Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 B 13 maður Morgunblaðsins rakst til að mynda á toppfyrirsætuna Helenu Christensen, þar sem hún var að ljúka sjónvarpsviðtali og spurði hana hvað hún væri að gera á Hró- arskeldu. Þegar hún svaraði því til að hún væri að hlusta á tónlist, lét hann það ekki slá sig út af laginu og spurði hvort hann fengi ekki að taka stutt viðtal við hana. Hann hélt síðan glaður í bragði á tónleika Van Halen á stóra svið- inu, með fyrirheit um að fá að spyija hana nokkurra spurninga á bamum baksviðs á eftir, og leiddi hugann hjá því að hann 'hefði ekki bak- sviðspassa. Á leiðinni hitti hann Dana og sagði honum frá fundi sín- um og Helenu Christensen. Daninn varð vantrúaður á svip, enda leit blaðamaðurinn sjálfsagt ekki út fyrir að vera í slagtogi fyrirsæta, né annars fyrirfólks í tískuheimin- um. Blaðamaðurinn hélt engu að síður sínu striki og sagði frá loforði fyrirsætunnar um að hitta sig á bamum baksviðs eftir tónleikana. Þá leit Daninn brosandi upp og sagði: „Já,- og síðan vaknaðirðu." PJ. HARVEY vann hug og hjarla þeirra sem hlýddu á söng hennar. ÞAD FER varla á milli mála hverrar þjáóar þessir Hrö- arskeldugestir eru. A< guóum og minni spámönnum Á hátíðinni að þessu sinni bar hæst sveitina R.E.M. sem tróð upp á stóra sviðinu fyrsta kvöldið. Geysilega góð stemmning myndað- ist meðal áhorfenda, enda sannkall- að gæðarokk í yfirveguðum flutn- ingi Michaels Stipe og félaga. Eftir á að hyggja falla þeir tónleikar í skuggann á frammistöðu söngkon- unnar P.J. Harvey í bláa tjaldinu. Hún var í ægiþröngum hrópandi silfurlitum galla og sviðsframkom- an var á þann veg að einhveijum varð að orði að þar væri kominn „guð í kvenlíkama“. Þá var söngur- inn kraftmikill og ögrandi; engu lík- ur. ÞESSARI þokkasnót virtist ekki leióast á Hróarskeldu, frekar en öórum. Eins og sjá má af svip stráksins til hcegri vió hana, átti hún sér leynda aódáend- ur sem skemmtu sér engu síóur. að leggja og lifir í[ ljóma fortíðarinnar. Meðlimir Offspring eru á dálítið öðrum slóðum en sveitir pönktímabilsins, en byijuðu á svipaðan hátt. Þeir tóku þá ákvörðun að mynda hljómsveit og áttu þá hvorki hljóðfæri né kunnu nokkuð fyrir sér: „Við þjösnuðumst bara áfram og það hefur tekið okkur dágóðan tíma að komast á topp- inn.“ Blur hefur allt sem þarf til að öðlast vin- sældir hjá unglingun- um; grípandi lög, góða sviðsframkomu og fjóra sykursnúða í hljóm- sveitinni. Shane MacGowan vakti upp tryllta stemmningu fyrir fram- an stóra sviðið. Hann var sem kunnugt er rek- inn úr The Pogues fyrir drykkjuskap og stofnaði þá nýja sveit sem hann nefndi The Popes. Af tónleikunum mátti merkja að hann er enn við sama heygarðshom- ið, ekki aðeins hvað við- kemur tónlistarstefnu heldur líka lífsstíl. VINKONURNAR Svaia Heióberg, sem varó 24 ára á laugar- deginum, og Hrafnhlldur Halldórsdóttir sem sótti Hróar- skelduhátióina i fimmta skipti. YASMIN Björnsdóttir, Bryndis Dúa Guómundsdóttir, Guórún Dadda Ás- mundardóttir og Soren Bjarno kunnu vel vió sig i hitanum. Af öðrum hápunkt- um hátíðarinnar má nefna eilífðarhippann Bob Dylan, hrokagikk- ina í Oasis, frábæra tónleika Echobelly og The Cardigans, raf- magnaða tónleika Tricky, Prodigy og Eat Static, kraftmikið rokk sveitarinnar Sick Of It All, hljómsveitina Belly sem kom á óvart og enn frekar Terrell frá Bandaríkjunum, sem leysti danska þunga- rokksveit af hólmi. Þeir léku mjög frambæri- lega tónlist og viðbrögð áheyrenda vora eftir því. „Þið eruð frábær,“ hrópaði Terrell, söngv- ari og lagahöfundur sveitarinnar. „Þið hafið ekki einu sinni græna glóru um hveijir við erum!“ Hróarskelduhátió i jólagjöf Þrátt fyrir látlausa sviðsfram- komu verður ekki litið fram hjá því að tónlist Sinead O’Connor hefur sterk áhrif. Má raunar líkja flutn- ingi hennar við lestur ljóðskálda, þar sem textinn fær að njóta sín. Þar leitast hún við að koma hugðar- efnum sínum á framfæri og tekst það á afgerandi hátt, jafnvel svo að kaþólska kirkjan situr ekki þegj- andi hjá. Þegar ómþýð söngröddin og grípandi hljómfallið bætast við er það hrein unun á að lilýða. Hrokagikkir, sykursnúóar og fyllibyttur Nefna má nokkrar aðrar hljóm- sveitir og listamenn til sögunnar. The Cure hafði fátt nýtt til málanna Það setti óneitanlega leiðinlegan svip á hátíðina að 22 ára Norðmað- ur lét lífið þegar hann klifraði yfir girðinguna umhverfis svæðið, lenti á þjóðveginum og varð fyrir bíl. Annars bar fátt út af. Gæsla var til fyrirmyndar og er fáheyrt hversu skipulagðir og agaðir gestgjafarnir voru að öllu leyti. Þá heppnuðust tónleikarnir mjög vel og er því spáð að á næsta ári muni um 150 þús- und manns sækjast eftir miðum. Framboðið verður ekki aukið og því er vissara fyrir þá sem ætla sér á hátíðina að kaupa miða með góðum fyrirvara. í Aftenposten var því til dæmis velt upp hvort hægt væri að hugsa sér betri jólagjöf handa ástvinum sínum. Ástarþakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig á niutíu ára afmœli mínu 6. júlí sl. með heim- sóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum. Aldís Pálsdóttir, Litlu - Sandvík. Ódýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt, hvítt og koksgrátt. TIMBUR 06 STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607. EINNIG KERAMIK OG STÁL HELLUBORÐ VEGGOFNAR OG OFNAR UNDIR BORD ELDUNAR- IN FRÁ FAGOR HAFA HLOTIÐ EINRÓMA LOF KRÖFUHARÐRA NOTENDA VIKUTILBOÐ FAGOR HE-414 BLÁSTURSOFN MEÐ GRILLI - VERD STAÐGREITT KR. L& Y i H V V r V. Jx f AFBORGUNARVERÐ KR. 28.400 - VISA OG EURO RAÐGREIDSLUR eNnfre^uR ;,ar „pppVOTTAVE UPPP,...íd4R OG kæu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.