Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1995, Blaðsíða 5
/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 B 5 Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson DANSAÐ á dekkinu. glerlyfta, en lyftur eru á víð og dreif um skipið, 14 talsins. Imagin- ation er heldur engin smásmíði, rúmlega 70 þúsund tonn og tekur 2600 farþega. Klefinn okkar var rúmgóður og þægilegur, með tveimur rúmum og baðherbergi og stór gluggi fyrir miðju, þar sem sindraði á spegil- slétt Karíbahafið. Þegar við höfðum komið farangri okkar fyrir í kelfan- um hófst könnunarleiðangur um skipið, en sá leiðangur stóð raunar yfir allan tímann á meðan á sigling- unni stóð. í fyrstu var maður eins og barn í leikfangabúð, hlaupandi á milli hæða, inn í verslanir, út á þilfar, inn á bar, út í sundlaug og inn í spilavítið. Alls staðar var eitt- hvað nýtt að sjá. Hljómsveitin hélt áfram að spila seiðandi raggie-tónlist á þilfarinu og smátt og smátt róaðist maður niður í takt við hljómfallið og göngulagið fór að taka mið af tónlistinni með tilheyrandi handasveifiu og dýfu, eins og svertingjum er títt þegar þeim líður vel. Menn voru líka farnir að dansa á dekk- inu, í baðfötun- um einum klæða, og mikil stemning kominn í mannskapinn. Krydd á kid daglega lif Fyrsta kvöldið var boðið upp á sérstakan hátíðarkvöldverð, fimm- réttaðan. Raunar eru slíkar máltiðir á hveiju kvöldi og þar mæta menn í sínu fínasta pússi. Margir karl- anna klæðast smóking við þetta tækifæri og konur yfirleitt í skart- kjólum, hver eftir sínum smekk. Fyrir þá sem hafa ekki meltingar- færi fyrir slíka maraþonmáltíð á hverju kvöldi eru minni veitinga- staðir á víð og dreif í skipinu, þar sem hægt er að fá sér eitthvað létt- ara, svo sem omilettu og vatnsglas eða bara pitzu og bjór. í stærsta salnum er kabarettsýn- ing öll kvöld, í öðrum diskótek og nokkrir veitingastaðir bjóða upp á lifandi danstónlist af ýmsu tagi. Mér varð tíðförult inn á veitinga- staðinn Shangri La Lounge, þar sem ungir piltar af asískum upp- runa léku lög frá sjöunda og átt- unda áratugunum með þvílíkum snilldarbrag að ætla mætti að þeir væru fæddir og uppaldir í Englandi á bítlatímabilinu. Þarna voru líka nokkrir píanóbarir að ógleymdu spilavítinu, sem var þéttsetið öll kvöld. En þótt næturlífið sé fjörugt um borð í Imagination er það þó aðeins krydd á hið daglega líf um borð. Frá því snemma á morgnana geta menn verið að gera alla mögulega hluti fyrir utan það að liggja í sól- baði. Boðið er upp á líkamsrækt af ýmsu tagi og á efsta framdekki er hlaupabraut fyrir þá sem vilja skokka. Hægt er að stunda sauna- böð og snyrti- og hárgreiðslustofur sjá til þess að konur þurfa ekki að hafa áhyggjur af útlitinu. Sérstök leiksvæði eru fyrir börn og einnig er starfræktur sérstakur unglinga- klúbbur. Nuddarar starfa um borð auk þess sem nuddpottar eru úti á dekki. Útisundlaugar eru á tveimur stöðum og ekki var óalgengt að sjá fólk taka dansspor í lauginni enda erfitt að standast áskorun hinna þeltökku tónlistarmanna í kalypsó— og raggiesveitinni. Menn voru í rauninni að skemmta sér allan lið- langan daginn og langt fram á kvöld og ýmsar uppákomur hafðar í frammi, bæði úti og inni. Hafió og himininn Sjólag var með afbrigðum gott þessa daga sem við dvöldum á skip- inu enda rjómalogn allan tímann og spegilsléttur sjór. í hinum hefð- bundnu skemmtiferðum Imaginati- on er komið við á þremur stöðum í Karíbahafi: Cozumel og Carmen-strönd- inni í Mexíkó, Georgetown á eyjunni Grand Cayman og Ocho Rios á Jamaica. Allir þessir staðir eru rómaðir fyrir náttúrufegurð og heimsókn þangað eykur vissulega enn á fjölbreýtn- ina í siglingum um Karíbahaf þótt af nógu sé að taka um borð. Skipstjórinn á Imagination, Gio- vanni Gallo, er af ítölsku bergi brot- inn, sem og flestir yfirmenn, en áhöfnin er af ýmsum þjóðernum, 1000 manna einvalalið, sem lagði sig fram um að farþegum liði sem best. Herbergisþjónninn okkar var glaðlegur blökkumaður, ættaður frá Jamaica, sem kom oft á dag til að athuga um líðan okkar og hvort það væri eitthvað, sem hann gæti gert fyrir okkur. Á svo stóru skipi er í mörg horn að líta og oft mátti sjá borðalagða hvítklædda yfirmenn ganga um skipið og gefa sig á tal við far- þega. Sérstaka athygli mína vakti hávaxinn svertingi sem virtist hafa þann starfa á daginn að hafa ofan af fyrir farþegum á dekkinu með alls konar uppákomum. Á kvöldin dansaði hann við dömurnar og naut greinilega mikillar hylli meðal þeirra. Ekki er rúm til að rekja í smáatr- iðum allt það sem hægt er að upp- lifa í svona sjóferð. Hér kynnast menn nýrri og gerólíkri hlið á ferða- lögum. Þú ert að vísu gestur á hót- eli, eins og á hefðbundnum ferða- lögum, en hótelið færist sífellt úr stað. Möguleikamir á skemmtun og til- breytingu eru að mörgu leyti þeir sömu og í stórborg, en um leið svo auðvelt að slappa af og „heimilið“ er alltaf innan seilingar. En líklega er það nálægðin við hafíð og himin- inn, sem mætast við sjóndeild- arhringinn, og þetta sérkennilega andrúmsloft um borð, mettað glað- værð og afslöppun, sem gerir lífíð á þessu hóteli svo einstakt, að sá sem það upplifir, gleymir því aldrei. ' i 'ucno Janíáíka K a r í\h a li a f f 0 Leið IMAGINATION í skemrtitisíðlihgu um Mexíkóflóa og Karibahaf Hársnyrti- stofan Hársýn NÝLEGA opnaði hársnyrtistofan Hársýn, Reynimel 34, Reykjavík útibú í Smiðsbúð 1, Garðabæ. Eig- andi stofunnar er Kristjana Hjálm- arsdóttir hársnyrtimeistari. Einnig starfa á stofunni Rakel Rut Valdi- marsdóttir og Díana Arnijörð. Stofan er opin virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 10-13. Á meðfylgjandi mynd er Kristjana Hjálmarsdóttir ásamt Rakel Rut Valdimarsdóttur og Díönu Arnfjörð. ^------------A in Blús Boli isala - Utsala isur frá kr. 1.000 Peysur fra kr. 1.500 r frá kr. 500 PÍIS frá kr. 1.800 Lokað á laugardögum. infDarion i : 1 Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 FREMSTUR RlDDARA smm Stórleikararnir Sean Connery, Richard Gere og Julia Ormond í hreint frábærri stórmynd leikstjórans Jerry Zucker (Ghost). Goðsögnin um Artúr konung, riddarann Lancelot og ástina þeirra Guinévere er komin í nýjan stórkostlegan búning. Myndin var heimsfrumsýnd föstudaginn 7. júlí í Bandaríkjunum og Bretlandi. Stjörnubíó: Sýnd í A-sal í SDDS og THX kl. 5, 9 og 11.25. Bíóhöllin: Sýnd í THX kl. 5, 6.55, 9 og 11.20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.