Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR .23. JÚLÍ1995 B 9 ""'KVI KM YN Dl R'"" Um 20 leikarar eru í allstórum hlutverkum í nýj- ustu mynd Þráins Bertels- sonar, Einkalíf, sem frum- sýnd verður í Stjömubíói þann 9. ágúst nk. „Mér fannst gaman að því að gera mynd sem reynir að búa til marga karaktera í stað þriggja til íjögurra eins og venja er. Mest mæðir á þremur ungling- um sem ekki eru orðnir atvinnuleikarar ennþá, Dóru Takefusa, Gottskálk Degi og Ólafi Egilsyni, og það var gaman að vinna með þeim og jafnframt reyndari leikurunum og þótt það sé ekki mitt að dæma um það fannst mér þeir standa sig mjög vel,“ sagði Þráinn í samtali við Morgunblaðið. EINKALÍF hefur að sögn Þráins verið lengi í geijun eða frá 1988 þegar hann var að vinna að síð- ustu bíómynd sinni, Magn- úsi. Hann sagði það eink- um tvennt sem hann væri Um hvad ernýjasta mynd Þráins Bertelssonarf AfEinkaUfi að ijalla um í myndinni. „í fyrsta lagi er alltaf talað um að daglegt líf venjulegs fólks sé hversdagslegt og fábreytt og þar fram eftir götum. Þegar betur er að gáð, samkvæmt minni reynslu, leynist oft meira drama á bak við líf fólks en bestu Hollywood- myndum, eftir eftir (ndriðason Arnald brýði, metnaður, ofbeldi. Hitt sem myndin ijallar um og er ekki jafna- lmenns eðlis tengist hópi ungs fólks sem langar að gera mynd og fanga raunveruleikann en kemst að því að það er ekki eins einfalt mál og menn UBRESKI leikstjórínn John Boorman sendir frá sér nýja mynd í næsta mánuði sem heitir „Bey- ond Rangoon“ eða Handan Rangoon. Hún er með Patricia Arqu- ette, Frances McDor- mand og Spalding Grey í aðalhlutverkum og segir frá ungri konu á ferðalagi um Asíu þar sem hún lendir í pólitískum átök- um. UBreski hrollvekjumeist- arinn Clive Barker send- ir einnig frá sér nýja mynd í næsta mánuði." Hún heitir „Lord of 111- usions" og er með sjón- varpsleikaranum Scott Bacula í aðalhlutverki. Bacula leikur löggu í New York á höttunum eftir smákrimma er kemur honum í kynni við töfra- mann og eiginkonu hans, sem hann fellur fyrir og er þá kominn í verulega vond mál. UTölvuleikir eru vinsælt kvikmyndafóður og öfugt. Nú hefur tölvuleik- urinn „Mortal Kombat" verið kvikmyndaður með Christopher Lambert i einu hlutverkanna en leikstjóri er Paul Ander- son. Þrír bardagajaxlar úr leiknum bjarga mann- kyninu - eða það skyldi maður vona. UOg Internetið er líka orðið að bíómynd með Söndru Bullock. Myndin hennar heitir Vefurinn eða „The Net“ og segir af ungri, sætri stelpu sem finnur eitthvað Ijótt á Int- emetinu og lendir i mik- illi hættu - eða það skyldi maður vona. kynnu að halda í byijun.“ Myndin ætti að höfða til allra aldurshópa að sögn Þráins en bætir við að hann hafi ekki hugsað út í það neitt sérstaklega. „Ef myndin lukkast hefur eldra fólk vonandi gaman af að kynnast viðhorfum yngri kynslóðarinnar og öfugt. Fólkið í myndinni er frá níræðisaldrinum og niður í 18 ára. Ég hef verið hepp- inn með aðsókn án þess að vera að eltast við ákveðna hópa. Það er bæði skrýtið og skemmtilegt að ef mann langar að gera bíómyndir sem fá einhverja aðsókn þarf að gera myndir sem höfða til allrar þjóðarinnar. Hver einstakur hópur hér er of lítill til að bera almennilega að- sókn.“ Ljósmyndir sem birtar hafa verið úr mynd- inni sýna nektarsenur svo beinast liggur við að EKKI djörf mynd; svipmyndir úr Einkalífi. spyija hvor þetta sé djörf mynd. „Nei,“ hlær Þráinn, „þetta er ekki djörf mynd. Hún hefði þótt það fyrir nokkrum árum en ég svitna við tilhugsunina um hvað þarf til að vera djarfur í dag. í myndinni er reynt að fara með einkalíf fólks eins og sjálfsagða hluti, líka þetta að fara upp í rúm til að elskast. En Michael Douglas og Sharon Stone þurfa ekkert að óttast sam- keppni nema kannski í að- sókn.“ Og Þráinn bætir við: „Ég hef enga trú á að hægt sé að fá fullt af fólki í bíó með því að sýna eitthvað sem það væri lukkulegra með að gera sjálft." Branagh gerir litla gamanmynd Hamlet í kirkju; Branagh stýrir leikurunum sínum. BRESKI leikhúsmaður- inn Kenneth Branagh gerði Hollywood-stórmynd um Frankenstein og klúðr- aði henni að margra mati hrapallega. Hann sneri baki við stórmyndunum a.m.k. tímabundið og hef- ur unnið að lítilli kómedíu eftir sjálfan sig í Bret- landi. Hún heitir „In the Bleak Midwinter“ eða Miðsvetrarblús. „Einhver spurði mig að því um dag- inn hvort þetta væri Bergmanmyndin mín en þrátt fyrir titilinn þá er þetta nú gam- anmynd,“ er haft eftir honum. Joan Collins fer með eitt hlutverkið í henni en Bran agh kemur ekki fram og er það i fyrsta sinn sem hann gerir mynd sem hann leikur ekki í sjálfur. Kona hans, Emma Thompson, er heldur ekki í myndinni. Miðsvetrarblús segir af Hamletuppfærslu heldur mislits hóps leikara í kirkju sem á að fara að rífa. Branagh lítur á myndina sem einhvers konar með- ferð eftir Frankenstein- floppið, sérstaklega „eftir að maður er búinn að vera í þeSsum myrka heimi í tvö ár og skeggrætt um líf og dauða og í fjárans tilrauna- herbergi helminginn af tímanum". ALLS hafa um 14.000 manns séð áströlsku gamanmyndina Brúðkaup Muriel í Háskólabíói og á Akureyri. Þá hafa um 10.000 manns séð Skógardýrið Húgó og um 6.000 myndirnar Rob Roy og Tommy kallinn. Næstu myndir Háskóla- bíós eru gamanmyndin „French Kiss“, sem sýnd verður um verslunarmanna- helgina, „Innocent Lies“, Kongó og Casper koma í ágúst og verða einnig í Sam- bíóunum, Tom og Viv, sem fjallar um ljóðskáldið T.S. Éliot og konu hans og nýsjá- lenska myndin „Lucky Bre- ak“. Hinn 15. september frum- sýnir bíóið svo Vatnaveröld Kevins Costners og eftir hana kemur franska gaman- 14.000 hafa séð Muriel SÝND á næstunni; draugamyndin Casper. myndin Indíáninn í borginni, en þeir eru Ludwig Briand sem byggist á teiknimyndas- og Thierry Lhermitte. eríu. Verða aðalleikararnir í byijun október verður viðstaddir frumsýninguna, svo Apollo 13. frumsýnd. FRANSKA kvikmynda- hátfðin í Háskólabíói í tilefni 100 ára afmælis kvik- myndarinnar og ekki síst 100 ára afmælis Gaumont, fremsta kvik- myndafyrirtækis Frakka, var fyrir margra hluta sakir merkileg. Þar gaf að líta þá stór- merku mynd L’Atalante eft- ir Jean Vigo, franskt meist- araverk og evrópska klassík sem iðulega er valin ein af tíu bestu myndum aldarinn- ar. Einnig var á boðstólum JW JW ÆW I BIO lengri utgáfa af mynd Jean- Jacques Beineix, Bláa Betty, en áður hafði hún komið hér í styttri útgáfu og verið heldur sundurlaus. Og loks var sýnd hin þriggja tíma óperuuppfærsla Josephs Losey á Don Giovanni. Aðrar myndir voru ekki eins merkar, en hátíðin var piýðilega heppnuð kynning á franskri kvikmyndalist. Og frábærlega vel sótt, enda miðaverð í algeru lámarki. Beresford stýrir Stone Ástralski leikstjórinn, Bruce Beresford, gerir hinar aðskiljanlegustu myndir svo erfitt er að hendur reiður á sameiginlega stefnu í mynd- um hans. Hvað eiga t.d. Ekið með Daisy, Kolstakkur og Góður maður í Afríku sam- eiginlegt? Nú hefur Beresford leik- stýrt Sharon Stone í nýjum trylli sem heitir Síðasti dans- inn eða „Last Dance“. Mót- leikari hennar er Rob Morrov en Stone leikur dauðadæmd- an fanga sem hrífst af lög- fræðingi sínum. Til að und- irbúa sig fyrir hlutverkið heimsótti leikkonan alræmd kvennafangelsi og lét loka sig inni á deild fyrir dauða- dæmda fanga. Aðspurð hvað hún lærði af þeirri reynslu svaraði hún: „Mig langar ekki að sitja í fang- elsi.“ Hún gat þó huggað sig við sex milljón dollara launaávísun sem beið hennar í pósti. í MÚRNUM: Sharon Stone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.