Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rsgert Haukdal „Karlinn í brúnni“ er ekki að leita að guði. Hann er að leita sér að vinnu,“ Eggert minn. Málefnasamningur nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Brýnast að takast á við fjármálin í STEFNUYFIRLÝSINGU nýs meirihluta Alþýðuflokks og tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarijarðar kemur fram að brýnasta verkefnið sé að takast á við fjármál bæjarins, fjölga atvinnutækifærum og standa vörð um velferð og hag bæjarbúa. Fram kemur að meirihlutinn sé staðráðinn í að efla og treysta sam- band bæjarstjóra við bæjarbúa. Mik- ilvægt sé að treysta sterka og já- kvæða ímynd Hafnarfjarðar í hug- um íbúa bæjarins, sem og í hugum landsmanna. Aukið aðhald Ljóst sé að brýnasta verkefnið sé að takast á við fjármálin. Það verði að takast til að tryggja grunn að velferð bæjarbúa um ókomin ár. Fyrir liggi að auka þurfi aðhald á öllum sviðum með skilvirkum að- gerðum í anda nútíma-stjórnar- hátta. Unnið verði að rekstrar- og fram- kvæmdaáætlun til næstu þriggja ára eins og sveitarstjórnarlög segi til um. Sú áætlun muni taka mið af fjárhagslegri getu Hafnarfjarðar og þeim staðreyndum sem við blasi í fjármálum bæjarins. Fjárhagsáætl- un bæjarins sé nauðsynlegt stjórn- tæki til að ná árangri í rekstri og framkvæmdum. Framkvæmd henn- ar verði því fylgt eftir af festu og pólitískri ábyrgð. Unnið að mótun atvinnustefnu Um atvinnumál segir að með þátttöku bæjarins í Aflvaka hf., sé unnið skipulega að mótun mark- vissrar atvinnustefnu til framtíðar og að markaðssetja Hafnarijörð sem vænlegan kost til að stofna þar og reka fyrirtæki. Áform um stækkun álversins í Straumsvík er stórt hags- munamál fyrir bæinn. Þegar verður skipaður vinnuhópur er tryggi fram- gang málsins og rétt bæjarins í væntanlegri samningagerð. Fram kemur í málefnasáttmálan- um að ferðamál og ferðamálaþjón- usta hafi verið helsti vaxtarbroddur í atvinnulífi landsmanna. Aðdrátt- arafl bæjarins á ferðamenn hafi farið vaxandi á síðustu árum og hlúð verði að þeim vaxtarbroddi í samvinnu við þá sem sinna þeim málum. Fram kemur að efling at- vinnulífsins verði best tryggð með hagstæðum ytri skilyrðum og verður sérstaklega litið til nýsköpunar og nýrra starfa. Menntun og uppeldi Um málefni fjölskyldna og ein- staklinga segir að menntun og upp- eldi séu lykilþættir í lífi allra og að þar blasi við verkefni sem nauðsyn- legt sé að vinna _að með langtíma- markmið í huga. Áfram verður unn- ið að uppbyggingu æskulýðs- og íþróttamála í samvinnu við einstak- linga, félög og félagasamtök. Áfram verður stuðlað að menn- ingar- og listastarfsemi og bæjarfé- lagið mun áfram uppfylla skyldu sína í félagslegri þjónustu. í hús- næðismálum verður tryggður val- kostur er taki mið af mismunandi þörfum með nægu framboði á lóð- um. Áhersla verður lögð á vímuefna- varnir meðal bama og unglinga og leitast við að aðstoða þá sem þess þurfa. Loks verður lögð áhersla á umhverfismál og að sambúð manns og náttúru markist af tillitsemi og virðingu. Hjóla- brettalist ÁHORFENDUR fóru ekki leynt með aðdáun sína á listum ung- menna á hjólabrettum á Ingólfs- torgi í sumarblíðunnu á mánu- dag. Ungmennin fóru létt með hvers kyns snúninga og hopp og hætt er við að fæstir hafi gert sér grein fyrir hversu mikl- ar æfingar, sviti og tár, lágu að baki sýningarinnar. Listamenn- irnir ungu hafa án efa verð- skuldað aðdáun vegfarendanna. -Morgunblaðið/J úlíus Þróunaraðstoð íslendinga í Namibíu Verið að byggja upp fiskiðnað Þróunarsamvinnu- stofnun íslands rek- ur sjómannaskóla í bænum Walvis Bay í Namibíu og aðstoðarskóla- stjóri þar er Grétar Hjartar- son. Grétar stundaði lengi sjóinn og vár m.a. skipstjóri á skipum Eimskipafélags íslands. Margir þekkja hann líka sem forstjóra Laugarásbíós. Grétar hefur verið bú- settur* í Walvis Bay, um 20 þúsund manna bæ, frá því um síðustu áramót og segir hann Namibíumenn námsf* úsa og duglega þjóð en mikil fátækt sé ríkjandi meðal blökkumanna. Marg- ir þeirra starfi við heimilis- störf hjá hvítum fjölskyld- um og þurfi daglega að ganga 4-10 km kvölds og morgna til vinnu. Grétar vill því að Íslendingar taki sig til og sendi Namibíumönnum gömul reiðhjól sem þeir hafi lagt. „Ég hef farið hér um bæinn og séð suma á reiðhjólum sem eru afskaplega lítið merkileg og þeir gæta þeirra eins og um mikil verð- mæti væri að ræða. En þeir eru fáir sem eiga slíka fararskjóta. Fáir leigubílar eru í Walvis Bay og farið kostar nálægt einum doll- ara og fimmtíu sentum hvor leið sem er of dýrt fyrir þá sem ekki fá nema 20-25 dollara í laun á dag,“ sagði Grétar. Er mikil fátækt í Walvis Bay? „Já, hér er ótrúlega mikil fá- tækt. En þó hafa Namibíumenn það betra hérna en í Suður-Afríku, bæði hvað varðar húsakost og ann- að. Atvinnuleysið er hins vegar afskaplega mikið. Hér búa engu að síður margir mjög vel efnaðir Namibíumenn og jafnvel fyrrver- andi Suður-Afríkanar. Walvis Bay er aðalútgerðarstaður landsins og hér heita loðnukóngarnir pilchard- kóngar. Pilchard er namibísk sardína sem er einna helst lík smásíld. Niðursoðinn NAMIBIA Stærð: 824.292 ferkm. íbúar: 1.252.000(1988) Swakopmum Walvis Bay pilchard og fiskimjöl er helsta útflutn- ingsvara Namibíu. Lykt- in hérna í bæn- um minnir mig stundum þegar ég var við Laugarásbíó og loðnubræðslan á Kletti var í gangi. Það er peningalykt í loftinu. Hér er heilmikil útgerð og verið að byggja upp fiskiðnað í land- inu. En ég er hræddur um að íslenskir loðnukóngar yrðu ekki ánægðir með fiskiskipaflotann hér.“ / hverju er þitt starf fólgið? „Ég er aðstoðarskólastjóri við sjávarútvegsskóla sem er nýstofn- aður, Walvis Bay Maritime School. Ég kenni sjómennsku og undirbý nemendur fyrir stýrimannanám. Það byrjuðu hjá okkur í janúar 32 nemendur sem fóru síðan til sjós eftir að hafa stundað nám í tæpa þijá mánuði. Þegar við höfðum kennt þeim undirstöðuatriði sjó- mennsku þurfti að koma þeim að hjá útgerðunum og þar var á bratt- ann að sækja. En þeir létu segjast og tóku einn til tvo á hvert skiþ. Þar vinna þeir sér inn sjótíma svo þeir geti raunverulega hafið sitt skipstjóra- og vélstjóranám. Grétar Hjartarson ► Grétar Hjartarson aðstoðar- skólastjóri sjávarútvegsskólans í Walvis Bay í Namíbíu fæddist 3. ágúst 1934 í Reykjavík. Hann tók stýrimannapróf í Reykjavík 1958 og var háseti á togurum 1949-1953. Grétar starfaði hjá Eimskipafélagi íslands frá 1954- 1961 og var stýrimaður hjá sama félagi frá 1961. Þá var hann skipstjóri hjá Eimskipafélaginu í þijú ár en hjá félaginu starf- aði hann í 21 ár. Síðustu ár starf- aði hann sem forstjóri Laugar- ásbíós í Reykjavík. 17. júlí fáum við 19 nemendur inn í skólann sem taka þátt í kynn- ingarnámskeiði fyrir sjómenn. í september koma aftur fyrri nem- endur til frekari náms og aðrir Namibíumenn sem hér eru starf- andi á fiskiskipaflotanum og taka það sem á íslandi kallast 1. og 2. stig og veitir þeim réttindi á skip upp að 100 tonnum.“ Er gott að búa í Namibíu? „Já,_ hér er gott að vera. Yfir 100 íslendingar eru búsettir í Namibíu en sjálfur réði ég mig til tveggja ára og ef ég kem mínu starfi almenni- lega frá mér þá get ég vel hugs- að mér að vera hér áfram. Namibíumenn hafa áhuga á því að mennta sitt fólk en það er erfitt að leiða þeim hvítu það fyrir sjónir að hægt sé að mennta þá svörtu," sagði Grétar. Tókst þú strax eftir því að skortur var á fararskjótum í landinu? „Namibíu- menn eru iðnir en þeir eiga langa leið fyrir höndum á morgnana. Það er kalt hér á nætumar, 6-8 gráður og oft þoka og mistur. Ilúsin sem þeir búa í eru oft ekki upp á marga fiska. Menn eru því orðnir svangir og kaldir þegar þeir koma til vinnu. Þess vegna vil ég efna til söfnunar á gömlum reiðhjólum. lslendingar eru ekki menn með mönnum nema þeir eigi 26 gíra hjól en Namibíumönnum nægir að hafa keðju á hjólinu og ioft í dekki- um. Gömlu, góðu reiðhjólin duga hér mjög vel því hér er sléttlendi. En hjólin jiurfa þó að vera í lagi. Ef einhver vildi taka þetta að sér heima á íslandi þá erum við tilbún- ir íslendingarnir sem hér búa að koma reiðhjólunum til skila til þeirra sem þurfa þeirra með.“ 500 Km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.