Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ASÍA er stærsta álfa heims- ins, 1/3 af þurrlendi jarð- ar og helmingur mann- kyns býr þar. Á íslandi búa um 1100 fullorðnir Asíubúar og er helmingur þeirra frá Filippseyjum, Tælandi og Ví- etnam. Börnin gera þá talsvert fleiri en þau fá íslenskt ríkisfang við fæðingu. Það má því segja að þeir setji svip á bæinn en flest- ir þeirra búa í Reykjavík og á Reykjanesi. Víetnamar komu hingað sem flóttamenn, alls 94 einstaklingar. Filippseyingar og Tælendingar koma hingað yfirleitt sem makar íslendinga. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra eru konur. Ættingjar þeirra koma einnig mikið. í Víet- nam búa um 65 milljónir manna og er Búddhatrú algengust meðal íbúanna. Á Filippseyjum búa um 60 milljónir og flestir eru róm- versk-kaþólskir. Tælendingar eru 55 milljónir og eru Búddhatrúar. Stríð, þjáningar og óréttlátt stjórnarfar hafa heijað á þjóðir eins og Víetnama. Höfuðástæður aðfluttra Asíubúa til landsins eru einmitt flótti og fátækt en líka hjónaband, möguleikar á atvinnu og vonin um betra líf. Móóurmál nýrra íslendinga Það er ekkert kínahverfi í Reykjavík, Asíubúar eiga sér heimili út um alla borg eins og aðrir aðfluttir menn af erlendum uppruna. Börn þeirra eru aðallega í Austurbæjarskóla og Vestur- bæjarskóla en stuðningur við þau hefur aukist á síðustu árum. Ingibjörg Hafstað og Ásta Kristjánsdóttir hafa séð um sum- arskóla fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku, fyrir Reykjavíkurborg og Menntamála- ráðuneytið. En samkvæmt 36. grein nýju grunnskólalaganna eiga nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku rétt á sér- stakri kennslu í íslensku. Ingi- björg og Ásta segja íslenskuna forsendu fyrir því að verða íslend- ingur, en á hinn bóginn er það slæmt að móðurmál fólksins skuli ekki vera meira metið en raun ber vitni. Tungumálakunnátta er almennt mikils metin og hún er nauðsynleg í samskiptum þjóða. Móðurmál nýrra íslendinga gæti nýst þjóðinni vel í þeim samskipt- um. Ólikir menningar- heimar takast á Suðaustur-Asía og ísland eru mjög ólík menningarsvæði. Hefðir og venjur eru öðruvísi og tákn merkja ekki það sama. Það er því ekki lítið átak að flytja úr einni menningu í aðra og aðlögunin tekur langan tíma. Bæði þarf að læra nýjar samskiptareglur og óskráðar siðareglur. Einnig þarf að túlka hegðun og spyija sig: „Hvað merkir þetta og hvernig á ég að bregðast við?“ íslenska og asísk tungumál eru ekki af sama meiði og því erfitt fyrir íbúana að læra það. Tæ- lenska er svokallað tónamál. Veð- urfarið, réttindin, hlutverkin, allt er þetta ólíkt og ekki létt verk og Iöðurmannlegt að Iæra. í Tæ- landi er til dæmis rakt hitabeltis- loftslag og monsúnvindar. Á Filipseyjum eru hvirfilbyljir ai- gengir, svo ekki sé minnst á eld- gosin. Filippseyjar eru eyríki með rúmlega 7000 eldfjallaeyjum og eru um 900 þeirra byggðar. Þegar íslensk menning er tekin fram yfir asíska menningu verður innsti kjarni Asíubúans áfram sá sami. Hann verður því að finna jafnvægi milli menningarheim- anna til að geta lifað sáttur við sjálfan sig. Staðurinn sem menn eru aldir upp á verður alltaf hluti af persónuleikanum og þess vegna eru þeir líklegir til að sakna bernskunnar; náttúrunnar, fólks- ins og líka sólarlagsins og jafnvel lyktarinnar frá æskuárunum. HEIMA Á ÍSLANDI ER BEST FaNNEY Kim Du kom til íslands þann 13. desember árið 1983. Hún er fædd í Suður-Víet- nam, nánar tiltekið í Saigon og er ein þrettán systkina. Þrír bræður hennar og ein systir höfðu komið til landsins sem flóttamenn árið 1979, en sjálf kom hún ásamt foreldrum og sjö systkinum á vegum áætlunar um sameiningu fjölskyldna, þá aðeins fjórtán ára gömul. Ein systirin kom þrem- ur árum síðar. Fanney hafði aldrei heyrt minnst á ísland áður en hún frétti að bræður hennar og systir höfðu komið hingað. Henni fannst tilhugsunin spennandi og hlakkaði til að koma til svo framandi lands. Það átti þó eftir að vera mikil viðbrigði fyrir hana og fjölskylduna. Þegar hún rifjar upp komu sína til íslands þá minnist hún þess sérstaklega hve veðrið var vont. „Það var vitlaust veður, snjór og mikill kuldi,“ segir hún. „En það tók mig ekki langan tíma að aðlagast loftslaginu hér á landi.“ Henni fannst hins vegar mjög erfitt að læra íslensku. „Málfræðin er ekki bara flókin, heldur finnst mér vandasamt að bera íslenskuna fram. Hún er svo ólík víetnömsku,“ segir Fanney og brosir. En ekki ber á öðru en hún hafi náð ágætu valdi á málinu. Hún segir ennfremur að vinnufé- lagar og vinir séu mjög duglegir við að leiðrétta hana og hjálpa við að skrifa rétt. Þá eru matarvenjur Islendinga allt öðruvísi en Asíubúa. „Þegar ég flutti hingað var ekki hægt að fá þann mat sem við höfðum vanist í Víetnam. Til dæmist var bara til ein tegund af hrísgijónum og úrvalið af kryddi var nánast ekkert. Fyrst í stað fengum við því frændfólk okkar í Englandi til að senda okkur austurlenskan mat. Nú er fjöl- breytnin hins vegar mun meiri hér á landi.“ Vinnur sem innkaupastjóri Að loknu grunnskólaprófi úr Réttarholtsskóla stefndi Fanney á nám í Iðnskólanum. En vegna misskilnings var hún of sein að sækja um og fékk ekki inngöngu þá um haustið. „Mamma hvatti mig til þess að leita að vinnu og ég sótti um starf hjá matvöruverslun,“ segir Fanney. Hún ílengdist í því starfi og er nú orðin innkaupastjóri hjá Nóat- úni í vesturbæ Reykjavíkur. „Eg legg áherslu á að það sé gott andrúmsloft á milli vinnufélag- anna. Eg vil sem minnst skipa þeim fyrir og vinn frekar við hlið þeirra til dæmis við að raða í hill- ur. Enda líður mér mjög vel á vinnustað mínum,“ segir hún brosandi. Hún segist þó einstaka sinnum hafa orðið vör við kynþáttafordóma í sinn garð, einkum vegna þess að hún sé yfirmaður. En hún taki ekki mark á því, flestir viðskiptavinanna séu mjög almennilegir. Unglingar drekka mikid Fanney segist hafa lítið samband við þá Víet- nama sem fluttust hingað til lands fyrir utan fjöl- Morgunblaðið/Golli FANNEY Kim Du, innkaupastjóri hjá Nóatúni i vesturbæ Reykjavikur raóar vörum i hillur. skylduna, enda vinni þeir mikið. Hún hefur hins vegar eignast marga islenska vini sem hún hittir í frístundum sínum. Þegar hún er spurð að því hvort hún sjái einhvern mun á íslenskum og ví- etnömskum unglingum, þá færist hún undan og vill sem minnst um það ræða. Hún segir þó áber- andi hve unglingar hér á landi byiji snemma að drekka áfengi. „í Víetnam tíðkast það ekki að konur drekki vín eða reyki. Það er helst við mjög hátíðleg tækifæri sem þær fá sér eitt glas til að skála í.“ Þá segir hún samskipti barna og foreldra vera allt öðruvísi hér á landi en í Víetnam. „Til dæmis er veiyan sú að Víetnamar flytja ekki að heiman fyrr en þeir ganga í hjónaband. Þangað til búa þeir hjá foreldrum sinum. Á íslandi flytja krakkar frá foreldrum sínum mun fyrr.“ Heima á íslandi Foreldrar Fanneyjar fluttu frá íslandi til Tor- onto í Kanada fyrir átta árum. „Þau voru orðin það gömul að erfitt var fyrir þau að aðlagast ís- lenskum aðstæðum. Aðallega fannst þeim islensk- an torveld," segir hún. Fanney fór upphaflega með þeim ásamt þremur öðrum systkinum og ætlaði að seljast þar að til frambúðar. „Ég kunni ekki við mig í Kanada og ákvað því eftir nokkra mánaða veru að flylja aftur heim til íslands," segir hún. Fanney býr nú hjá bróður sínum, konu hans pg barni og segist vel geta hugsað sér að búa á íslandi í framtíðinni. „Ég fer að minnsta kosti ekki aftur til Víetnams, þar er ekkert fyrir mig að sækja,“ segir hún að lokum. Það er eðlilegt að fá menn- ingaráfall þegar flutt er frá SA- Asíu til íslands. Hlutverk fjöl- skyldunnar er öðruvísi og sarn- skipti kynjanna eru eftir strang- ari reglum en hér á landi. Vald föðursins er ekki dregið í efa og móðirin ber ábyrgð á velferð barn- anna. Drengir bera nafn fjölskyld- unar áfram og af þeim sökum eru gerðar ólíkar kröfur til dætra en sona. Einstaklingshyggjan er meiri á íslandi en í Asíu, og samskipti milli manna óformlegri. Þar er heildin sett ofar og formlegar venjur í hávegum hafðar. Börnum í Asíu er innrætt að bera virðingu fyrir fullorðnum og ætlast er til að þau hugsi um aldraða foreldra sína. Kínverskum hjónum finnst af þeim sökum sárt að mega ekki eignast fleiri en eitt barn. Fjöl- skyldan er hátt skrifuð í SA-Asíu og lenda vinir og eigin frami oft- ast í öðru sæti. SA-Asíubúar eru vanir að vera orðvarir um per- sónuleg mál fjölskyldu sinnar. Yfir 300 sem hafaekki íslensku sem móóurmál ■ grunnskólum landsins Það gefur augaleið að það tek- ur á að læra nýja siði. Skólinn ætti að vera eitt besta hjálpartæk- ið til að kenna börnum af erlend- um uppruna að verða íslendingar. Yfir 300 nemendur sem tala ann- að móðurmál en íslensku stund- uðu grunnskólanám síðasta vetur. Elísabet V. Guðmundsdóttir, Jónína Ólafsdóttir Kárdal og Þór- dís Guðmundsdóttir rannsökuðu gengi ungmenna af víetnömskum uppruna í íslensku skólakerfi í lokaverkefni sínu í námsráðgöf við Háskóla íslands júní 1995. Þær tóku meðal annars viðtöl við sex einstaklinga á aldrinum 16-26 ára. Viðmælendum þeirra er það sammerkt að hafa átt í ákveðnum erfiðleikum í skóla, aðallega vegna íslenskunar. Margir áttu það líka sameiginlegt að vinna mikið og hafa lítinn tíma til tóm- stunda. Þeir sem stunda ,nám vinna oft með skólanum í fyrir- tækjum foreldra sinna. Viðtölin eru ekki úttekt á stöðu mála en sýna þó glögglega að aðlögunin að íslensku samfélagi tekur langan tíma. Erfiðleika barnanna með íslenskuna og sam- skipti við jafnaldra, má meðal annars skýra með fastheldni asískra hefða á heimilunum. Ýmislegt er hægt að gera til að ASÍSK MATARMENNING Á ÍSLANDI AÐ hefur verið mjög spenn- andi að fylgjast með því hvernig íslendingar hafa með tímanum lært að meta asíska rnatargerð," segir Gilbert Yok Peck Khoo. Hann rekur kín- verska veitingahúsið Sjanghæ á Laugaveginum í Reykjavík og Kryddkofann á Hverfisgötunni, þar sem hægt er að fá ýmsar matvörur frá Asíu. „Fyrir tíu árum mátti til dæmis ekki setja rauðan pipar í matinn hjá íslend- ingum, þeir vildu ekki sjá hann. Nú kemur hins vegar fyrir að fólki finnst maturinn ekki nógu sterkur og það biður um meiri pipar,“ segir hann brosandi. „ís- lendingar vilja vita meira og oft ér hringt í migtil að forvitnast um hvernig megi elda eitthvað annað en saltkjöt og baunir." Gilbert sem er af kínverskum ættum er borinn og barnfæddur í Malasíu. Hann flutti til Islands árið 1978. Þremur árum áður hafði hann komið hingað sem ferðamaður og litist svo vel á land og þjóð að hann ákvað að flytja búferlum. Íslcndingar tilbúnir i ævintýrió Gilbert hóf rekstur Sjanghæ árið 1985, en það var fyrsti as- íski veitingastaðurinn sem var opnaður í Reykjavík. Síðan hefur slíkum matsölustöðum fjölgað ört. „íslendingar kunna vel að meta kínverskan mat, vegna þess að hann er mjög mildur en um leið bragðmikill. Taílenskur og indónesískur matur er hins vegar mun sterkari," segir Gil- bert. Aðspurður segir hann að það hafi örlítið þurft að aðlaga matseðilinn íslenskum þörfum. „íslendingar eru mjög hrifnir af djúpsteiktum mat, en gufusoðinn matur er ekki vinsæll. Því er hins vegar öfugt farið í Malasíu. Það er eins og að margir ís- Iendingar haldi að það sé það sama að gufusjóða og að sjóða. En ef fiskur er gufusoðinn þá liggur hann ekki í vatni.“ Morgunblaðið/Golli GILBERT Yak Peek Khoo, eigandi Sjanghee og Kryddkofans. Eftir að Gilbert opnaði Sjang- hæ fór Asíufólk búsett á íslandi í auknum rnæli að leggja leið sína á veitingastaðinn til að kaupa asísk krydd og hrísgijón. „Eftirspurnin var orðin það mik- il að ég ákvað að opna búð sem seldi matvörur frá Asíu,“ segir hann. Hann nefndi búðina Kryddkofann og var hún opnuð árið 1991. „Með því var ég í raun að þjóna kalli tímans. Ég hafði komið svipaðri verslun á lagg- irnar tíu árum áður í Reykjavík, en hún gekk svo illa að ég varð að loka henni skömmu síðar. Én þegar Kryddkofinn var opnaður voru íslendingar greinilega til- búnir í ævintýrið. Salan á asísk- um vörum hefur aukist með ár- unum og nú er svo komið að um sextíu prósent af mínum kúnn- um eru íslendingar,“ segir Gil- bert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.