Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1995 7 FRETTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Víða líflegt í laxveiðinni BETRI fréttir en áður berast nú víða að úr laxveiðiánum. Tölur eru fljótar að breytast, t.d. þar sem verið er að draga 20 til 30 fiska á dag eins og -víða er tilfellið á Vesturlandi. Mikill meðalþungi í gærmorgun voru um 90 laxar komnir á iand úr Norðlingafljóti, en þar er villtum hafbeitarlaxi sleppt. Fljótið hefur allt til brunns að bera; er frábær laxveiðiá frá náttúrunnar hendi að því undan- skildu að ekki er laxgengt í það. Sigmar Björnsson leigutaki sagði í samtali við Morgunblaðið að milli 400 og 500 laxar væru nú í Fljótinu og hópur Spánverja sem væri að veiðum hefði veitt 34 laxa fyrsta einn og hálfan daginn. „Það er rosaleg meðalvigt, um 12 pund og einn Spánveijinn veiddi stærsta fiskinn á sunnudaginn, 22 punda hæng,“ sagði Sigmar. Mikið líf á Brennu „Það er mikið líf á Brennunni þessa dagana, góðar smálaxa- göngur. Það var holl um helgina sem fékk 8 laxa og hollið sem tók við var komið með jafn marga laxa eftir hálfan dag. Þetta eru tvær stangir í tvo daga hveiju sinni þannig að þetta er prýðis- veiði,“ sagði Dagur Garðarsson, einn leigutaka Brennunnar í gær- morgun. Brennan er þar sem Þverá hverfur í faðm Hvítár í Borgar- firði. Svæðið var erfitt til veiða framan af vertíð, en hefur glæðst svo um munar. Komnir eru hátt í 60 laxar á land, þeir stærstu tveir 16,5 punda og einnig allmargir 14 og 15 punda. Mest er þó af smálaxi, 4 til 5 punda, þessa dag- anna. SLATTUORF Reykjavík: Armúla 11 ■ Akureyri: Lónsbakka ■ Sími 568-1500 Sími 461-1070 Skot í Stóru Laxá Fregnir berast af og til af skot- um í Stóru Laxá. Það er jafn erf- itt sem fyrr að fá. heildarmynd af veiðinni, en ljóst þó að lax er að ganga. Fyrir skömmu veiddust til dæm- is 9 laxar á svæðum 1 og 2 og hafa borist veiðifregnir af öllum svæðum. Minnst þó efst, sem er kannski ekki óeðlilegt þar sem ástundunin þar er miklu mun minni. Oft er það þó á því svæði sem veiðist best framan af sumri. JÓHANNES Freyr Stefánsson með 10 - pundara úr Langá, en þar hefur veiðin verið mjög lífleg að undanförnu. Reynsla bifreiöaeigenda sýnir aö bensíneyðsla minnkar og gangurinn veröur betri:' DV bílablað, 26. september 1994. Neytendasíða Mbl., I.júni 1995. „Samkvæmt bensínbókinni minni hef ég fyrst tekið bensín með hreinsiefni 4. júli'. Síðan eru komnar 14 áfyllingar... Ég fmn greinilegan mun á gang- inýkt og vinnslu. Dálkurinn f bensínbókinni, sem sýnir eyðslu á 100 km, sýnir enn lækkandi tölu. Þarf frekari vitnanna við?“ „I sjálfu sér hafði ég í fyrstu ekki trú á að þetta hreinna eða betra bensín hefði nokkuð að segja hvað varðar eyðslu en tók þó fljótlega eftir að hún fór að minnka. Að spara 10% í bensín- kostnaði er töluvert þegar tillit er tekið til þess að ég ek um 25.000 kílómetra á ári.“ LOK FYRSTA ARS Nú er eitt ár liðið frá því að Skeljungur hf. - fyrst íslenskra olíufélaga - setti á markaö bensín með sérstökum hreinsandi bætiefnum. Sumir brugðu á það ráö að feta strax i fótspor okkar. Aörir hafa ekki enn treyst sér til að bjóða bíleigendum sömu þjónustu. Þetta sýnir betur en nokkuð annað að viðskiptavinir Skeljungs hf. eru fyrstir til að njóta ávaxtanna af kostum heilbrigðrar samkeppni. BETRA 3ENSIN BETRIBÍLAR -ANÆOÐARI BILEIGENDUR Skeljungur hf. Skelegg samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.