Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 21 JltwgtiiittUifrtp STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OFURTOLLAR HEFTA FRJÁLSA SAMKEPPNI STARFSUMHVERFI og samkeppnisstaða Kjöríss hf., eins og Guðrún Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, lýsir hér í Morgunblaðinu í gær, er óviðunandi. Fimm hund- ruð og fjórtán prósent ofurtollar eru lagðir á innflutt hráefni til ísgerðar, samkvæmt ákvæðum GATT-samningsins og gera að verkum að fyrirtækið getur ekki brugðist við innflutningi á ís með innflutningi undanrennuduftsins sem notað er við fram- leiðsluna. Innflutningur á fullunnum ís, umfram lágmarksaðgang, verð- ur með 30% tolli, auk 110 króna álags á hvert kíló, sem getur jafngilt allt að 100% tolli. Framkvæmdastjóri Kjöríss segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að innflutningur íss, sam- kvæmt þessum reglum, muni skekkja samkeppnisstöðu fyrir- tækisins verulega. Kjörís hefur þurft að kaupa hráefni sitt, undanrennuduft, af Mjólkurbúi Flóamanna, sem er nátengt helsta samkeppnisað- ila fyrirtækisins, MS-ísgerðinni. Kílóverð duftsins er 234 krón- ur hérlendis, sem framkvæmdastjórinn segir þrefalt hærra en erlendir ísframleiðendur þurfi að greiða. Kjörís hf. hefur verið starfrækt í 26 ár og átt hægum en öruggum vexti að fagna, þrátt fyrir að Framleiðsluráð landbún- aðarins og Mjólkursamsalan hafi á þessu tímabili ítrekað lagt stein í götu fyrirtækisins í skjóli einokunar og þar með komið í veg fyrir ftjálsa samkeppni. Aukið vöruúrval með ákvæðum GATT-samningsins um inn- fluttar vörur er auðvitað fagnaðarefni. En það er sjálfsögð og réttlát krafa, að innlendur iðnaður, ísframleiðsla sem önnur framleiðsla, sitji við sama borð og erlendir framleiðendur, að því er varðar álagningu tolla. Sé annar háttur hafður á mismun- ar það framleiðendum og heftir frjálsa samkeppni. MAJOR STYRKIR STÖÐU SÍNA JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur án efa styrkt stöðu sína, nú er úrslitin í leiðtogakjöri íhaldsflokksins liggja fyrir. Major bar sigurorð af eina keppinauti sínum, John Redwood, fyrrverandi Walesmálaráðherra, með 218 atkvæðum gegn 89, en 20 þingmenn sátu hjá eða skiluðu ógildum atkvæða- seðjum. Ákvörðun Majors um að segja af sér leiðtogaembættinu og boða til kosninga var viðbragð við sífelldri gagnrýni hægri vængsins í flokknum, sem leggst gegn auknu Evrópusam- starfi. Redwood fórnaði ráðherraembætti sínu til að láta reyna á styrk hægri vængsins og tapaði. Sigur Majors var nægilega sannfærandi til þess að talsmenn róttækustu frjálshyggjusjón- armiða og andstöðu við Evrópusambandið munu sennilega hafa hægt um sig á næstunni. Forsætisráðherrann hefur skýrara umboð en fyrr til að fylgja fram stefnu sinni — sem er raunar hin samþykkta stefna íhaldsflokksins. Það er þó langt í frá að sú stefna sé skýr — segja má að Major hafi sýnt að hann sé sá leiðtogi, sem íhaldsflokkurinn geti helzt sameinazt um, en um leið er margt til í því, sem stundum er sagt um hann — að hann sé sá eini, sem flokkur- inn geti sundrazt um! Sá háttur Majors að slá úr og í, til dæm- is varðandi Evrópumálin, endurspeglar þannig klofninginn í röðum íhaldsmanna. Og Majors bíður ekki auðvelt verkefni. Því er spáð að íhalds- flokkurinn nái sér á strik eftir þá traustsyfirlýsingu á forsætis- ráðherrann, sem niðurstaða leiðtogakjörsins var óneitanlega, en hann þarf aftur á móti að vinna upp eitt stærsta forskot Verkamannaflokksins frá stríðslokum, ætli hann að vinna kosn- ingarnar, sem haldnar verða í seinasta lagi 1997. Framundan eru erfiðar ákvarðanir, til dæmis um þátttöku í efnahags- og myntbandalagi ESB. Talsmenn atvinnulífsins telja flestir að hún sé nauðsynleg, en almenningur er henni fráhverfur. Erfitt verður fyrir íhaldsmenn að taka ákvörðun þannig að báðum líki. Skæðustu keppinautar Majors, þeir Michael Heseltine iðnað- arráðherra og Michael Portillo atvinnumálaráðherra, eru báðir ósárir eftir slaginn, þar sem ekki kom til þess að önnur um- ferð leiðtogakjörs yrði haldin. Ekki er ólíklegt að þeir bíði þess að Major geri afdrifarík mistök og geri þá atlögu að leiðtoga- embættinu, annar hvor eða báðir. Major undirbýr nú uppstokk- un á ríkisstjórn sinni. Það mun meðal annars verða mælikvarði á styrk hans hvaða embætti hann fær Heseltine og Portillo. Verði sá síðarnefndi hækkaður í tign ber það vott um að Maj- or telji sig þurfa að friða hægri vænginn, þrátt fyrir góðan sigur í gær. NORÐMAÐURINN dr. Johan Galtung, prófessor í friðarrannsóknum við Hawaii háskóla, háskólann í Witten/Herdecke í Þýskalandi, Evrópska friðarháskólann og Háskólann í Alicante, að halda erindi í Skálholti á vegum norrænu kirkjanna. Lausnín er mjög lauslegt ríkjasamband í Júgóslavíu IYFIRLITSERINDI um baksvið átaka í Evrópu, sem nái 900 ár aftur til krossferðanna með sigri múslima 1295 en brott- rekstri kristinna og sögulegri jarð- skjálftasprungu upp í gegn um Evr- ópu, þar sem júgóslavnesku ríki var svo tyllt sem höll ofan á titrandi sprunguna, hafði dr. Johan Galtung m.a. nefnt að Vesturlönd hefðu eig- inlega sagt Serbum stríð á hendur, þegar Þjóðvetjar viðurkenndu án þess að ganga frá landamæralínum eða stöðu minnihlutahópa ný ríki í Króatíu og Bosníu-Herzegovinu. En Norðurlöndin komu svo strax á eftir og aðrir hlutu þá að fylgja. í umræð- um að undanförnu hefur mátt heyra að til þessara utanaðkomandi af- skipta megi rekja klúðrið og upphaf- ið á stríðinu í fyrrum Júgóslgvíu. Dr. Galtung var bent á að íslending- ar hefðu komið þar fyrstir á eftir Þjóðvetjum og viðurkennt snarlega þessi tvö nýju ríki. Hver hann telji að þeirra þáttur sé í þessu stríði? Dr. Galtung kvaðst ekki vilja blanda sér í íslensk mál, en hann vissi að ísland liti á sig sem Vestur- Evrópuríki og hefði tilhneigingu til að gera eins og þau. Hann héldi ekki að nein dýpri hugsun haft legið þar að baki. Og hann bætti við að hann efaðist um að íslenska utanrík- isráðuneytið hafi haft upplýsingar um hvað var raunverulega að gerast þá. Hvað var það þá sefn var að ger- ast? Galtung sagði að í raun hafí Evrópusambandið komið inn milli Þjóðvetja og Norðurlandanna. Hann tók fram að enginn vafi léki á því að Króatar eigi rétt á að fá sitt ríki, en ekki með þessum landamærum og með þessum hætti. Keypti 11 Evrópuþjóðir „Þýskaland var landið sem lét hin- ar Evrópuþjóðirnar viðurkenna Króatíu og Bosníu svo umsvifa- laust,“ segir Galtung. Hvernig gerði Þýskaland það? „Það gerðist nótt eina, aðfaranótt 15. desember 1991. Þá nótt voru ellefu af tólf meðlimum Evrópusambandsins á móti erindi Genschers utanríkisráðherra Þýska- Dr. Johan Galtung, sem 1959 stofnaði Alþjóðleffli friðarrannsóknastofnunina og hefur síðan hlotið mörg alþjóðleg friðarverð- laun, er manna kunnugastur bakgrunni átak- anna í Júgóslavíu, þar sem hann var í fjögur ár framkvæmdastjóri Alþjóðaháskólans og talar málið. Hann á persónulegan aðgang að öllum forustumönnum aðila þar, svo og stjóm- endum víða um heim. í viðræðum við Elínu Pálmadóttur kom m.a. fram leynilegt bak- svið afskipta Vesturlandaþjóða í upphafí, sem íslendingar höfðu m.a. blandað sér í. lands, en næsta morgun voru 12 þeirra með og enginn á móti. Vilji hans var einróma samþykktur, 0 gegn 12. Við vitum að Genscher keypti hina. Hann sagði við Breta að ef þeir styddu hann í þessu, myndu Þjóðveijar styðja Bretland þegar kæmi að því að fá undanþágu frá félagsmálakafla Maastricht sátt- málans. Og hann keypti Frakkland með því að segja að ef ----------- þeir styddu Þjóðveija nú þá myndu þeir styðja þá í að fá landbúnaðarstefnuna framlengda. Þetta tvennt vó þyngst. Við borðið fór fram hreint hrossaprang. Genscher keypti fjögur yfátæku" löndin, Spán, Portúgal, Irland og Grikkland, með því að 14.-15. des. 1991 fóru fram hrossa- kaup 12 heið- ursmanna. Ekki fóru fram neinar umræður í þinginu. Það vitum við. Þetta var 15. desember.“ Næst gerðist það að Genscher fékk tvö bréf frá Peres de Cuellar, framkvæmdastjóra SÞ. Galtung kvaðst hafa afrit af þeim, sem var mjög erfitt að ná. „Genscher neitaði að þau væru til og þýska utanríkis- ráðuneytið neitaði því Iíka. En veistu -------- hvar ég fékk þau? - Frá sendiráði Bandaríkjanna í Bonn. Þeir voru meira en fúsir að afhenda þau, með tilvísun í lög um upplýs- ingaskyldu. Þeir voru mjög óánægðir með stefnu .... Þýskalands í málinu. Peres de Cuellar sagði þrennt, sem í mínum huga er lykillinn að öllu tryggja þeim meiri hjálp úr svoköll- uðum Svæðaþróunarsjóði o.s.frv. Hann þurfti ekki að kaupa Dan- mörku, því Danmörk var 120% á sömu línu. Þar var Uffe Elleman Jensen. Heldur ekki Ítalíu, þó mig gruni að hann hafi að vissu leyti gert það, en það get ég ekki sann- að. Þetta var semsagt allt ákveðið af 12 heiðursmönnum innbyrðis. málinu: Hann sagði: 1) Það er ekki hægt að viðurkenna þjóðríki fyrr en maður er handviss um að minni- hlutahópar sættist á það. Serbar höfðu margsagt að þeir viðurkenndu það ekki og ef aðrir gerðu það, fengju þeir stríð. Ef maður kann nokkuð í sögu þessa svæðis, skilur maður að þeir höfðu ástæðu til þess. 2) Þið getið ekki bara viðurkennt Króatíu og Bosníu-Herzegovinu, þið verðið um leið að viðurkenna Serbíu. Með öðrum orðum, það verður að vera gagnkvæm viðurkenning. 3) Og e.t.v. mikilvægasti punkturinn í bréfi Peresar de Cuellars. Maður verður að hafa stefnu um Júgóslavíu í heild, vita hvað verður næsta skref- ið og næstu skref á eftir. Hvaða heildarmynd maður hafi í huga. Genscher fékk tvö mjög sterk bréf frá Peres de Cuellar, 10. og 14. des- ember. En umboð hans sem fram- kvæmdastjóra SÞ átti að renna út 31. desember. Svo Genscher og fylgj- endur hans seinkuðu viðurkenning- unni á Króatíu og Bosníu þar til eftir 31. desember. Og 1. janúar fengu þeir Boutros Boutros-Gahli, sem var þeirra maður. Þetta er það sem gerðist.“ Króatar virðast hafa skilið fyrr en skall í tönnum. Sama dag og Króatía var viðurkennd söng ein þeirra vinsælasta söngkona í sam- komusal í Zagreb lag með viðlaginu: Genscher, ich liebe dich! Og aðrir tóku fagnandi undir. Þá vaknar stóra spumingin. Hvers vegna lagði Þýskaland svo mikla áherslu á þetta? „Ég hefi haft mik- inn áhuga og rannsakað þetta mál allmikið. Fyrst tvenn jákvæð rök. Genscher trúir á sjálfsákvörðunar- rétt þjóða. Og því skyldu Króatar ekki líka hafa sjálfsákvörðunarrétt, sem er hárrétt. En ef maður greiðir atkvæði um allt landsvæðið fylgja öll vandræðin, því meirihlutinn mun vaða yfir minnihluta. í öðru lagi hafði Genscher á tilfinningunni að vandmálið væri kommmúnismi og hví skyldi þetta fólk ekki vera frels- að frá kommúnismanum eins og hin- ar þjóðirnar? Nokkuð til í því. Auðvit- að var Milosevic leiðtogi Serba kommúnisti sem endurhæfði sig yfir í þjóðernishyggju. Raunar var hann ekki ósvikinn kommúnisti heldur fremur tæknikommúnisti. Þriðja atriðið og þá fer að kárna gamanið. Þetta er gömul þýsk utan- ríkisstefna. Svokallaði Berlín- Bagdad öxullinn frá Berlín niður til Persaflóa yfir Ankara. Samkvæmt reynslu Þjóðveija höfðu þeir alltaf -1- gott samband við Tyrki og höfðu líka Qarfest mikið í Saddam Hussein í Irak, sem kunnugt er. Það eina sem var í veginum var Serbía. Hvað átti þá að gera við Serbíu? Ste'fnan varð að einangra Serbíu með því að viður- kenna hina. Ef svo er litið á sögu Evrópu má sjá: 1918 Þýskaland niðri - Júgóslavía upp, 1941 Þýskaland upp - Júgóslavía niður, 1945 Þýska- land niðri - Júgóslavía uppi, 1990 Þýskaland uppi með sameiningu ríkj- anna - Júgóslavía niðri. Fjórum sinnum er of mikið til að vera eintóm tilviljun. Fjórði punkturinn og hann er mjög alvarlegur. Þýskaland er í vissum skilningi og óeiginlegri merkingu í framhaldi af seinni heimsstyijöld- inni. Króatar, Slóvakar og múslimar voru Þýskalandsmegin meðan Serb- ar voru að drepa þúsundir á þúsund- ir ofan af þýskum hermönnum. Jafn- vel þótt þeir væru nasistar, voru þeir að drepa Þjóðveija. Og það er mannlegt að finnast þeir sem voru með manni vera meiri vinir. Auðvitað má alltaf segja að Serbar voru ekki að drepa mig, þeir voru að drepa föður minn, en það dugar skammt. Þetta sést vel í Ungveijalandi, sem voru bandamenn nasista Þýskalands og fá mjög góða meðferð, þar sem Rúmenína snerist 1944 og hefur fengið harkalega meðferð. Svo að ef maður lítur á þetta sem framhald heimsstyijaldarinnar er það skiljan- legt. Við þetta má bæta fimmtu rök- unum. Þýskaland framleiðir miklu meira en það getur nýtt sjálft og á hinn bóginn getur Þýskland þurft ódýrt vinnuafl þegar á ____________ þarf að halda og kann líka að vanta hráefni. Málið fyrir Þýskaland er, eins og það hefur alltaf verið, að Þýskaland er í miðri Evr- ópu og hvar hefur það bakland? Möguleikar ——— þeirra nú eru Slóvakía, Króatía og hluti af Bosníu-Herzegovinu. Úr „makróstríði11 í „mínístríð“ Hvað heldur hann að gerist nú? „Eins og útlitið er nú spái ég því að Vesturlandaþjóðirnar muni ekki breyta stefnu sinni og því muni stríð- ið í Júgóslavíu halda áfram. E.t.v. muni þau beita þungavopnum og svar Serba verður þá skæruhern- Morgunblaðið/Epá Stríð í Bosníu STRÍÐIÐ í Bosníu-Herzegovinu hefur leitt ómældar hörmungar yfir almenning. Þó reyna bændur að yrlya jörðina og afla fæðu. Og smalinn beitir kindum sínum á gamla Ólympíuleikvanginum í Sarajevo. aðúr. Serbar munu aldrei sætta sig við að verða sigraðir með þvingun- um. Þá munu þeir fara úr „markró- stríði“ yfir í „míni'stríð“, sem þýðir skæruliða, stjórnað frá Pale. Bosnía- Herzegovina er hreint upplögð fyrir skæruhernað. Þar eru, eftir því sem ég best veit, 150 vopnaverksmiðjur og neðanjarðargeymslur, því hernað- arkenning Títós var að landið væri sjálfu sér nægt með vopn. Hann taldi Herzegovinu hreinasta hlutann og lét þá hafa þennan iðnað. Barátt- an er ekki eins mikið kynþáttahreins- anir og af er látið. Það er nokkuð ýkt, en nógu slæmt samt. En í land- inu er verið að beijast um þessa neðanjarðarhella, sem allir þrír aðil- arnir hafa nóg af til að lifa af í stríði um óákveðna framtíð. Og þeir kunna að nota þá. Aðilarnir þrír, Serbar, Króatar og múslimar, eru allir frá- bærir bardagamenn í skæruhernaði og eitthvert grimmasta fólk í veröld- inni. Svo má líka segja að ef Bosníu- Serbar verða sigraðir í þessu stríði verður gersamlega ómögulegt fyrir hvaða stjórn sem er að halda aftur af júgóslavneska þjóðarhernum. Það er her allrar Júgóslavíu, sem enn er inni í Serbíu og hefur ekki verið notaður. Ef þær hersveitir koma inn í Bosníu, verður komið á fullt stríð. Verði þeir þá undir, held ég að verði ákaflega erfitt fyrir Rússa að standa utan við. Þetta gerist þá í formi sjálf- boðaliða, rétt eins og þegar Kínveij- ar komu til Norður-Kóreu með sjálf- boðaliða. Bara milljón talsins, sem eru æði margir sjálfboðaliðar." Hægt að leysa málið á viku Sér hann þá enga lausn? „Að mínu áliti er hægt að leysa málið á einni _________ viku. Sú formúla er til og hún er ekki svo slæm. Hún liggur í loftinu. Bosnía- Herzegovina, svo og Kró- atía, yrði viðurkennd sem sambandsríki eða ríkja- bandalag með mjög lausu sambandi við Serbíu. Kró- Vesturlönd hafa viður- kennt tvö lönd með röng landamæri. atar og múslimar yrðu látnir skipu- leggja það sín á milli, sem væri þeirra vandamál. Serbunum yrði veittur sjálfsákvörðunarréttur. Með öðrum orðum það sem Peres de Cuellar benti á. Þá erum við að tala um Serba í Króatíu og Serba í Bosníu- Herzegovinu. Bosníu-Serbar hafa þá fimm möguleika, sem samkomulag yrði um til reynslu til þriggja ára: 1) Þeir hafi sjálfsákvörðunarrétt og fái heimastjórn í hluta af Króatíu og hluta af Bosníu. 2) Fái sjálfstæði, þar sem þessir landshlutar verði ein- faldlega þjóðríki með eigin fána og sjálfstjórn, eða það sem kallað yrði Krajina-lýðveldið og Serbskra lýð- veldið. 3) Verði mjög lausleg ríkja- samtök, eitthvað í áttina við sam- starf Norðurlanda. 4) Yrðu í miklu sterkara sambandsríki með Serbíu. 5) Verði sameining, sem þýðir að Serbía færi út landamæri sín. Því fyrsta hefur þegar verið hafnað af Serbum í Bosníu og Króötum, sem ekki treysta Serbum. Númer fimm hefur verið hafnað af stjórninni í Belgrað, að því er ég tel eftir viðtöl við topmennina þar. Þeir virðast hræddir við þessa menn. Milosevic hefur lpkað landamærunum og snúið baki við Bosníu-Serbum upp að vissu marki. Þá eru þrír möguleikar eftir. Sjálfstæði, ríkjasamband og sam- bandsríki. Minna land en sjálfsákvörðun Kjarni málsins er að þetta verður að ákvarðast af Bosníu-Serbum sjálfum. Ef við segjum: Reynum þetta fyrst, er ég ekki í vafa um hver niðurstaðan yrði í atkvæða- greiðslu eftir þijú ár. Það skiptir ekki máli því samkomulagið yrði til að bjarga því að allir héldu andlit- inu, þ.e. bandaríski faðirinn, og hinn heilagi andi öryggisráðið, sem hefur blásið syninum Evrópusambandinu andagift í bijóst. Það er bara engin María ennþá, sem getur borið á milli og sagt við alla að þeir hafi réti* fyrir sér, en samt... Ég reyndi að vera María og segja þeim þetta með litlum árangri. Síðan yrði haldið áfram einu skrefi lengra og við hefð- um Júgóslavíu í sambandsríki, en miklu lauslegra en gamla Júgóslavía var, líkara samvinnu Norðurlanda. Slóvakía og Króatía yrðu þá sjálf- stæð ríki með menningar- og versl- unarviðskipti sem fyrr. Þá komum við að því hve fjölmiðl- ar heimsins hafa farið alveg ótrúlega villur vegar í fréttaflutningi. Serbuin hafi verið boðin 49% af landi en hafi lagt undir sig 70%, sem er rétt. Það er bara ekki þetta sem máli skiptir. Serbum finnst meira máli skipta hver verður staða þessara 49%. Ég hefi rætt við Serba sem segjast geta sæst á minna en 49% ef þeir fái þá sjálfsforræði þar. Tvö lönd með röng landamæri Hvað er það þá sem dvelur ef hann er svona viss um að þetta mundi ganga? „Vesturlönd hafa gert mistök, því þau hafa viðurkennt tvö lönd með röng landamæri.“ Við drep- um á framkomna hugmynd um að Bosnía-Herzegovina verði fjölmenn- ingaríki, þar sem allir hafí sama rétt. Galtung svarar því til að þetta sé falleg hugmynd en óraunhæf. Aðilar einfaldlega hati hver annan of mikið. Þetta gekk aðeins þegar þeir voru hernumdir af Tyrkjum eða bjuggu við einræði Títós, sem hélt þeim í þeim járngreipum að ef ein- hver svo mikið sem sagði „national", fór hann beint í fangelsi. Að lokum var leitað eftir viðhorfi dr. Johans Galtungs til hlutverks friðargæslusveita SÞ og NATO. Hann kvað sína reynslu af SÞ-liðinu i Bosníu þá að liðið hafí rækt af hendi gott starf og hann beri virð- ingu fyrir því. Um NATO svaraði hann að bragði: „Það er gamakr maður að gera sig gildandi. Það besta sem NATO gæti gert er að draga sig út með reisn. Með því að beita NATO aðeins gegn Serbum en ekki líka gegn múslimum brutu þeir leikreglur. NATO sagði þá mjög skýrt að óvinur okkar séu slavneskir rétttrúnaðarmenn. Vesturlönd hafa í óeiginlegri merkingu lýst stríði á hendur Rússum með því að ákveða Serbíu sem seka aðilann, sem ég tel mjög heimskulegt. Allir þrír aðilarn- ir hafa unnið hræðileg verk. En Vesturlönd verða að skilja að serb- neska þjóðin var orðin fangi tveggja gerviríkja, Króatíu og Bosníu- Herzegovinu, með tilbúin landa- mæri.“ Er dr. Johan Galtung fór frá ís- landi ætlaði hann daginn eftir til Rússlands til að hitta Jeltsín og í vikunni þar á eftir átti hann stefnu- mót við leiðtoga í Júgóslavíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.