Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ TIL SÖLU Meðeigandi að hársnyrtistofu óskast Hef fengið til sölu 50% af hársnyrtistofu. Um er að ræða nýlegt fyrirtæki á góðum stað á stór-Reykjavíkursvæðinu í örum upp- vexti. Allar upplýsingar eru veittar á milli kl. 13.00-17.00 á daginn. Ástríður Grímsdóttir hdl., Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 566 8530. TILKYNNINGAR Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Heiðarlundur 9 Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjóra ríkisins og með vís- an til gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Heiðarlundur 9. Breytingin felst í því, að heimilað er að skipta einbýlishúsi í tvær aðskildar íbúðir, sem hvor um sig er sérstök eign. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, frá 6. júlí til 3. ágúst nk. á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 17. ágúst nk. og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. ■» ' SlttCI ouglýsmgor FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MORKINNI 6 - SiMI 568-2533 Miðvikudaginn 5. júlí: Kl. 20.00 verður kvöldganga aö Draugatjörn, sunnan Húsmúla. Verö kr. 800. Brottför frá Um- ferðarmiöstöðinni, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Helgarferðir 7.-9. júlí: 1) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/tjöldum. Gönguferðir. 2) Þjófakrókur - Langjökull - Hagavatn (naeturganga á skíðum). 3) Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker. Gist i sæluhúsi F.í. í Laugum og Hrafntinnuskeri. 4) Yfir Fimmvörðuháls. Gengið frá Þórsmörk yfir að Skógum. Gist í Þórsmörk. langar gönguferðir. Gist að Stapa. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 15.-20. júlf Bakpokaferð: Borg- arfjörður eystri - Seyðisfjörður. Fá sæti laus. Fararstjóri: Ina Gísladóttir. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Mörkinni 6. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. (ffh SAMBAND ÍSLENZKRA •■5$Bír KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboössalnum. Ræðumað- ur: Jóhannes Tómasson. Allir velkomnir. Ath.: Sjálfboðaliða vantar f Hrafntinnusker vikuna 8.-15. júlí. Sumarleyfisferðir: Nokkur sæti laus í „Laugavegs- ferðir" 7. og 11. júlí. Einnig eru nokkur sæti laus „Hvítárnes - Hveravellir" 8. júlí. Hornstrandir: 3.-21. júlí Húsferð: Ystu strand- ir norðan Djúps. Fararstjóri: Stefanía Hjartardóttir. 19.-27. júlí Hornvík - Reykja- fjörður. Gengið á fjórum dögum um Austurstrandir, þ.e. frá Hornvík um Barðsvík og Furu- fjörð til Reykjafjarðar. Farastjóri: Jóhannes Kristjánsson. 15.-20. júlí Borgarfjörður eystri - Loðmundarfjörður. Stuttar og langar gönguferðir. Gist að Stapa. Farastjóri: Sigurður Krist- insson. 15.-20. júlí Borgarfjörður eystri - Loðmundarfjörður. Stuttar og Halla Sigurgeirsdóttir Andlegur læknir og miðill. Sjálfsuppbygging: Áruteiknun/ tvö form, verundarmyndir/leið- arljós. Sími 554 3364. Söguganga- ný uppgötvaðar minjar í kvöld kl. 20.00 verður lagt af stað frá Árbæjarsafni í Elliðaár- hólma og skoöaðar ný uppgötv- aðar minjar frá tímum Innrétting- anna í Reykjavík á 18. öld. Leiðsögumenn: Bjarni Einars- son, fornleifafræðingur, og Ás- laug Sverrisdóttir, vefnaðar- kennari. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hvar er garðstóllinn? ÁSA skrifar Velvakanda: „í mörg undanfarin sumur hafa staðið í garðin- um bak við húsið nr. 51 við Víðimel, forláta garð- húsgögn, borð og fjórir stólar, úr afríkanskum viði (abuka), tiltölulega þung og efnismikil og hafa þau ávallt fengið að standa þar í friði. Núna í rigningartíðinni undanfarið, hefur einn stóllinn horfið og getur það tæpast gerst, nema að minnsta kosti tveir hafi staðið að verki vegna þunga stólsins, sem er um 40 kg. Eigendum er mjög sárt um missi hans og er því þeirri beiðni komið á framfæri, að kynni einhver að hafa séð til manna ber- andi dökkbrúnan viðar- garðstól á milli sín, á tíma- bilinu 15. til 26. júní sl. eða kynnu að vita um núver- andi verustað hans, að láta eigendur vita í síma 551-5343 og er fundar- launum heitið fyrir endur- heimtingu stólsins.“ Verslunin 17 ERNA Elíasdóttir, Amart- anga 10, Mosfellsbæ skrif- ar: „Fyrir tveimur og hálf- um mánuði keypti sonur minn sér skó í versluninni 17 á Laugavegi. Skórnir virtust sterkir og vandaðir og urðu okkur því mikil vonbrigði þegar í ljós komu sprungur þvert yfir sólann á báðum skónum. Við fór- um með skóna í verslunina og sýndum verslunarstjór- anum hvemig komið var. Hann skoðaði skóna og kvað strax upp þann úr- skurð að þetta væri gölluð vara og afhenti syni mín- um nýja skó. Þetta finnst okkur vera frábær þjónusta og viljum með þessu bréfí fá að þakka versluninni og vekja athygli lesenda á að gott er að eiga viðskipti við svona kaupmenn! Tapað/fundið Týnt hjól DÖKK rauðbrúnt hjól af gerðinni DBS, Kilimanj- aro, hvarf úr garði við Lokastíg 22 í Reykjavík aðfaramótt sl. laugardags. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 5519624, helst á kvöldin. Fundarlaun. Hringnr tapaðist GULLHRINGUR með perlu og steini tapaðist laugardaginn 10. júní sl. í miðbæ Reykjavíkur. Skil- vís fínnandi vinsamlega hafi samband í síma 557-3752 og er fundar- launum heitið. Gæludýr Kettling vantar heimili KASSAVANUR rúmlega tveggja mánaða kettlingur þarf að komast á gott heimili. Vinsamlega hafíð samband við Ása í síma 581-4141. Persneskur köttur horfinn ÞRIGGJA ára ljósgrár, persneskur fressköttur, mjög loðinn, fór að heiman frá sér í Tjarnargötu 16 í Reykjavík, miðvikudaginn 26. júní sl. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Hann var eymamerktur. Geti einhver gefíð upplýs- ingar um ferðir hans vin- samlega látið vita í síma 551-2055. Páfagaukur hvarf ALHVÍTUR kvenkyns páfagaukur flaug að heim- an frá sér í Hófgerði 20 í Kópavogi sl. laugardag. Hún er mjög gæf. Geti ein- hver gefíð upplýsingar um ferðir hennar vinsamlega hafið samband í síma 564-2615. Farsi SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í deildakeppni Stóra-Bret- lands í viðureign tveggja stórmeistara. Murray Chandler (2.535), í liði British Chess Magazine, hafi hvítt og átti leik, en Jonathan Levitt (2.430), Wood Green var með svart. Hvítur hefur fórnað peði fyrir mikla yfirburði í liðsskipan og nú hóf hann glæsilega atlögu að svarta kóngnum: 14. Rxd6+! — exd6 15. Rb5 - Bf8 16. Rxd6+ - Bxd6 17. Dxd6 - Kf7 18. Bxb7 - Dxb7 19. Hxe5 - g5 20. De6+ - Kf8 21. Hxg5 - fxg5 22. Bd6+ - Re7 23. Hel og svartur gafst upp. Liðið Midland Monarchs sigr- aði í keppninni. Það eru ekki nema örfá ár síðan breska deildakeppnin hófst og félögin þar eru ekki orðin nærri eins öflug og þekkt og í Þýskalandi og Frakk- landi. Víkveiji skrifar... EGAR sólin loksins yljaði borgarbúum með geislum sín- um á sunnudag var eins og Reyk- víkingar tækju . gleði sína. Hvar- vetna mátti sjá börn úti við, létt- klædd að leik, fólk í görðum sínum að hirða um tré og plöntur eða slá grasflatirnar, fólk á göngu, og sundstaðir fylltust, svo fá dæmi séu tekin. Lofthitinn hér í Reykja- vík varð þó ekki meiri en 14 gráð- ur á sunnudag, en enginn virtist láta það á sig fá og vart heyrðust öfundarraddir, þótt fregnir norðan úr Eyjafirði gæfu til kynna að þar væri lofthitinn 10 gráðum hærri, eða 24 gráður. xxx ANNARS verður Víkveiji að við- urkenna að veður eins og sl. sunnudag þar sem lofthiti er ekki meiri, er ærið hvetjandi til þess að taka til hendinni og ljúka þeim vor- verkum sem trössuð hafa verið. Þannig var fyrir marga tilvalið að Ijúka tiltekt í bflskúrnum og aðrir létu til skarar skríða gegn geymsl- um fullum af drasli. Við slíka iðju er. félagsskapurinn af gömlu Guf- unni afar góður. Eftirmiðdagsdag- skrá Rásar 1 á sunnudögum er að mati Víkverja um margt áhuga- verð, bæði þáttur Sveins Einarsson- ar, ísMús, þáttur Arthúrs Björgvins Bollasonar um sögusvið skáldsög- unnar Alexis Sorbas og svipmynd af Ármanni Kr. Einarssyni rithöf- undi, sem skrifað hefur bækur fyr- ir börn í 60 ár og á sér enn ákveð- inn lesendahóp. Það hlýtur að vera nánast einsdæmi. xxx KEMMTILEGAST þótti Vík- veija þó að hlýða á þátt Páls Heiðars Jónssonar, Þú dýra list. Gestur Páls Heiðars var Guðni rekt- or og þar sem hann er gestur er einfaldlega gaman að vera við- staddur, hvort sem það er með að- stoð hljóðvarps eða annarra miðla. Lognmolla og skoðanaleysi hijá rektorinn ekki eitt andartak. Auk þess sem það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á útlistanir hans á sígildri tónlist og tónskáld- um. Þar kom maður ekki að tómum kofanum hjá Guðna rektor, enda, svo notuð séu hans eigin lokaorð í þætti Páls Heiðars, telur hann að tónlist sé æðst allra lista. FYRST Víkveiji staldraði á ann- að borð við ríkisfjölmiðil og lýsti yfir ánægju með gömlu góðu Gufuna, þá vill hann fara nokkrum orðum og ekki jafnjákvæðum um hinn ríkis^ölmiðilinn, Sjónvarpið. Það er hreint ótrúlegt hversu rýr og óáhugaverð sumardagskrá þessa miðils er - svo mjög að líkja má við metnaðarleysi á háu stigi. Raunar er Víkveiji svo gamaldags í sér, að hann telur að kvöldstundum yfir sumartímann sé í margt betur varið en sjónvarpsgláp, en öllu má nú ofgera. Það væri nú ekki úr vegi, þegar þokukvöldin það sem af er sumri hafa beinlínis verið að sliga lundina, að geta öðru hvoru glatt geð sitt við eitthvað áhugavert í sjónvarpinu. En því er vart til að dreifa, svo skelfilega óáhugaverð er dagskráin. Væri ekki vitinu nær fyrir sjónvarpsstjórnendur að fækka sýningarstundum til muna yfir sumartímann, jafnvel taka aft- ur upp gömlu góðu sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin og bjóða þá upp á vandaða og áhugaverða dagskrá, þó ekki væri nema stutta stund hvert útsendingarkvöld?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.