Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVI NNU\ UGL YSINGAR Sölumaður óskast á fasteignasölu. Laun eingöngu eftir árangri. Möguleiki á rífandi tekjum fyrir dug- lega manneskju. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar; „F - 1509“, ásamt upplýsingum um umsækj- anda m.a. menntun og fyrri störf. Farið verður með allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Grunnskóli Tálknafjarðar auglýsir Kennarar, kennarar! Kennara vantar ennþá til almennrar kennslu næsta skólaár. Flutningsstyrkur og hús- næðishlunnindi í boði. Einnig vantar tónlistarkennara við sama skóla. Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldufólk eða ein- staklinga til að koma á friðsælan og fallegan stað á Vestfjörðum, þar sem mannlíf er gott. Vinsamlega leitið upplýsinga hjá Eyrúnu Sig- urþórsdóttur í síma 456 2694 eða á sveitar- skrifstofu hjá Brynjólfi Gíslasyni, sveitar- stjóra, í síma 456 2539. Sölufólk óskasttil starfa hjá útvarpsstöðinni Sígilt FM 94,3. Sfgilt FM 94,3 sendir út allan sólarhringinn og hefur náð góðri hlustun meðal þeirra sem gera kröfur. Umsóknir sendist útvarpsstjóra, Hirti Hjart- arsyni. Suðurlandsbraut 20. Sölumaður - Akureyri Tölvufræðslan Akureyri óskar að ráða sölu- mann til starfa við sölu námskeiða og inter- netslausna. Leitað er að duglegum og skipulögðum ein- staklingi með reynslu af sölustörfum og með áhuga á tölvubúnaði. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varð- andi ofangreint starf verður einungis svarað fyrir hádegi í síma 462-6100 (Jón Ellert). Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 28. júlí merktar: „Inter - 123“. Rafeindavirki Traust fyrirtæki á Vestfjörðum óskar eftir rafeindavirkja til starfa. Starfið felst í almennri vinnu á radioverk- stæði, ásamt viðgerðum á siglingatækjum o.fl. Við leitum að traustum og reglusömum starfsmanni, sem getur unnið langan vinnu- dag ef þess gerist þörf. Reynsla af sambæri- legu starfi er æskileg en ekki skilyrði. í boði er gott framtíðarstarf. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði milli kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf. á þar til gerðum eyðublöðum, merktar: „Rafeindavirki - Vestfirðir", fyrir 29. júlí nk. RÁÐGARÐURhf STfÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF FURUGERÐI 5 I08 REYKJAVÍK ^533 I8(X) Barnfóstra óskast Barngóða manneskju vantar 4 1/2 dag í viku frá miðjum ágúst og fram að jólum til að gæta 7 mánaða stúlku og 5 ára drengs (sem er í leikskóla til kl. 14). Við búum í Vesturbænum, rétt við Háskól- ann. Frekari upplýsingar í síma 551 8092, en umsóknir má einnig senda til afgreiðslu Mbl., merktar: „Barngóð - 5897“. Reykjavík Læknir Staða læknis, 60% starf, er laust til umsókn- ar frá 1. oktober nk. Æskilegt er að læknirinn hafi sérfræðiviður- kenningu eða reynslu af öldrunar- eða lyf- lækningum. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Jónsson yfirlæknir í síma 568 9500. Umsóknir sendist stjórn Sjómannaráðs Hrafnistu í Reykjavík fyrir 20. ágúst 1995. Fiskeldi MÁKI hf. á Sauðárkróki auglýsireftireinstakl- ingi með menntun á sviði fiskeldis. Til boða stendur, á vegum MÁKA hf., í samvinnu við AquaTT, að starfa í 4 mánuði í fiskeldisstöð á Italíu, Grikklandi eða Frakklandi við eldi á barra, frá og með 15. september nk. Framfærslulaun eru í boði meðan á starfs- námi stendur, en tilboðið er gert með fram- tíðarstarf hjá MÁKA hf. í huga. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Einstaklingar frá Norðurlandskjördæmi vestra njóta viss forgangs. Upplýsingar í vinnusíma 453-6164 og í heimasíma 453-6446. Stjórn MÁKA hf. Skrifstofustjóri Norræna skólasetrið hf. auglýsir eftir skrif- stofustjóra frá 1. september nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsækjandi skal hafa viðskiptafræðimenntun eða sambærilega menntun og hafa góða tungumálakunnáttu. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af ferðamannaþjónustu. Starfið felst einkum í umsjón með daglegum rekstri og fjármálastjórn. Húsnæði á staðnum stendur til boða. Umsóknir skulu hafa borist til Norræna skólasetursins hf., Hvalfjarðarströnd, 301 Akranesi, eigi síðar en 4. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita Sigurlín Sveinbjarn- ardóttir, framkvæmdastjóri; s. 433-8966 og Guðmundur Eiríksson, stjórnarformaður; s. 437-1113. Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður: Umsjónarmaður skóla/húsvörður. Matráðskona á kennarastofu. Ef þú ert hress, lipur í lund og vilt starfa í líflegu umhverfi, þá hafðu samband við Ragn- heiði Ríkharðsdóttur, skólastjóra, sem gefur nánari upplýsingar í síma 566 6688. BORGARSPÍTAIINN Deildarlæknir Staða deildarlæknis á Bæklunardeild er laus frá 1. ágúst nk. Staðan veitist til eins árs eða eftir nánara samkomulagi. Starfið er fjöl- breytt og áhugavert með mestri áherslu á meðferð stoðkerfisáverka. Upplýsingar veitir Brynjólfur Mogensen yfir- læknir eða Stefán Carlsson sérfræðingur í síma 569 6600. Grunnskólinn Þingeyri auglýsir Kennarar Getum enn bætt við okkur tveimur hressum kennurum. Ýmis hlunnindi í boði. Nánari upplýsingar veitir Garðar Vignisson, skóla- stjóri, í heimasíma 456 8311. Umsóknarfrestur er til 30. júlí. Leikskólakennarar Okkur vantar einnig einn leikskólakennara á staðinn. Upplýsingar í síma 456 8267, Sonja. Meinatæknir Óskum að ráða meinatækni á Sjúkrahús Vestmannaeyja sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri, í síma 481 1955. Umsóknir sendist stjórn Sjúkrahúss Vestmannaeyja, Pósthólf 400, 902 Vestmannaeyjum. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Forstöðumaður þvottahúss Stórt þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða forstöðumann lítils þvottahúss. Ekki er gerð krafa um sérstaka menntun, en reynsla af verkstjórn er æskileg. Leitað er að jákvæð- um, samviskusömum og þjónustulunduðum einstaklingi sem getur unnið vel undir álagi ef svo ber undir. Vinsamlega sendið umsókn til afgreiðslu Mbl. merkta: „S-500“, fyrir 1. ágúst nk. biörk Starfsmaður óskast Fimleikafélagið BJÖRK óskar eftir starfs- manni. Starfið felst m.a. í að sjá um dagleg- an rekstur, aðstoð við iðkendur og þjálfara, umsjón með skrifstofuhaldi o.fl. Þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst. Fimleikafélagið Björk, pósthólf 11, 222 Hafnarfjörður. ÞROSKAHJÁLP Á 8DÐDRNE8JOM Deildarþroskaþjálfa vantar til starfa í Ragnarsseli í Keflavík, sem er dagvist fyrir fötluð börn. Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta haf- ið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu félagsins a Suðurvöllum 9, Keflavík, í síma 421 5331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.