Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 B 19 ATVINNUAIK '■! YSINGAR Félag háskólakennara Framkvæmdastjóri Félag háskólakennara óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. Starf framkvæmdastjóra felst í að bera ábyrgð á og annast allan daglegan rekstur skrifstofu félagsins, m.a. almenn skrifstofu- störf, upplýsingaöflun, þjónustu við félags- menn, umsjón með orlofshúsum o.fl. Hæfniskröfur: Góð menntun og/eða reynsla áskilin. Viðkomandi þarf að vera skipulagð- ur, eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa vilja og hæfni til að setja sig inn í ýmis mál s.s. kjaramál. Ráðning er frá og með 1. september nk. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru ein- göngu veittar á skrifstofu Liðsauka sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta /MJSmv Lidsauki ht íS Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 HafnarfjörAur Leikskólakennarar óskast sem fyrst í eftirtalda leikskóla. Arnarberg er einnar deildar leikskóli. Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 555-3493. Hvammur er þriggja deilda leikskóli. Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 565-0499. Norðurberg er tveggja deilda leikskóli. Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 555-3484. Smáralundur er þriggja deilda leikskóli. Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 565-4493. Vesturkot er fjögurra deilda leikskóli. Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 565-0220. Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli. Uppl. veitir leikskólastjóri í síma 555-2004. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 555 3444. Skólafulltrúinn íHafnarfirði. Sandgerðisbær auglýsir eftir aðalbókara í 60% starf. Umsóknir berist til bæjarskrifstoful. ágúst 1995, á eyðublöðum sem þar fást fyrir. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri frá 24. júlí nk.í síma 423-7555. Bæjarstjórinn í Sandgerði. Starfsmaður óskast í verslun sem selur háþrýstivörur, útgerðar- vörur og byggingavörur, ásamt því að stunda ýmsan innflutning. Leitað er að starfsmanni sem hefur góða þekkingu á háþrýstivökva- vörum, góða enskukunnáttu og getur starfað sjálfstætt. Verslunin er staðsett á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 30. ágúst 1995. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Áhugasamir leggi inn umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, til afgreiðslu Mbl.. merktar: „KR-99“. Veghefilsstjóri Vanur veghefilsstjóri óskast til að rétta af undir malbik og klæðningu. Upplýsingarísíma437 1134eða852 1525. Borgarverk hf. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri og leikskólakennarar íleikskólann Engjaborg v/Reyrengi. Leikskólastjóri óskast í leikskólann Engja- borg við Reyrengi frá 1. september nk. Engja- borg er eins árs gamall 3ja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára. Umsækjendur skulu hafa leikskólakennara- menntun og skal umsóknum skilað á skrif- stofu Dagvistar Barna í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu fyrir 4. ágúst nk. Einnig óskast leikskólakennarar á sama leikskóla. Allar nánari upplýsingar gefur Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri fagdeildar í síma 552 7277. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. FLUGLEIDIR Flugmenn Flugleiðir óska eftir að ráða flugmenn til starfa. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: a. Vera handhafar íslensks atvinnuflug- mannsskírteinis. b. Hafa blindflugsréttindi. c. Hafa náð 21 árs aldri. d. Hafa lokið stúdentsprófi. e. Hafa lokið bóklegu atvinnuflugmannsprófi 1. flokks, svo sem krafist er í Reglugerð um Loftferðir gr. 2.1.5.2. Umsóknum skal fylgja: Ljósrit af skírteinum, prófskírteinum og síðustu síðu flugdagbókar og skal þeim skilað til starfsmannaþjónustu félagsins fyrir 11. ágúst nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja með sama hætti. Starfsmannaþjónusta. Prentsmiður óskast Prentsmiður óskast til starfa. Þarf að hafa góða þekkingu á Quark express, Freehand og Photoshop. Þekking á skeytingu og plötutöku æskileg, ásamt góðu auga fyrir hönnun prentgripa. Við leitum að framtíðarstarfskrafti og leggjum áherslu á snyrtimennsku og sjálf- stæð vinnubrögð. Öllum skriflegum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál, og skulu þær berast til prentsmiðjunnar. GÆÐI HRAÐI PJÓNUSTA Þverholt 13 Sími 562 72 33 Fax 562 72 15 Barnafataverslun Vanan starfskraft vantar í barnafataversiun í miðbæ Reykjavíkur. Vinnutími frá kl. 13.00 til 18.00 alla virka daga. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 26. júlí, merktar: „B - 52 “. Skrifstofa Alþingis auglýsir fjórar lausar stöður í útgáfudeild Alþingis eru lausar þrjár stöður við útgáfu þingskjala og Alþingistíðinda. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um miðjan september nk. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- próf í íslensku og reynslu af ritvinnslu. Enn fremur er laus staða ritara í útgáfudeild. Rit- arinn þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu og góða þjálfun við ritvinnslu. Væntanlegir starfsmenn þurfa að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 0675 milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi. Umsóknir, sem tilgreini menntun, fyrri störf og meðmælendur, berist rekstrarskrifstofu Alþingis, Austurstræti 14, Reykjavík, fyrir kl. 16 miðvikudaginn 16. ágúst. Sveitarstjóri Laus er tii umsóknar staða sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Starfssvið sveitarstjóra: Sveitarstjóri hefur með höndum daglega framkvæmdastjórn sveitarfélagsins og fylgir eftir samþykktum og ákvörðunum sveitar- stjórnar hverju sinni. Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta mikilvæga starf, sem hefur þekkingu og reynslu af stjórnunarstörfum. Þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 2. ágúst nk., merktar: „Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps“. íslenska útvarpsfélagið hf. auglýsir eftir deildarstjóra þýðinga- og flutn- ingsdeildar. Hæfniskröfur: Umsækjandi þarf að hafa góða tungumálakunnáttu. Mjög góð ís- lensku- og enskukunnátta er skilyrði. Reynsla af þýðingum æskileg. Jafnframt þarf umsækj- andi að hafa reynslu af stjórnunarstörfum. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 515 6000 milli kl. 11.00 og 12.00 virka daga. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un, starfsferil og annað sem skipt-gæti máli, skal skilað fyrir þriðjudaginn 8. ágúst til ís- lenska útvarpsfélagsins hf., Lynghálsi 5, 110 Reykjavík, merktum; „8. ágúst“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.