannar Bellone í borg- inni Nice köttinn, úrvinda og dauðskelkaðan, fyrir utan íbúðina sem Bellone átti þar. Bellone fór með Chipie heim tii Marseille aftur og Iok- aði hana inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.