Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 B 11 andspænis hinni miklu tónleikahöll, sem er líkust kirkju í laginu. Grunnur var lagður að Frönsku kirkjunni 1672, og var hún viðkomu- og griða- staður allra húgenotta, burtrekinna frá Frakklandi er flúðu að bökkum Spree fljótsin í leit að nýjum heim- kynnum. Verkmennt og djúpar gáfur voru aðall þessa fólks, sem var mót- mælendur, eiginleikar sem voru meira í ætt við innri þörf og háspeki en almenna og staðlaða menntun seinni tíma. Leiðin var lengri en ég átti von á og ég varð að taka á mig ýmsa króka, því víða virtist verið að grafa upp heilu götumar og maður komst hvergi. Fyrst bar mig að konserthöll- inni gegnt kirkjunni við sama torg, sem ég hélt í fyrstu að væri einnig guðshús, og hún að mestu afgirt vegna umfangsmikiilar viðgerðar og mikilfenglegra vinnupalla umhverfís hana alla. Vinnupallar utan um stór- byggingar geta verið jafn stórbrotnir þeim sjálfum, þótt enginn fái heims- frægð fyrir að reisa þá eins og Christo að pakka inn ríkisþinghúsinu, sem auðvitað telst sömuleiðis mikið sjón- arspil. Það voru margar dyr inn í kirkjuna og jafnvel veitingakjallari undir aðalinnganginum. Safnið var þó ekki tengt aðalkirkjuhlutanum', en þar stóð þó yfír merkileg ljósmynda- sýning á kvenhetjum í stríðinu, sem af ótrúlegu fórnfýsi björguðu fjölda mannslífa undan nazistum og földu heilu fjölskyldurnar fyrir framan nef- ið á þeim, að segja má. Unglings- stúlka, sem sat yfír sýningunni upp- lýsti mig svo um réttan inngang á safnið og skundaði ég þangað. En mikil urðu vonbrigði mín er þangað kom jafn illa og búið er að því, og það í slíkri niðumíðslu að engu tali tekur. Dýrmæt plögg liggja undir skemmdum og rakastigið bersýnilega ekki sem nákvæmast. Þá var það svo erfítt í skoðun þó lítið væri að ég flýði fljótlega af hólmi og þetta voru mestu vonbrigði mín á ferðalaginu. Þótti engan veginn alveg rétta sagn- fræðin, því húgenottar settu svip sinn á þróunina á 18. öld, en þá tóku júð- ar við. Ég gekk hinar mörgu tröppur upp í kirkjutuminn þaðan sem sá vítt yfir borgina, og á leið niður leit ég inn í veitingabúð á næstneðstu hæð. Hún reyndist frammúrskarandi vel innréttuð og geðsleg en öðru fremur matstaður svo ég hrökklaðist á brott þó mér liði einhvern veginn afar vel í þessu merka og ófoi-mlega guðshúsi. Er mig bar að hafði ég'tekið eftir uppábúnum mannfjölda er streymdi út úr afhallandi jarðhæð konserthúss- ins beint á móti, og fólk var enn að streyma út er ég kom niður úr turnin- um, sem mér þóttu mikil býsn. Það . var eitthvað upphafíð í svip þess, það heilsaði og talaðist við í smáhópum, ófáir með litríka blómvendi í höndum. Ég gekk inn og sá á veggspjaldi að Friedrich Gulda hafði verið að spila Beethoven, og kom að þar sem meist- arinn sjálfur, í nokkurri fjarlægð þó, var að gefa eiginhandaráritanir. Að verða vitni að þessari stemmningu eftir morguntónleikana snart mig djúpt, og skynjaði að ég hafði upplif- að sitthvað úr sál þessarar miklu tónlistarþjóðar. það var uppnumið og glaðlegt fólk sem hélt hvert til síns heima. Smitaður og gagntekinn af þessari iífsgleði hélt ég áleiðis að safnaeyj- unni og krossaði á leiðinni hina miklu breiðgötu Unter den Linden, og fór fram hjá ýmsum sögufrægum bygg- ingum svo sem Ríkisóperunni, há- skólabyggingu kenndri við Alexander von Humboldt, Sögusafninu/Týhús- inu. Þaðan var stutt í hina miklu dómkirkju við safnaeyjuna, sem auð- vitað var skoðuð vandlega, þótt leiðin lægi á söfnin. Nafnkenndast er hið mikla Perg- amonsafn, er geymir listaverk fom- aldar og er nefnt eftir samnefndu altari í Vestur-Anatolíu, morgunland- inu (nú í Tyrklandi), byggt til dýrðar guðinum Seifi á árunum 180 - 160 fyrir okkar tímatal og vígslugjöf Eumenesar II konungs til hans og gyðjunnar Aþenu fyrir fulltingi þeirra við sigurinn á Göllum. Sjálft safnið geymir undir einu þaki dýrgripi frá dögum Fom-Grikkja og Rómveija, Vestur-Asíu og Islam, og þangað er öllum stefnt sem á annað borð sækja Berlín heim. Hin eru Gamla safuið, Gamla þjóðlistasafnið og Bodesafnið, heitið í höfuðið á hinum merka safna- fagmanni og listsögufræðingi Wil- heim von Bode. Söfnin eru að sjálf- sögðu mikil um sig og gömlu mynd- verkasöfnin í gagngerri endurbygg- ingu enda hin óhijálegustu, þótt byggingarnar séu mikilfenglegar og húsagerðarlistin standi þannig vel fyrir sínu. Hins vegar var síður hægt að fmna að innihaldi þeirra og yfir- standandi sýningum enda menn á þessum slóðum vel jarðtengdir og næmir á púls listarinnar. Þeir era í óða önn að færa byggingarnar og söfnin í uppranalegt horf, en mynd- verkaeigninni var’skipt milli borgar- hlutanna eftir seinni heimstyrjöld. Söfnin munu án efa verða einhver þau mikilvægustu og yfírgripsmestu á sínu sviði í Þýskalandi er fram líða stundir og er þá ekki svo lítið sagt, og vel að merkja er staðurinn einnig nefndur „eyja dýrgripanna". Sameining Þýskalands hefur að stóram hluta til svipt grundvellinum undan deilum ríkjanna um eignarrétt einstakra listaverka og gagnkvæm- um ásökunum þar að lútandi, og nú er veigurinn að styrkja söfnin og koma þeim í eðlilegt horf, skapa þeim nýja og rismikla ímynd. Hins vegar hafa risið upp annars konar deilur milli Bonn og Berlínar um framlög til lista og fara fram fyrir opnum tjöldum, eins og önnur umræða um menningarmál, því mönnum er ljóst hve mikið er í húfi. í gamla Þjóðlistasafninu, stóð yfir yfírgripsmikil sýning er nefndist „MUNCH og Þýskaland", og eins og nafnið bendir til hafði með dvöl Ed- vards Munchs í Þýskalandi að gera, svo og vixlverkandi áhrif. Var það lærdómsrík og yfirgripsmikil fram- kvæmd og mjög vel að henni staðið. Munch var ekki einasta í nánu sam- bandi við Þýskaland og þýska lista- menn, heldur skrifaðist hann á við ýmsa málsmetandi andans menn og áhrifavalda sem greiddu götu hans. Fylla skrifin við þá suma heilu bæk- urnar, eins og til Gustavs Schieflers sýslumanns í Hamborg, sem er í tveim bindum. Annars staðar í bygg- ingunni var önnur Munch- sýning og nefndist „Hrossakúr Munchs" og var þar bragðið upp sýnishomum af til- raunum hans með hin ýmsu efni og tækni, en þær þóttu sumar nokkuð hráar einkum er hann lét myndimar, sem hann bar ekki alltaf of mikia virðingu fyrir veðrast utan dyra. Vitnað er í meistarann: „Góðar mynd- ir hverfa aldrei. Snilldarhugmynd deyr ekki. Kolteikning á vegg getur verið meira listaverk en vel útfært málverk". Slá má föstu, að í málunartækni (og grafík) fylgja miklir listamenn ekki alltaf forskriftinni, enda iðulega höfuðverkur forvörslufólks. Hins veg- ar era þeir mjög vel að sér á sviðinu, þótt þeim hætti til að gleyma sér í hita sköpunarferlisins, en það skilur þá einmitt frá öðrum sem ekki era gæddir viðlíka innsæi á myndflötinn. Hér er Munch n\jög skýrt dæmi, því að um leið og sumar myndir hans eru lúnar og máðar eftir ýmsar furðu- legar tilraunir og tiltektir, era þær öllu fieiri tærar og ferskar sem væra þær málaðar í gær, eins og t.d mynd- in af vini hans, aðdáenda og áhrifa- valdi, listsagnfræðingnum Julius Meier Graefe, sem máluð var fyrir nákvæmlega hundrað áram og fylgir þessari grein. Þjóðveijar hafa ekki gleymt sögu sinni og á efri hæð einnar bygging- arinnar var hún rakin frá öllum hlið- um eins og þeim er flestum betur lagið og einkum var fróðlegt að sjá hvemig stríðsáranum vora gerð skil og snart mig djúpt. í framhaldi var sýndur þverskurður af list Alþýðulýðveld- isins, en þar var ég vel heima og saknaði margs. Á jarðhæð voru seld rit frá bló- matímabili sósíalis- mans og kostuðu lít- inn skilding, og þar var einnig veitingabúð er minnti sterklega á slíkar fyrir austan fyrrum. Á litlu safni tækni og samgangna mátti sjá gripi sem lít- ið gefa eftir því hug- myndaríkara í rýmisl- ist nútímans og var afar uppörvandi að líta handbragðið. Það sem maður tók annars best eftir í austurhlutanum var mergð safnvarða, en það mun stafa af at- vinnuleysi og mun vera eins konar at- vinnubótavinna. Var gæslan áberandi mik- il, enda virðist forsjárhyggja og tor- tryggni enn loða við fólkið, sömuleið- is var auðséð að fæstir vora inni í listum og vora undrandi á fóiki er skoðaði verkin af viðlíka athygli. Á iöngum skika við síkin sem skilja byggingarnar er aðsetur flóamarkað- ar, og þar var mikið mannlíf, og kenndi margra grasa. Yfír öllu var snöggtum önnur stemming en innan dyra, góð tilbreyting og stundum kostulegt að virða fyrir sér fjölskrúð- ugan vaminginn og gætti víða mikill- ar hugkvæmni. Eftir að hafa skoðað ýmsar for- vitnilegar byggingar í nágrenninu lá leiðin aftur að breiðgötunni sögu- frægu, Unter den Linden, og eftir henni endilangri að Branderburger hliðinu. Á leiðinni leit inn í óperakaffí- húsið og lá við yfírliði er ég sá hve fínt og notalegt það var og beija- og ávaxtatertumar fjölskrúðugar og viðhafnarlegar, innréttingin og stemmningin líkust gömlu Berlín, Prag og Vínarborg keisaratímanna. Þótt þessi glæsigata verði aldrei söm og fyrir stríð, eru menn í óða önn að auka mikilleika hennar og alveg við hliðið mikla, Brandenburger Tor, á að rísa stórt hótel sem mun eiga að vera nákvæm eftirlíking þess sem rústað var í stríðinu. Þetta var yfrið meira en ég átti von á og er fram líða stundir kemur gatan trú- lega til með að verða aftur djásn Berlínar og ein hin fegursta og merk- asta í Evrópu. George Grosz í upphafi greinar minnar um málarann George Grosz sunnudag- inn 2. júlí, misritaðist orðið „form- anir“ í tvígang, í fyrra skiptið varð það að „formum“, en í seinna skipt- ið ,,fornmunum“(!) Breytti þetta málsgreinunum nokkuð og gróflega í seinna skpitið, þótt lesendur hafi kannski ekki orðið varir við það. Þetta hnik á texta varð til á leið- inni á síður blaðsins. MÁLVERKIÐ „Bróðurkoss“ 1990,128x158, eftir rússneskamálarann Dimitri Vru- bel, er meðal listaverka á Þj óðlistasafninu og lí kast áininningu um sósíalskan „sælu- kikk“ fortiðarinnar. ALOE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fyrir og eftir sól) ALOE-VERA 98% gelið frá JASON er kristaltært eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunni. Áriðandi er að hafa í huga að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefha gefur áþreifanlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fyrsta hjálp (First Aid). 98% ALOE VERA-gel frá JASON fæst í apótekinu. SKOÐUNARTILBOÐ roí™ra Eflum umferðaröryggi um verslunarmannahelgina Ökum á nýskoðuðum bíl Okkar framlag er sérstakt tilboð þessa viku Skoðun á 2.200 Bifreiðaskoðunin Sundahöfn, sími 588 66 60 ATH iATHUGUN hf SKOÐUNARSTOFA SCHIRNDING postulín - þýsk gæðavara. Margar tegundir af matar- og kaffistellum áfrábæru verði. Matardiskur frá t.d 765,-kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.